Segir Morgunblaðið ekki lúta fjarstýringum utan úr bæ frá flokkum

Ritstjóri Morgunblaðsins gagnrýnir forystu Sjálfstæðisflokksins harkalega í Reykjavíkurbréfi. Hann segir blaðið einungis geta átt samleið með flokknum ef hann sé „sjálfum sér samkvæmur og heill í fögrum fyrirheitum sínum.“

Davíð Oddsson
Auglýsing

„Morg­un­blaðið er borg­ara­legt blað og þótt það lúti ekki fjar­stýr­ingum utan úr bæ frá flokkum eða ein­stak­lingum lætur að líkum að blaðið ætti oftar en ekki að geta átt góða sam­leið með flokknum ef hann er sjálfum sér sam­kvæmur og heill í fögrum fyr­ir­heitum sín­um.“

Þetta skrifar Davíð Odds­son, annar rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, í Reykja­vík­ur­bréfi í blað­inu í dag þar sem umfjöll­un­ar­efnið er að uppi­stöðu Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, meint fjar­lægð hans frá kjós­endum sínum og þriðji orku­pakk­inn.

Davíð er fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og ára­tugum saman hefur verið form­legt eða óform­legt sam­band milli flokks og blaðs, sem oftar en ekki hafa gengið í takt. Full­trúar Morg­un­blaðs­ins sátu til að mynda ára­tugum saman þing­flokks­fundi Sjálf­stæð­is­flokks. Þótt slitið hafi verið á þau form­legu tengsl seint á síð­ustu öld. Und­an­farin ár hefur farið minna fyrir því og gagn­rýni á for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins orðið algeng­ari í rit­stjórn­ar­greinum Morg­un­blaðs­ins. Þar hefur mál­flutn­ingur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og Mið­flokks hans átt meira upp á pall­borðið síð­ustu miss­erin en það sem for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur haft fram að færa.

Auglýsing
Sú gagn­rýni sem Morg­un­blaðið hefur sett fram á Sjálf­stæð­is­flokk­inn hefur verið sér­stak­lega hörð vegna afstöðu flokks­ins gagn­vart þriðja orku­pakk­an­um, sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn styður ásamt fjórum öðrum flokkum á Alþingi. Ein­ungis Mið­flokk­ur­inn með níu þing­menn og Flokkur fólks­ins með tvo eru á móti sam­þykkt frum­varpa sem stuðla að inn­leið­ingu hans.

Eitt ár átaka

Í lok ágúst í fyrra var hald­inn fjöl­­mennur fundur í Val­höll á vegum hverfa­­­fé­laga Sjálf­­­­­stæð­is­­­­­flokks­ins í Smá­í­­­­­búða-, Bú­­­­­staða- og Foss­vogs­hverfi og Hlíða- og Holta­hverfi í Reykja­vík­­­­­­­ur. Sá fundur sendi frá sér ályktun þar sem skorað var „ein­­­­­dregið á for­ystu Sjálf­­­­­stæð­is­­­­­flokks­ins að hafna þriðja orku­­­­pakka Evr­­­­­ópu­­­­­sam­­­­­bands­ins á þeim grunni að hann stang­­­­­ast á við ákvæði stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­skrár­inn­­­­­ar, opn­ar Evr­­­­­ópu­­­­­sam­­­­­band­inu leið til yf­ir­ráða yfir einni helstu auð­lind Íslands og hækk­­­­­ar verð á raf­­­­­orku og af­­­­­leið­ing­ar til langs tíma eru óvis­s­­­­­ar.“ Á meðal þeirra sem sátu þann fund var Davíð Odds­son. Hann gagn­rýndi svo for­ystu síns gamla flokks harð­­lega í leið­­ara skömmu síðar þar sem hann sagði Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, vara­­for­­mann Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, hafa látið rugla sig í rím­in­u. Hann sagði líka að: „Erfitt væri að ímynda sér að þing­­menn Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlupust ekki undan merkjum í Ices­a­ve.“

Við­vör­un­ar­orð Dav­íðs náðu þó ekki eyrum þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks. Og und­an­farið hefur for­ystu­fólk hans svarað fyrr­ver­andi for­mann­inum fullum hálsi þegar hann hefur gagn­rýnt það. Skýrasta dæmið var í grein Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, rit­ara Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í lok síð­asta mán­aðar þar sem hún svar­aði gagn­rýni Dav­íðs á stuðn­ing hluta Sjálf­stæð­is­flokks­ins við nýtt frum­varp um þung­un­ar­rof. Þar sagði hún meðal ann­ars: „Rétt er það sem áður hefur verið haldið fram í þessu blaði að upp­finn­inga­menn hafa lengi reynt að finna upp eilífð­ar­vél­ina og ekki tek­ist. Því er mik­il­vægt að fest­ast ekki í for­tíð­inni, heldur þró­ast í takt við nýja tíma og leiða þær óum­flýj­an­legu breyt­ingar sem fram­tíðin mun hafa með sér fremur en að ótt­ast þær[...]Það er ekki hlut­verk Sjálf­stæð­is­flokks­ins að standa vörð um úreltar hug­myndir sem þóttu einu sinni góð­ar. Við gerum grein­ar­mun á grunn­gildum og ein­staka stefnu­málum eða úrræðum sem einu sinni virk­uðu. Um leið og við berum virð­ingu fyrir sög­unni er mik­il­vægt að við mótum fram­tíð­ina.“

Auglýsing
Auk þess að vera í for­ystu­sveit Sjálf­stæð­is­flokks­ins þá hefur Áslaug Arna teng­ingu inn í rekstur Morg­un­blaðs­ins. Faðir hennar Sig­ur­björn Magn­ús­son, er stjórn­ar­for­maður útgáfu­fé­lags blaðs­ins.

Þá vakti ekki síður athygli að á 90 ára afmæli Sjálf­stæð­is­flokks­ins í lok síð­asta mán­aðar ákvað Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins, að birta afmæl­is­grein í Frétta­blað­inu ekki Morg­un­blað­inu. Sú ákvörðun þótti senda skýr skila­boð um hvernig for­mað­ur­inn teldi sam­band flokks­ins við gamla mál­gagnið standa.

Sam­ræmdar árásir spuna­meist­ara

Davíð leggur út frá aðsendri grein eftir Jón Hjalta­son í Reykja­vík­ur­bréfi dags­ins, en sú grein birt­ist í vik­unni. Þar taldi höf­und­ur­inn upp allt sem Sjálf­stæð­is­flokkur dags­ins í dag væri ekki að gera en sem hann teldi að væri hin eina sanna sjálf­stæð­is­stefna. Greinin hófst á því að höf­undur sagði að nú um stundir sýnd­ist honum „sem flokks­for­yst­unni þyki helst við hæfi að hnýta í þann for­mann sem verið hefur þjóð­inni og flokknum drýgstur og best­ur. Mér stendur stuggur af ykkur því ég hefi þungar áhyggjur af flokkn­um.“ Sá for­maður sem vísað er til er Davíð Odds­son. Jón sagð­ist hafa rætt við hund­ruð félags­manna sem hugn­ist ekki ferða­lag flokks­for­yst­unnar og ætli ekki að slást í þá för.

Í nið­ur­lagi greinar Jóns sagði síð­an: „Ég velti fyrir mér hvort ekki væri far­sælla að þið færuð frá flokknum en að flokk­ur­inn fari frá ykk­ur.“

Í Reykja­vík­ur­bréf­inu í dag segir Dav­íð: „Miðað við sam­ræmdar árásir sem leyna sér ekki og spuna­meist­arar halda utan um og Jón nefnir í upp­hafi sinnar greinar er rétt að taka fram að rit­stjórar Morg­un­blaðs­ins hafa ekk­ert heyrt um stefnu eða rök­stuðn­ing þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Morg­un­blaðið er borg­ara­legt blað og þótt það lúti ekki fjar­stýr­ingum utan úr bæ frá flokkum eða ein­stak­lingum lætur að líkum að blaðið ætti oftar en ekki að geta átt góða sam­leið með flokknum ef hann er sjálfum sér sam­kvæmur og heill í fögrum fyr­ir­heitum sín­um.“

Þing­menn komu ekki í Hádeg­is­móa í kaffi og kruð­erí

Síðan rekur Davíð hvernig hann telur flokk­inn vera á villi­götum í orku­pakka­mál­inu. Fyrir hefði legið að síð­asti lands­fundur hefði lagt lín­una í þessum efnum með sam­þykkt álykt­unar sem sagði að „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafnar frekara fram­sali á yfir­ráðum yfir íslenskum orku­mark­aði til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins.“

„Nú reyna menn með einkar aumu og satt best að segja algjör­lega óboð­legu yfir­klóri, langt fyrir neðan sína virð­ingu, að láta eins og almennt hjal, sem verið hefur í almennum yfir­lýs­ingum fund­ar­ins og einskis getið við afgreiðslu þess hafi eytt fyrr­nefndri ákvörðun með göldrum,“ skrifar Dav­íð.

„Þessir klaufa­legu koll­hnísar hófust þó ekki fyrr en á loka­metr­un­um. En sjálf­stæð­is­menn töldu ekki ástæðu til að ótt­ast. Lands­fund­ar­á­kvörð­unin lá fyrir og sjálfur for­maður flokks­ins hafði í áheyrn alþjóðar úr ræðu­stól Alþingis tekið af öll tví­mæli vorið 2018 og aldrei gefið til kynna að hann myndi snú­ast í sams konar hring og hann gerði í Ices­ave forð­um, svo flokks­menn undr­uð­ust og horfðu hryggir á. Bjarni Bene­dikts­son sagði: „Hvað í ósköp­unum liggur mönnum á að kom­ast undir sam­eig­in­lega raf­orku­stofnun Evr­ópu á okkar ein­angr­aða landi með okkar eigið raf­orku­kerfi? Hvers vegna í ósköp­unum hafa menn áhuga á því að kom­ast undir boð­vald þess­ara stofn­ana? […] Eru það rök að þar sem Evr­ópu­sam­band­inu hefur þegar tek­ist að koma Íslandi undir ein­hverja sam­evr­ópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra? […] Hérna erum við með krist­al­tært dæmi um það, raf­orku­mál Íslands eru ekki inn­ri-­markaðsmál.““

Davíð segir að ári síðar hafi Bjarni hins vegar lagst þvert á sín og flokks­ins sjón­ar­mið án þess að útskýra hvað hefði hrakið hann frá fyrri afstöðu. „Allan þann tíma hafði Morg­un­blaðið ástæðu til að vera í góðri trú. Ekki einn ein­asti þing­maður hefur gert sér ferð á rit­stjórn­ar­skrif­stofur blaðs­ins þar sem þeim hefði verið tekið opnum örmum og fengið kaffi og kruð­er­í.“

Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent