Vinstri græn bæta við sig en ríkisstjórnarflokkarnir allir undir kjörfylgi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,8 prósent fylgi og er stærsti flokkur landsins. Þrír flokkar á þingi eru að mælast með meira fylgi en í kosningunum 2017. Þeir eru Samfylking, Píratar og Viðreisn.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Vinstri græn bættu við sig 1,7 pró­sentu­stigum í fylgi í ágúst og mæl­ast nú með 12,6 pró­sent fylgi, sam­kvæmt nýjasta þjóð­ar­púlsi Gallup. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn dalar lít­il­lega á milli mán­aða og nýtur stuðn­ings 22,8 pró­sent kjós­enda og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stendur nán­ast í stað með 7,9 pró­sent fylgi.

Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja er nú 43,3 pró­sent, sem er aðeins meira en þeir höfðu í lok júlí, þegar 41,7 pró­sent lands­manna sögðu að þeir myndu kjósa þá. Allir þrír hafa hins vegar tapað fylgi frá haustinu 2017, þegar síð­ast var kos­ið, en þá fengu Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur sam­tals 52,9 pró­sent atkvæða.

Næstu kosn­ingar fara fram eftir rúmt ár, þann 25. sept­em­ber 2021. 

Mið­flokk­ur­inn lækkar

Mið­flokk­ur­inn lækkar lít­il­lega á milli mán­aða og mælist nú með 9,9 pró­sent fylgi, sem er undir kjör­fylgi hans, en flokk­ur­inn fékk 10,9 pró­sent síð­ast þegar kosið var til þings. 

Auglýsing
Flokkur fólks­ins heldur sömu­leiðis áfram að mæl­ast ólík­legur til að ná inn manni á þing, en nú segj­ast 3,6 pró­sent lands­manna styðja flokk Ingu Sæland. Sós­í­alista­flokkur Íslands, sem hefur aldrei boðið fram til þings en þegar til­kynnt um fram­boð í næstu kosn­ing­um, mælist með 3,9 pró­sent fylg­i. 

Miðað við þessa stöðu er ekki ósenni­legt að 7,5 pró­sent atkvæða myndu verða greidd flokkum sem næðu ekki inn á þing ef kosið yrði í dag, og þar með falla niður dauð.

Þrír yfir kjör­fylgi

Sam­fylk­ingin mælist með nán­ast sama fylgi og hún var með fyrir mán­uði, eða 14,7 pró­sent. Hún er, líkt og und­an­farna mán­uði, næst stærsti flokkur lands­ins á eftir Sjálf­stæð­is­flokki sam­kvæmt könn­unum Gallup. 

P­íratar koma þar á eftir með 13,7 pró­sent fylgi og 10,6 pró­sent kjós­enda segja að þeir myndu kjósa Við­reisn ef kosið yrði í dag. 

Allir þessir þrír flokkar eru að mæl­ast með meira fylgi en þeir fengu í síð­ustu kosn­ingum og þannig hefur staðan verið meira og minna á þessu kjör­tíma­bili. Sam­an­lagt fylgi þeirra nú er 39 pró­sent en í kosn­ing­unum 2017 fengu Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn, sem starfa meðal ann­ars saman í borg­ar­stjórn Reykja­víkur með Vinstri græn­um, 28 pró­sent fylg­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent