RÚV sér fram á allt að 300 milljóna tekjusamdrátt á næsta starfsári

Útvarpsstjóri greindi starfsfólki RÚV frá því í dag að samdráttur í auglýsingatekjum fyrirtækisins á fyrri hluta ársins 2020 hafi leitt til þess að tekjur hafi verið 150 milljónum króna undir áætlun. Fyrirsjáanlegt sé að staðan muni vara um lengri tíma.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Auglýsing

Tekjur RÚV hafa fallið umtals­vert á síð­ustu mán­uðum vegna sam­dráttar í aug­lýs­inga­tekj­um. Á árinu 2020 eru raun­tekjur þegar 150 millj­ónum krónum undir áætl­uðum tekjum vegna þessa og búist er við 200 til 300 milljón króna tekju­sam­drætti á næsta starfs­ári. Tek­ist verður á við þessa stöðu með hag­ræð­ing­ar­að­gerðum sem fela meðal ann­ars í sér fækkun á starfs­fólki og með því að bjóða starfs­fólki yfir 65 ára aldri að lækka við sig starfs­hlut­fall um helm­ing. 

Þetta kemur fram í bréfi sem Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri sendi á starfs­fólk klukkan 14:00 í dag. 

Þar segir Stefán að fyr­ir­sjá­an­legt sé að staðan muni vara um lengri tíma. Hún hafi verið til umræðu á síð­ustu stjórn­ar­fundum fyr­ir­tæk­is­ins auk þess sem stjórn­endur ein­stakra sviða og ein­inga hafi farið yfir mögu­legar hag­ræð­ing­ar­að­gerðir til bæði lengri og skemmri tíma. „Á fundi stjórnar RÚV ohf. í vik­unni kynnti ég þessa vinnu í grófum drátt­um, stöðu hennar og næstu skref. Við nálg­umst þetta verk­efni eins og áður með yfir­veg­uðum hætti og í vinnu okkar með stjórn­endum ein­stakra sviða og ein­inga hefur verið safnað saman fjöl­mörgum aðgerðum og leiðum til hag­ræð­ing­ar. Okkar vinna gengur núna út á að tíma­setja þær, kostn­að­ar­meta og hrinda þeim í kjöl­farið í fram­kvæmd.“

Ráð­ist í hag­ræð­ing­ar­að­gerðir

Stefán rekur svo aðgerð­irn­ar, sem eru af ýmsum toga. Smærri aðgerðir snúa meðal ann­ars að auk­inni sam­vinnu milli sviða og ein­inga, breyt­ingum á verk­efnum og starfs­hlut­fall­i/­störfum í ein­hverjum til­vik­um, yfir­ferð yfir auka­greiðslur sem einnig teng­ist vinnu við jöfnun launa milli kynja og jafn­launa­vott­un, til­færslu og breyt­ingu á verk­efnum og utan­um­haldi. „Þessar smærri aðgerðir eru í gangi á öllum sviðum og verða nánar kynntar hlut­að­eig­andi þegar það er tíma­bært í hverju og einu til­vik­i.“ 

Tvær stærri aðgerðir eru sér­stak­lega til­greindar í póst­in­um. Ann­ars vegar ætlar RÚV að nýta starfs­manna­veltu til þess að fækka starfs­fólki. Í því fel­st, að sögn Stef­áns, að not­ast verður við þær heim­ildir sem RÚV hefur til breyt­inga á ein­staka störfum og til­færslum inn­an­húss þar sem nauð­syn­legt er að manna lausar stöður eða sinna verk­efn­um, þegar störf hjá RÚV losna eða fækkar í hópi starfs­manna af öðrum ástæð­um.

Auglýsing
Hins vegar stendur til að bjóða öllu starfs­fólki 65 ára og eldra að lækka við sig starfs­hlut­fall um helm­ing, gegn því að halda óbreyttum kjörum í þrjá mán­uði eftir að starfs­hlut­fall hefur verið lækk­að. Stefán segir þetta vera lið í mannauðs­stefnu RÚV til fram­búð­ar. „Jafn­framt er hægt að líta á þetta sem  hag­ræð­ing­ar­að­gerð þar sem ekki stendur til að ráða inn nýtt starfs­fólk til móts við þá lækkun á starfs­hlut­falli sem þessu mun fylgja. Rétt­indi flestra í þessum hópi eru með þeim hætti að unnt er að hefja töku líf­eyris sam­hliða lækkun starfs­hlut­falls.  Mik­il­vægt er að hafa í huga að hér er um mögu­leika að ræða fyrir hvern og einn en ekki skyldu, gegn þeirri umbun að halda fullum launum á lækk­uðu starfs­hlut­falli í þrjá mán­uð­i.“

2,2 millj­arða tekjur úr sam­keppn­is­rekstri

RÚV hagn­að­ist um 6,6 millj­­ónir króna á árinu 2019. Tekjur fyr­ir­tæk­is­ins voru 6,9 millj­­arðar króna. Þar af komu 4,7 millj­­arðar króna úr rík­­is­­sjóði í formi þjón­ustu­tekjna af útvarps­­gjaldi, en 2,2 millj­­arðar króna voru tekjur úr sam­keppn­is­­rekstri, sem er að upp­i­­­stöðu sala aug­lýs­inga og kost­aðs efn­­is.

Rekstr­­ar­hagn­aður RÚV fyrir fjár­­­magns­­gjöld, afskriftir og skatta var 290 millj­­ónir króna í fyrra.

Afkoma RÚV á árunum 2013 til 2018 var jákvæð um 1,5 millj­­­arða króna, en sú afkoma skýrð­ist fyrst og fremst af hagn­aði vegna sölu bygg­inga­réttar á lóð félags­­­ins við Efsta­­­leiti. Ef litið er á afkomu félags­­­ins fyrir tekju­skatt og sölu­hagnað hefði heild­­­ar­af­koma félags­­­ins á þessu tíma­bili var hún nei­­­kvæð um 61 milljón króna. Án lóða­­­söl­unnar hefði RÚV ohf. orðið ógjald­­­fært.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent