Með því óhugnanlegra sem gerst hefur síðustu ár

„Húsnæðið er í dag leigt út sem 18 herbergi og ein tveggja herbergja íbúð. Tækifæri fyrir framkvæmdaaðila að þróa eignina áfram. Laus strax.“ Þannig hljóðaði fasteignaauglýsing Bræðraborgarstígs 1 í byrjun árs. Húsið varð í gær alelda. Þrír týndu lífi.

Bræðraborgarstígur 1 í ljósum logum í gær.
Bræðraborgarstígur 1 í ljósum logum í gær.
Auglýsing

Jón Viðar Matth­í­as­son, slökkvi­liðs­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, segir að harm­leik­ur­inn á Bræðra­borg­ar­stíg, þar sem þrír lét­ust og tveir eru enn á gjör­gæslu­deild, sé með því óhugn­an­legra sem gerst hafi í elds­voðum hér á landi síð­ustu ár. „Maður hugsar til þessa fólks og þeirra aðstand­enda. Þetta er alveg skelfi­leg staða.“

Að minnsta kosti tveir stukku út um glugga húss­ins í örvænt­ingu er eld­ur­inn tók að læsa sig um það allt. Sam­kvæmt Þjóð­skrá eru 73 skráðir þar til heim­ilis, allir eru þeir útlend­ingar utan eins Íslend­ings.Klukkan 15.15. í gær barst slökkvi­lið­inu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til­kynn­ing um eld í húsi við Bræðra­borg­ar­stíg 1. Þegar var ljóst að fólk væri lokað inni í því. Ekki var hins vegar vitað hvar í hús­inu það væri statt. „Þannig að fók­us­inn hjá okkur númer eitt, tvö og þrjú er líf­björg­un,“ segir Jón Viðar í sam­tali við Kjarn­ann. „Síðan er slökkvi­starfið eitt­hvað sem kemur í kjöl­far­ið.“Um leið og slökkvi­liðs­menn komu á vett­vang hófu þeir því að bjarga fólki út um glugga húss­ins. Aðstæður voru mjög erf­iðar að sögn Jóns Við­ar. „Síðan er vitað af tveimur inni og við reynum að senda inn reykka­f­ara til þess að leita. En ég þarf síðan að taka menn út, bæði vegna þess að hit­inn er orð­inn svo mik­ill og það er farið að hrynja undan mönnum og ofan á þá. Þannig að það er ekki ásætt­an­legt að setja þá í þá áhættu sem því fylgd­i.“Jón Viðar að segir að allt starfið hafi áfram lit­ast af þeirri vit­neskju að fólk væri enn inni í hús­inu. „En það var mat að það væri ekki lengur um líf­björgun að ræða heldur að verja [næstu hús].“

Forgangsverkefni slökkviliðsmanna var lífbjörgun - á meðan enn logaði í húsinu. Mynd: Aðsend

Reykka­f­ar­arnir náðu að leita um aðra hæð húss­ins áður en þeir urðu frá að hverfa og því varð ljóst að fólkið sem var lokað inni var á efri hæð.Jón Viðar segir ekk­ert enn vitað um elds­upp­tök­in. Lög­reglan fari með rann­sókn á því. „Eina sem blasti við okkur þegar við komum á vett­vang er að þetta var ansi mik­ill bruni og hröð atburða­rás. Þannig að þetta varð strax stórt og mikið verk­efni sem við vorum að glíma við.“Hvað olli því að eld­ur­inn varð jafn útbreiddur og öfl­ugur eins og raunin varð verður hluti af rann­sókn­inni sem nú fer í hönd. Jón Viðar segir að myndir séu til af brenn­andi hús­inu fljót­lega eftir að eld­ur­inn kom upp. „Þannig að það eru ýmsir hlutir sem hægt er að nýta til að ramma inn ein­hverja mynd af þess­ari atburða­rás. En hún í raun liggur ekki fyrir fyrr en rann­sókn lög­reglu er lok­ið.“Hann segir líka enn óljóst hvar eld­ur­inn kom upp.Auk lög­reglu mun Hús­næð­is-  og mann­virkja­stofnun rann­saka brun­ann líkt og henni ber að gera sam­kvæmt lögum er and­lát verður í elds­voða.Í gagna­grunni slökkvi­liðs­ins er að finna nokk­urra ára gamla umsókn eig­enda húss­ins þar sem sótt er um að breyta því í gisti­heim­ili. „Þá komum við fram með ákveðnar og umfangs­miklar kröfur um bætur á eld­vörnum svo það gæti flokk­ast sem gisti­heim­ili. En svo heyrðum við aldrei meira. Og síðan höfum við ekk­ert frétt af þessu hús­i,“ segir Jón Við­ar.Bræðraborgarstígur 1. Myndin fylgdi fasteignaauglýsingu hússins í byrjun árs.Í fund­ar­gerð umhverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­víkur frá því í jan­úar árið 2014 er að finna fyr­ir­spurn frá HD verk ehf. varð­andi breytta notkun á jarð­hæð húss­ins að Bræðra­borg­ar­stíg 1 úr verslun og leik­skóla í gisti­heim­ili. Sótt var um leyfi til þess að inn­rétta gisti­heim­ili með sjö her­bergjum og gisti­að­stöðu fyrir 14 gesti. Á það féllust full­trúar meiri­hlut­ans ekki með vísan til umsagnar skipu­lags­full­trúa.Í frétt Morg­un­blaðs­ins um málið er rifjað upp að hús­næðið hafi kom­ist í fréttir árið áður vegna Leik­skól­ans 101 sem var þar til húsa en lög­reglan rann­sak­aði þá m.a. starf­semi hans vegna meints harð­ræð­is. Í fram­hald­inu hafi eig­andi húss­ins ákveðið að loka leik­skól­an­um. Í frétt­inni er haft eftir Heið­ari Reyn­is­syni, eig­anda húss­ins, að hann vilji inn­rétta litlar stúd­íó­í­búðir í hús­inu og leigja ferða­mönnum yfir sum­arið og náms­fólki yfir vet­ur­inn. „Þetta er atvinnu­hús­næði og hefur alltaf ver­ið,“ er haft eftir Heið­ari sem var mjög ósáttur við nið­ur­stöðu umhverf­is- og skipu­lags­ráðs.

Versl­un, leik­skóli og brauð­gerðÍ grein­ar­gerð sem lögð var fyrir ráðið kemur fram að marg­vís­leg starf­semi hafi verið rekin í hús­inu í sex­tíu til sjö­tíu ár, meðal ann­ars verslun og brauð­gerð.  Þá kom þar enn­fremur fram að ekki stæði til að breyta jarð­hæð húss­ins í íbúð­ar­hús­næði enda hafi húsið á sínum tíma verið byggt sem atvinnu­hús­næði.Árið 2010 fékkst hins vegar heim­ild bygg­inga­full­trú­ans í Reykja­vík til að breyta 1. hæð og kjall­ara húss­ins við hlið­ina, Bræðra­borg­ar­stígs 3, í gisti­heim­ili. Í fréttum Stund­ar­innar frá árinu 2015 kom fram að það væri í eigu sömu aðila og Bræðra­borg­ar­stígur 1; HD verks ehf. Greinir Stundin m.a. frá því að lög­reglan hefði á stuttum tíma lokað því gisti­heim­ili í þrí­gang þar sem það væri starf­rækt án rekstr­ar­leyf­is.

Tutt­ugu her­bergiÍ byrjun árs var Bræðra­borg­ar­stígur 1 aug­lýstur til sölu. Í aug­lýs­ingu fast­eigna­söl­unnar kemur fram að húsið sé rúm­lega 452 fer­metr­ar, það sé fjöl­býl­is­hús og í því tutt­ugu her­bergi. „Húsið er fjöl­eign­ar­hús, byggt úr stein­steypu og timbri árið 1906 og 1944 og saman stendur það af einum mats­hluta,“ stóð í aug­lýs­ing­unni. „Íbúð­ar- og atvinnu­hús­næðið Bræðra­borg­ar­stígur 1 er sam­tals tvær hæðir ásamt ris hæð og þak­rými sem skipt­ist þannig, eitt atvinnu­rými, dag­heim­ili og tvö íbúð­ar­rými og skrif­stofu rými sam­kvæmt Fast­eigna­skrá Þjóð­skrár. Birt flat­ar­mál eign­ar­innar er 452,3 fer­metr­ar. Lóðin er 531,3 fer­metrar og á henni eru þrjú bíla­stæði. Hús­næðið er í dag leigt út sem 18 her­bergi og ein tveggja her­bergja íbúð og er öll í útleigu. Tæki­færi fyrir fram­kvæmda aðila að þróa eign­ina áfram. Laus strax.“

Slökkviliðsmenn á leið inn í húsið í leit að fólki. Mynd: AðsendKjarn­inn spurði Jón Viðar slökkvi­liðs­stjóra almennt út í ábyrgð á eld­vörnum í hús­næði. Sagði hann að alveg óháð því hvort um atvinn­u-eða íbúð­ar­hús­næði sé að ræða sé það eig­andi sem beri ábyrgð.  „Það er til mjög góð umgjörð í kringum alla þessa hluti. Þegar fólk ætlar að breyta hús­næði, óháð því hvernig hús­næði það er, þá á það að leggja fyrir beiðni um breyt­ingu á gild­andi bygg­ing­ar­leyfi hjá bygg­ing­ar­full­trúa. Um leið og það er gert þá nátt­úr­lega hefst skoðun fag­manna á því hvort að þær breyt­ingar sem lagðar eru til stand­ist kröfur um eld­varnir og aðrar kröfur sem eru gerðar til hús­næð­is.“Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur ein­beitt sér sér­stak­lega að atvinnu­hús­næði síð­ustu ár.  „Því miður virð­ist vera að margir hús­eig­endur séu ekki að gæta að eld­vörnum í sínu hús­næð­i,“ segir Jón Við­ar. „Og við höfum í gegnum tíð­ina lokað hús­næði þar sem eld­varn­irnar voru bara algjör­lega óásætt­an­leg­ar. En síðan höfum við líka verið að sam­þykkja atvinnu­hús­næði þar sem eld­varnir voru til fyr­ir­mynd­ar. Þannig að það að búa í atvinnu­hús­næði þýðir ekk­ert endi­lega að eld­varnir séu léleg­ar. Þær geta verið mjög góð­ar. Fjöl­breytnin í þessu er mikil eins og í íbúð­ar­hús­næði. Þannig að menn þurfa alltaf að vera á tánum varð­andi eld­varn­ir. Alveg sama hvort að menn búi í skil­greindu íbúð­ar­hús­næði eða atvinnu­hús­næð­i.“Í hús­inu við Bræðra­borg­ar­stíg 1 voru skráðir 73 til lög­heim­il­is. Að sögn Jóns Viðar segir skrán­ingin aug­ljós­lega ekki til um þann fjölda sem þar bjó. „Það hefur blasað við okkur í nokkrum til­vikum að gíf­ur­legur fjöldi er skráður [til heim­il­is] í hús­næði. En þá er þetta ein­hvers­konar leppur í sjálfu sér. Það eiga auð­vitað ekki sjö­tíu manns heima þarna, þeir myndu ekki kom­ast fyr­ir.“Eldtungur stóðu úr af annarri hæð hússins. Mynd: AðsendJón Viðar bendir á að slökkvi­liðið sé stöðugt að reyna að koma sömu skila­boð­unum áleið­is: „Að það að eiga hús­næði – í því fellst ákveðin ábyrgð. Og að leigja hús­næð­i – í því flest frek­ari ábyrgð. Þess vegna eru ákveðnar kröfur um eld­varnir en síðan eru strang­ari kröfur í eld­vörnum varð­andi gisti­heim­ili. Því þá þekkir fólk ekki til, flótta­leiðir og ann­að. Og eftir því sem gisti­heim­ilið stækkar þá eru gerðar meiri kröf­ur. Menn verða að vera með­vit­aðir að eld­varnir séu í takt við það sem er í hús­inu. [M]enn verða að fara að virða lög og reglur í kringum svona hlut­i.“Hann grípur til sam­lík­ing­ar: „Við viljum ekki að það sé bremsu­laus bíll keyr­andi um göt­urnar hægri vinstri allan dag­inn. Og að það væri ein­hver spurn­ing um hver bæri ábyrgð á því að laga brems­urn­ar. Mjög lík­lega eig­and­inn.“

Algjör­lega skýrt að eig­andi ber ábyrgðJón Viðar segir „al­gjör­lega“ skýrt hver beri ábyrgð á því að eld­varnir séu í lagi. Það sé eig­and­inn.“Í lögum um bruna­varnir frá árinu 2000 segir í 23. grein um skyldur eig­enda og for­ráða­manna mann­virkja: „Eig­andi mann­virkis ber ábyrgð á að það full­nægi kröfum um bruna­varnir sem fram eru settar í lögum og reglu­gerðum og að bruna­varnir taki mið af þeirri starf­semi sem fer fram í mann­virk­inu eða á lóð þess á hverjum tíma.Einnig seg­ir: „Eig­andi og eftir atvikum for­ráða­maður mann­virkis ber ábyrgð á eigin bruna­vörn­um, að þær séu virkar og að haft sé reglu­bundið eft­ir­lit með þeim. Jafn­framt er þeim skylt að hlíta fyr­ir­mælum eft­ir­lits­manna sveit­ar­fé­laga og opin­berra stofn­ana um úrbætur sem eiga sér stoð í lögum og reglu­gerðum [...]“

AuglýsingOg svo: „Séu breyt­ingar gerðar á mann­virki, eða starf­semi þess breytt þannig að gerðar eru nýjar eða auknar kröfur um bruna­varnir í því, er eig­anda eða for­ráða­manni skylt að fá til þess sam­þykki bygg­ing­ar­full­trúa og jafn­framt að gera við­eig­andi ráð­staf­anir til að kröfum um bruna­varnir sé full­nægt fyrir hið breytta mann­virki eða hina breyttu starf­sem­i.“Var búið að koma upp gisti­heim­ili án leyfis [á Bræðra­borg­ar­stíg 1]?„Þannig blasir það við okkur og að þetta sé eitt­hvað sem þurfi að skoða bet­ur,“ svarar Jón Viðar en seg­ist ekki geta full­yrt um það á þess­ari stundu. Enn eigi eftir að fara nákvæm­lega ofan í öll gögn slökkvi­liðs­ins um þetta til­tekna hús­næði. „Það þarf aðeins að virða það við okkur að í dag erum við reyna að kom­ast út úr atburðum gær­dags­ins og hlúa að okkar fólki, að veita því áfalla­hjálp. Þetta var gíf­ur­lega erfitt verk­efni fyrir fólkið okkar og ég tala nú ekki um aðstand­endur þeirra sem lét­ust.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent