RÚV sér fram á allt að 300 milljóna tekjusamdrátt á næsta starfsári

Útvarpsstjóri greindi starfsfólki RÚV frá því í dag að samdráttur í auglýsingatekjum fyrirtækisins á fyrri hluta ársins 2020 hafi leitt til þess að tekjur hafi verið 150 milljónum króna undir áætlun. Fyrirsjáanlegt sé að staðan muni vara um lengri tíma.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Auglýsing

Tekjur RÚV hafa fallið umtalsvert á síðustu mánuðum vegna samdráttar í auglýsingatekjum. Á árinu 2020 eru rauntekjur þegar 150 milljónum krónum undir áætluðum tekjum vegna þessa og búist er við 200 til 300 milljón króna tekjusamdrætti á næsta starfsári. Tekist verður á við þessa stöðu með hagræðingaraðgerðum sem fela meðal annars í sér fækkun á starfsfólki og með því að bjóða starfsfólki yfir 65 ára aldri að lækka við sig starfshlutfall um helming. 

Þetta kemur fram í bréfi sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri sendi á starfsfólk klukkan 14:00 í dag. 

Þar segir Stefán að fyrirsjáanlegt sé að staðan muni vara um lengri tíma. Hún hafi verið til umræðu á síðustu stjórnarfundum fyrirtækisins auk þess sem stjórnendur einstakra sviða og eininga hafi farið yfir mögulegar hagræðingaraðgerðir til bæði lengri og skemmri tíma. „Á fundi stjórnar RÚV ohf. í vikunni kynnti ég þessa vinnu í grófum dráttum, stöðu hennar og næstu skref. Við nálgumst þetta verkefni eins og áður með yfirveguðum hætti og í vinnu okkar með stjórnendum einstakra sviða og eininga hefur verið safnað saman fjölmörgum aðgerðum og leiðum til hagræðingar. Okkar vinna gengur núna út á að tímasetja þær, kostnaðarmeta og hrinda þeim í kjölfarið í framkvæmd.“

Ráðist í hagræðingaraðgerðir

Stefán rekur svo aðgerðirnar, sem eru af ýmsum toga. Smærri aðgerðir snúa meðal annars að aukinni samvinnu milli sviða og eininga, breytingum á verkefnum og starfshlutfalli/störfum í einhverjum tilvikum, yfirferð yfir aukagreiðslur sem einnig tengist vinnu við jöfnun launa milli kynja og jafnlaunavottun, tilfærslu og breytingu á verkefnum og utanumhaldi. „Þessar smærri aðgerðir eru í gangi á öllum sviðum og verða nánar kynntar hlutaðeigandi þegar það er tímabært í hverju og einu tilviki.“ 

Tvær stærri aðgerðir eru sérstaklega tilgreindar í póstinum. Annars vegar ætlar RÚV að nýta starfsmannaveltu til þess að fækka starfsfólki. Í því felst, að sögn Stefáns, að notast verður við þær heimildir sem RÚV hefur til breytinga á einstaka störfum og tilfærslum innanhúss þar sem nauðsynlegt er að manna lausar stöður eða sinna verkefnum, þegar störf hjá RÚV losna eða fækkar í hópi starfsmanna af öðrum ástæðum.

Auglýsing
Hins vegar stendur til að bjóða öllu starfsfólki 65 ára og eldra að lækka við sig starfshlutfall um helming, gegn því að halda óbreyttum kjörum í þrjá mánuði eftir að starfshlutfall hefur verið lækkað. Stefán segir þetta vera lið í mannauðsstefnu RÚV til frambúðar. „Jafnframt er hægt að líta á þetta sem  hagræðingaraðgerð þar sem ekki stendur til að ráða inn nýtt starfsfólk til móts við þá lækkun á starfshlutfalli sem þessu mun fylgja. Réttindi flestra í þessum hópi eru með þeim hætti að unnt er að hefja töku lífeyris samhliða lækkun starfshlutfalls.  Mikilvægt er að hafa í huga að hér er um möguleika að ræða fyrir hvern og einn en ekki skyldu, gegn þeirri umbun að halda fullum launum á lækkuðu starfshlutfalli í þrjá mánuði.“

2,2 milljarða tekjur úr samkeppnisrekstri

RÚV hagn­að­ist um 6,6 millj­ónir króna á árinu 2019. Tekjur fyr­ir­tæk­is­ins voru 6,9 millj­arðar króna. Þar af komu 4,7 millj­arðar króna úr rík­is­sjóði í formi þjónustutekjna af útvarps­gjaldi, en 2,2 millj­arðar króna voru tekjur úr sam­keppn­is­rekstri, sem er að uppi­stöðu sala aug­lýs­inga og kost­aðs efn­is.

Rekstr­ar­hagn­aður RÚV fyrir fjár­magns­gjöld, afskriftir og skatta var 290 millj­ónir króna í fyrra.

Afkoma RÚV á árunum 2013 til 2018 var jákvæð um 1,5 millj­­arða króna, en sú afkoma skýrð­ist fyrst og fremst af hagn­aði vegna sölu bygg­inga­réttar á lóð félags­­ins við Efsta­­leiti. Ef litið er á afkomu félags­­ins fyrir tekju­skatt og sölu­hagnað hefði heild­­ar­af­koma félags­­ins á þessu tíma­bili var hún nei­­kvæð um 61 milljón króna. Án lóða­­söl­unnar hefði RÚV ohf. orðið ógjald­­fært.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent