Dæmi um áherslur í Morgunblaðinu sem Bjarni finnur ekki samleið með

Formaður Sjálfstæðisflokkurinn segir að hann upplifi það ekki að köldu andi milli hans og Davíðs Oddssonar. Það séu þó ekki mikil samskipti þeirra á milli eins og er.

Bjarni benediktsson og Davíð Oddsson
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það séu ekki mikil samskipti milli hans og Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi formanns flokksins, eins og er. Hann upplifi það þó ekki að köldu andi milli sín og Davíðs þótt að þá síðarnefndi hafi gagnrýnt flokksforystu Sjálfstæðisflokksins í leiðaraskrifum og Reykjavíkurbréfum fyrir að hafa villst af leið í stjórnmálum. 

Bjarni segir, í viðtali sem birtist við hann í Mannlífi í dag, að sumt af því sem lögð sé áhersla á í Morgunblaðinu hafi komið honum á óvart. „Mér finnst Morgunblaðið heilt yfir almennt vera að tala fyrir til dæmis efnahagsstefnu sem er líkleg til árangurs en mér finnst alveg hafa verið dæmi um áherslur í blaðinu sem ég finn ekki samleið með.“ 

Auglýsing
Bjarni segir í viðtalinu hann sé kominn með harðan skráp og segist hafa lært ákveðna auðmýkt með tímanum þegar kemur að gagnrýni. „Maður lærir að bera virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Ég ætla ekki að segja að þetta sé alltaf auðvelt. En mótlætið styrkir mann. Með því að sigrast á erfiðleikum þá verður maður sterkari til þess að fást við enn erfiðari mál.“

Borgaralegt blað sem lúti ekki fjarstýringu utan úr bæ

Áratugum saman hefur verið formlegt eða óformlegt samband milli Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins.  Full­trúar Morg­un­blaðs­ins sátu til að mynda ára­tugum saman þing­flokks­fundi Sjálf­stæð­is­flokks, þótt slitið hafi verið á þau form­legu tengsl seint á síð­ustu öld.

Und­an­farin ár hefur farið minna fyrir þessu sambandi og gagn­rýni á for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins orðið algeng­ari í rit­stjórn­ar­greinum Morg­un­blaðs­ins þrátt fyrir að í stafni sitji fyrrverandi formaður flokksins. 

Skýrasta dæmið um þetta birtist í Reykjavíkurbréfi sem birt var í júní í fyrra. Þar skrifaði Davíð, í bréfi þar sem umfjöll­un­ar­efnið var að uppi­stöðu Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, meint fjar­lægð hans frá kjós­endum sínum og þriðji orku­pakk­inn, að Morgunblaðið væri „borg­ara­legt blað og þótt það lúti ekki fjar­stýr­ingum utan úr bæ frá flokkum eða ein­stak­lingum lætur að líkum að blaðið ætti oftar en ekki að geta átt góða sam­leið með flokknum ef hann er sjálfum sér sam­kvæmur og heill í fögrum fyr­ir­heitum sín­um.“

Þetta rof á sambandi flokks og blaðs hefur einnig birtist í hina áttina. Það vakti til að mynda mikla athygli í maí í fyrra, þegar Sjálfstæðisflokkurinn varð 90 ára, að formaður hans ákvað að birta afmæl­is­grein í Frétta­blað­inu ekki Morg­un­blað­inu. Sú ákvörðun þótti senda skýr skila­boð um hvernig for­mað­ur­inn teldi sam­band flokks­ins við gamla mál­gagnið standa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent