Halldór Blöndal segir bréfaskriftir Davíðs lýsa sálarástandinu hans

Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir Reykjavíkurbréf Davíðs Oddssonar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Halldór segir að verst þykir honum fullyrðingar Davíðs um þriðja orkupakkinn sem hann segir að ekki sé fótur fyrir

Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna.
Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna.
Auglýsing

Hall­dór Blön­dal, fyrr­ver­and­i al­þing­is­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins og ráð­herra, skrifar til Dav­íðs Odds­son­ar, ­rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. Þar gagn­rýnir hann Reykja­vík­ur­bréf rit­stjór­ans frá því í síð­ustu viku en í bréf­inu fer Davíð hörðum orðum um Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hall­dór bendir á að bréfa­skrift­ir ­geti verið hættu­legar þar sem þær lýsa því í hvaða sál­ar­á­stand­i ­maður er þá ­stund­ina.

Í bréf­inu segir Hall­dór að verst þykir honum að Davíð hafi haldið því fram í bréf­inu að í þriðja orku­pakk­anum felist fram­sal á yfir­ráðum yfir íslenskum orku­mark­aði til­ ­stofn­anna ­Evr­ópu­sam­bands­ins. Hall­dór segir að ekki sé fótur fyrir þess­ari full­yrð­ingu og raun sé það athygl­is­vert að Davíð skuli setja það fram þar sem sam­þykkt EES-­samn­ings­ins hér á landi væri Davíð að þakka. 

Gagn­rýndi fram­göngu flokks­ins í orku­pakka­mál­inu

Í ­síð­ustu viku gagn­rýndi Davíð for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins harka­lega í Reykja­vík­ur­bréfi. Í bréf­inu fjall­aði hann meðal ann­ars um meinta fjar­lægð flokks­ins frá kjós­­endum sínum og hvernig flokk­ur­inn væri á villi­götum þegar að kemur að þriðja orku­pakk­an­um. 

Hall­dór svarar bréfi Dav­íðs í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag sem ber yfir­skrift­ina „Orð til Dav­íðs Odds­son­ar“. Í bréf­inu segir Hall­dór að margir hafi saknað þess að sjá ekki Davíð og Þor­steinn Páls­son, fyrrum for­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á 90 ára afmæli flokks­ins í Val­höll í maí síð­ast­liðn­um. Hall­dór segir afmæl­is­há­tíð­ina hafa verið vel­heppn­aða og að hann hafi fundið það glöggt að á meðal sjálf­stæð­is­manna sé mikil ánægja yfir stöðu þjóð­mála og for­ystu flokks­ins. 

„Þrátt fyrir gjald­þrot Wow-a­ir og hrun loðnu­stofns­ins er svig­rúm til að bæta lífs­kjör og lækka skatta. Menn taka eftir því að það er traust milli for­manna stjórn­ar­flokk­anna, sér­stak­lega Katrínar Jak­obs­dóttur og Bjarna Bene­dikts­son­ar, og skilja af reynsl­unni að það er for­sendan fyrir því, að áfram megi vel takast um stjórn þjóð­mála. Saman fer sterk staða þjóð­ar­bús­ins, meiri kaup­máttur og jafn­vægi í efna­hags­mál­u­m,“ segir Halldór. 

Auglýsing

Bréfa­skriftir geti verið hættu­legar

Í grein­inni fjallar Hall­dór jafn­framt um Reykja­vík­ur­bréf Dav­íðs og bendir hann á að bréfa­skrift­ir ­geti komið upp um mann. „Bréfa­skriftir geta verið hættu­legar af því þær koma upp um mann, - lýsa því í hvaða sál­ar­á­standi maður er þá stund­ina. Og auð­vitað hefnir það sín, ef illa liggur á manni, - þá miklar maður hlut­ina fyrir sér og freist­ast til að fara ekki rétt með,“ segir Hall­dór. Hann segir að ó­gæti­legt hafi verið hjá Davíð að gera orð Jón Hjalta­sonar að sínum en hann segir að það hefði ekki gerst ef betur hefði legið á Dav­íð. 

Hall­dór segir að mikið af rang­færslum og ósann­ind­um ­megi finna í grein Jóns sem Davíð leggur út frá í bréf­inu. Þar á meðal að for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefði ráðið Már Guð­munds­son sem seðla­banka­stjóra tvisvar. Hann segir að hið rétta sé að Már hafi verið ráð­inn í júlí 2009 en þá var vinstri stjórn í land­in­u. 

„Már var síðan end­ur­ráð­inn eftir aug­lýs­ingu 2014 og skip­aði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra í stöð­una. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son var þá for­sæt­is­ráð­herra og hafði um það að segja. Rétt er að rifja upp, að hann var for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í byrjun árs 2009 þegar allur þing­flokkur þess flokks greiddi atkvæði með því að breyta lögum um Seðla­bank­ann til þess að losna við þá seðla­banka­stjóra sem þá voru. Einn þeirra varst þú, Davíð Odds­son,“ bendir Hall­dór á. 

Þjóðin á Davíð að þakka að samn­ingar tók­ust um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið 

Að lokum segir Hall­dór að athygl­is­vert sé að Davíð hafi sett fram þá full­yrð­ingu að í þriðji orku­pakk­anum felist fram­sal á yfir­ráðum yfir íslenskum orku­mark­aði. „Marg­t ­fellur mér illa í þessu þínu síð­asta Reykja­vík­ur­bréfi en verst þó, að þú skulir halda því fram að í þriðja orku­pakk­anum felist fram­sal á yfir­ráðum yfir íslenskum orku­mark­aði til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins. Það er ekki fótur fyrir þess­ari full­yrð­ingu. Og það er raunar athygl­is­vert, að þú skulir setja hana fram.“

Hall­dór segir að í raun eigi þjóðin Davíð að þakka að samn­ingar tók­ust um Evr­ópska efna­hags­svæði og að það hafi verið Davíð sem sann­færði hann og aðra um, að sá samn­ingur rúm­að­ist innan ákvæða stjórn­ar­skrár­inn­ar. Sömu­leiðis fyrsti og annar orku­pakk­inn. „Þar vannstu gott verk og þarft. Mér liggur meira á hjarta en það verður að bíða næstu greinar sem birt­ist innan fárra daga ef guð lof­ar,“ segir Hall­dór að lok­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson.
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Þrettán norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar. Verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent