Ætla að taka sýni úr hótelstarfsmönnum til að tryggja öryggi ferðamanna

Austurríkismenn komust í heimsfréttirnar þegar upp komst að rekja mátti fjölda smita í nokkrum löndum til skíðabæjarins Ischgl. Nú vilja þeir fá ferðamenn til sín á ný og ætla að skima fyrir veirunni meðal fólks sem starfar í ferðaþjónustu.

Yfir 3.500 tilfelli greindust í Týrol-héraði í Austurríki, þar af nokkur hundruð í skíðabænum Ischgl.
Yfir 3.500 tilfelli greindust í Týrol-héraði í Austurríki, þar af nokkur hundruð í skíðabænum Ischgl.
Auglýsing

Yfir­völd í Aust­ur­ríki ætla að hefja skimun fyrir kór­ónu­veirunni meðal starfs­manna hót­ela í þeirri von að lokka Þjóð­verja og aðra ferða­menn til lands­ins í sum­ar. Skíða­svæði í land­inu varð að gróðr­ar­stíu fyrir útbreiðsl­una í febr­úar og bár­ust smit meðal ann­ars þaðan til Íslands­.  

Til harðra aðgerða var gripið í Aust­ur­ríki til að hefta útbreiðsl­una. Aflétt­ing tak­mark­ana hófst í skrefum fyrir um mán­uði síð­an. Versl­an­ir, veit­inga­hús, barir og sum söfn hafa verið opnuð á ný og til stendur að opna hótel frá 29. maí.

Sebast­ian Kurz, kansl­ari Aust­ur­rík­is, sagði á ráð­stefnu í dag að sýni verði tekin úr sem flestum hót­el­starfs­mönnum og sem oft­ast til að tryggja að þeir breiði ekki út veiruna meðal ferða­manna.

Auglýsing

Ferða­þjón­usta er risa­vaxin atvinnu­grein í Aust­ur­ríki. Flestir ferða­menn koma frá nágranna­rík­inu Þýska­landi þar sem nokkuð vel hefur tek­ist að fækka smitum síð­ustu vik­ur, fyrir utan nokkur hópsmit, m.a. í kjöt­vinnsl­um.

Landa­mæri milli Aust­ur­ríkis og Þýska­lands verða opnuð að fullu í júní.

Skíða­bær­inn Ischgl varð miðja útbreiðslu veirunnar í febr­úar og í mars var hann afkví­aður til að ná tökum á ástand­inu. Hund­ruð ferða­manna frá Þýska­landi, Íslandi og Nor­egi sýkt­ust þar og báru veiruna til sinna heima­landa.

Í frétt New York Times segir að í byrjun júlí hefj­ist sýna­töku­her­ferð meðal um 65 þús­und hót­el­starfs­manna. Á hverjum degi eru nú tekin um 6-8.000 sýni í Aust­ur­ríki.

Kurz segir að með umfangs­miklum sýna­tökum meðal starfs­manna í ferða­þjón­ustu skapi Aust­ur­ríki sér sér­stöðu á heims­vísu.

Í Aust­ur­ríki er þeim sem koma frá Schen­gen-­svæð­inu heim­ilt að fara inn í landið án þess að fara í sótt­kví ef þeir sýna lækn­is­vott­orð um nei­kvætt COVID-19-­próf. Prófið má ekki vera eldra en 4 daga gam­alt og þarf að vera útgefið af lækni á ensku eða þýsku.

Frá 4. maí hafa ferða­menn sem lenda á flug­vell­inum í Vín­ar­borg getað farið í sýna­töku til að fá úr því skorið hvort þeir séu sýktir af nýju kór­ónu­veirunni. Þannig geta þeir kom­ist hjá því að fara í tveggja vikna sótt­kví.

Svipað fyr­ir­komu­lag stendur fyrir dyrum á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Sló­venía hefur tekið upp annað fyr­ir­komu­lag sem vakið hefur athygli. Öllum sem koma til Sló­veníu er gert að fara í sjö daga sótt­kví. Á síð­asta degi sótt­kvíar er skylt að fara í COVID-19-­próf. Sótt­kví er aflétt þegar nið­ur­staða prófs liggur fyrir ef próf er nei­kvætt.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent