Halldór Blöndal segir bréfaskriftir Davíðs lýsa sálarástandinu hans

Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir Reykjavíkurbréf Davíðs Oddssonar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Halldór segir að verst þykir honum fullyrðingar Davíðs um þriðja orkupakkinn sem hann segir að ekki sé fótur fyrir

Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna.
Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna.
Auglýsing

Hall­dór Blön­dal, fyrr­ver­and­i al­þing­is­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins og ráð­herra, skrifar til Dav­íðs Odds­son­ar, ­rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. Þar gagn­rýnir hann Reykja­vík­ur­bréf rit­stjór­ans frá því í síð­ustu viku en í bréf­inu fer Davíð hörðum orðum um Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hall­dór bendir á að bréfa­skrift­ir ­geti verið hættu­legar þar sem þær lýsa því í hvaða sál­ar­á­stand­i ­maður er þá ­stund­ina.

Í bréf­inu segir Hall­dór að verst þykir honum að Davíð hafi haldið því fram í bréf­inu að í þriðja orku­pakk­anum felist fram­sal á yfir­ráðum yfir íslenskum orku­mark­aði til­ ­stofn­anna ­Evr­ópu­sam­bands­ins. Hall­dór segir að ekki sé fótur fyrir þess­ari full­yrð­ingu og raun sé það athygl­is­vert að Davíð skuli setja það fram þar sem sam­þykkt EES-­samn­ings­ins hér á landi væri Davíð að þakka. 

Gagn­rýndi fram­göngu flokks­ins í orku­pakka­mál­inu

Í ­síð­ustu viku gagn­rýndi Davíð for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins harka­lega í Reykja­vík­ur­bréfi. Í bréf­inu fjall­aði hann meðal ann­ars um meinta fjar­lægð flokks­ins frá kjós­­endum sínum og hvernig flokk­ur­inn væri á villi­götum þegar að kemur að þriðja orku­pakk­an­um. 

Hall­dór svarar bréfi Dav­íðs í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag sem ber yfir­skrift­ina „Orð til Dav­íðs Odds­son­ar“. Í bréf­inu segir Hall­dór að margir hafi saknað þess að sjá ekki Davíð og Þor­steinn Páls­son, fyrrum for­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á 90 ára afmæli flokks­ins í Val­höll í maí síð­ast­liðn­um. Hall­dór segir afmæl­is­há­tíð­ina hafa verið vel­heppn­aða og að hann hafi fundið það glöggt að á meðal sjálf­stæð­is­manna sé mikil ánægja yfir stöðu þjóð­mála og for­ystu flokks­ins. 

„Þrátt fyrir gjald­þrot Wow-a­ir og hrun loðnu­stofns­ins er svig­rúm til að bæta lífs­kjör og lækka skatta. Menn taka eftir því að það er traust milli for­manna stjórn­ar­flokk­anna, sér­stak­lega Katrínar Jak­obs­dóttur og Bjarna Bene­dikts­son­ar, og skilja af reynsl­unni að það er for­sendan fyrir því, að áfram megi vel takast um stjórn þjóð­mála. Saman fer sterk staða þjóð­ar­bús­ins, meiri kaup­máttur og jafn­vægi í efna­hags­mál­u­m,“ segir Halldór. 

Auglýsing

Bréfa­skriftir geti verið hættu­legar

Í grein­inni fjallar Hall­dór jafn­framt um Reykja­vík­ur­bréf Dav­íðs og bendir hann á að bréfa­skrift­ir ­geti komið upp um mann. „Bréfa­skriftir geta verið hættu­legar af því þær koma upp um mann, - lýsa því í hvaða sál­ar­á­standi maður er þá stund­ina. Og auð­vitað hefnir það sín, ef illa liggur á manni, - þá miklar maður hlut­ina fyrir sér og freist­ast til að fara ekki rétt með,“ segir Hall­dór. Hann segir að ó­gæti­legt hafi verið hjá Davíð að gera orð Jón Hjalta­sonar að sínum en hann segir að það hefði ekki gerst ef betur hefði legið á Dav­íð. 

Hall­dór segir að mikið af rang­færslum og ósann­ind­um ­megi finna í grein Jóns sem Davíð leggur út frá í bréf­inu. Þar á meðal að for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefði ráðið Már Guð­munds­son sem seðla­banka­stjóra tvisvar. Hann segir að hið rétta sé að Már hafi verið ráð­inn í júlí 2009 en þá var vinstri stjórn í land­in­u. 

„Már var síðan end­ur­ráð­inn eftir aug­lýs­ingu 2014 og skip­aði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra í stöð­una. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son var þá for­sæt­is­ráð­herra og hafði um það að segja. Rétt er að rifja upp, að hann var for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í byrjun árs 2009 þegar allur þing­flokkur þess flokks greiddi atkvæði með því að breyta lögum um Seðla­bank­ann til þess að losna við þá seðla­banka­stjóra sem þá voru. Einn þeirra varst þú, Davíð Odds­son,“ bendir Hall­dór á. 

Þjóðin á Davíð að þakka að samn­ingar tók­ust um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið 

Að lokum segir Hall­dór að athygl­is­vert sé að Davíð hafi sett fram þá full­yrð­ingu að í þriðji orku­pakk­anum felist fram­sal á yfir­ráðum yfir íslenskum orku­mark­aði. „Marg­t ­fellur mér illa í þessu þínu síð­asta Reykja­vík­ur­bréfi en verst þó, að þú skulir halda því fram að í þriðja orku­pakk­anum felist fram­sal á yfir­ráðum yfir íslenskum orku­mark­aði til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins. Það er ekki fótur fyrir þess­ari full­yrð­ingu. Og það er raunar athygl­is­vert, að þú skulir setja hana fram.“

Hall­dór segir að í raun eigi þjóðin Davíð að þakka að samn­ingar tók­ust um Evr­ópska efna­hags­svæði og að það hafi verið Davíð sem sann­færði hann og aðra um, að sá samn­ingur rúm­að­ist innan ákvæða stjórn­ar­skrár­inn­ar. Sömu­leiðis fyrsti og annar orku­pakk­inn. „Þar vannstu gott verk og þarft. Mér liggur meira á hjarta en það verður að bíða næstu greinar sem birt­ist innan fárra daga ef guð lof­ar,“ segir Hall­dór að lok­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent