Segir SA vilja stjórna því hvað fari inn í hagkerfið og hvað fari inn á aflandsreikninga

Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að fyrirtæki landsins muni eiga erfitt að standa undir samningsbundnum launahækkunum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að honum væri hollt að að kynna sér grunnatriði í hagfræði.

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.
Auglýsing

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), vilji frekar að peningum sé „dælt fyrirtækjamegin inn í hagkerfið, þar sem skjólstæðingar hans geta stjórnað því hversu mikið rennur í raun inn í íslenska hagkerfið og hversu mikið inn á aflandsreikninga, í spákaupmennsku, mútugreiðslur í Afríku og guð má vita hvað.“ 

Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem Viðar birti á Facebook.

“Því miður er engin samstaða um það í verkalýðsforystunni að taka mið af aðstæðum” segir Eyjólfur Árni formaður SA. Hann...

Posted by Vidar Thorsteinsson on Thursday, May 21, 2020

Tilefnið er ræða Eyjólfs Árna á aðalfundi SA á miðvikudag, þar sem hann var endurkjörinn formaður með tæplega 97 prósent greiddra atkvæða. Í ræðunni sagði Eyjólfur Árni meðal annars að það blasti við að fyrirtæki landsins muni eiga erfitt með að standa undir launahækkunum sem samið var um í Lífskjarasamningnum og að fylgja þeim eftir muni við núverandi aðstæður muni einungis leiða til meira atvinnuleysis en ella. „Því miður er engin samstaða um það í verkalýðsforystunni að taka mið af aðstæðum, sem eiga sér enga hliðstæðu í sögu okkar, né ríkir samstaða um að finna leiðir til að tryggja sem best atvinnu fólks og hag fyrirtækjanna sem greiða laun þess. Tjón þeirrar sundrungar er þegar orðið mikið og mun fara vaxandi. Fyrir því verður launafólk fyrst og fremst.“

Auglýsing
Köldu hefur andað milli hluta verkalýðsforystunnar og hagsmunagæsluaðila atvinnulífsins frá því að Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hafnaði beiðni um að lækka launakostnað fyrirtækja tímabundið í lok mars síðastliðins. Samkvæmt tillögu SA þá átti að lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði um 3,5 prósentustig vegna yfirstandandi efnahagsvanda. Ekki var eining innan verkalýðsforystunnar um að hafna þessari leið og bæði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sögðu af sér trúnaðarstörfum innan ASÍ í kjölfarið. 

Væri hollt að kynna sér grunnatriði í hagfræði

Viðar segir í stöðuuppfærslu sinni að tillögu Samtaka atvinnulífsins hafi ekki síst verið hafnað fyrir tilstilli Eflingar. Eyjólfur Árni þekki ekki aðstæður viðsemjenda sinna vel ef hann haldi að það að svíkja þá um umsamdar launahækkanir sé lausn á nokkrum vanda. „Vandi yfirstandandi kreppu er vandi almennings, fólksins í landinu, og sér í lagi láglaunafólks, þeirra sem reiða sig á varnir kjarasamningstaxta. Það er mikið hjálpræði í því að samningar um lágmarkstaxta eru bindandi fyrir allan vinnumarkaðinn og studdir öflugum lagaramma. Þeir eru stoð sem ekki brestur og í því er ómetanlegur styrkur fyrir launafólk sem nú þegar hefur mátt taka á sig miklar byrðar vegna faraldursins.“

Hann segir að Eyjólfi Árna væri hollt að kynna sér grunnatriði í hagfræði, því viðbótartekjur með taxtahækkunum hinna lægst launuðu renni yfirleitt beint til neyslu í nærhagkerfinu, sem aftur skapi aukna innlenda eftirspurn og þar með atvinnutækifæri. „En auðvitað vill Eyjólfur frekar að peningunum sé dælt fyrirtækjamegin inn í hagkerfið, þar sem skjólstæðingar hans geta stjórnað því hversu mikið rennur í raun inn í íslenska hagkerfið og hversu mikið inn á aflandsreikninga, í spákaupmennsku, mútugreiðslur í Afríku og guð má vita hvað. Ekki af því að það sé betra fyrir efnahaginn eða atvinnusköpun heldur af því að það er betra fyrir skjólstæðinga hans.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent