Mynd: Bára Huld Beck Katrín Jakobsdóttir
Mynd: Bára Huld Beck

Katrín með öll tromp á hendi ... enn sem komið er

Tvö ríkisstjórnarmynstur virðast líkleg eins og er, miðað við stöðu mála í könnunum. Sitjandi ríkisstjórn nýtur nánast sama fylgis og útgáfa af svokölluðu Reykjavíkurmódeli. Ákvörðunarvaldið um hvað yrði myndi að óbreyttu liggja hjá langvinsælasta stjórnmálamanni þjóðarinnar, Katrínu Jakobsdóttur. Enn er þó langt í kosningar og margt getur breyst.

Nýjasta könnun Gallup sýnir að sitj­andi rík­is­stjórn myndi rétt halda velli ef kosið yrði í dag. Allir stjórn­ar­flokk­arnir þrír: Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur myndu tapa smá­vægi­legu fylgi og sam­an­lagt fylgi þeirra er undir 50 pró­sent, eða alls 48,6 pró­sent. Slík nið­ur­staða myndi samt sem áður skila þeim 34 þing­mönnum og áfram­hald­andi meiri­hluta. 

Könn­unin sýnir líka að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, for­sæt­is­ráð­herra og sá stjórn­mála­maður sem lang­flestir Íslend­ingar vilja að leiði næstu rík­is­stjórn, á val­kosti í stöð­unni. Skýr mögu­leiki er að mynda fjög­urra flokka rík­is­stjórn frá miðju til vinstri. Í slíkri rík­is­stjórn gætu ver­ið, auk Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokkur og Sam­fylk­ing og annað hvort Við­reisn eða Pírat­ar. Sam­an­lagður þing­manna­fjöldi henn­ar, miðað við könnun Gallup, yrði 33 og sam­an­lagt fylgi á bak­við hana yrði það sama og yrði á bak­við óbreytta rík­is­stjórn. Hið svo­kall­aða Reykja­vík­ur­mód­el, með skírskotun í það meiri­hluta­sam­starf sem er við lýði í Reykja­vík­ur­borg, er því sann­ar­lega í kort­un­um. 

Auglýsing

Auk þess væri hægt að skipta út annað hvort Fram­sókn­ar­flokki eða Sam­fylk­ingu en þá færi þing­manna­fjöld­inn niður í 32, sem er minnsti mögu­legi meiri­hluti.

Fræði­legur mögu­leiki er einnig á því að mynda rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Við­reisn­ar, en lík­urnar á því að Vinstri græn velji að fara í stjórn með þeim tveimur flokkum sem þau telja að séu mest til hægri í íslenskum stjórn­málum verða að telj­ast hverf­and­i. 

Enn eru þó tæpir fjórir mán­uðir í kosn­ing­ar, kosn­inga­bar­áttan er ekki hafin sem neinu nemur og ansi margt getur breyst þangað til að talið verður upp úr kjör­köss­unum 25. sept­em­ber næst­kom­andi.

Sós­í­alist­arnir eiga ýmis­legt inni

Línur eru þó farnar að skýr­ast á listum flestra stjórn­mála­flokka fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Mann­valið sem er í boði liggur að mestu fyr­ir, þótt Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins eigi eftir að raða end­an­lega lista.

Þeir sem eiga eftir að sýna end­an­lega á mönn­un­ar­spil­in, af þeim flokkum sem mæl­ast með raun­hæfan mögu­leika á að ná inn á þing, eru Sós­í­alista­flokk­ur­inn og Mið­flokk­ur­inn. Nær ekk­ert hefur spurst út um hverjir muni leiða lista Sós­í­alista­flokks­ins og Gunnar Smári Egils­son, for­maður fram­kvæmda­stjórnar flokks­ins, hefur sagt að ekk­ert liggi á að birta list­anna, enda langt í kosn­ing­ar. Á móti hefur Sós­í­alista­flokk­ur­inn verið að birta ýmis kosn­inga­til­boð. Eitt þeirra snýst um að byggja 30 þús­und íbúðir á tíu árum fyrir um 650 millj­arða króna. Annað um að leggja þrepa­skiptan auð­legð­ar­skatt á rík­ustu eitt pró­sent lands­menn en lækka skatta skarpt á miðl­ungs­tekjur og þar und­ir. Sós­í­alista­flokk­ur­inn hefur verið að mæl­ast reglu­lega inni á þingi í könn­unum og gerir það áfram í nýj­ustu könnun Gallup, þar sem hann mælist með 5,4 pró­sent fylgi og þrjá þing­menn. 

Mið­flokk­ur­inn fékk sjö þing­menn í kosn­ing­unum 2017 og vann kosn­inga­sig­ur. Eng­inn flokkur hefur fengið jafn mörg atkvæði í fyrstu kosn­ingum sín­um. Tveir þing­menn bætt­ust svo við eftir Klaust­ur­mál­ið, þegar Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son gengu til liðs við flokk­inn, og þing­menn­irnir þar með orðnir níu. 

Auglýsing

Hjá Mið­flokknum virð­is­t vera meira fram­boð en eft­ir­spurn. Þ.e. kann­anir hafa um nokk­urt skeið mælt flokk­inn tölu­vert undir kjör­fylgi en þing­menn hans, að Gunn­ari Braga Sveins­syni und­an­skild­um, vilja halda áfram þing­setu. Sam­kvæmt nýj­ustu könnun Gallup myndu 7,2 pró­sent kjós­enda setja X við Mið­flokk­inn ef kosið yrði nú sem myndi skila honum fimm þing­mönn­um. 

Flokkur fólks­ins er sá flokkur sem lík­leg­astur er til að víkja af þingi fyrir Sós­í­alista­flokknum þannig að fjöldi flokka verði áfram átta, eins og hann hefur verið á þessu kjör­tíma­bili. Hann hefur ein­ungis einu sinni mælst með fimm pró­sent fylgi frá lokum árs 2018 og mælist nú með 4,3 pró­sent. Vert er þó að hafa hug­fast að Flokkur fólks­ins mæld­ist með fjögur pró­sent fylgi í síð­ustu könnun Gallup fyrir kosn­ing­arnar 2017, en frammi­staða Ingu Sæland, for­manns flokks­ins,  í kapp­ræðum í sjón­varps­sal þann sama dag skil­aði flokknum nægj­an­legri aukn­ingu til að ná inn. 

Við­reisn má vel við una

Eini stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn sem mælist með umtals­vert meira fylgi nú en hann fékk fyrir fjórum árum er Við­reisn. Fylgi flokks­ins mælist 10,9 pró­sent sem myndi skila Við­reisn sinni bestu nið­ur­stöðu í kosn­ingum frá því að flokk­ur­inn var stofn­aður og sjö þing­mönn­um, en þeir eru fjórir í dag. 

Við­reisn er búin að kynna odd­vita í öllum kjör­dæmum og lista sína í öllum nema Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Í nýj­ustu könnun Gallup mælist fjöl­miðla­mað­ur­inn Sig­mar Guð­munds­son, sem óvænt til­kynnti að hann yrði í öðru sæti á Lista Við­reisnar í Krag­anum í haust, inni sem kjör­dæma­kjör­inn þing­maður og flokk­ur­inn mælist auk þess með kjör­dæma­kjör­inn þing­mann í Suð­ur­kjör­dæmi, þar sem Guð­brandur Ein­ars­son leiðir lista hans. 

Sam­fylk­ingin virð­ist vera búin að finna botn­inn sinn í fylgi – í kringum tólf pró­sent kjör­fylgi – eftir að hafa fallið skarpt í könn­unum á þessu ári eftir að hafa kynnt fram­boðs­lista sína fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Fylgið virð­ist aðal­lega rata yfir á Vinstri græn sem hafa á sama tíma styrkt sig.

Erf­ið­lega virð­ist ganga fyrir Sam­fylk­ing­una að koma áherslum sínum með nægj­an­legum þunga inn í umræð­una og sömu sögu er að segja með suma af nýju fram­bjóð­endum hans sem raðað var í for­ystu fyrir næstu kosn­ing­ar. 

Kristrún Frostadóttir leiðir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi suður og Oddný Harðardóttir er oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.
Mynd: Samfylkingin

Í kosn­ing­unum 2017 fékk Sam­fylk­ingin nán­ast jafn mörg atkvæði í sitt hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu og var yfir kjör­fylgi í þeim báð­um. Í könnun Gallup mælist staða flokks­ins mun sterk­ari í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Norð­ur, þar sem Helga Vala Helga­dóttir leiðir list­ann og fylgið er 15 pró­sent, en í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Suður þar sem Kristrún Frosta­dóttir leiðir og fylgið mælist ell­efu pró­sent. 

Píratar geta vel við unað ef staða þeirra í könn­unum verður nið­ur­staða kosn­inga. Flokk­ur­inn myndi bæta við sig smá­vægi­legu fylgi og einum þing­manni. Píratar eru þó en aðeins frá því að ná þeim hæðum sem flokk­ur­inn var í árið 2016 þegar 14,5 pró­sent lands­manna kusu hann og þing­menn­irnir urðu tíu tals­ins. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki mælst yfir kjör­fylgi síðan 2018

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn siglir nokkuð lygnan sjó og hefur gert það í könn­unum Gallup allt kjör­tíma­bil­ið. Engar stórar dýfur – fylgi flokks­ins hefur farið lægst niður í 21,6 pró­sent – en fylgið hefur ekki mælst yfir kjör­fylgi síðan í októ­ber 2018. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 25,2 pró­sent atkvæða haustið 2017 en mælist nú með 23,5 pró­sent. Það myndi þó skila flokknum sama þing­manna­fjölda en, í ljósi þess að tveir flokkar (Sam­fylk­ing og Pírat­ar) hafa úti­lokað sam­starf við hann þá eru ekki margar aðrar sýni­legar leiðir sem stendur í áfram­hald­andi rík­is­stjórn­ar­setu en núver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf, haldi það. Í könnun sem Mask­ína gerði nýverið fyrir frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unnar kom auk þess fram að þeim fækkar sem vilja að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks, leiði næstu rík­is­stjórn. Ein­ungis 12,2 pró­sent eru á þeirri skoð­un, sem er langt um minni hópur en seg­ist ætla að kjósa flokk­inn. 

Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir að flokkurinn sé stærsti flokkur landsins samkvæmt könnunum þá vilja einungis 12,2 prósent hann sem forsætisráðherra.
Mynd: Bára Huld Beck

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er búinn að kynna sína helstu lista og nokkuð aug­ljóst hvernig þorri þess hóps sem flokk­ur­inn bindur vonir við að skili sér inn á þing muni líta út. Fylgið mælist nú aðeins undir kjör­fylgi, eða 10,4 pró­sent. Í sögu­legu sam­hengi þýðir það að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er að fá verstu útkomu sína í kosn­ingum frá upp­hafi, gangi þetta eft­ir, en í þeim póli­tíska veru­leika sem er uppi í dag má flokk­ur­inn ágæt­lega við una. Fylgi hans mæld­ist 6,7 pró­sent í haust, einu ári fyrir kosn­ingar og hann er annar af tveimur flokkum sem virð­ist vera í stöðu til að mynda rík­is­stjórn til hægri eða vinstri eftir næstu kosn­ing­ar. 

Lang­flestir vilja Katrínu sem for­sæt­is­ráð­herra

Hinn flokk­ur­inn eru Vinstri græn, flokkur Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Tölu­verð end­ur­nýjum hefur orðið á listum flokks­ins og nýir odd­vitar eru í fjórum af sex kjör­dæm­um. Síð­ustu mán­uði hefur fylgi Vinstri grænna verið að aukast hægt og rólega og mælist nú 14,3 pró­sent. Það hefur ekki mælst hærra síðan í febr­úar 2018, skömmu eftir að sitj­andi rík­is­stjórn var mynd­uð. Til við­bótar eru per­sónu­vin­sældir Katrínar mikl­ar.

Auglýsing

Í könnun sem Gallup gerði í apríl kom fram að 67 pró­sent lands­manna væru ánægðir með hennar störf og í áður­nefndri könnun Mask­ínu sögðu 46,1 pró­sent aðspurðra að þeir vildu að hún yrði for­sæt­is­ráð­herra eftir næstu kosn­ing­ar. Það er nán­ast sama hlut­fall og nefndi leið­toga Sjálf­stæð­is­flokks, Pírata, Fram­sókn­ar­flokks, Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Mið­flokks og Flokks fólks­ins til sam­an­s. 

Allt bendir því til þess, eins og sakir standa nú, að Katrín sé lang­lík­leg­ust til að verða áfram for­sæt­is­ráð­herra eftir næstu kosn­ingar og að hún muni hafa val­kosti í stöð­unni. Þeir val­kostir munu einnig styrkja stöðu hennar við samn­inga­borðið þegar kemur að myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar