Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.

Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

„Við höfum verið að stór­auka lífs­kjör þeirra sem eru neðst í launa­stig­an­um,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Silfr­inu á RÚV í morg­un. Hann hefur hug á því að halda áfram að leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn enda geti hann ekki ímyndað sér neitt merki­legra og skemmti­legra en að móta fram­tíð lands og þjóð­ar.

Bjarni sagði núver­andi verk­föll og þau sem eru yfir­vof­andi mikið áhyggju­efni. „Ég hefði ekki spáð því fyrir níu ­mán­uðum síðan að við værum í þess­ari stöðu. Lífs­kjara­samn­ing­arnir slógu tón sem ég batt mjög miklar vonir við að myndu smit­ast út í allar samn­inga­við­ræður í fram­hald­inu. Það kemur mér veru­lega mikið á óvart að við­ræður sem ganga út frá­ því að það merki sem lífs­kjara­samn­ing­arnir settu út í vinnu­mark­aðsum­hverf­ið skuli ekki hafa dugað til að leiða til nið­ur­stöð­u.“

Bjarni nefndi að ríkið hefði náð miklum árangri í þeim kjara­við­ræðum sem átt hafa sér stað, t.d. hvað varðar kerf­is­breyt­ingu á vakta­fyr­ir­komu­lagi og stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. „Jafn­vel þótt að ekk­ert ann­að ­gerð­ist en menn skrifi undir það sem ríkið hefur lagt á borðið í dag myndum við ­samt sem áður sjá algjöra tíma­móta­samn­inga.“

Auglýsing

Nám metið til fjár

Egill Helga­son, stjórn­andi Silf­urs­ins, sagði að deil­urn­ar snér­ust mikið um lág­launa­fólk og lág­launa­konur og að fara þyrfti í sér­stakar að­gerðir fyrir þá hópa.

„Við höfum verið að stór­auka lífs­kjör þeirra sem eru neðst í launa­stig­an­um,“ sagði Bjarni og tók m.a. dæmi af skatt­kerf­is­breyt­ingum og breyt­ingum á barna­bóta- og fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­inu. „En það eru ákveðin lög­mál ­sem er ekki hægt að horfa fram hjá. Það eru stéttir sem eru rétt fyrir ofan þá ­sem eru á lægstu laun­unum sem munu alltaf spyrja sig: Var það þess virði að fara í fimm ára háskóla­nám? Varð það þess virði að taka náms­lán?“

Hann sagði það háværa kröfu BHM síð­ustu ár að menntun sé ­metin til launa. „Þannig að það er ekki hægt að nálg­ast þessa umræðu þannig að það sé bara einn tónn, ein rödd sem að heyr­ist sem að það verði bara að hækk­a ­laun þeirra sem eru neðst í launa­stig­an­um. Nei, við erum með miklu flókn­ara ­kerf­i.“

Lífs­kjör eldri borg­ara og lág­launa­fólks batnað mest

Spurður hvort að ríkið hafi gengið að undan með vond­u ­for­dæmi svar­aði Bjarni að „allt þetta tal um þróun launa þeirra sem heyra und­ir­ kjara­ráð og aðrar launa­breyt­ingar á opin­bera mark­aðn­um, það reyndi á það við ­gerð lífs­kjara­samn­ings­ins. Og þrátt fyrir allt þá tók­ust þar samn­ing­ar. Við verðum auð­vitað líka að skoða hlut­ina í stærra sam­hengi. Hvernig hefur geng­ið að auka kaup­mátt á Ísland­i?“

Hann segir að „eitt það merki­leg­asta“ sem gerst hefði í þessum málum á und­an­förnum árum væri það að ríkið hefði „opnað bæk­urn­ar“ og ­gert vef­inn tekju­sag­an.is, „þar sem við ein­fald­lega flettum hul­unni af því hvernig kjör hafa þró­ast á Íslandi frá árinu 1991.[...] Vef­ur­inn dregur það fram að okkur hefur tek­ist stór­kost­lega að bæta lífs­kjörin á Íslandi og einna best við þá hópa sem helst eru í umræð­unni í dag; eldri borg­ara og þá sem eru neðst í launa­stig­an­um.“

Eitt lengsta hag­vaxt­ar­skeið sög­unnar

Bjarni var einnig spurður út í horfur í efna­hags­málum og sagði mik­il­vægt að hafa í huga að við stöndum núna á vissan hátt á kross­göt­u­m. „Við erum að ljúka ein­hverju lengsta, sam­fellda hag­vaxt­ar­skeið­i Ís­lands­sög­unn­ar. Við höfum notið góðs af því með vax­andi kaup­mætti á und­an­förnum árum, við höfum verið að skila því í út í betri laun. Fólk hef­ur það almennt miklu betra heldur en fyrir upp­gangs­tím­ann.“

Rík­is­sjóður hefur styrkt stöðu sína, fyr­ir­tækin og heim­il­in ­sömu­leið­is. Nú hægi aðeins á en áfram verður sótt fram. „Við erum á mög góð­u­m ­stað og höfum búið í hag­inn fyrir erf­ið­ari tíma.“

Blóð, sviti og tár

Haustið 2021 mun núver­andi rík­is­stjórn hafa setið í fjög­ur ár. Rætt hefur verið um hvort að kosn­ingum verði flýtt til vors­ins þar sem hefð er fyrir þing­kosn­ingum þá. Bjarni sagði að engin nið­ur­staða væri komin í það enn­þá. „Ef ég á að segja hug minn allan þá segi ég; það kostar blóð, svita og tár að kom­ast til valda. Af  hverju í ó­sköp­unum ætti maður að gefa það frá sér hálfu ári áður en að lög segja til­ um?“

Spurður hvort að hann ætl­aði sér að halda áfram að leiða ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn svar­aði Bjarni að sér liði þannig að hann sé ekki búinn og að hann hafi stuðn­ing. „Mig langar til að halda áfram, hvað getur verið meira ­spenn­andi í líf­inu en að fást við það að móta fram­tíð lands og þjóðar og ver­a að leggja á borðið til­lög­ur? Ég get ekki séð neitt annað sem gæti ver­ið ­merki­legra og skemmti­legra að ger­a.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent