Óttinn við Rússa

Svíar ætla að auka framlög sín til varnarmála um marga milljarða króna á næstu árum. Ástæðan er síaukið hernaðarbrölt Rússa sem Svíum stendur stuggur af. Jafnframt stefna Svíar að auknu varnarsamstarfi við aðrar þjóðir, ekki síst Dani og Norðmenn.

Sænskur hermaður við æfingar í Boden.
Sænskur hermaður við æfingar í Boden.
Auglýsing

Árið 2017, eftir margra ára nið­ur­skurð í fjár­veit­ingum til­ varn­ar­mála, ákvað sænska rík­is­stjórnin að snúa við blað­inu. Þá hafði skyndi­lega runnið upp fyrir sænskum stjórn­mála­mönnum að stór­felldur nið­ur­skurður um lang­t ára­bil hafði gert sænska her­inn að „hálf­gerðum sýnd­ar­her“ eins og einn sænskur ­stjórn­mála­maður komst að orði. Reyndar höfðu margir sér­fræð­ingar á svið­i hern­aðar árum saman reynt að vekja athygli stjórn­mála­manna á ástand­inu en ætíð ­talað fyrir daufum eyr­um. En nú  var ­stjórn­mála­mönn­unum ljóst að grípa yrði til aðgerða.

Ótt­inn við Rússa

Auglýsing

Ástæða þess að Svíum varð ljóst að nauð­syn­legt væri að efla varnir lands­ins og  veita auknu fjár­magn­i til her­mála voru stór­aukin umsvif Rússa. Ekki þarf að fjöl­yrða um hernað þeirra í Úkra­ínu en íbúar Norð­ur­land­anna og Eystra­salts­ríkj­anna, ásamt Bretum höfðu um langt skeið fylgst með síauknum umsvifum rúss­neska flug­hers­ins.  

Her­flug­vélar Rússa sáust nú æ oftar á ferð­inni yfir Eystra­salti og á fleiri svæðum þar sem flug­um­ferð er mik­il. Rúss­arnir eru oftar en ekki með slökkt á rat­sjár­vara vél­anna , en það get­ur ­skapað mikla hættu. Kvart­anir vegna þessa láta Rússar ætíð sem vind um eyr­u ­þjóta. 

Þriggja ára áætlun og her­skylda

Þegar sænski varn­ar­mála­ráð­herrann, Peter Hultqvist, til­kynnti um aukin fram­lög til varn­ar­mála greindi hann frá því að í fyrstu væri um eins­konar „þriggja ára áætl­un“ að ræða. Fjár­veit­ingin skyldi á þessum þrem­ur árum nema sam­tals 8.1 millj­arði sænskra króna (105 millj­arðar íslenskir) en „það er bara byrj­un­in,“ sagði ráð­herr­ann. Hann sagð­i  ­jafn­framt að sænska stjórnin hefði ákveðið að end­ur­vekja her­skyld­una, en hún hafði verið „sett í hlé“ árið 2010. Ekki þurfti laga­breyt­ingu til, því her­skyldan hafði ein­ungis verið felld úr gildi, tíma­bund­ið, eins og áður sagð­i. 

Ástæða þess að nauð­syn­legt var talið að end­ur­vekja her­skyld­una, sem hafði ver­ið í gildi í 110 ár, var sú að of fáir höfðu valið að ger­ast her­menn og her­inn orð­inn alltof fámennur til að hann gæti sinnt þeim verk­efnum sem honum vor­u ætl­uð. Sam­kvæmt áætl­unum hers­ins var þörf á um það bil 4 þús­und nýjum her­mönn­um ár­lega en að jafn­aði höfðu aðeins 1500 nýliðar árlega gengið til liðs við her­inn. 

Sænsk herþyrla á sýningu nýverið. Mynd: EPA

Rétt er að geta þess að þessi „nýja“ herkvaðn­ing var fyrst og fremst end­ur­vakn­ing heima­varn­ar­liðs­ins, sem er eins­konar stuðn­ingur við her­inn, þeg­ar, og ef, á þarf að halda. 

5. júní árið 2018 fengu 22 þús­und Svíar orð­send­ingu þar sem þeim var gert að mæta á stóra æfingu með hernum morg­un­inn eft­ir, á þjóð­há­tíð­ar­degi Sví­þjóð­ar. Ugg­laust hafa ein­hverjir klórað sér í koll­inum yfir­ þess­ari orð­send­ingu, enda ekki dag­legt brauð. Heima­varn­ar­liðið var síð­ast ­kallað út til æfinga árið 1975, síðan voru liðin 43 ár.

 Stór­auknar fjár­veit­ing­ar  og ný tæki 

Skömmu fyrir síð­ustu ára­mót til­kynnti sænski varn­ar­mála­ráð­herr­ann að frá árinu 2021 verði árleg fram­lög til varn­ar­mála auk­in um 5 millj­arða (65 millj­arða íslenska) til árs­ins 2025. „Og við látum þar ekki ­staðar numið, áætl­anir okkar gera ráð fyrir stór­auknum fjár­veit­ingum fram til­ árs­ins 2030.“ 

­Sænski her­inn hefur pantað 60  ­Gripen E orustu­þot­ur, þessar þot­ur, sem eru sænskar, eiga að leysa af hólmi eldri þotur frá  sama fram­leið­anda. Þær nýju sagðar full­komn­ari í alla staði. Sænski flot­inn hefur sömu­leiðis haf­ið ­smíði tveggja kaf­báta sem að sögn verða mjög full­komn­ir. Þeir bæt­ast við þá fimm sem flot­inn á fyr­ir. Sænski her­inn hefur einnig pantað nýjan banda­rískan eld­flauga­varna­búnað af gerð­inni Pat­riot.

Aukin varn­ar­sam­vinna við aðrar þjóðir

Þótt Svíar hafi um langt skeið fyrst og fremst treyst á eigin hern­að­ar­mátt, og hlut­leys­is­stefnu, hafa þeir þó á síð­ustu árum í aukn­um ­mæli horft til sam­vinnu við aðrar þjóð­ir. Sænski her­inn hefur tekið þátt í her­æf­ing­um, meðal ann­ars með Banda­ríkja­mönnum og skipu­lagt slíkar æfingar á sænskri jörð. 

Svíar eru aðilar að Nor­defco sem er sam­starfs­vett­vang­ur Norð­ur­land­anna á sviði varn­ar- og örygg­is­mála. Auk Sví­þjóðar eiga Ísland, Nor­eg­ur, Finn­land og Dan­mörk aðild að þessum sam­tök­um, sem voru stofnuð árið 2009. Þegar sænski varn­ar­mála­ráð­herr­ann kynnti ákvarð­anir stjórn­ar­innar um ­aukin fram­lög til her­mála, og áður var á minnst, gat hann þess jafn­framt að Svíar stefndu að enn nán­ari sam­vinnu við Eystra­salts­löndin þrjú og fleiri lönd.

Þótt ráð­herr­ann nefndi ekki NATO fór ekki milli mála hvað hann átti við. Til marks um þessa auknu sam­vinnu má nefna að í nóv­em­ber árið 2018 fór fram í Nor­egi ein stærsta  her­æf­ing sem haldin hefur verið í Norð­ur­-­Evr­ópu, Trident Junct­ure. Um 50 ­þús­und manns tóku þátt í þess­ari æfingu, þar á meðal bæði Svíar og Finn­ar.

Skoð­ana­kann­anir sýna að meiri­hluti Svía styður ákvarð­an­ir ­stjórn­valda um upp­bygg­ingu hers­ins. Einni mik­il­vægri spurn­ingu varð­andi þessa ­upp­bygg­ingu hers­ins er þó ósvar­að: hvaðan eiga pen­ing­arnir að koma. Þeg­ar varn­ar­mála­ráð­herr­ann var spurður um þetta á frétta­manna­fundi svar­aði hann því til að „við tökum upp banka­skatt, það fleytir okkur lang­t“. Hvort fjár­munir frá­ slíkum skatti  dugi til að fjár­magna stór­aukin hern­að­ar­um­svif er svo önn­ur, og ósögð, saga.     

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar