Ísfélagsfjölskyldan og KS settu 160 nýjar milljónir í Morgunblaðið í janúar

Búið er að uppfæra eigendalista útgáfufélags Morgunblaðsins á vef fjölmiðlanefndar. Þar sést hverjir lögðu félaginu til fé 200 milljón króna í hlutafjáraukningu í janúar. Tveir stórir eigendur báru hitann og þungann af henni.

Morgunblaðið
Auglýsing

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga (KS) og félög tengd Ísfé­lagi Vest­manna­eyja lögðu til 80 pró­sent þeirra 200 millj­óna króna sem settar voru inn í rekstur Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, í jan­úar síð­ast­liðn­um. Þetta kemur fram í upp­færðum eig­enda­lista á vef Fjöl­miðla­nefnd­ar.

Alls lögðu þessar tvær blokkir til 160 millj­ónir króna af 200 millj­ónum króna þegar hlutafé í Þórs­mörk ehf., eig­anda Árvak­­urs, var aukið þann 21. jan­úar síð­­ast­lið­inn, eða 80 pró­sent fjár­magns­ins.

Auglýsing
Á sama tíma var sam­­þykktum félags­­ins breytt á þann veg að stjórn þess er heim­ilt að hækka hluta­­féð um allt að 400 millj­­ónir króna til við­­bótar með útgáfu nýrra hluta. Sú heim­ild gildir til árs­loka 2019. Ekki hefur verið til­kynnt um nýt­ingu á þeirri heim­ild til fyr­ir­tækja­skráar enn sem komið er.

Frá því að nýir eig­endur tóku við Árvakri árið 2009 hafa þeir lagt félag­inu til rúm­lega 1,6 millj­arð króna. Þar af nemur fram­lagt hlutafé KS um 324 millj­ónum króna og fram­lagt hlutafé tveggja félaga sem tengj­ast Ísfé­lag­inu um 484 millj­ónum króna.

Eign­ar­hlutur Eyþórs minnkar

Kjarn­inn greindi frá því 18. apríl síð­ast­lið­inn að KS hefði verið á meðal þeirra sem lögðu Þórs­mörk til nýtt rekstr­ar­fé, í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt Íslenskar sjáv­ar­af­urð­ir, og ætti að minnsta kosti 20 pró­sent hlut í félag­inu. Það gerð­ist í kjöl­far þess að við­­tal við Þórólf Gísla­­son, kaup­­fé­lags­­stjóra, hafði birst í Morg­un­blað­inu nokkrum dögum áður þar sem hann opin­ber­aði að KS ætti um fimmt­ungs­hlut. Sam­­kvæmt skrán­ingu sem birt var á heima­­síðu fjöl­miðla­­nefndar sagði hins vegar að KS ætti í gegnum dótt­­ur­­fé­lagið Íslenskar sjá­v­­­ar­af­­urðir ehf., 15,84 pró­­sent hlut í Þór­s­­mörk.

KS lagði alls til 100 millj­ónir króna af þeim 200 millj­ónum króna sem Þórs­mörk fékk frá hlut­höfum sínum í jan­ú­ar, eða helm­ing­inn.

Aðrir sem lögðu Þórs­mörk til fé voru m.a. félög tengd Ísfé­lagi Vest­manna­eyja sem eiga enn jafn hátt hlut­fall og áður í Þórs­mörk eftir hluta­fjár­aukn­ing­una, eða tæp­lega 30 pró­sent hlut. Alls settu tvö félög, Ísfé­lagið og félagið Hlynur A, í eigu Guð­­­­bjargar Matt­h­í­a­s­dótt­­­­ur, aðal­­­­eig­anda Ísfé­lags­ins, sam­an­lagt um 60 millj­ónir króna inn í Þórs­mörk í jan­ú­ar. Þær 40 millj­ónir króna sem upp á vant­aði dreifð­ust á nokkra smærri hlut­hafa en eng­inn nýr hlut­hafi bætt­ist í hóp­inn við hluta­fjár­aukn­ing­una.  

Auglýsing
Alls tóku fimm skráðir hlut­hafar ekki þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unni og minnk­aði hlut­falls­leg eign þeirra sam­hliða henni. Á meðal þeirra var félagið Ram­ses II ehf., í eigu Eyþórs Arn­alds, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Eign­ar­hlutur Ram­ses hefur skroppið saman úr 22,87 pró­sentum í 20,05 pró­sent.  Stundin hefur und­an­farið greint frá því að Eyþór hafi keypt hlut sinn í Árvakri með 325 milljón króna kúlu­láni frá félagi í eigu Sam­herja. Þar hefur meðal ann­ars komið fram að Eyþór hafi aldrei viljað upp­lýsa um hvernig hann hafi fjár­magnað kaupin á hlutnum og sagt að við­skiptin væru trún­að­ar­mál.

Flestir minni eig­endur Þórs­merkur eru tengdir sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækj­­um.

Til­kynnt um breyt­ingar mörgum mán­uðum eftir aukn­ingu

Sam­­kvæmt lögum um fjöl­miðla á að til­­kynna fjöl­miðla­nefnd um allar eig­enda­breyt­ingar á fjöl­miðlum innan tveggja virkra daga frá því að kaup­­samn­ingur er gerð­­ur. Upp­lýs­ingar um eign­­ar­hald á Þór­s­­mörk voru upp­­­færðar á heima­síðu nefnd­ar­innar í gær, 28. maí 2019. Þar áður höfðu þær ekki verið upp­færðar frá 13. sept­em­ber 2017.

Í ljósi þess að hluta­fjár­­aukn­ing í Árvakri var skráð 21. jan­úar síð­­ast­lið­inn þá hefur var ekki farið eftir ofan­­greindum lögum um skrán­ingu á eign­­ar­haldi, enda má ekki skrá nýtt hlutafé nema að það hafi þegar verið greitt.

Árvakur er útgáfu­­­fé­lag Morg­un­­­blaðs­ins, mbl.is og útvarps­­­­­stöðv­­­­­ar­innar K100. Félagið er eina eign Þór­s­­­merk­­­ur. Árvakur hefur glímt við mik­inn halla­­­rekstur á und­an­­­förnum árum og hlut­hafar þess hafa ítrekað þurft að leggja útgáf­unni til fé.

Tap félags­­­ins á árinu 2017 var til að mynda 284 millj­­­ónir króna. Það var fimm­falt meira tap en árið 2016. Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstr­inum árið 2009 og fram til loka árs 2017 tap­aði félagið tæp­­­­lega 1,8 millj­­­­örðum króna. Árs­reikn­ingur fyrir árið 2018 hefur ekki verið birt­ur.

Eign­ar­hald Þórs­merkur nú er eft­ir­far­andi:

 • Ram­ses I­I ehf., eig­andi Eyþór Lax­dal Arn­alds, 20,05 pró­sent
 • Íslenskar sjáv­ar­af­urðir ehf.,  ­for­sv.m. Sig­ur­jón Rafns­son, 20,00 ­pró­sent
 • Hlyn­ur A ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Guð­björg Matth­í­as­dótt­ir, 16,45 ­pró­sent
 • Ísfé­lag Vest­manna­eyja hf., ­for­sv.­mað­ur­ ­Stefán Frið­riks­son, 13,43 ­pró­sent
 • Legalis s­f., ­for­sv.­mað­ur­ ­Sig­ur­björn Magn­ús­son, 12,37 ­pró­sent
 • Rammi hf., ­for­sv.­mað­ur­ Ólafur Mart­eins­son, 6,14 ­pró­sent
 • Þingey ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Að­al­steinn Ing­ólfs­son, 3,59 ­pró­sent
 • Stál­skip ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Hall­dór Krist­jáns­son, 3,08 ­pró­sent
 • Brekku­hvarf ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Ás­geir Bolli Krist­ins­son, 2,05 ­pró­sent
 • Fari ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Jón Pálma­son, 1,54 ­pró­sent
 • Hrað­frysti­húsið – Gunn­vör hf., ­for­sv.­mað­ur­ Einar Valur Krist­jáns­son, 1,30 ­pró­sent

Meira úr sama flokkiInnlent