Kosningaspá: 99,9 prósent líkur á því að Guðni Th. verði áfram forseti Íslands

Niðurstöður Kosningaspárinnar sýna að Guðni Th. Jóhannesson muni sigra í forsetakosningunum á morgun með yfirburðum. 100 þúsund sýndarkosningar, byggðar á síðustu könnunum, sýndu að líkur Guðmundar Franklíns Jónssonar á sigri eru 0,1 prósent.

forsetakosningar.jpg
Auglýsing

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er líklegur til að fá 92,3 prósent greiddra atkvæða í forsetakosningunum sem fram fara á morgun, laugardag. Guðmundur Franklín Jónsson, eini mótframbjóðandi hans, myndi samkvæmt þessu frá 7,7 prósent greiddra atkvæða.

Þetta er niðurstaða kosningaspá Kjarnans og Dr. Baldurs Héðinssonar sem gerð er úr fyrirliggjandi könnunum á fylgi forsetaframbjóðenda.

 

Vægi kannana í kosningaspánni er eftirfarandi:

 • Þjóðarpúls Gallup 11. - 18. júní  (35,4 prósent)
 • Skoðanakönnun EMC rannsókna 3. - 8. júní  (23,6 prósent)
 • Skoðanakönnun Zenter 15. - 18. júní  (41,0 prósent)

Líkur Guðna á því að ná kjöri eru, samkvæmt módeli kosningaspárinnar, 99,9 prósent en líkur Guðmundar Franklíns 0,1 prósent. Spá um hversu líklegir frambjóðendur eru til að ná kjöri á laugardaginn byggir á 100 þúsund sýndarkosningum. 

Í hverri sýndarkosningu er vegið meðaltal skoðanakannana líklegasta niðurstaðan en sýndarniðurstaðan getur verið hærri eða lægri en þetta meðaltal og hversu mikið byggir á sögulegu fráviki skoðanakannana frá úrslitum kosninga.

Síðustu kannananir alla jafna nálægt úrslitum

Baldur hefur einnig tekið saman gögn yfir skoðanakannanir og úrslit forsetakosninga sem fram fóru árin 1996, 2004, 2012 og 2016 með það fyrir augun að kanna hversu nærri kannanir sem birtar voru í vikunni fyrir kosningar eru raunverulegum úrslitum.

Auglýsing
Í samantektinni eru tekin saman meðalfrávik allra frambjóðenda sem fá meira en fimm prósent í kosningum í öllum könnunum sem gerðar voru á skoðunartímabilinu. Sú aðferðarfræði sýnir hversu mikil hreyfing var á fylgi frambjóðenda síðustu dagana áður en að viðkomandi kosningar fóru fram. 

Síðan voru teknar saman upplýsingar um hvaða frambjóðandi var með hæst meðalfrávik, til að sjá hvort að könnunaraðilar voru að van- eða ofmeta einhvern frambjóðanda. að lokum var tekið saman hvert var hæsta einstaka frávik yfir allar kannanir og alla frambjóðendur til að sjá hvert var hæsta frávikið í þeim kosningum.

Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

1996

 • Meðalfrávik frambjóðenda með meira en 5 - 1,9 prósent
 • Hæsta meðalfrávik eins frambjóðanda Ólafur Ragnar Grímsson 2,2 prósent
 • Hæsta einstaka frávik Guðrún Agnarsdóttir 6,3 prósent

2004

 • Meðalfrávik frambjóðenda með meira en 5 - 4,1 prósent
 • Hæsta meðalfrávik eins frambjóðanda Ólafur Ragnar Grímsson 4,5 prósent
 • Hæsta einstaka frávik Ólafur Ragnar Grímsson 5,2 prósent

2012

 • Meðalfrávik frambjóðenda með meira en 5 - 1,8 prósent
 • Hæsta meðalfrávik eins frambjóðanda Ólafur Ragnar Grímsson 4,1 prósent
 • Hæsta einstaka frávik Ólafur Ragnar Grímsson 4,3 prósent

2016

 • Meðalfrávik frambjóðenda með meira en 5 - 4,3 prósent
 • Hæsta meðalfrávik eins frambjóðanda Halla Tómasdóttir 9,7 prósent
 • Hæsta einstaka frávik Halla Tómasdóttir 11,6 prósent

Niðurstöðurnar benda til að síðustu kannanir fyrir forsetakosningar séu alla jafna nærri kosningaúrslitum. Frávikin eru tvö til fimm prósent að meðaltali. Frávik einstakra frambjóðenda hefur verið meira, sérstaklega ef fylgi er á hreyfingu síðustu daga fyrir kosningar. Slíkt frávik hefur þó ekki verið í yfirstandandi kosningabaráttu þar sem að engin kannanir sem könnunarfyrirtækin hafa gert hafa sýnt neitt frávik um að Guðmundur Franklín hafi unnið á gagnvart sitjandi forseta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent