Ætla að taka sýni úr hótelstarfsmönnum til að tryggja öryggi ferðamanna

Austurríkismenn komust í heimsfréttirnar þegar upp komst að rekja mátti fjölda smita í nokkrum löndum til skíðabæjarins Ischgl. Nú vilja þeir fá ferðamenn til sín á ný og ætla að skima fyrir veirunni meðal fólks sem starfar í ferðaþjónustu.

Yfir 3.500 tilfelli greindust í Týrol-héraði í Austurríki, þar af nokkur hundruð í skíðabænum Ischgl.
Yfir 3.500 tilfelli greindust í Týrol-héraði í Austurríki, þar af nokkur hundruð í skíðabænum Ischgl.
Auglýsing

Yfir­völd í Aust­ur­ríki ætla að hefja skimun fyrir kór­ónu­veirunni meðal starfs­manna hót­ela í þeirri von að lokka Þjóð­verja og aðra ferða­menn til lands­ins í sum­ar. Skíða­svæði í land­inu varð að gróðr­ar­stíu fyrir útbreiðsl­una í febr­úar og bár­ust smit meðal ann­ars þaðan til Íslands­.  

Til harðra aðgerða var gripið í Aust­ur­ríki til að hefta útbreiðsl­una. Aflétt­ing tak­mark­ana hófst í skrefum fyrir um mán­uði síð­an. Versl­an­ir, veit­inga­hús, barir og sum söfn hafa verið opnuð á ný og til stendur að opna hótel frá 29. maí.

Sebast­ian Kurz, kansl­ari Aust­ur­rík­is, sagði á ráð­stefnu í dag að sýni verði tekin úr sem flestum hót­el­starfs­mönnum og sem oft­ast til að tryggja að þeir breiði ekki út veiruna meðal ferða­manna.

Auglýsing

Ferða­þjón­usta er risa­vaxin atvinnu­grein í Aust­ur­ríki. Flestir ferða­menn koma frá nágranna­rík­inu Þýska­landi þar sem nokkuð vel hefur tek­ist að fækka smitum síð­ustu vik­ur, fyrir utan nokkur hópsmit, m.a. í kjöt­vinnsl­um.

Landa­mæri milli Aust­ur­ríkis og Þýska­lands verða opnuð að fullu í júní.

Skíða­bær­inn Ischgl varð miðja útbreiðslu veirunnar í febr­úar og í mars var hann afkví­aður til að ná tökum á ástand­inu. Hund­ruð ferða­manna frá Þýska­landi, Íslandi og Nor­egi sýkt­ust þar og báru veiruna til sinna heima­landa.

Í frétt New York Times segir að í byrjun júlí hefj­ist sýna­töku­her­ferð meðal um 65 þús­und hót­el­starfs­manna. Á hverjum degi eru nú tekin um 6-8.000 sýni í Aust­ur­ríki.

Kurz segir að með umfangs­miklum sýna­tökum meðal starfs­manna í ferða­þjón­ustu skapi Aust­ur­ríki sér sér­stöðu á heims­vísu.

Í Aust­ur­ríki er þeim sem koma frá Schen­gen-­svæð­inu heim­ilt að fara inn í landið án þess að fara í sótt­kví ef þeir sýna lækn­is­vott­orð um nei­kvætt COVID-19-­próf. Prófið má ekki vera eldra en 4 daga gam­alt og þarf að vera útgefið af lækni á ensku eða þýsku.

Frá 4. maí hafa ferða­menn sem lenda á flug­vell­inum í Vín­ar­borg getað farið í sýna­töku til að fá úr því skorið hvort þeir séu sýktir af nýju kór­ónu­veirunni. Þannig geta þeir kom­ist hjá því að fara í tveggja vikna sótt­kví.

Svipað fyr­ir­komu­lag stendur fyrir dyrum á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Sló­venía hefur tekið upp annað fyr­ir­komu­lag sem vakið hefur athygli. Öllum sem koma til Sló­veníu er gert að fara í sjö daga sótt­kví. Á síð­asta degi sótt­kvíar er skylt að fara í COVID-19-­próf. Sótt­kví er aflétt þegar nið­ur­staða prófs liggur fyrir ef próf er nei­kvætt.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent