Mynd: Birgir Þór Harðarson

Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það

Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu, þótt pólitíkin sé ólíkindatól og geti breyst hratt. Kjarninn skoðaði stöðuna eins og hún lítur út í dag og birtir niðurstöðuna í tveimur fréttaskýringum. Þessi er sú fyrri.

Frá árinu 2007 hefur það gerst einu sinni að rík­is­stjórn á Íslandi hefur setið heilt kjör­tíma­bil. Sú tók við völdum 2009, fyrsta hreina tveggja flokka vinstri­st­jórn­in, og skil­aði sér yfir enda­lín­una 2013 sem minni­hluta­stjórn.

Rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, sem var fyrst mynduð í febr­úar 2009 sem minni­hluta­stjórn, er líka eina rík­is­stjórn eft­ir­hrunsár­anna sem hefur tek­ist að bæta við sig fylgi í næstu kosn­ingum eftir að hún var mynd­uð. Þær fóru reyndar fram tæpum þremur mán­uðum eftir að rík­is­stjórnin varð til í febr­úar 2009. Í næstu kosn­ingum á eftir upp­lifðu Sam­fylk­ingin og Vinstri græn mesta afhroð sem rík­is­stjórn í lýð­veld­is­sög­unni hefur orðið fyr­ir, þegar rúm­lega helm­ingur fylgis þeirra leit­aði ann­að. 

Því hafa allar rík­is­stjórnir sem mynd­aðar hafa verið frá 2009 fallið í næstu kosn­ingum á eft­ir. 

Leikja­fræði vegna COVID-á­hrifa

Yfir­stand­andi kjör­tíma­bili lýkur á næsta ári. Óljóst er á þess­ari stundu hvort kosið verði að vori eða hausti. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í við­tali við Kjarn­ann í síð­asta mán­uði að hún væri ekk­ert farin að hugsa út í dag­setn­ingar í þeim efnum en að fyrir lægi lof­orð um sam­tal um það á vett­vangi Alþingis í sum­ar. Allir stjórn­mála­flokkar sem ætla sér áfram­haldi til­veru á Alþingi ættu því að vera með skýra hug­­mynd um hvenær næst verði kosið þegar næsti þing­vetur hefst. Og sam­hliða mun upp­taktur að kosn­inga­bar­áttu hefj­ast.

Auglýsing

Aðstæður hér­lend­is, og um allan heim, hafa breyst hratt vegna heims­far­ald­urs­ins sem nú geis­ar. Á örfáum vikum hefur efna­hags­legu ástandi Íslands verið snúið á haus, atvinnu­leysi bætt öll fyrri met og allt stefnir í mörg hund­ruð millj­arða króna halla á rekstri rík­is­sjóð á næstu tveimur árum. Áhrifin af áfall­inu eru þegar komin fram að ein­hverju leyti, en munu koma frekar fram að fullum krafti þegar líður á árið og upp­sagn­ar­frestir renna út með til­heyr­andi skerð­ingu á ráð­stöf­un­ar­tekjum mörg þús­und fjöl­skyldna. 

Slæmt efna­hags­á­stand vinnur sjaldn­ast með sitj­andi stjórn­völdum í kosn­ing­um. Fyrir sitj­andi rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks­ins eru því krefj­andi tímar framund­an.

Allir stjórn­ar­flokk­arnir hafa tapað fylgi

Í könnun sem Zenter gerði fyrir Frétta­blað­ið, og birt var seint í júní, var staðan þannig að allir stjórn­ar­flokk­arnir hafa þegar tapað fylgi frá því í kosn­ing­unum 2017, þegar þeir fengu 52,9 pró­sent atkvæða. Þeir mæld­ust þar með sam­an­lagt 41,8 pró­sent fylgi, sem myndi ekki duga til að mynda meiri­hluta jafn­vel þótt að hátt í tíu pró­sent atkvæða myndu falla niður dauð. 

Sam­kvæmt könn­un­inni hafa flokk­arnir þrír sam­an­lagt tapað rúm­lega fimmt­ungi af fylgi sínu það sem af er kjör­tíma­bili. Í síð­ustu könnun Gallup mæld­ist sam­eig­in­legt fylgi þeirra ívið hærra en hjá Zenter, eða 46,2 pró­sent en minna, 41,5 pró­sent, hjá MMR. 



Sjálf­stæð­is­flokkur kemur best út úr óvenju­legu sam­starfi

Allar kann­anir nú gefa það til kynna að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé sá rík­is­stjórn­ar­flokkur sem geti best við unað eftir næstum þriggja ára sam­starf. Fylgi hans mælist á bil­inu 23,1 til 24,3 pró­sent í nýj­ustu könn­unum ofan­greindra þriggja könn­un­ar­fyr­ir­tækja, en flokk­ur­inn fékk 25,3 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. Hann hefur ein­ungis einu sinni náð því að fara yfir það fylgi í könn­unum Gallup á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili, í októ­ber 2018, og skaust upp yfir 27 pró­sent hjá MMR í fyrstu könnun eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á, en seig fljótt aftur niður á þær slóðir sem hann hefur að mestu verið á kjör­tíma­bil­inu. Um tíma mæld­ist fylgið undir 20 pró­sent, sem er nán­ast eins­dæmi í sögu flokks­ins. 

Fyrir nokkrum árum voru Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson samherjar í ríkisstjórn. Nú virðast þeir vera að berjast um laust fylgi, aðallega í eldri kjósendahópum.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Það virð­ist vera nokkuð sterk fylgni milli fylg­is­þró­unar hjá Sjálf­stæð­is­flokknum ann­ars vegar og Mið­flokknum hins veg­ar. Þegar Mið­flokk­ur­inn bætir við sig, þá dregst fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins sam­an, og öfugt. Mið­flokk­ur­inn virð­ist tala skýrt til íhalds­sama og þjóð­ern­is­lega arms Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Það sást til að mynda vel á grein­ingum sem Kjarn­inn gerði úr gögnum MMR seint á síð­asta ári þar sem kom fram að Mið­flokk­ur­inn virt­ist ná vel til fyrr­ver­andi kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks í eldri ald­urs­hópum og á ákveðnum svæðum á lands­byggð­inn­i. 

Breytt afstaða Morg­un­blaðs­ins

Þessi staða birt­ist líka í auknu fylg­islagi Morg­un­blaðs­ins, sem ára­tugum saman hefur gengið að mestu í takti við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, við Mið­flokk­inn og hans áhersl­ur. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í við­tali við Mann­líf seint í maí að sumt af því sem lögð sé áhersla á í Morg­un­­blað­inu komi honum á óvart. „Mér finnst Morg­un­­blaðið heilt yfir almennt vera að tala fyrir til dæmis efna­hags­­stefnu sem er lík­­­leg til árang­­urs en mér finnst alveg hafa verið dæmi um áherslur í blað­inu sem ég finn ekki sam­­leið með­­.“ Ekki væru mikil sam­skipti milli hans og Dav­íðs Odds­son­ar, rit­stjóra blaðs­ins og fyrr­ver­andi for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Gagn­rýni á Sjálf­stæð­is­flokk­inn í rit­stjórn­ar­greinum hefur auk­ist veru­lega á und­an­förnum árum. 

Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, þykir hallur undir málflutning Miðflokksins á síðustu árum.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Skýrasta dæmið um þetta birt­ist í Reykja­vík­­­ur­bréfi sem birt var í júní í fyrra. Þar skrif­aði Dav­­íð, í bréfi þar sem umfjöll­un­­­ar­efnið var að upp­­i­­­­stöðu Sjálf­­­stæð­is­­­flokk­­­ur­inn, meint fjar­lægð hans frá kjós­­­endum sínum og þriðji orku­­­pakk­inn, að Morg­un­­blaðið væri „borg­­­ara­­­legt blað og þótt það lúti ekki fjar­­­stýr­ingum utan úr bæ frá flokkum eða ein­stak­l­ingum lætur að líkum að blaðið ætti oftar en ekki að geta átt góða sam­­­leið með flokknum ef hann er sjálfum sér sam­­­kvæmur og heill í fögrum fyr­ir­heitum sín­­­um.“

Þetta rof á sam­­bandi flokks og blaðs hefur einnig birt­ist í hina átt­ina. Það vakti til að mynda mikla athygli í maí í fyrra, þegar Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn varð 90 ára, að for­­maður hans ákvað að birta afmæl­is­­­grein í Frétta­­­blað­inu ekki Morg­un­­­blað­inu. Sú ákvörðun þótti senda skýr skila­­­boð um hvernig for­­­mað­­­ur­inn teldi sam­­­band flokks­ins við gamla mál­­­gagnið standa.

Ekki margir slóðar að völdum í boði

Ef nið­ur­staða kann­ana kæmi upp úr kjör­köss­unum gæti vel farið svo að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fengi sína verstu nið­ur­stöðu í kosn­ingum frá upp­hafi, og fengið minna en í vor­kosn­ing­unum 2009, þegar 23,7 pró­sent lands­manna kusu flokk­inn í fyrstu kosn­ingum eftir hrun­ið.

Auglýsing

Vert er þó að benda á að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur haft til­hneig­ingu til að fá meira fylgi þegar talið er upp úr kjör­köss­unum en í mörgum síð­ustu könn­unum sem birtar hafa verið fyrir kosn­ingar hafa bent til á und­an­förnum árum. 

Þótt Bjarni Bene­dikts­son, sem hefur verið for­maður flokks­ins frá árinu 2009, hafi ekki stað­fest að hann verði áfram í fram­boði til for­manns á lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem fram fer í nóv­em­ber næst­kom­andi þá bendir allt til þess að svo verð­i. 

Bjarni sagði til að mynda í við­tali í Silfr­inu seint í febr­ú­ar, skömmu áður en að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á Íslandi, að hann lang­aði til þess að halda áfram. „Hvað getur verið meira ­spenn­andi í líf­inu en að fást við það að móta fram­­tíð lands og þjóðar og ver­a að leggja á borðið til­­lög­­ur? Ég get ekki séð neitt annað sem gæti ver­ið ­merki­­legra og skemmti­­legra að ger­a.“

Bjarni er í þriðja sæti yfir þá for­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem setið hafa lengst.

Frek­ari breyt­ingar á fram­línu flokks­ins, sér­stak­lega með kosn­ingu Þor­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur í vara­for­manns­emb­ætti, og með auknum fram­gangi Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur sem varð ráð­herra í fyrra tæp­lega 29 ára göm­ul, virð­ist ekki vera að skila auknu fylgi hjá yngri eða frjáls­lynd­ari kjós­end­um, en þær spila báðar til að mynda mun umfangs­meiri sam­fé­lags­miðla­leik en flestir kollegar þeirra. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Mynd: Bára Huld Beck

Hjá sumum eldri og íhalds­sam­ari flokks­mönnum hefur fram­gangur þeirra ver­ið gagn­rýndur nokkuð harka­lega, og farið niðr­andi orðum um hann.

Allra flokka bestur í að tryggja aðgengi að áhrifum

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er heldur ekki með marga sýni­lega slóða að meiri­hluta­sam­starfi, annan en þann að sitj­andi rík­is­stjórn haldi velli. Sam­fylk­ingin og Píratar hafa með öllu úti­lokað sam­starf með flokknum og skil­greina hann sem vanda­málið í íslenskum stjórn­mál­um. Einn mögu­leiki væri að kippa Mið­flokknum með og mynda fjög­urra flokka rík­is­stjórn með núver­andi stjórn­ar­flokk­um, en við­mæl­endur Kjarn­ans innan bæði Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks­ins segja að það sé póli­tískur ómögu­leik­i. 

Sömu­leiðis segja við­mæl­endur innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins litlar líkur á því að núver­andi for­ysta flokks­ins hefði áhuga á að end­ur­nýja stjórn­ar­sam­starf við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, eftir allt sem gekk á árunum 2013 til 2016, þegar hann var for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Flokk­ur­inn hefur þó sýnt að hann er allra flokka bestur í að taka kalda hags­muna­drifna ákvörðun um mögu­legt sam­starf þegar búið er að telja upp úr kjör­köss­unum til að tryggja aðgengi að áhrif­um. Fyrsti val­kostur Sjálf­stæð­is­manna yrði samt sem áður alltaf sá að geta haldið áfram því sam­starfi sem nú er. 

Líða fyrir sam­starfið við ætl­aðan höf­uð­ó­vin

Vinstri græn fengu 16,9 pró­sent atkvæða í haust­kosn­ing­unum 2017 og ljóst var að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður flokks­ins, var óskak­andi­dat ansi margra í starf for­sæt­is­ráð­herra. Um var að ræða næst besta árangur flokks­ins í kosn­ingum frá upp­hafi. Bestum árangri náði flokk­ur­inn í eft­ir­hruns­kosn­ing­unum 2009 sem skil­aði honum í einu tveggja flokka hreinu vinstri­st­jórn lýð­veld­is­sög­unnar með Sam­fylk­ing­unni.

Ákvörðun Vinstri grænna að mynda rík­is­stjórn með íhalds­flokk­unum Sjálf­stæð­is­flokki, sem hafði verið skil­greindur sem helsti póli­tíski and­stæð­ingur vinstri­manna árum sam­an, og Fram­sókn­ar­flokki, yrði alltaf umdeild. Nokkur fjöldi ákvað að yfir­gefa flokk­inn og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hans Drífa Snædal, sem í dag er for­seti ASÍ, var þar á með­al. Hún lét þau frægu orð falla sam­hliða að stjórn­ar­sam­starfið við Sjálf­stæð­is­flokk­inn yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­­­tíma­bil, ef stjórnin end­ist svo lengi. Með ákvörð­un­inni um stjórn­­­­­ar­við­ræður setti flokk­inn nið­­­ur, trú­verð­ug­­­leik­inn laskað­ist veru­­­lega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt upp­­­­­dráttar næstu árin og ára­tug­ina.“ Á meðal ann­arra sem for­dæmdu ákvörð­un­ina, og lögð­ust gegn henni, var ung­liða­hreyf­ing flokks­ins. Í yfir­lýs­ingu hennar sagði meðal ann­ars: „Við getum ekki sam­þykkt síend­urteknar lygar, spill­ingu og frænd­hygl­i.“

Drífa Snædal, nú einn áhrifamesti verkalýðsleiðtogi landsins, sagði sig úr Vinstri grænum þegar fyrir lá að flokkurinn ætlaði í stjórnarsamstarf við Sjálstæðisflokkinn.
Mynd: Bára Huld Beck

Tveir þing­menn Vinstri grænna ákváðu svo ekki að styðja rík­is­stjórn­ina og annar þeirra, Andrés Ingi Jóns­son, sagði sig úr þing­flokki Vinstri grænna í nóv­em­ber í fyrra.

Fylgi Vinstri grænna hefur ein­ungis einu sinni farið yfir kjör­fylgi í könn­unum á kjör­tíma­bil­inu, í könnun Gallup sem gerð var í des­em­ber 2017, nokkrum dögum eftir að rík­is­stjórnin var form­lega mynd­uð. 

Í síð­ustu könn­unum Zenter, MMR og Gallup mælist fylgi flokks­ins á bil­inu 10,7 til 13,6 pró­sent. Minnst í könnun MMR en mest í könnun Gallup. Ef neðri mörkin í því bili yrði nið­ur­staðan – en fylgi flokks­ins hefur að uppi­stöðu verið að mæl­ast á bil­inu 10 til 13 pró­sent á kjör­tíma­bil­inu – myndi það þýða að um 37 pró­sent af fylgi Vinstri grænna hefði horfið frá því í síð­ustu kosn­ing­um. Fylgis­tapið virð­ist aðal­lega ætla að eiga sér stað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem vinstri­s­inn­aðra og frjáls­lynd­ara fylgi flokks­ins hefur ver­ið, en í íhalds­sam­ari víg­um, sér­stak­lega í norð­aust­ur- og norð­vest­ur­kjör­dæmi, ríkir meiri ánægja með yfir­stand­andi stjórn­ar­sam­starf. 

Líður vel í íhalds­samri rík­is­stjórn

Fram­línu­sveit flokks­ins í kosn­ing­unum á næsta ári liggur nokkurn veg­inn fyr­ir. Katrín Jak­obs­dótt­ir, sem er enn enn sá ráð­herra sem flestir lands­menn eru ánægðir með, verður áfram for­maður og leiðir flokk­inn inn í þær. Hún verður líka for­sæt­is­ráð­herra­efni sama í hvora átt­ina flokk­ur­inn þarf að halla sér til að halda völd­um; í átt að íhalds­blokk­inni sem hann situr nú með í rík­is­stjórn eða í átt að frjáls­lyndu miðju­flokk­unum sem vilja búa til rík­is­stjórn með sam­bæri­legri áferð og sá meiri­hluti sem nú situr í Reykja­vík­ur­borg. 

Nýr vara­for­mað­ur, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, var kjör­inn seint á síð­asta ári. Ekki eru sjá­an­legar neinar stórar vend­ingar á helstu fram­línu­stöð­um, þótt óvissa ríki um hvort Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir muni leiða flokk­inn áfram í Krag­an­um, þar sem flokk­ur­inn bætti við sig fylgi í síð­ustu kosn­ing­um, í ljósi þess að hún hefur ekki stutt rík­is­stjórn­ina og í meira að segja gagn­rýnt hana opin­ber­lega á stund­um. Finna þarf odd­vita­sæti fyrir nýja vara­for­mann­inn og lík­legt þykir að hann horfi til Krag­ans. 

Auglýsing

Flestir við­mæl­endur innan stjórn­ar­and­stöð­unnar eru sann­færðir um að vilji Vinstri grænna standi til þess að við­halda því stjórn­ar­sam­starfi sem nú er við lýði. Þeir benda meðal ann­ars á orð Katrínar á 90 ára afmæl­is­há­tíð Sjálf­stæð­is­flokks­ins í fyrra þar sem hún sagði að Bjarni Bene­dikts­son væri einn besti sam­starfs­maður sem hún hefði nokkurn tím­ann haft. 

Flokks­for­ystan mun þó ganga óbundin til kosn­inga. Það verður gert til að halda öðrum leiðum að völdum opnum ef nið­ur­staða kosn­ing­anna verða þær að rík­is­stjórnin sé fall­in.

Vinstri græn virð­ast vera búin að taka við gamla Fram­sókn­ar­hlut­verk­inu í íslenskum stjórn­mál­um, sem í felst að sitja á grind­verk­inu og geta horft til allra átta í leit að rík­is­stjórn­ar­að­ild, að minnsta kosti á meðan að gamli Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er að mæl­ast með jafn lítið fylgi og raun ber vitni.

Til­vist­ar­kreppa Fram­sókn­ar­flokks­ins

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sá stjórn­ar­flokk­anna sem er í mestum vanda. Flokk­ur­inn hefur notið þess sögu­lega að geta setið á miðju íslensks stjórn­mála­lands­lags og litið til vinstri eða, og mun oft­ar, til hægri eftir sam­starfs­fé­laga þegar búið er að telja upp úr kjör­köss­un­um. 

Hnignun hans hófst af alvöru 2007 þegar flokk­ur­inn fékk ein­ungis 11,7 pró­sent atkvæða, sem þá var það lægsta sem hann hafði nokkurn tím­ann feng­ið. Snemma árs 2009 tók Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son við for­mennsku í flokknum og gjör­breytti hon­um. Áherslur urðu mun popúl­ískari, á stórar og ein­faldar lausnir á flóknum vanda­mál­um. Undir hans stjórn vann flokk­ur­inn stór­sigur í kosn­ing­unum 2013 á baki nið­ur­stöð­unnar í Ices­ave mál­inu, sem flokk­ur­inn eign­aði sér að stórum hluta, og lof­orðum um að leið­rétta verð­tryggð lán sem tekin höfðu verið í kringum hrunið með tug­millj­arða króna milli­færslu úr rík­is­sjóði. Alls fékk Fram­sókn 24,4 pró­sent í þeim kosn­ing­um. 

Þegar kosið var 2016 hafði átt sér stað blóð­ugt for­manns­upp­gjör milli Sig­mundar Dav­íðs og Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, núver­andi for­manns, með sigri hins síð­ar­nefnda. Nýtt met var sett í lágu fylgi og það met bætt í kosn­ing­unum ári síð­ar, eftir að Sig­mundur Davíð hafði klofið flokk­inn og stofnað Mið­flokk­inn, þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk ein­ungis 10,7 pró­sent atkvæða. Til að gera stöð­una verri fékk flokk­ur­inn 319 færri atkvæði en Mið­flokk­ur­inn. 

En hann var samt sem áður í gömlu góðu odda­stöð­unni, sökum þess hversu víða atkvæði dreifð­ust. Og valdi að fara frekar með Vinstri grænum og Sjálf­stæð­is­flokki en að mynda fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri. 

Reykja­vík­ur­af­hroðið

Síðan þá hefur fylgi flokks­ins, með skamm­vinnri und­an­tekn­ingu í kjöl­far Klaust­ur­máls­ins svo­kall­aða, haldið að mestu áfram að síga.

Staða Lilju D. Alfreðsdóttur er flókin. Hún er á meðal þeirra ráðherra sem eru best liðnir en það skilar sér ekki í auknu fylgi flokks hennar. Fylgið er sérstaklega lítið á hennar heimavelli, í höfuðborginni Reykjavík.
Mynd: Bára Huld Beck

 Í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2018 beið flokk­ur­inn afhroð. Hann fékk 3,2 pró­sent atkvæða og náði ekki inn manni í Reykja­vík. Í ljósi þess að um er að ræða kjör­dæmi vara­for­manns­ins Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, og þess að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er rúm­lega 100 ára gam­all flokkur með sterka inn­viði og mikla reynslu af kosn­ing­um, var nið­ur­staðan veru­legt áhyggju­efn­i. 

Rifja má upp að Hall­dór Ásgríms­son heit­inn, þáver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, ákvað að draga sig í hlé úr stjórn­málum í kjöl­far borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna 2006, þegar Fram­sókn fékk 6,1 pró­sent atkvæða. Hall­dór sagði meðal ann­ars að hann væri að axla ábyrgð á lélegri stöðu flokks­ins í þeim kosn­ingum með því að stiga til hlið­ar. 

2018 var fylgi flokks­ins næstum helm­ingur þess sem ýtti Hall­dóri út úr stjórn­mál­um.

Í síð­­­ustu könnun MMR, sem birt var í lok síð­­asta mán­aðar mæld­ist fylgi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins 6,1 pró­­sent. Yrði það nið­­ur­­staða kosn­­inga myndi Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn verða minnsti flokk­­ur­inn sem næði manni inn á þing og um væri að ræða lang­verstu nið­­ur­­stöðu hans í kosn­­ingum frá því að Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn var stofn­aður 1916. Fylgi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins í síð­­­ustu könnun MMR var enn fremur það minnsta sem flokk­­ur­inn hefur mælst með á þessu kjör­­tíma­bili. Staðan í könn­unum Gallup (8,6 pró­sent) og Zenter (7,2 pró­sent) er lítið eitt skárri. Í grein­ingum sem Kjarn­inn gerði út fram ítar­efni úr könn­unum MMR seint á síð­asta ári kom í ljós að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er í mestum vanda með að ná til yngri kjós­enda og þeirra sem búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Leið­toga­upp­gjör talið ólík­legt sem stendur

Sig­urður Ingi til­kynnti nýverið að hann ætli sér að leiða flokk­inn áfram í gegnum næstu kosn­ing­ar. Það gerði hann á mið­stjórn­ar­fundi 18. júní síð­ast­lið­inn. Lilja, sem er vin­sæl­asti ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur ekk­ert gefið upp enn um sín áform, en við­mæl­endur Kjarn­ans í Fram­sókn­ar­flokknum og öðrum stjórn­mála­flokkum á und­an­förnum árum hafa búist við því að hún myndi, á ein­hverjum tíma­punkti, gera atlögu að for­manns­stóln­um. Sú leið virð­ist þyrnum stráð í dag af nokkrum ástæð­u­m. 

Auglýsing

Í fyrsta lagi virð­ast flestir þeirra sem eru ánægðir með störf hennar sem ráð­herra ekki hafa nokkurn hug á því að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn. Í öðru lagi þá úrskurð­aði kæru­­nefnd jafn­­rétt­is­­mála nýverið að Lilja hefði brotið gegn jafn­rétt­islögum þegar hún réð Pál Magn­ús­son sem ráðu­neyt­is­stjóra í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu. Páll hefur um ára­bil gegn trún­­­að­­­ar­­­störfum fyrir Fram­­­sókn­­­ar­­­flokk­inn en hann var vara­­þing­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins í tvö kjör­­tíma­bil í kringum árið 2000 og aðstoð­­ar­­maður Val­­gerðar Sverr­is­dóttur ráð­herra Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins. Þá bauð hann sig fram til for­manns árið 2009. 

Í kjöl­farið fjöll­uðu fjöl­miðlar um for­mann hæf­is­nefnd­ar­innar sem fjall­aði um ráðn­ingu ráðu­neyt­is­stjór­ans. For­maður hennar er lög­fræð­ing­ur­inn Einar Hugi Bjarna­son, sem Lilja hefur á tveggja og hálfs starfs­tíma sínum í ráðu­neyt­inu, valið til margra trún­að­ar­starfa. Ráðu­neytið hefur á þeim tíma greitt Ein­ari Huga alls 15,5 millj­ónir króna fyrir lög­fræði­ráð­gjöf og nefnd­ar­setu á vegum ráðu­neyt­is­ins. Ekki skán­aði áferð máls­ins þegar Lilja ákvað að stefna kon­unni sem kærði ráðn­ing­una til kæru­nefnd­ar­inn­ar, og nefndin taldi að brotið hefði verið á. Það gerir ráð­herr­ann til að reyna að fá úrskurð nefnd­ar­innar ógild­an. 

Í þriðja lagi hefur staða Lilju innan rík­is­stjórn­ar­innar verið veik. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að sumir sam­ráð­herranna, og ýmsir þing­menn sam­starfs­flokk­anna, finn­ist Lilja spila of mikla ein­leiki í ýmsum mál­um. Þar hafa helst verið nefnd til sög­unnar Mennta­sjóður náms­manna og frum­varp um upp­setn­ingu á styrkja­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla. Síð­ara málið hefur setið fast í nefnd frá því í des­em­ber eftir að hafa áður taf­ist mán­uðum saman vegna and­stöðu hluta stjórn­ar­þing­manna. Þá fékk hún harða gagn­rýni frá sam­starfs­ráð­herrum í apríl eftir að hafa sagt í hlað­varpi að for­senda þess að hægt verði að opna landið aftur fyrir inn­streymi ferða­manna væri að það fynd­ist bólu­efni gegn kór­ónu­veirunn­i. 

Í fjórða lagi virð­ist Sig­urður Ingi telja nokkuð víst að hann eigi meiri­hluta­stuðn­ing vísan á meðal þeirra sem velja for­mann flokks­ins á flokks­þingi.

Auglýsing

Ákveði Lilja að hún geti ekki sigrað Sig­urð Inga virð­ist ein­boðið að hún bjóði aftur fram í Reykja­vík, þar sem flokk­ur­inn stendur afar illa, í næstu kosn­ing­um.  

Áður en að Lilja hóf beina stjórn­mála­þátt­töku var hún aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri skrif­­stofu Seðla­­banka­­stjóra og alþjóða­sam­skipta. Þegar hún sett­ist á þing í lok októ­ber 2016 fór hún allt að fimm ára leyfi frá því starfi, á grund­velli fjórðu greinar laga um þing­far­­ar­­kaup og þing­far­­ar­­kostn­að. Því leyfi lýkur því haustið 2021 og Lilja þarf að taka ákvörðun um það hvort hún snýr aftur í sitt gamla starf fyrir þann tíma. 

Þurfa mögu­lega að finna nýja slóða

Þegar allt er talið til er nokkuð mik­ill sam­hljómur milli við­mæl­enda Kjarn­ans að allir stjórn­ar­flokk­arnir þrír sjái áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starf þeirra sem sinn fyrsta val­kost eftir næstu kosn­ing­ar. 

Því fer þó fjarri að slík þriggja flokka stjórn verði raun­hæfur mögu­leiki og þá verður annað hvort að horfa til þess að bæta fjórða flokknum við eða flokk­arnir þrír verða að finna sér nýja slóða í átt að völd­um.

Erfitt er að sjá hvaða flokkur ætti að vera til­bú­inn að hoppa um borð. Mið­flokk­ur­inn væri lík­lega opinn fyrir því en það er svo­kall­aður „póli­tískur ómögu­leiki“ eins og mál standa í dag, vegna sam­skipta­sögu Sig­urðar Inga og Sig­mundar Dav­íðs. Auk þess segja við­mæl­endur innan bæði Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna að þar sé eng­inn áhugi á slíku sam­starf­i. 

Við­reisn er lík­lega eini val­kost­ur­inn af frjáls­lyndu miðju­flokk­unum þremur sem gæti fyllt það hlut­verk en lík­urnar á því, sér­stak­lega í ljósi þess hvernig fór fyrir flokknum í stjórn­ar­sam­starf­inu á árinu 2017, eru jafn­vel minni en á inn­komu Mið­flokks­ins. 

Vinstri græn eru í bestri stöðu stjórn­ar­flokk­anna þriggja að feta nýjan valda­slóða. 

Um það verður fjallað í grein morg­un­dags­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar