Segir Morgunblaðið ekki lúta fjarstýringum utan úr bæ frá flokkum

Ritstjóri Morgunblaðsins gagnrýnir forystu Sjálfstæðisflokksins harkalega í Reykjavíkurbréfi. Hann segir blaðið einungis geta átt samleið með flokknum ef hann sé „sjálfum sér samkvæmur og heill í fögrum fyrirheitum sínum.“

Davíð Oddsson
Auglýsing

„Morg­un­blaðið er borg­ara­legt blað og þótt það lúti ekki fjar­stýr­ingum utan úr bæ frá flokkum eða ein­stak­lingum lætur að líkum að blaðið ætti oftar en ekki að geta átt góða sam­leið með flokknum ef hann er sjálfum sér sam­kvæmur og heill í fögrum fyr­ir­heitum sín­um.“

Þetta skrifar Davíð Odds­son, annar rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, í Reykja­vík­ur­bréfi í blað­inu í dag þar sem umfjöll­un­ar­efnið er að uppi­stöðu Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, meint fjar­lægð hans frá kjós­endum sínum og þriðji orku­pakk­inn.

Davíð er fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og ára­tugum saman hefur verið form­legt eða óform­legt sam­band milli flokks og blaðs, sem oftar en ekki hafa gengið í takt. Full­trúar Morg­un­blaðs­ins sátu til að mynda ára­tugum saman þing­flokks­fundi Sjálf­stæð­is­flokks. Þótt slitið hafi verið á þau form­legu tengsl seint á síð­ustu öld. Und­an­farin ár hefur farið minna fyrir því og gagn­rýni á for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins orðið algeng­ari í rit­stjórn­ar­greinum Morg­un­blaðs­ins. Þar hefur mál­flutn­ingur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og Mið­flokks hans átt meira upp á pall­borðið síð­ustu miss­erin en það sem for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur haft fram að færa.

Auglýsing
Sú gagn­rýni sem Morg­un­blaðið hefur sett fram á Sjálf­stæð­is­flokk­inn hefur verið sér­stak­lega hörð vegna afstöðu flokks­ins gagn­vart þriðja orku­pakk­an­um, sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn styður ásamt fjórum öðrum flokkum á Alþingi. Ein­ungis Mið­flokk­ur­inn með níu þing­menn og Flokkur fólks­ins með tvo eru á móti sam­þykkt frum­varpa sem stuðla að inn­leið­ingu hans.

Eitt ár átaka

Í lok ágúst í fyrra var hald­inn fjöl­­mennur fundur í Val­höll á vegum hverfa­­­fé­laga Sjálf­­­­­stæð­is­­­­­flokks­ins í Smá­í­­­­­búða-, Bú­­­­­staða- og Foss­vogs­hverfi og Hlíða- og Holta­hverfi í Reykja­vík­­­­­­­ur. Sá fundur sendi frá sér ályktun þar sem skorað var „ein­­­­­dregið á for­ystu Sjálf­­­­­stæð­is­­­­­flokks­ins að hafna þriðja orku­­­­pakka Evr­­­­­ópu­­­­­sam­­­­­bands­ins á þeim grunni að hann stang­­­­­ast á við ákvæði stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­skrár­inn­­­­­ar, opn­ar Evr­­­­­ópu­­­­­sam­­­­­band­inu leið til yf­ir­ráða yfir einni helstu auð­lind Íslands og hækk­­­­­ar verð á raf­­­­­orku og af­­­­­leið­ing­ar til langs tíma eru óvis­s­­­­­ar.“ Á meðal þeirra sem sátu þann fund var Davíð Odds­son. Hann gagn­rýndi svo for­ystu síns gamla flokks harð­­lega í leið­­ara skömmu síðar þar sem hann sagði Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, vara­­for­­mann Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, hafa látið rugla sig í rím­in­u. Hann sagði líka að: „Erfitt væri að ímynda sér að þing­­menn Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlupust ekki undan merkjum í Ices­a­ve.“

Við­vör­un­ar­orð Dav­íðs náðu þó ekki eyrum þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks. Og und­an­farið hefur for­ystu­fólk hans svarað fyrr­ver­andi for­mann­inum fullum hálsi þegar hann hefur gagn­rýnt það. Skýrasta dæmið var í grein Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, rit­ara Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í lok síð­asta mán­aðar þar sem hún svar­aði gagn­rýni Dav­íðs á stuðn­ing hluta Sjálf­stæð­is­flokks­ins við nýtt frum­varp um þung­un­ar­rof. Þar sagði hún meðal ann­ars: „Rétt er það sem áður hefur verið haldið fram í þessu blaði að upp­finn­inga­menn hafa lengi reynt að finna upp eilífð­ar­vél­ina og ekki tek­ist. Því er mik­il­vægt að fest­ast ekki í for­tíð­inni, heldur þró­ast í takt við nýja tíma og leiða þær óum­flýj­an­legu breyt­ingar sem fram­tíðin mun hafa með sér fremur en að ótt­ast þær[...]Það er ekki hlut­verk Sjálf­stæð­is­flokks­ins að standa vörð um úreltar hug­myndir sem þóttu einu sinni góð­ar. Við gerum grein­ar­mun á grunn­gildum og ein­staka stefnu­málum eða úrræðum sem einu sinni virk­uðu. Um leið og við berum virð­ingu fyrir sög­unni er mik­il­vægt að við mótum fram­tíð­ina.“

Auglýsing
Auk þess að vera í for­ystu­sveit Sjálf­stæð­is­flokks­ins þá hefur Áslaug Arna teng­ingu inn í rekstur Morg­un­blaðs­ins. Faðir hennar Sig­ur­björn Magn­ús­son, er stjórn­ar­for­maður útgáfu­fé­lags blaðs­ins.

Þá vakti ekki síður athygli að á 90 ára afmæli Sjálf­stæð­is­flokks­ins í lok síð­asta mán­aðar ákvað Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins, að birta afmæl­is­grein í Frétta­blað­inu ekki Morg­un­blað­inu. Sú ákvörðun þótti senda skýr skila­boð um hvernig for­mað­ur­inn teldi sam­band flokks­ins við gamla mál­gagnið standa.

Sam­ræmdar árásir spuna­meist­ara

Davíð leggur út frá aðsendri grein eftir Jón Hjalta­son í Reykja­vík­ur­bréfi dags­ins, en sú grein birt­ist í vik­unni. Þar taldi höf­und­ur­inn upp allt sem Sjálf­stæð­is­flokkur dags­ins í dag væri ekki að gera en sem hann teldi að væri hin eina sanna sjálf­stæð­is­stefna. Greinin hófst á því að höf­undur sagði að nú um stundir sýnd­ist honum „sem flokks­for­yst­unni þyki helst við hæfi að hnýta í þann for­mann sem verið hefur þjóð­inni og flokknum drýgstur og best­ur. Mér stendur stuggur af ykkur því ég hefi þungar áhyggjur af flokkn­um.“ Sá for­maður sem vísað er til er Davíð Odds­son. Jón sagð­ist hafa rætt við hund­ruð félags­manna sem hugn­ist ekki ferða­lag flokks­for­yst­unnar og ætli ekki að slást í þá för.

Í nið­ur­lagi greinar Jóns sagði síð­an: „Ég velti fyrir mér hvort ekki væri far­sælla að þið færuð frá flokknum en að flokk­ur­inn fari frá ykk­ur.“

Í Reykja­vík­ur­bréf­inu í dag segir Dav­íð: „Miðað við sam­ræmdar árásir sem leyna sér ekki og spuna­meist­arar halda utan um og Jón nefnir í upp­hafi sinnar greinar er rétt að taka fram að rit­stjórar Morg­un­blaðs­ins hafa ekk­ert heyrt um stefnu eða rök­stuðn­ing þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Morg­un­blaðið er borg­ara­legt blað og þótt það lúti ekki fjar­stýr­ingum utan úr bæ frá flokkum eða ein­stak­lingum lætur að líkum að blaðið ætti oftar en ekki að geta átt góða sam­leið með flokknum ef hann er sjálfum sér sam­kvæmur og heill í fögrum fyr­ir­heitum sín­um.“

Þing­menn komu ekki í Hádeg­is­móa í kaffi og kruð­erí

Síðan rekur Davíð hvernig hann telur flokk­inn vera á villi­götum í orku­pakka­mál­inu. Fyrir hefði legið að síð­asti lands­fundur hefði lagt lín­una í þessum efnum með sam­þykkt álykt­unar sem sagði að „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafnar frekara fram­sali á yfir­ráðum yfir íslenskum orku­mark­aði til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins.“

„Nú reyna menn með einkar aumu og satt best að segja algjör­lega óboð­legu yfir­klóri, langt fyrir neðan sína virð­ingu, að láta eins og almennt hjal, sem verið hefur í almennum yfir­lýs­ingum fund­ar­ins og einskis getið við afgreiðslu þess hafi eytt fyrr­nefndri ákvörðun með göldrum,“ skrifar Dav­íð.

„Þessir klaufa­legu koll­hnísar hófust þó ekki fyrr en á loka­metr­un­um. En sjálf­stæð­is­menn töldu ekki ástæðu til að ótt­ast. Lands­fund­ar­á­kvörð­unin lá fyrir og sjálfur for­maður flokks­ins hafði í áheyrn alþjóðar úr ræðu­stól Alþingis tekið af öll tví­mæli vorið 2018 og aldrei gefið til kynna að hann myndi snú­ast í sams konar hring og hann gerði í Ices­ave forð­um, svo flokks­menn undr­uð­ust og horfðu hryggir á. Bjarni Bene­dikts­son sagði: „Hvað í ósköp­unum liggur mönnum á að kom­ast undir sam­eig­in­lega raf­orku­stofnun Evr­ópu á okkar ein­angr­aða landi með okkar eigið raf­orku­kerfi? Hvers vegna í ósköp­unum hafa menn áhuga á því að kom­ast undir boð­vald þess­ara stofn­ana? […] Eru það rök að þar sem Evr­ópu­sam­band­inu hefur þegar tek­ist að koma Íslandi undir ein­hverja sam­evr­ópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra? […] Hérna erum við með krist­al­tært dæmi um það, raf­orku­mál Íslands eru ekki inn­ri-­markaðsmál.““

Davíð segir að ári síðar hafi Bjarni hins vegar lagst þvert á sín og flokks­ins sjón­ar­mið án þess að útskýra hvað hefði hrakið hann frá fyrri afstöðu. „Allan þann tíma hafði Morg­un­blaðið ástæðu til að vera í góðri trú. Ekki einn ein­asti þing­maður hefur gert sér ferð á rit­stjórn­ar­skrif­stofur blaðs­ins þar sem þeim hefði verið tekið opnum örmum og fengið kaffi og kruð­er­í.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokum sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent