Ætla að taka sýni úr hótelstarfsmönnum til að tryggja öryggi ferðamanna

Austurríkismenn komust í heimsfréttirnar þegar upp komst að rekja mátti fjölda smita í nokkrum löndum til skíðabæjarins Ischgl. Nú vilja þeir fá ferðamenn til sín á ný og ætla að skima fyrir veirunni meðal fólks sem starfar í ferðaþjónustu.

Yfir 3.500 tilfelli greindust í Týrol-héraði í Austurríki, þar af nokkur hundruð í skíðabænum Ischgl.
Yfir 3.500 tilfelli greindust í Týrol-héraði í Austurríki, þar af nokkur hundruð í skíðabænum Ischgl.
Auglýsing

Yfir­völd í Aust­ur­ríki ætla að hefja skimun fyrir kór­ónu­veirunni meðal starfs­manna hót­ela í þeirri von að lokka Þjóð­verja og aðra ferða­menn til lands­ins í sum­ar. Skíða­svæði í land­inu varð að gróðr­ar­stíu fyrir útbreiðsl­una í febr­úar og bár­ust smit meðal ann­ars þaðan til Íslands­.  

Til harðra aðgerða var gripið í Aust­ur­ríki til að hefta útbreiðsl­una. Aflétt­ing tak­mark­ana hófst í skrefum fyrir um mán­uði síð­an. Versl­an­ir, veit­inga­hús, barir og sum söfn hafa verið opnuð á ný og til stendur að opna hótel frá 29. maí.

Sebast­ian Kurz, kansl­ari Aust­ur­rík­is, sagði á ráð­stefnu í dag að sýni verði tekin úr sem flestum hót­el­starfs­mönnum og sem oft­ast til að tryggja að þeir breiði ekki út veiruna meðal ferða­manna.

Auglýsing

Ferða­þjón­usta er risa­vaxin atvinnu­grein í Aust­ur­ríki. Flestir ferða­menn koma frá nágranna­rík­inu Þýska­landi þar sem nokkuð vel hefur tek­ist að fækka smitum síð­ustu vik­ur, fyrir utan nokkur hópsmit, m.a. í kjöt­vinnsl­um.

Landa­mæri milli Aust­ur­ríkis og Þýska­lands verða opnuð að fullu í júní.

Skíða­bær­inn Ischgl varð miðja útbreiðslu veirunnar í febr­úar og í mars var hann afkví­aður til að ná tökum á ástand­inu. Hund­ruð ferða­manna frá Þýska­landi, Íslandi og Nor­egi sýkt­ust þar og báru veiruna til sinna heima­landa.

Í frétt New York Times segir að í byrjun júlí hefj­ist sýna­töku­her­ferð meðal um 65 þús­und hót­el­starfs­manna. Á hverjum degi eru nú tekin um 6-8.000 sýni í Aust­ur­ríki.

Kurz segir að með umfangs­miklum sýna­tökum meðal starfs­manna í ferða­þjón­ustu skapi Aust­ur­ríki sér sér­stöðu á heims­vísu.

Í Aust­ur­ríki er þeim sem koma frá Schen­gen-­svæð­inu heim­ilt að fara inn í landið án þess að fara í sótt­kví ef þeir sýna lækn­is­vott­orð um nei­kvætt COVID-19-­próf. Prófið má ekki vera eldra en 4 daga gam­alt og þarf að vera útgefið af lækni á ensku eða þýsku.

Frá 4. maí hafa ferða­menn sem lenda á flug­vell­inum í Vín­ar­borg getað farið í sýna­töku til að fá úr því skorið hvort þeir séu sýktir af nýju kór­ónu­veirunni. Þannig geta þeir kom­ist hjá því að fara í tveggja vikna sótt­kví.

Svipað fyr­ir­komu­lag stendur fyrir dyrum á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Sló­venía hefur tekið upp annað fyr­ir­komu­lag sem vakið hefur athygli. Öllum sem koma til Sló­veníu er gert að fara í sjö daga sótt­kví. Á síð­asta degi sótt­kvíar er skylt að fara í COVID-19-­próf. Sótt­kví er aflétt þegar nið­ur­staða prófs liggur fyrir ef próf er nei­kvætt.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðamenn á ferð í Reykjavík, í veröld sem var. „Enginn ætti að geta ferðast um Ísland án þess að komast að því að hér á landi er talað sérstakt tungumál en ekki aðeins enska,“ segir Íslensk málnefnd í nýrri ályktun.
Sóknarfæri vegna farsóttarinnar
Íslensk málnefnd segir í nýrri ályktun sinni um stöðu íslenskrar tungu að sóknarfæri hafi myndast fyrir tungumálið vegna farsóttarinnar, sem nýta mætti til að hvetja fyrirtæki til að bjóða þjónustu sína fram á íslensku, en ekki bara á ensku.
Kjarninn 25. september 2020
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent