RÚV sér fram á allt að 300 milljóna tekjusamdrátt á næsta starfsári

Útvarpsstjóri greindi starfsfólki RÚV frá því í dag að samdráttur í auglýsingatekjum fyrirtækisins á fyrri hluta ársins 2020 hafi leitt til þess að tekjur hafi verið 150 milljónum króna undir áætlun. Fyrirsjáanlegt sé að staðan muni vara um lengri tíma.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Auglýsing

Tekjur RÚV hafa fallið umtals­vert á síð­ustu mán­uðum vegna sam­dráttar í aug­lýs­inga­tekj­um. Á árinu 2020 eru raun­tekjur þegar 150 millj­ónum krónum undir áætl­uðum tekjum vegna þessa og búist er við 200 til 300 milljón króna tekju­sam­drætti á næsta starfs­ári. Tek­ist verður á við þessa stöðu með hag­ræð­ing­ar­að­gerðum sem fela meðal ann­ars í sér fækkun á starfs­fólki og með því að bjóða starfs­fólki yfir 65 ára aldri að lækka við sig starfs­hlut­fall um helm­ing. 

Þetta kemur fram í bréfi sem Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri sendi á starfs­fólk klukkan 14:00 í dag. 

Þar segir Stefán að fyr­ir­sjá­an­legt sé að staðan muni vara um lengri tíma. Hún hafi verið til umræðu á síð­ustu stjórn­ar­fundum fyr­ir­tæk­is­ins auk þess sem stjórn­endur ein­stakra sviða og ein­inga hafi farið yfir mögu­legar hag­ræð­ing­ar­að­gerðir til bæði lengri og skemmri tíma. „Á fundi stjórnar RÚV ohf. í vik­unni kynnti ég þessa vinnu í grófum drátt­um, stöðu hennar og næstu skref. Við nálg­umst þetta verk­efni eins og áður með yfir­veg­uðum hætti og í vinnu okkar með stjórn­endum ein­stakra sviða og ein­inga hefur verið safnað saman fjöl­mörgum aðgerðum og leiðum til hag­ræð­ing­ar. Okkar vinna gengur núna út á að tíma­setja þær, kostn­að­ar­meta og hrinda þeim í kjöl­farið í fram­kvæmd.“

Ráð­ist í hag­ræð­ing­ar­að­gerðir

Stefán rekur svo aðgerð­irn­ar, sem eru af ýmsum toga. Smærri aðgerðir snúa meðal ann­ars að auk­inni sam­vinnu milli sviða og ein­inga, breyt­ingum á verk­efnum og starfs­hlut­fall­i/­störfum í ein­hverjum til­vik­um, yfir­ferð yfir auka­greiðslur sem einnig teng­ist vinnu við jöfnun launa milli kynja og jafn­launa­vott­un, til­færslu og breyt­ingu á verk­efnum og utan­um­haldi. „Þessar smærri aðgerðir eru í gangi á öllum sviðum og verða nánar kynntar hlut­að­eig­andi þegar það er tíma­bært í hverju og einu til­vik­i.“ 

Tvær stærri aðgerðir eru sér­stak­lega til­greindar í póst­in­um. Ann­ars vegar ætlar RÚV að nýta starfs­manna­veltu til þess að fækka starfs­fólki. Í því fel­st, að sögn Stef­áns, að not­ast verður við þær heim­ildir sem RÚV hefur til breyt­inga á ein­staka störfum og til­færslum inn­an­húss þar sem nauð­syn­legt er að manna lausar stöður eða sinna verk­efn­um, þegar störf hjá RÚV losna eða fækkar í hópi starfs­manna af öðrum ástæð­um.

Auglýsing
Hins vegar stendur til að bjóða öllu starfs­fólki 65 ára og eldra að lækka við sig starfs­hlut­fall um helm­ing, gegn því að halda óbreyttum kjörum í þrjá mán­uði eftir að starfs­hlut­fall hefur verið lækk­að. Stefán segir þetta vera lið í mannauðs­stefnu RÚV til fram­búð­ar. „Jafn­framt er hægt að líta á þetta sem  hag­ræð­ing­ar­að­gerð þar sem ekki stendur til að ráða inn nýtt starfs­fólk til móts við þá lækkun á starfs­hlut­falli sem þessu mun fylgja. Rétt­indi flestra í þessum hópi eru með þeim hætti að unnt er að hefja töku líf­eyris sam­hliða lækkun starfs­hlut­falls.  Mik­il­vægt er að hafa í huga að hér er um mögu­leika að ræða fyrir hvern og einn en ekki skyldu, gegn þeirri umbun að halda fullum launum á lækk­uðu starfs­hlut­falli í þrjá mán­uð­i.“

2,2 millj­arða tekjur úr sam­keppn­is­rekstri

RÚV hagn­að­ist um 6,6 millj­­ónir króna á árinu 2019. Tekjur fyr­ir­tæk­is­ins voru 6,9 millj­­arðar króna. Þar af komu 4,7 millj­­arðar króna úr rík­­is­­sjóði í formi þjón­ustu­tekjna af útvarps­­gjaldi, en 2,2 millj­­arðar króna voru tekjur úr sam­keppn­is­­rekstri, sem er að upp­i­­­stöðu sala aug­lýs­inga og kost­aðs efn­­is.

Rekstr­­ar­hagn­aður RÚV fyrir fjár­­­magns­­gjöld, afskriftir og skatta var 290 millj­­ónir króna í fyrra.

Afkoma RÚV á árunum 2013 til 2018 var jákvæð um 1,5 millj­­­arða króna, en sú afkoma skýrð­ist fyrst og fremst af hagn­aði vegna sölu bygg­inga­réttar á lóð félags­­­ins við Efsta­­­leiti. Ef litið er á afkomu félags­­­ins fyrir tekju­skatt og sölu­hagnað hefði heild­­­ar­af­koma félags­­­ins á þessu tíma­bili var hún nei­­­kvæð um 61 milljón króna. Án lóða­­­söl­unnar hefði RÚV ohf. orðið ógjald­­­fært.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent