Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu

Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.

img_5063_raw_0710130620_10191554925_o.jpg
Auglýsing

Talið er að alls séu 306 atvinnu­hús­næði nýtt undir óleyf­is­bú­setu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu. Þar af eru flest í Reykja­vík, eða 130. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur tekið saman fyrir Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) og Kjarn­inn hefur feng­ið. 

Sam­kvæmt svari sem Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, veitti við skrif­legri fyr­ir­spurn á Alþingi í upp­hafi júní­mán­aðar er áætlað að um fjögur þús­und manns hafi búið í atvinnu­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sam­kvæmt nýlegri end­ur­skoðun á tölum sem safnað var í vett­vangskönnun árið 2017. Í þeirri könnun var áætlað að 312 atvinnu­hús­næði væru nýtt undir óleyf­is­bú­setu. Fjölgun á slíkri nýt­ingu á atvinnu­hús­næði var 84 pró­sent frá árinu 2008. Áætlað var að 3.646 manns byggju í slíku hús­næði árið 2017, þar af 860 börn. 

Auglýsing
Ljóst er á þessum tölum að lítil sem engin breyt­ing hefur átt sér stað á fjölda þess atvinnu­hús­næðis sem notað er sem manna­bú­staður á síð­ustu þremur árum.

Kast­ljós eftir bruna

Óboð­legar hús­næð­is­að­stæður fjölda manns á Íslandi, sem búa annað hvort í atvinnu­hús­næði sem er ekki ætlað til búsetu eða í íbúð­ar­húsum sem upp­fylla ekki skil­yrði sem gerð eru til slíks, hafa verið mikið í umræð­unni síð­ustu daga eftir að elds­voði á Bræðra­borg­ar­stíg 1 leiddi til þess að þrír íbúar í hús­inu lét­ust. 

Grunur leikur á að bruna­vörnum í hús­inu, þar sem leigð voru út 18 her­bergi og ein tveggja her­bergja íbúð að mestu til erlends verka­fólks, hafi verið ábóta­vant en í alls voru 73 ein­stak­lingar skráðir með lög­heim­ili þar. 

Athuga­semdir voru gerðar við bág­borið ástand húss­ins í kjöl­far umfjöll­unar Stund­ar­innar um það í des­em­ber 2015. Sam­kvæmt frétt RÚV frá því í upp­hafi viku var þeim athuga­semdum ekki svarað og þeim ekki fylgt eft­ir. 

Þess í stað höfðu eig­endur húss­ins óskað eftir því að fá að breyta fyrstu hæð Bræðra­borg­ar­stígs 1, sem er skráð sem leik­skóli og þar af leið­andi atvinnu­hús­næði. í litlar íbúðir og gisti­heim­ili. Sú umsókn hafði ekki verið afgreidd hjá Reykja­vík­ur­borg þegar húsið brann, og fólkið lést. 

Farið í átak og störfum fjölgað á Sauð­ár­króki

Ásmundur Einar fól HMS í lok maí­mán­uðar síð­ast­lið­ins að fara í sér­stakt átak á sviði bruna­mála. Í átak­inu fel­ast ýmsar aðgerð­ir. Ein þeirra felur í sér að fjölga starfs­mönnum sem sinna bruna­vörn­um. Sú fjölgun verður öll á starfs­stöð HMS á Sauð­ár­króki, þar sem bruna­varna­eft­ir­lit stofn­un­ar­innar verður stað­sett, þar sem átta ný störf verða til. 

Í kjöl­far brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg fund­aði HMS með  með slökkvi­liðs­stjór­anum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu Jóni Við­ari Matth­í­assyni og Niku­lási Úlf­ari Más­syni, bygg­ing­ar­full­trúa í Reykja­vík þar sem farið var yfir stöðu bruna­eft­ir­lits og bruna­varna.

Í til­kynn­ingu sem send var út í kjöl­far þess fundar sagði meðal ann­ars: „Sam­hljómur var á fund­inum um mik­il­vægi bruna­varna og að fullt til­efni sé til að vinna saman að frek­ari úrbótum á reglu­verki og verk­lagi. Þá var rætt að fyr­ir­huguð skrán­ing leigu­samn­inga væri mik­il­vægt skref og sam­keyrsla leigu­skrár við lög­heim­il­is­skrán­ing­ar. Einnig voru ræddar auknar heim­ildir til slökkvi­liða og bygg­inga­full­trúa við eft­ir­lit og aukið sam­starf við trygg­inga­fé­lög. Þá kom fram að nýta mætti árangur í öðrum mála­flokkum líkt og umferð­ar­ör­yggi þar sem gengið hefur vel að draga úr alvar­legum slysum með sam­stilltu átaki. Einnig var rætt að leggja þyrfti áherslu á að bygg­ingar­ör­ygg­is­gjaldið sem inn­heimt er af rík­inu skili sér til bruna­varna.“

Næstu skref í kjöl­far fund­ar­ins yrðu að hefja vinn­una og fá fleiri aðila að borð­inu til að ræða úrbæt­ur. Sér­stak­lega yrði horft til Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og félags­mála­ráðu­neyt­is­ins en Ásmundur Einar Daða­son félags­mála­ráð­herra lýsti því yfir á þriðju­dag að hann vilji skoða laga­breyt­ingar til að efla bruna­eft­ir­lit. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar