Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu

Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.

img_5063_raw_0710130620_10191554925_o.jpg
Auglýsing

Talið er að alls séu 306 atvinnuhúsnæði nýtt undir óleyfisbúsetu á höfuðborgarsvæðinu öllu. Þar af eru flest í Reykjavík, eða 130. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur tekið saman fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og Kjarninn hefur fengið. 

Samkvæmt svari sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, veitti við skriflegri fyrirspurn á Alþingi í upphafi júnímánaðar er áætlað að um fjögur þúsund manns hafi búið í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýlegri endurskoðun á tölum sem safnað var í vettvangskönnun árið 2017. Í þeirri könnun var áætlað að 312 atvinnuhúsnæði væru nýtt undir óleyfisbúsetu. Fjölgun á slíkri nýtingu á atvinnuhúsnæði var 84 prósent frá árinu 2008. Áætlað var að 3.646 manns byggju í slíku húsnæði árið 2017, þar af 860 börn. 

Auglýsing
Ljóst er á þessum tölum að lítil sem engin breyting hefur átt sér stað á fjölda þess atvinnuhúsnæðis sem notað er sem mannabústaður á síðustu þremur árum.

Kastljós eftir bruna

Óboðlegar húsnæðisaðstæður fjölda manns á Íslandi, sem búa annað hvort í atvinnuhúsnæði sem er ekki ætlað til búsetu eða í íbúðarhúsum sem uppfylla ekki skilyrði sem gerð eru til slíks, hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga eftir að eldsvoði á Bræðraborgarstíg 1 leiddi til þess að þrír íbúar í húsinu létust. 

Grunur leikur á að brunavörnum í húsinu, þar sem leigð voru út 18 herbergi og ein tveggja herbergja íbúð að mestu til erlends verkafólks, hafi verið ábótavant en í alls voru 73 einstaklingar skráðir með lögheimili þar. 

Athugasemdir voru gerðar við bágborið ástand hússins í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um það í desember 2015. Samkvæmt frétt RÚV frá því í upphafi viku var þeim athugasemdum ekki svarað og þeim ekki fylgt eftir. 

Þess í stað höfðu eigendur hússins óskað eftir því að fá að breyta fyrstu hæð Bræðraborgarstígs 1, sem er skráð sem leikskóli og þar af leiðandi atvinnuhúsnæði. í litlar íbúðir og gistiheimili. Sú umsókn hafði ekki verið afgreidd hjá Reykjavíkurborg þegar húsið brann, og fólkið lést. 

Farið í átak og störfum fjölgað á Sauðárkróki

Ásmundur Einar fól HMS í lok maímánuðar síðastliðins að fara í sérstakt átak á sviði brunamála. Í átakinu felast ýmsar aðgerðir. Ein þeirra felur í sér að fjölga starfsmönnum sem sinna brunavörnum. Sú fjölgun verður öll á starfsstöð HMS á Sauðárkróki, þar sem brunavarnaeftirlit stofnunarinnar verður staðsett, þar sem átta ný störf verða til. 

Í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg fundaði HMS með  með slökkviliðsstjóranum á höfuðborgarsvæðinu Jóni Viðari Matthíassyni og Nikulási Úlfari Mássyni, byggingarfulltrúa í Reykjavík þar sem farið var yfir stöðu brunaeftirlits og brunavarna.

Í tilkynningu sem send var út í kjölfar þess fundar sagði meðal annars: „Samhljómur var á fundinum um mikilvægi brunavarna og að fullt tilefni sé til að vinna saman að frekari úrbótum á regluverki og verklagi. Þá var rætt að fyrirhuguð skráning leigusamninga væri mikilvægt skref og samkeyrsla leiguskrár við lögheimilisskráningar. Einnig voru ræddar auknar heimildir til slökkviliða og byggingafulltrúa við eftirlit og aukið samstarf við tryggingafélög. Þá kom fram að nýta mætti árangur í öðrum málaflokkum líkt og umferðaröryggi þar sem gengið hefur vel að draga úr alvarlegum slysum með samstilltu átaki. Einnig var rætt að leggja þyrfti áherslu á að byggingaröryggisgjaldið sem innheimt er af ríkinu skili sér til brunavarna.“

Næstu skref í kjölfar fundarins yrðu að hefja vinnuna og fá fleiri aðila að borðinu til að ræða úrbætur. Sérstaklega yrði horft til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneytisins en Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra lýsti því yfir á þriðjudag að hann vilji skoða lagabreytingar til að efla brunaeftirlit. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar