Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.

Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

„Við höfum verið að stór­auka lífs­kjör þeirra sem eru neðst í launa­stig­an­um,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Silfr­inu á RÚV í morg­un. Hann hefur hug á því að halda áfram að leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn enda geti hann ekki ímyndað sér neitt merki­legra og skemmti­legra en að móta fram­tíð lands og þjóð­ar.

Bjarni sagði núver­andi verk­föll og þau sem eru yfir­vof­andi mikið áhyggju­efni. „Ég hefði ekki spáð því fyrir níu ­mán­uðum síðan að við værum í þess­ari stöðu. Lífs­kjara­samn­ing­arnir slógu tón sem ég batt mjög miklar vonir við að myndu smit­ast út í allar samn­inga­við­ræður í fram­hald­inu. Það kemur mér veru­lega mikið á óvart að við­ræður sem ganga út frá­ því að það merki sem lífs­kjara­samn­ing­arnir settu út í vinnu­mark­aðsum­hverf­ið skuli ekki hafa dugað til að leiða til nið­ur­stöð­u.“

Bjarni nefndi að ríkið hefði náð miklum árangri í þeim kjara­við­ræðum sem átt hafa sér stað, t.d. hvað varðar kerf­is­breyt­ingu á vakta­fyr­ir­komu­lagi og stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. „Jafn­vel þótt að ekk­ert ann­að ­gerð­ist en menn skrifi undir það sem ríkið hefur lagt á borðið í dag myndum við ­samt sem áður sjá algjöra tíma­móta­samn­inga.“

Auglýsing

Nám metið til fjár

Egill Helga­son, stjórn­andi Silf­urs­ins, sagði að deil­urn­ar snér­ust mikið um lág­launa­fólk og lág­launa­konur og að fara þyrfti í sér­stakar að­gerðir fyrir þá hópa.

„Við höfum verið að stór­auka lífs­kjör þeirra sem eru neðst í launa­stig­an­um,“ sagði Bjarni og tók m.a. dæmi af skatt­kerf­is­breyt­ingum og breyt­ingum á barna­bóta- og fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­inu. „En það eru ákveðin lög­mál ­sem er ekki hægt að horfa fram hjá. Það eru stéttir sem eru rétt fyrir ofan þá ­sem eru á lægstu laun­unum sem munu alltaf spyrja sig: Var það þess virði að fara í fimm ára háskóla­nám? Varð það þess virði að taka náms­lán?“

Hann sagði það háværa kröfu BHM síð­ustu ár að menntun sé ­metin til launa. „Þannig að það er ekki hægt að nálg­ast þessa umræðu þannig að það sé bara einn tónn, ein rödd sem að heyr­ist sem að það verði bara að hækk­a ­laun þeirra sem eru neðst í launa­stig­an­um. Nei, við erum með miklu flókn­ara ­kerf­i.“

Lífs­kjör eldri borg­ara og lág­launa­fólks batnað mest

Spurður hvort að ríkið hafi gengið að undan með vond­u ­for­dæmi svar­aði Bjarni að „allt þetta tal um þróun launa þeirra sem heyra und­ir­ kjara­ráð og aðrar launa­breyt­ingar á opin­bera mark­aðn­um, það reyndi á það við ­gerð lífs­kjara­samn­ings­ins. Og þrátt fyrir allt þá tók­ust þar samn­ing­ar. Við verðum auð­vitað líka að skoða hlut­ina í stærra sam­hengi. Hvernig hefur geng­ið að auka kaup­mátt á Ísland­i?“

Hann segir að „eitt það merki­leg­asta“ sem gerst hefði í þessum málum á und­an­förnum árum væri það að ríkið hefði „opnað bæk­urn­ar“ og ­gert vef­inn tekju­sag­an.is, „þar sem við ein­fald­lega flettum hul­unni af því hvernig kjör hafa þró­ast á Íslandi frá árinu 1991.[...] Vef­ur­inn dregur það fram að okkur hefur tek­ist stór­kost­lega að bæta lífs­kjörin á Íslandi og einna best við þá hópa sem helst eru í umræð­unni í dag; eldri borg­ara og þá sem eru neðst í launa­stig­an­um.“

Eitt lengsta hag­vaxt­ar­skeið sög­unnar

Bjarni var einnig spurður út í horfur í efna­hags­málum og sagði mik­il­vægt að hafa í huga að við stöndum núna á vissan hátt á kross­göt­u­m. „Við erum að ljúka ein­hverju lengsta, sam­fellda hag­vaxt­ar­skeið­i Ís­lands­sög­unn­ar. Við höfum notið góðs af því með vax­andi kaup­mætti á und­an­förnum árum, við höfum verið að skila því í út í betri laun. Fólk hef­ur það almennt miklu betra heldur en fyrir upp­gangs­tím­ann.“

Rík­is­sjóður hefur styrkt stöðu sína, fyr­ir­tækin og heim­il­in ­sömu­leið­is. Nú hægi aðeins á en áfram verður sótt fram. „Við erum á mög góð­u­m ­stað og höfum búið í hag­inn fyrir erf­ið­ari tíma.“

Blóð, sviti og tár

Haustið 2021 mun núver­andi rík­is­stjórn hafa setið í fjög­ur ár. Rætt hefur verið um hvort að kosn­ingum verði flýtt til vors­ins þar sem hefð er fyrir þing­kosn­ingum þá. Bjarni sagði að engin nið­ur­staða væri komin í það enn­þá. „Ef ég á að segja hug minn allan þá segi ég; það kostar blóð, svita og tár að kom­ast til valda. Af  hverju í ó­sköp­unum ætti maður að gefa það frá sér hálfu ári áður en að lög segja til­ um?“

Spurður hvort að hann ætl­aði sér að halda áfram að leiða ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn svar­aði Bjarni að sér liði þannig að hann sé ekki búinn og að hann hafi stuðn­ing. „Mig langar til að halda áfram, hvað getur verið meira ­spenn­andi í líf­inu en að fást við það að móta fram­tíð lands og þjóðar og ver­a að leggja á borðið til­lög­ur? Ég get ekki séð neitt annað sem gæti ver­ið ­merki­legra og skemmti­legra að ger­a.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent