Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna

Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.

davíð og forystan.jpg
Auglýsing

Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að for­ystu­sveit flokks­ins sé nú nokkuð sama um hvað sé sam­þykkt á lands­fund­um, að í þá sveit rað­ist reynslu­lítið fólk sem hafi fengið póli­tískt vægi „langt umfram það sem áður tíðk­að­ist“ og að lask­aður flokk­ur­inn sé að taka á sig enn meira högg með stuðn­ingi sínum við þriðja orku­pakk­ann. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Reykja­vík­ur­bréfi Morg­un­blaðs­ins í dag.

Da­víð skrif­aði hvassa gagn­rýni á Sjálf­stæð­is­flokk­inn og for­ystu hans á sama vett­vangi fyrir viku síðan sem vakti mikla athygli, enda hefur Morg­un­blaðið nær alltaf fylgt Sjálf­stæð­is­flokknum að málum og Davíð ein fyr­ir­ferð­ar­mesti for­maður í sögu flokks­ins. Þá sagði hann meðal ann­ars  að Morg­un­­blaðið væri borg­­ara­­legt blað og þótt „það lúti ekki fjar­­stýr­ingum utan úr bæ frá flokkum eða ein­stak­l­ingum lætur að líkum að blaðið ætti oftar en ekki að geta átt góða sam­­leið með flokknum ef hann er sjálfum sér sam­­kvæmur og heill í fögrum fyr­ir­heitum sín­­um.“

Gagn­rýnir flokks­for­yst­una

Í Reykja­vík­ur­bréfi dags­ins heldur gagn­rýni Dav­íðs á flokk­inn áfram og hún grund­vall­ast fyrst og síð­ast á afstöðu hans flokks­ins í þriðja orku­pakka­mál­inu, sem hann styður ásamt fjórum öðrum flokkum á þingi.

Auglýsing
Gagnrýnin bein­ist bæði gegn því að í for­ystu flokks­ins sé ekki að velj­ast nægi­lega öfl­ugt fólk, og án þess að það sé sagt berum orðum er þar ugg­laust verið að vísa til Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, vara­for­manns flokks­ins, og Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, rit­ara hans, sem eru báðar ungar konur sitt hvoru megin við þrí­tugt. Þær hafa báðar verið í stórum hlut­verkum í orku­pakka­mál­inu, Þór­dís Kol­brún sem ráð­herra orku­mála og Áslaug Arna sem for­maður utan­rík­is­mála­nefnd­ar.

Í bréf­inu segir Davíð að það hafi lengi verið „óskráð meg­in­regla í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, sem reynd­ist vel, að hversu öfl­ugur sem for­maður flokks­ins væri, sem þeir voru sann­ar­lega lang­flest­ir, skyldi lands­fundur eða flokks­ráðs­fundur tryggja að sá sem næstur stæði for­mann­inum hefði ríku­lega stjórn­mála­lega reynslu ef örlög eða atvik hög­uðu því svo að fylla þyrfti skarðið yrðu góð tök á því.“

Nú þyki hins vegar fínt að reynslu­lítið fólk „sem hefur fengið póli­tískt vægi með slíkt nesti langt umfram það sem áður tíðk­að­ist, tali niður til flokks­systk­ina sinna og leggi lykkju á leið sína til að vísa þeim sem eldri eru út úr umræð­unni með þótta sem fer öllum illa.“

Segir Hall­dór stjórn­ast af ætt­ar­vita

Davíð rekur svo hvernig farið hafi verið með drög að lands­fund­ar­sam­þykktir í hans tíð og hvaða aðferð­ar­fræði hefði verið beitt til að semja um agnúa á þeim. Þá hefðu slíkar sam­þykktir verið teknar „mjög alvar­lega“. Síð­ustu árin hafi hins vegar virst sem að for­ystu­sveit Sjálf­stæð­is­flokks­ins „sé nokkuð sama um hvað sam­þykkt sé á lands­fund­um, því að ekk­ert þurfi með það að ger­a.“

Gagn­rýni Dav­íðs á flokks­for­yst­una og flokk­inn und­an­farið hefur kallað fram við­brögð. Einn þeirra sem hafa svarað honum á opin­berum vett­vangi er Hall­dór Blön­dal, fyrr­ver­andi ráð­herra og for­seti Alþing­is, sem starf­aði með Davíð í stjórn­málum ára­tugum sam­an. Hall­dór er frændi Bjarna Bene­dikts­son­ar, núver­andi for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í grein sinni benti Hall­dór á að bréfa­skriftir geti verið hætt­u­­legar þar sem þær lýsi því í hvaða sál­­ar­á­stand­i ­maður er þá ­stund­ina. Síðan gagn­rýndi hann fram­setn­ingu Dav­íðs á þriðja orku­pakka­mál­inu.

Auglýsing
Í Reykja­vík­ur­bréf­inu í dag segir Davíð að Hall­dór Blön­dal hafi stund­um, hér áður fyrr, haft átta­vita sem mátti hafa hlið­sjón af. „En hann ratar illa eftir að notk­unin á ætt­ar­vit­anum óx. Og lendir þá í hverri haf­vill­unni af annarri. Ætt­ar­vit­anum fylgdi hann þegar hann kúventi yfir nótt og lagð­ist á árar með Jóhönnu og Stein­grími í Ices­ave og erlendum kröfu­höf­um. Flokk­ur­inn hans og okkar hefur ekki borið sitt barr síð­an.“

Hann segir að kann­anir sýni að þorri flokks­manna sé á móti þriðja orku­pakk­anum og að eng­inn hafi fengið að vita af hverju for­ysta flokks­ins hafi farið gegn flokknum í Ices­a­ve-­mál­inu. „Og nú fær eng­inn að vita „af hverju í ósköp­un­um“, svo notuð séu orð for­manns­ins sjálfs, lask­aður flokk­ur­inn á að taka á sig enn meiri högg. Hall­dór Blön­dal áttar sig ekki á þessu fremur en Ices­a­ve, sem hann hafði barist gegn þar til ætt­ar­vit­inn tók öll völd. Þessi sami ætt­ar­viti sem núna er að ærast í seg­ul­stormun­um.“

Segir Bjarna hafa gefið til kynna að hann ætl­aði ekki að skipa Má

Davíð rifjar líka upp þegar Már Guð­munds­son var end­ur­skip­aður seðla­banka­stjóri af Bjarna Bene­dikts­syni árið 2014, en Davíð var sjálfur seðla­banka­stjóri í nokkur ár þangað til að gerð var laga­breyt­ing árið 2009 sem leiddi til þess að að hann fór úr starfi. Vinstri stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur skip­aði svo Má í stöð­una síðar á því ári.

Davíð greinir frá því að Bjarni hefði „bæði gefið til kynna og sagt ýmsum frá að hann ætl­aði sér ekki að end­ur­skipa Má Guð­munds­son þegar að því kom árið 2014. Þegar að þessu dró var ráð­herr­ann staddur fyrir norð­an, senni­lega á Siglu­firði, og hringdi í menn og upp­lýsti þá, og þar á meðal rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, að vegna óvænts flækju­stigs sem upp hefði komið (sem ekki verður farið út í hér) hefði hann ekki náð að gera breyt­ing­arnar sem hann hefði marg­boð­að. Hann myndi því skipa Má og skip­un­ar­bréfið gæfi til kynna að það yrði til fimm ára. Hins vegar væri sam­eig­in­legur skiln­ingur á því að skip­unin stæði í hæsta lagi til eins árs.

Ekki voru endi­lega allir mjög trú­aðir á þennan mála­til­bún­að. En sam­kvæmt minnis­p­unkt­unum sagði ráð­herr­ann efn­is­lega á þessa leið: Þessu mega menn treysta og Már gerir sér grein fyrir þessu og mun birta yfir­lýs­ingu sem í raun stað­festir það sem ég er að segja.“

Már situr enn sem seðla­banka­stjóri og mun ljúka síð­ara kjör­tíma­bili sínu sem slíkur í ágúst næst­kom­andi. Nú stendur yfir ráðn­ing­ar­ferli á eft­ir­manni hans.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent