„Puntudúkkurnar“ og gömlu karlarnir

Nú þegar nýr dómsmálaráðherra hefur tekið við embætti má sjá ákveðnar kreðsur innan Sjálfstæðisflokksins takast á en ekki eru allir á eitt sáttir að fá ungar konur í framvarðasveit flokksins.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þing­maður og fyrrum rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tók við emb­ætti dóms­mála­ráð­herra í vik­unni en hún er yngsti kven­ráð­herra Íslands­sög­unn­ar. Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra og vara­for­maður flokks­ins, var nokkrum mán­uðum eldri þegar hún varð fyrst ráð­herra í jan­úar árið 2017 og verður því ekki annað sagt en að ákveðin end­ur­nýjun hafi átt sér stað í flokknum á und­an­förnum árum.

Ekki eru þó allir á eitt sáttir um ágæti þess­ara breyt­inga og má greina af við­brögðum úr ákveðnum kreðsum innan flokks­ins að and­spyrna sé við að ungar konur taki að sér ábyrgð­ar­mikil hlut­verk í flokkn­um. Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er meðal þeirra sem gagn­rýnt hefur for­yst­una og sagt að reynslu­lítið fólk rað­ist þar í áhrifa­stöð­ur.

Auglýsing

Skop­mynd Helga Sig sem birt­ist í Morg­un­blað­inu vakti athygli í gær og þótti mörgum hún lýsa ákveð­inni kven­fyr­ir­litn­ingu. Á mynd­inni er Áslaug Arna í gervi feg­urð­ar­drottn­ingu og er hún látin segja: „Gamlir íhaldskar­lar voru aldrei að fara að vinna þessa feg­urð­ar­sam­keppni unga fólks­ins.“

Skopmynd Helga Sig sem birtist í Morgunblaðinu í gær.

Flokk­ur­inn óhepp­inn í kvenna­málum

Ragnar Önund­ar­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri, lagði orð í belg í gær­kvöldi á Face­book-­síðu sinni en hann telur að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þurfi að hverfa aftur til þess að póli­tík og póli­tískur styrkur skipti meira máli en ásýnd og yfir­borðs­mennska.

Hann segir Bjarna Bene­dikts­son, for­mann flokks­ins, jafn­framt vera að gera mis­tök og að flokk­ur­inn hafi verið óhepp­inn í kvenna­mál­um. „Öflug­asta konan veikt­ist og féll frá, svo hörmu­legt sem það er. Hinar hafa allar fallið vegna mis­taka sem reyndir stjórn­mála­menn hefðu ekki flaskað á,“ skrifar hann og vísar hann þarna í Ólöfu Nor­dal, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, en hún lést í febr­úar árið 2017. 

„Puntu­dúkk­urn­ar“ Þór­dís Kol­brún og Áslaug Arna

Spyr Ragnar sig hvort þær tvær ungu konur sem for­mað­ur­inn hafi fyrir „puntu­dúkk­ur” – ásýnd­ar­innar vegna – reyn­ast bet­ur. Þarna á hann vænt­an­lega við ráð­herrana, Þór­dísi Kol­brúnu og Áslaugu Örnu. Hann spyr jafn­framt hvort þær séu haldnar „for­rétt­inda­blindu“ og hvort geti verið að betra sé að sýna þol­in­mæði og bíða og afla sér starfs- og lífs­reynslu.

Ragnar Önundarson Mynd: AðsendHann útskýrir jafn­framt hvað orðið for­rétt­inda­blinda þýði en hann segir að í því felist að láta hags­muni sína ráða og þiggja eitt­hvað sem ekki væri í boði án for­rétt­ind­anna.

Fyrst tekur hann fyrir Þór­dísi Kol­brúnu. Hann segir að hún hafi þáð ráð­herra­emb­ætti þrátt fyrir að vera númer tvö á fram­boðs­lista flokks síns. „For­mað­ur­inn vildi konu af því að hann hélt að ásýnd vægi meira en inni­hald. Þegar staða vara­for­manns losn­aði stökk hún til og lýsti yfir fram­boði. Aðrir viku fyrir henni „af því að hún er kona“ og vitað var að ásýndin skiptir for­mann­inn meira máli en inni­hald­ið. Metn­að­ur­inn er svo mik­ill að litið er fram hjá því að vara­for­maður sem ekki hefur burði til að vera for­maður lendir í pín­legri stöðu þegar gengið verður fram hjá honum í for­manns­kjöri,“ skrifar hann.

Næst tekur hann fyrir Áslaugu Örnu en hann segir hana hafa verið kjörna rit­ara flokks­ins til að friða stutt­buxna­deild­ina, þessa sem vilji áfengi í mat­vöru­versl­anir og afnám banns við fjöl­kvæn­i/-veri. „Nú hefur for­mað­ur­inn gert hana að ráð­herra, til að flokk­ur­inn sýn­ist „frjáls­lynd­ur“ (frjáls­hyggja er nú orðið ljótt orð, sem ekki er lengur flagg­að) og höfði til ungs fólks. Hún er „full­trúi ungu kyn­slóð­ar­inn­ar“, sem einu sinni var kosið um í Tóna­bæ.“

For­mað­ur­inn „með silf­ur­skeið í munni“

Ragnar telur þó að það sé for­mað­ur­inn sjálfur sem sé „með silf­ur­skeið í munni“ og hald­inn mestri for­rétt­inda­blindu. „Hann fór fyrst inn á þing án próf­kjörs. Þar naut hann ólýð­ræð­is­legs ætt­ar­veld­is. Þátt­taka þeirra frænda í hruns­mál­um, sem leiddu til stór­felldra áfalla í við­skipta­líf­inu, hefur skyggt á öll hans störf og sífellt vakið grun­semdir um hags­muna­tengsl og for­rétt­inda­að­stöðu. Fylgi flokks­ins hefur nær helm­ing­ast í alþing­is-­kosn­ing­um, þó það hafi haldið sér nokkuð vel í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Það bendir til að margir bíði á hlið­ar­lín­unni eftir breyt­ing­um.“

,,For­rétt­inda­blinda” felst í því að láta hags­muni sína ráða og þiggja eitt­hvað sem ekki væri í boði án for­rétt­ind­anna. ...

Posted by Ragnar Önund­ar­son on Sat­ur­day, Sept­em­ber 7, 2019


Kall­aði Áslaugu Örnu sætan krakka

Þetta er vissu­lega ekki í fyrsta sinn sem Ragnar hefur eitt­hvað um Áslaugu Örnu að segja en í maí síð­ast­liðnum sagði hann hana vera sætan krakka. „Mið­aldra, hvít­ur, krist­inn karl­mað­ur, helst reffi­legur og pen­inga­leg­ur, er for­mað­ur. Glæsi­leg­asta konan er vara­for­maður og sæt­asti krakk­inn rit­ari. Þetta er afleið­ing af valda­til­færslu próf­kjöranna,“ skrif­aði Ragnar meðal ann­ars í færslu í Face­book-hópnum Orkan okk­ar.

Fyrir tæpum tveimur árum setti Ragnar stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann deildi mynd af Áslaugu Örnu og gagn­rýndi það mynda­val.

Auglýsing

Áslaug Arna brást við færslu Ragn­ars á Orkan okkar á Twitter reikn­ingi sínum en þar sagði hún það vera alveg ljóst að Ragnar hefði ein­hvern óeðli­legan áhuga á að gramsa í myndum af henni á Face­book. „Í pistli dags­ins kallar hann mig „sætasta krakk­ann“ og birtir með tveggja ára gamla mynd. Síð­ast var gamla myndin of sexý svo ég mætti tjá mig um #metoo. Hvað næst?“ spurði hún sig enn frem­ur.

Telur reynslu­lítið fólk rað­ast í for­ystu­sveit flokks­ins

Da­víð Odds­son hefur einnig gagn­rýnt for­ystu flokks­ins, eins og áður seg­ir, en í júní síð­ast­liðnum sagði hann að for­yst­u­sveit­inni væri nú nokkuð sama um hvað væri sam­­þykkt á lands­fund­um, að í þá sveit rað­að­ist reynslu­­lítið fólk sem hefði fengið póli­­tískt vægi „langt umfram það sem áður tíð­k­að­ist“ og að lask­aður flokk­­ur­inn væri að taka á sig enn meira högg með stuðn­­ingi sínum við þriðja orku­­pakk­ann.

Davíð Oddsson Mynd: Birgir Þór

Gagn­rýni Davíð bein­d­ist bæði gegn því að í for­ystu flokks­ins væri ekki að velj­­ast næg­i­­lega öfl­­ugt fólk, og án þess að það væri sagt berum orðum var þar ugg­­laust verið að vísa til Þór­­dísar Kol­brúnar og Áslaugar Örnu sem eru báðar ungar konur sitt hvoru megin við þrí­­tugt. Þær voru báðar í stórum hlut­verkum í orku­­pakka­­mál­inu, Þór­­dís Kol­brún sem ráð­herra orku­­mála og Áslaug Arna sem for­­maður utan­­­rík­­is­­mála­­nefnd­­ar.

Unga fólkið leggur lykkju á leið sína til að vísa þeim eldri út úr umræð­unni

Í Reykja­vík­ur­bréf­i sagði Davíð að það hefði lengi verið „óskráð meg­in­regla í Sjálf­­stæð­is­­flokkn­um, sem reynd­ist vel, að hversu öfl­­ugur sem for­­maður flokks­ins væri, sem þeir voru sann­­ar­­lega lang­flest­ir, skyldi lands­fundur eða flokks­ráðs­fundur tryggja að sá sem næstur stæði for­­mann­inum hefði rík­u­­lega stjórn­­­mála­­lega reynslu ef örlög eða atvik hög­uðu því svo að fylla þyrfti skarðið yrðu góð tök á því.“

Nú þætti hins vegar fínt að reynslu­­lítið fólk sem hefði fengið póli­­tískt vægi með slíkt nesti langt umfram það sem áður tíð­k­að­ist, tal­aði niður til flokks­­syst­k­ina sinna og legði lykkju á leið sína til að vísa þeim sem eldri eru út úr umræð­unni með þótta sem færi öllum illa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar