Ætla að taka sýni úr hótelstarfsmönnum til að tryggja öryggi ferðamanna

Austurríkismenn komust í heimsfréttirnar þegar upp komst að rekja mátti fjölda smita í nokkrum löndum til skíðabæjarins Ischgl. Nú vilja þeir fá ferðamenn til sín á ný og ætla að skima fyrir veirunni meðal fólks sem starfar í ferðaþjónustu.

Yfir 3.500 tilfelli greindust í Týrol-héraði í Austurríki, þar af nokkur hundruð í skíðabænum Ischgl.
Yfir 3.500 tilfelli greindust í Týrol-héraði í Austurríki, þar af nokkur hundruð í skíðabænum Ischgl.
Auglýsing

Yfirvöld í Austurríki ætla að hefja skimun fyrir kórónuveirunni meðal starfsmanna hótela í þeirri von að lokka Þjóðverja og aðra ferðamenn til landsins í sumar. Skíðasvæði í landinu varð að gróðrarstíu fyrir útbreiðsluna í febrúar og bárust smit meðal annars þaðan til Íslands.  

Til harðra aðgerða var gripið í Austurríki til að hefta útbreiðsluna. Aflétting takmarkana hófst í skrefum fyrir um mánuði síðan. Verslanir, veitingahús, barir og sum söfn hafa verið opnuð á ný og til stendur að opna hótel frá 29. maí.

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sagði á ráðstefnu í dag að sýni verði tekin úr sem flestum hótelstarfsmönnum og sem oftast til að tryggja að þeir breiði ekki út veiruna meðal ferðamanna.

Auglýsing

Ferðaþjónusta er risavaxin atvinnugrein í Austurríki. Flestir ferðamenn koma frá nágrannaríkinu Þýskalandi þar sem nokkuð vel hefur tekist að fækka smitum síðustu vikur, fyrir utan nokkur hópsmit, m.a. í kjötvinnslum.

Landamæri milli Austurríkis og Þýskalands verða opnuð að fullu í júní.

Skíðabærinn Ischgl varð miðja útbreiðslu veirunnar í febrúar og í mars var hann afkvíaður til að ná tökum á ástandinu. Hundruð ferðamanna frá Þýskalandi, Íslandi og Noregi sýktust þar og báru veiruna til sinna heimalanda.

Í frétt New York Times segir að í byrjun júlí hefjist sýnatökuherferð meðal um 65 þúsund hótelstarfsmanna. Á hverjum degi eru nú tekin um 6-8.000 sýni í Austurríki.

Kurz segir að með umfangsmiklum sýnatökum meðal starfsmanna í ferðaþjónustu skapi Austurríki sér sérstöðu á heimsvísu.

Í Austurríki er þeim sem koma frá Schengen-svæðinu heimilt að fara inn í landið án þess að fara í sóttkví ef þeir sýna læknisvottorð um neikvætt COVID-19-próf. Prófið má ekki vera eldra en 4 daga gamalt og þarf að vera útgefið af lækni á ensku eða þýsku.

Frá 4. maí hafa ferðamenn sem lenda á flugvellinum í Vínarborg getað farið í sýnatöku til að fá úr því skorið hvort þeir séu sýktir af nýju kórónuveirunni. Þannig geta þeir komist hjá því að fara í tveggja vikna sóttkví.

Svipað fyrirkomulag stendur fyrir dyrum á Keflavíkurflugvelli. 

Slóvenía hefur tekið upp annað fyrirkomulag sem vakið hefur athygli. Öllum sem koma til Slóveníu er gert að fara í sjö daga sóttkví. Á síðasta degi sóttkvíar er skylt að fara í COVID-19-próf. Sóttkví er aflétt þegar niðurstaða prófs liggur fyrir ef próf er neikvætt.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent