Ísfélagsfjölskyldan og KS settu 160 nýjar milljónir í Morgunblaðið í janúar

Búið er að uppfæra eigendalista útgáfufélags Morgunblaðsins á vef fjölmiðlanefndar. Þar sést hverjir lögðu félaginu til fé 200 milljón króna í hlutafjáraukningu í janúar. Tveir stórir eigendur báru hitann og þungann af henni.

Morgunblaðið
Auglýsing

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga (KS) og félög tengd Ísfé­lagi Vest­manna­eyja lögðu til 80 pró­sent þeirra 200 millj­óna króna sem settar voru inn í rekstur Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, í jan­úar síð­ast­liðn­um. Þetta kemur fram í upp­færðum eig­enda­lista á vef Fjöl­miðla­nefnd­ar.

Alls lögðu þessar tvær blokkir til 160 millj­ónir króna af 200 millj­ónum króna þegar hlutafé í Þórs­mörk ehf., eig­anda Árvak­­urs, var aukið þann 21. jan­úar síð­­ast­lið­inn, eða 80 pró­sent fjár­magns­ins.

Auglýsing
Á sama tíma var sam­­þykktum félags­­ins breytt á þann veg að stjórn þess er heim­ilt að hækka hluta­­féð um allt að 400 millj­­ónir króna til við­­bótar með útgáfu nýrra hluta. Sú heim­ild gildir til árs­loka 2019. Ekki hefur verið til­kynnt um nýt­ingu á þeirri heim­ild til fyr­ir­tækja­skráar enn sem komið er.

Frá því að nýir eig­endur tóku við Árvakri árið 2009 hafa þeir lagt félag­inu til rúm­lega 1,6 millj­arð króna. Þar af nemur fram­lagt hlutafé KS um 324 millj­ónum króna og fram­lagt hlutafé tveggja félaga sem tengj­ast Ísfé­lag­inu um 484 millj­ónum króna.

Eign­ar­hlutur Eyþórs minnkar

Kjarn­inn greindi frá því 18. apríl síð­ast­lið­inn að KS hefði verið á meðal þeirra sem lögðu Þórs­mörk til nýtt rekstr­ar­fé, í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt Íslenskar sjáv­ar­af­urð­ir, og ætti að minnsta kosti 20 pró­sent hlut í félag­inu. Það gerð­ist í kjöl­far þess að við­­tal við Þórólf Gísla­­son, kaup­­fé­lags­­stjóra, hafði birst í Morg­un­blað­inu nokkrum dögum áður þar sem hann opin­ber­aði að KS ætti um fimmt­ungs­hlut. Sam­­kvæmt skrán­ingu sem birt var á heima­­síðu fjöl­miðla­­nefndar sagði hins vegar að KS ætti í gegnum dótt­­ur­­fé­lagið Íslenskar sjá­v­­­ar­af­­urðir ehf., 15,84 pró­­sent hlut í Þór­s­­mörk.

KS lagði alls til 100 millj­ónir króna af þeim 200 millj­ónum króna sem Þórs­mörk fékk frá hlut­höfum sínum í jan­ú­ar, eða helm­ing­inn.

Aðrir sem lögðu Þórs­mörk til fé voru m.a. félög tengd Ísfé­lagi Vest­manna­eyja sem eiga enn jafn hátt hlut­fall og áður í Þórs­mörk eftir hluta­fjár­aukn­ing­una, eða tæp­lega 30 pró­sent hlut. Alls settu tvö félög, Ísfé­lagið og félagið Hlynur A, í eigu Guð­­­­bjargar Matt­h­í­a­s­dótt­­­­ur, aðal­­­­eig­anda Ísfé­lags­ins, sam­an­lagt um 60 millj­ónir króna inn í Þórs­mörk í jan­ú­ar. Þær 40 millj­ónir króna sem upp á vant­aði dreifð­ust á nokkra smærri hlut­hafa en eng­inn nýr hlut­hafi bætt­ist í hóp­inn við hluta­fjár­aukn­ing­una.  

Auglýsing
Alls tóku fimm skráðir hlut­hafar ekki þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unni og minnk­aði hlut­falls­leg eign þeirra sam­hliða henni. Á meðal þeirra var félagið Ram­ses II ehf., í eigu Eyþórs Arn­alds, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Eign­ar­hlutur Ram­ses hefur skroppið saman úr 22,87 pró­sentum í 20,05 pró­sent.  Stundin hefur und­an­farið greint frá því að Eyþór hafi keypt hlut sinn í Árvakri með 325 milljón króna kúlu­láni frá félagi í eigu Sam­herja. Þar hefur meðal ann­ars komið fram að Eyþór hafi aldrei viljað upp­lýsa um hvernig hann hafi fjár­magnað kaupin á hlutnum og sagt að við­skiptin væru trún­að­ar­mál.

Flestir minni eig­endur Þórs­merkur eru tengdir sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækj­­um.

Til­kynnt um breyt­ingar mörgum mán­uðum eftir aukn­ingu

Sam­­kvæmt lögum um fjöl­miðla á að til­­kynna fjöl­miðla­nefnd um allar eig­enda­breyt­ingar á fjöl­miðlum innan tveggja virkra daga frá því að kaup­­samn­ingur er gerð­­ur. Upp­lýs­ingar um eign­­ar­hald á Þór­s­­mörk voru upp­­­færðar á heima­síðu nefnd­ar­innar í gær, 28. maí 2019. Þar áður höfðu þær ekki verið upp­færðar frá 13. sept­em­ber 2017.

Í ljósi þess að hluta­fjár­­aukn­ing í Árvakri var skráð 21. jan­úar síð­­ast­lið­inn þá hefur var ekki farið eftir ofan­­greindum lögum um skrán­ingu á eign­­ar­haldi, enda má ekki skrá nýtt hlutafé nema að það hafi þegar verið greitt.

Árvakur er útgáfu­­­fé­lag Morg­un­­­blaðs­ins, mbl.is og útvarps­­­­­stöðv­­­­­ar­innar K100. Félagið er eina eign Þór­s­­­merk­­­ur. Árvakur hefur glímt við mik­inn halla­­­rekstur á und­an­­­förnum árum og hlut­hafar þess hafa ítrekað þurft að leggja útgáf­unni til fé.

Tap félags­­­ins á árinu 2017 var til að mynda 284 millj­­­ónir króna. Það var fimm­falt meira tap en árið 2016. Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstr­inum árið 2009 og fram til loka árs 2017 tap­aði félagið tæp­­­­lega 1,8 millj­­­­örðum króna. Árs­reikn­ingur fyrir árið 2018 hefur ekki verið birt­ur.

Eign­ar­hald Þórs­merkur nú er eft­ir­far­andi:

 • Ram­ses I­I ehf., eig­andi Eyþór Lax­dal Arn­alds, 20,05 pró­sent
 • Íslenskar sjáv­ar­af­urðir ehf.,  ­for­sv.m. Sig­ur­jón Rafns­son, 20,00 ­pró­sent
 • Hlyn­ur A ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Guð­björg Matth­í­as­dótt­ir, 16,45 ­pró­sent
 • Ísfé­lag Vest­manna­eyja hf., ­for­sv.­mað­ur­ ­Stefán Frið­riks­son, 13,43 ­pró­sent
 • Legalis s­f., ­for­sv.­mað­ur­ ­Sig­ur­björn Magn­ús­son, 12,37 ­pró­sent
 • Rammi hf., ­for­sv.­mað­ur­ Ólafur Mart­eins­son, 6,14 ­pró­sent
 • Þingey ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Að­al­steinn Ing­ólfs­son, 3,59 ­pró­sent
 • Stál­skip ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Hall­dór Krist­jáns­son, 3,08 ­pró­sent
 • Brekku­hvarf ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Ás­geir Bolli Krist­ins­son, 2,05 ­pró­sent
 • Fari ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Jón Pálma­son, 1,54 ­pró­sent
 • Hrað­frysti­húsið – Gunn­vör hf., ­for­sv.­mað­ur­ Einar Valur Krist­jáns­son, 1,30 ­pró­sent

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent