Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu

Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.

img_5063_raw_0710130620_10191554925_o.jpg
Auglýsing

Talið er að alls séu 306 atvinnu­hús­næði nýtt undir óleyf­is­bú­setu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu. Þar af eru flest í Reykja­vík, eða 130. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur tekið saman fyrir Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) og Kjarn­inn hefur feng­ið. 

Sam­kvæmt svari sem Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, veitti við skrif­legri fyr­ir­spurn á Alþingi í upp­hafi júní­mán­aðar er áætlað að um fjögur þús­und manns hafi búið í atvinnu­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sam­kvæmt nýlegri end­ur­skoðun á tölum sem safnað var í vett­vangskönnun árið 2017. Í þeirri könnun var áætlað að 312 atvinnu­hús­næði væru nýtt undir óleyf­is­bú­setu. Fjölgun á slíkri nýt­ingu á atvinnu­hús­næði var 84 pró­sent frá árinu 2008. Áætlað var að 3.646 manns byggju í slíku hús­næði árið 2017, þar af 860 börn. 

Auglýsing
Ljóst er á þessum tölum að lítil sem engin breyt­ing hefur átt sér stað á fjölda þess atvinnu­hús­næðis sem notað er sem manna­bú­staður á síð­ustu þremur árum.

Kast­ljós eftir bruna

Óboð­legar hús­næð­is­að­stæður fjölda manns á Íslandi, sem búa annað hvort í atvinnu­hús­næði sem er ekki ætlað til búsetu eða í íbúð­ar­húsum sem upp­fylla ekki skil­yrði sem gerð eru til slíks, hafa verið mikið í umræð­unni síð­ustu daga eftir að elds­voði á Bræðra­borg­ar­stíg 1 leiddi til þess að þrír íbúar í hús­inu lét­ust. 

Grunur leikur á að bruna­vörnum í hús­inu, þar sem leigð voru út 18 her­bergi og ein tveggja her­bergja íbúð að mestu til erlends verka­fólks, hafi verið ábóta­vant en í alls voru 73 ein­stak­lingar skráðir með lög­heim­ili þar. 

Athuga­semdir voru gerðar við bág­borið ástand húss­ins í kjöl­far umfjöll­unar Stund­ar­innar um það í des­em­ber 2015. Sam­kvæmt frétt RÚV frá því í upp­hafi viku var þeim athuga­semdum ekki svarað og þeim ekki fylgt eft­ir. 

Þess í stað höfðu eig­endur húss­ins óskað eftir því að fá að breyta fyrstu hæð Bræðra­borg­ar­stígs 1, sem er skráð sem leik­skóli og þar af leið­andi atvinnu­hús­næði. í litlar íbúðir og gisti­heim­ili. Sú umsókn hafði ekki verið afgreidd hjá Reykja­vík­ur­borg þegar húsið brann, og fólkið lést. 

Farið í átak og störfum fjölgað á Sauð­ár­króki

Ásmundur Einar fól HMS í lok maí­mán­uðar síð­ast­lið­ins að fara í sér­stakt átak á sviði bruna­mála. Í átak­inu fel­ast ýmsar aðgerð­ir. Ein þeirra felur í sér að fjölga starfs­mönnum sem sinna bruna­vörn­um. Sú fjölgun verður öll á starfs­stöð HMS á Sauð­ár­króki, þar sem bruna­varna­eft­ir­lit stofn­un­ar­innar verður stað­sett, þar sem átta ný störf verða til. 

Í kjöl­far brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg fund­aði HMS með  með slökkvi­liðs­stjór­anum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu Jóni Við­ari Matth­í­assyni og Niku­lási Úlf­ari Más­syni, bygg­ing­ar­full­trúa í Reykja­vík þar sem farið var yfir stöðu bruna­eft­ir­lits og bruna­varna.

Í til­kynn­ingu sem send var út í kjöl­far þess fundar sagði meðal ann­ars: „Sam­hljómur var á fund­inum um mik­il­vægi bruna­varna og að fullt til­efni sé til að vinna saman að frek­ari úrbótum á reglu­verki og verk­lagi. Þá var rætt að fyr­ir­huguð skrán­ing leigu­samn­inga væri mik­il­vægt skref og sam­keyrsla leigu­skrár við lög­heim­il­is­skrán­ing­ar. Einnig voru ræddar auknar heim­ildir til slökkvi­liða og bygg­inga­full­trúa við eft­ir­lit og aukið sam­starf við trygg­inga­fé­lög. Þá kom fram að nýta mætti árangur í öðrum mála­flokkum líkt og umferð­ar­ör­yggi þar sem gengið hefur vel að draga úr alvar­legum slysum með sam­stilltu átaki. Einnig var rætt að leggja þyrfti áherslu á að bygg­ingar­ör­ygg­is­gjaldið sem inn­heimt er af rík­inu skili sér til bruna­varna.“

Næstu skref í kjöl­far fund­ar­ins yrðu að hefja vinn­una og fá fleiri aðila að borð­inu til að ræða úrbæt­ur. Sér­stak­lega yrði horft til Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og félags­mála­ráðu­neyt­is­ins en Ásmundur Einar Daða­son félags­mála­ráð­herra lýsti því yfir á þriðju­dag að hann vilji skoða laga­breyt­ingar til að efla bruna­eft­ir­lit. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar