Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu

Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.

img_5063_raw_0710130620_10191554925_o.jpg
Auglýsing

Talið er að alls séu 306 atvinnu­hús­næði nýtt undir óleyf­is­bú­setu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu. Þar af eru flest í Reykja­vík, eða 130. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur tekið saman fyrir Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) og Kjarn­inn hefur feng­ið. 

Sam­kvæmt svari sem Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, veitti við skrif­legri fyr­ir­spurn á Alþingi í upp­hafi júní­mán­aðar er áætlað að um fjögur þús­und manns hafi búið í atvinnu­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sam­kvæmt nýlegri end­ur­skoðun á tölum sem safnað var í vett­vangskönnun árið 2017. Í þeirri könnun var áætlað að 312 atvinnu­hús­næði væru nýtt undir óleyf­is­bú­setu. Fjölgun á slíkri nýt­ingu á atvinnu­hús­næði var 84 pró­sent frá árinu 2008. Áætlað var að 3.646 manns byggju í slíku hús­næði árið 2017, þar af 860 börn. 

Auglýsing
Ljóst er á þessum tölum að lítil sem engin breyt­ing hefur átt sér stað á fjölda þess atvinnu­hús­næðis sem notað er sem manna­bú­staður á síð­ustu þremur árum.

Kast­ljós eftir bruna

Óboð­legar hús­næð­is­að­stæður fjölda manns á Íslandi, sem búa annað hvort í atvinnu­hús­næði sem er ekki ætlað til búsetu eða í íbúð­ar­húsum sem upp­fylla ekki skil­yrði sem gerð eru til slíks, hafa verið mikið í umræð­unni síð­ustu daga eftir að elds­voði á Bræðra­borg­ar­stíg 1 leiddi til þess að þrír íbúar í hús­inu lét­ust. 

Grunur leikur á að bruna­vörnum í hús­inu, þar sem leigð voru út 18 her­bergi og ein tveggja her­bergja íbúð að mestu til erlends verka­fólks, hafi verið ábóta­vant en í alls voru 73 ein­stak­lingar skráðir með lög­heim­ili þar. 

Athuga­semdir voru gerðar við bág­borið ástand húss­ins í kjöl­far umfjöll­unar Stund­ar­innar um það í des­em­ber 2015. Sam­kvæmt frétt RÚV frá því í upp­hafi viku var þeim athuga­semdum ekki svarað og þeim ekki fylgt eft­ir. 

Þess í stað höfðu eig­endur húss­ins óskað eftir því að fá að breyta fyrstu hæð Bræðra­borg­ar­stígs 1, sem er skráð sem leik­skóli og þar af leið­andi atvinnu­hús­næði. í litlar íbúðir og gisti­heim­ili. Sú umsókn hafði ekki verið afgreidd hjá Reykja­vík­ur­borg þegar húsið brann, og fólkið lést. 

Farið í átak og störfum fjölgað á Sauð­ár­króki

Ásmundur Einar fól HMS í lok maí­mán­uðar síð­ast­lið­ins að fara í sér­stakt átak á sviði bruna­mála. Í átak­inu fel­ast ýmsar aðgerð­ir. Ein þeirra felur í sér að fjölga starfs­mönnum sem sinna bruna­vörn­um. Sú fjölgun verður öll á starfs­stöð HMS á Sauð­ár­króki, þar sem bruna­varna­eft­ir­lit stofn­un­ar­innar verður stað­sett, þar sem átta ný störf verða til. 

Í kjöl­far brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg fund­aði HMS með  með slökkvi­liðs­stjór­anum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu Jóni Við­ari Matth­í­assyni og Niku­lási Úlf­ari Más­syni, bygg­ing­ar­full­trúa í Reykja­vík þar sem farið var yfir stöðu bruna­eft­ir­lits og bruna­varna.

Í til­kynn­ingu sem send var út í kjöl­far þess fundar sagði meðal ann­ars: „Sam­hljómur var á fund­inum um mik­il­vægi bruna­varna og að fullt til­efni sé til að vinna saman að frek­ari úrbótum á reglu­verki og verk­lagi. Þá var rætt að fyr­ir­huguð skrán­ing leigu­samn­inga væri mik­il­vægt skref og sam­keyrsla leigu­skrár við lög­heim­il­is­skrán­ing­ar. Einnig voru ræddar auknar heim­ildir til slökkvi­liða og bygg­inga­full­trúa við eft­ir­lit og aukið sam­starf við trygg­inga­fé­lög. Þá kom fram að nýta mætti árangur í öðrum mála­flokkum líkt og umferð­ar­ör­yggi þar sem gengið hefur vel að draga úr alvar­legum slysum með sam­stilltu átaki. Einnig var rætt að leggja þyrfti áherslu á að bygg­ingar­ör­ygg­is­gjaldið sem inn­heimt er af rík­inu skili sér til bruna­varna.“

Næstu skref í kjöl­far fund­ar­ins yrðu að hefja vinn­una og fá fleiri aðila að borð­inu til að ræða úrbæt­ur. Sér­stak­lega yrði horft til Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og félags­mála­ráðu­neyt­is­ins en Ásmundur Einar Daða­son félags­mála­ráð­herra lýsti því yfir á þriðju­dag að hann vilji skoða laga­breyt­ingar til að efla bruna­eft­ir­lit. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar