Dæmi um áherslur í Morgunblaðinu sem Bjarni finnur ekki samleið með

Formaður Sjálfstæðisflokkurinn segir að hann upplifi það ekki að köldu andi milli hans og Davíðs Oddssonar. Það séu þó ekki mikil samskipti þeirra á milli eins og er.

Bjarni benediktsson og Davíð Oddsson
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það séu ekki mikil samskipti milli hans og Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi formanns flokksins, eins og er. Hann upplifi það þó ekki að köldu andi milli sín og Davíðs þótt að þá síðarnefndi hafi gagnrýnt flokksforystu Sjálfstæðisflokksins í leiðaraskrifum og Reykjavíkurbréfum fyrir að hafa villst af leið í stjórnmálum. 

Bjarni segir, í viðtali sem birtist við hann í Mannlífi í dag, að sumt af því sem lögð sé áhersla á í Morgunblaðinu hafi komið honum á óvart. „Mér finnst Morgunblaðið heilt yfir almennt vera að tala fyrir til dæmis efnahagsstefnu sem er líkleg til árangurs en mér finnst alveg hafa verið dæmi um áherslur í blaðinu sem ég finn ekki samleið með.“ 

Auglýsing
Bjarni segir í viðtalinu hann sé kominn með harðan skráp og segist hafa lært ákveðna auðmýkt með tímanum þegar kemur að gagnrýni. „Maður lærir að bera virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Ég ætla ekki að segja að þetta sé alltaf auðvelt. En mótlætið styrkir mann. Með því að sigrast á erfiðleikum þá verður maður sterkari til þess að fást við enn erfiðari mál.“

Borgaralegt blað sem lúti ekki fjarstýringu utan úr bæ

Áratugum saman hefur verið formlegt eða óformlegt samband milli Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins.  Full­trúar Morg­un­blaðs­ins sátu til að mynda ára­tugum saman þing­flokks­fundi Sjálf­stæð­is­flokks, þótt slitið hafi verið á þau form­legu tengsl seint á síð­ustu öld.

Und­an­farin ár hefur farið minna fyrir þessu sambandi og gagn­rýni á for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins orðið algeng­ari í rit­stjórn­ar­greinum Morg­un­blaðs­ins þrátt fyrir að í stafni sitji fyrrverandi formaður flokksins. 

Skýrasta dæmið um þetta birtist í Reykjavíkurbréfi sem birt var í júní í fyrra. Þar skrifaði Davíð, í bréfi þar sem umfjöll­un­ar­efnið var að uppi­stöðu Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, meint fjar­lægð hans frá kjós­endum sínum og þriðji orku­pakk­inn, að Morgunblaðið væri „borg­ara­legt blað og þótt það lúti ekki fjar­stýr­ingum utan úr bæ frá flokkum eða ein­stak­lingum lætur að líkum að blaðið ætti oftar en ekki að geta átt góða sam­leið með flokknum ef hann er sjálfum sér sam­kvæmur og heill í fögrum fyr­ir­heitum sín­um.“

Þetta rof á sambandi flokks og blaðs hefur einnig birtist í hina áttina. Það vakti til að mynda mikla athygli í maí í fyrra, þegar Sjálfstæðisflokkurinn varð 90 ára, að formaður hans ákvað að birta afmæl­is­grein í Frétta­blað­inu ekki Morg­un­blað­inu. Sú ákvörðun þótti senda skýr skila­boð um hvernig for­mað­ur­inn teldi sam­band flokks­ins við gamla mál­gagnið standa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent