Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.

Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

„Við höfum verið að stór­auka lífs­kjör þeirra sem eru neðst í launa­stig­an­um,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Silfr­inu á RÚV í morg­un. Hann hefur hug á því að halda áfram að leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn enda geti hann ekki ímyndað sér neitt merki­legra og skemmti­legra en að móta fram­tíð lands og þjóð­ar.

Bjarni sagði núver­andi verk­föll og þau sem eru yfir­vof­andi mikið áhyggju­efni. „Ég hefði ekki spáð því fyrir níu ­mán­uðum síðan að við værum í þess­ari stöðu. Lífs­kjara­samn­ing­arnir slógu tón sem ég batt mjög miklar vonir við að myndu smit­ast út í allar samn­inga­við­ræður í fram­hald­inu. Það kemur mér veru­lega mikið á óvart að við­ræður sem ganga út frá­ því að það merki sem lífs­kjara­samn­ing­arnir settu út í vinnu­mark­aðsum­hverf­ið skuli ekki hafa dugað til að leiða til nið­ur­stöð­u.“

Bjarni nefndi að ríkið hefði náð miklum árangri í þeim kjara­við­ræðum sem átt hafa sér stað, t.d. hvað varðar kerf­is­breyt­ingu á vakta­fyr­ir­komu­lagi og stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. „Jafn­vel þótt að ekk­ert ann­að ­gerð­ist en menn skrifi undir það sem ríkið hefur lagt á borðið í dag myndum við ­samt sem áður sjá algjöra tíma­móta­samn­inga.“

Auglýsing

Nám metið til fjár

Egill Helga­son, stjórn­andi Silf­urs­ins, sagði að deil­urn­ar snér­ust mikið um lág­launa­fólk og lág­launa­konur og að fara þyrfti í sér­stakar að­gerðir fyrir þá hópa.

„Við höfum verið að stór­auka lífs­kjör þeirra sem eru neðst í launa­stig­an­um,“ sagði Bjarni og tók m.a. dæmi af skatt­kerf­is­breyt­ingum og breyt­ingum á barna­bóta- og fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­inu. „En það eru ákveðin lög­mál ­sem er ekki hægt að horfa fram hjá. Það eru stéttir sem eru rétt fyrir ofan þá ­sem eru á lægstu laun­unum sem munu alltaf spyrja sig: Var það þess virði að fara í fimm ára háskóla­nám? Varð það þess virði að taka náms­lán?“

Hann sagði það háværa kröfu BHM síð­ustu ár að menntun sé ­metin til launa. „Þannig að það er ekki hægt að nálg­ast þessa umræðu þannig að það sé bara einn tónn, ein rödd sem að heyr­ist sem að það verði bara að hækk­a ­laun þeirra sem eru neðst í launa­stig­an­um. Nei, við erum með miklu flókn­ara ­kerf­i.“

Lífs­kjör eldri borg­ara og lág­launa­fólks batnað mest

Spurður hvort að ríkið hafi gengið að undan með vond­u ­for­dæmi svar­aði Bjarni að „allt þetta tal um þróun launa þeirra sem heyra und­ir­ kjara­ráð og aðrar launa­breyt­ingar á opin­bera mark­aðn­um, það reyndi á það við ­gerð lífs­kjara­samn­ings­ins. Og þrátt fyrir allt þá tók­ust þar samn­ing­ar. Við verðum auð­vitað líka að skoða hlut­ina í stærra sam­hengi. Hvernig hefur geng­ið að auka kaup­mátt á Ísland­i?“

Hann segir að „eitt það merki­leg­asta“ sem gerst hefði í þessum málum á und­an­förnum árum væri það að ríkið hefði „opnað bæk­urn­ar“ og ­gert vef­inn tekju­sag­an.is, „þar sem við ein­fald­lega flettum hul­unni af því hvernig kjör hafa þró­ast á Íslandi frá árinu 1991.[...] Vef­ur­inn dregur það fram að okkur hefur tek­ist stór­kost­lega að bæta lífs­kjörin á Íslandi og einna best við þá hópa sem helst eru í umræð­unni í dag; eldri borg­ara og þá sem eru neðst í launa­stig­an­um.“

Eitt lengsta hag­vaxt­ar­skeið sög­unnar

Bjarni var einnig spurður út í horfur í efna­hags­málum og sagði mik­il­vægt að hafa í huga að við stöndum núna á vissan hátt á kross­göt­u­m. „Við erum að ljúka ein­hverju lengsta, sam­fellda hag­vaxt­ar­skeið­i Ís­lands­sög­unn­ar. Við höfum notið góðs af því með vax­andi kaup­mætti á und­an­förnum árum, við höfum verið að skila því í út í betri laun. Fólk hef­ur það almennt miklu betra heldur en fyrir upp­gangs­tím­ann.“

Rík­is­sjóður hefur styrkt stöðu sína, fyr­ir­tækin og heim­il­in ­sömu­leið­is. Nú hægi aðeins á en áfram verður sótt fram. „Við erum á mög góð­u­m ­stað og höfum búið í hag­inn fyrir erf­ið­ari tíma.“

Blóð, sviti og tár

Haustið 2021 mun núver­andi rík­is­stjórn hafa setið í fjög­ur ár. Rætt hefur verið um hvort að kosn­ingum verði flýtt til vors­ins þar sem hefð er fyrir þing­kosn­ingum þá. Bjarni sagði að engin nið­ur­staða væri komin í það enn­þá. „Ef ég á að segja hug minn allan þá segi ég; það kostar blóð, svita og tár að kom­ast til valda. Af  hverju í ó­sköp­unum ætti maður að gefa það frá sér hálfu ári áður en að lög segja til­ um?“

Spurður hvort að hann ætl­aði sér að halda áfram að leiða ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn svar­aði Bjarni að sér liði þannig að hann sé ekki búinn og að hann hafi stuðn­ing. „Mig langar til að halda áfram, hvað getur verið meira ­spenn­andi í líf­inu en að fást við það að móta fram­tíð lands og þjóðar og ver­a að leggja á borðið til­lög­ur? Ég get ekki séð neitt annað sem gæti ver­ið ­merki­legra og skemmti­legra að ger­a.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent