Ætla að taka sýni úr hótelstarfsmönnum til að tryggja öryggi ferðamanna

Austurríkismenn komust í heimsfréttirnar þegar upp komst að rekja mátti fjölda smita í nokkrum löndum til skíðabæjarins Ischgl. Nú vilja þeir fá ferðamenn til sín á ný og ætla að skima fyrir veirunni meðal fólks sem starfar í ferðaþjónustu.

Yfir 3.500 tilfelli greindust í Týrol-héraði í Austurríki, þar af nokkur hundruð í skíðabænum Ischgl.
Yfir 3.500 tilfelli greindust í Týrol-héraði í Austurríki, þar af nokkur hundruð í skíðabænum Ischgl.
Auglýsing

Yfir­völd í Aust­ur­ríki ætla að hefja skimun fyrir kór­ónu­veirunni meðal starfs­manna hót­ela í þeirri von að lokka Þjóð­verja og aðra ferða­menn til lands­ins í sum­ar. Skíða­svæði í land­inu varð að gróðr­ar­stíu fyrir útbreiðsl­una í febr­úar og bár­ust smit meðal ann­ars þaðan til Íslands­.  

Til harðra aðgerða var gripið í Aust­ur­ríki til að hefta útbreiðsl­una. Aflétt­ing tak­mark­ana hófst í skrefum fyrir um mán­uði síð­an. Versl­an­ir, veit­inga­hús, barir og sum söfn hafa verið opnuð á ný og til stendur að opna hótel frá 29. maí.

Sebast­ian Kurz, kansl­ari Aust­ur­rík­is, sagði á ráð­stefnu í dag að sýni verði tekin úr sem flestum hót­el­starfs­mönnum og sem oft­ast til að tryggja að þeir breiði ekki út veiruna meðal ferða­manna.

Auglýsing

Ferða­þjón­usta er risa­vaxin atvinnu­grein í Aust­ur­ríki. Flestir ferða­menn koma frá nágranna­rík­inu Þýska­landi þar sem nokkuð vel hefur tek­ist að fækka smitum síð­ustu vik­ur, fyrir utan nokkur hópsmit, m.a. í kjöt­vinnsl­um.

Landa­mæri milli Aust­ur­ríkis og Þýska­lands verða opnuð að fullu í júní.

Skíða­bær­inn Ischgl varð miðja útbreiðslu veirunnar í febr­úar og í mars var hann afkví­aður til að ná tökum á ástand­inu. Hund­ruð ferða­manna frá Þýska­landi, Íslandi og Nor­egi sýkt­ust þar og báru veiruna til sinna heima­landa.

Í frétt New York Times segir að í byrjun júlí hefj­ist sýna­töku­her­ferð meðal um 65 þús­und hót­el­starfs­manna. Á hverjum degi eru nú tekin um 6-8.000 sýni í Aust­ur­ríki.

Kurz segir að með umfangs­miklum sýna­tökum meðal starfs­manna í ferða­þjón­ustu skapi Aust­ur­ríki sér sér­stöðu á heims­vísu.

Í Aust­ur­ríki er þeim sem koma frá Schen­gen-­svæð­inu heim­ilt að fara inn í landið án þess að fara í sótt­kví ef þeir sýna lækn­is­vott­orð um nei­kvætt COVID-19-­próf. Prófið má ekki vera eldra en 4 daga gam­alt og þarf að vera útgefið af lækni á ensku eða þýsku.

Frá 4. maí hafa ferða­menn sem lenda á flug­vell­inum í Vín­ar­borg getað farið í sýna­töku til að fá úr því skorið hvort þeir séu sýktir af nýju kór­ónu­veirunni. Þannig geta þeir kom­ist hjá því að fara í tveggja vikna sótt­kví.

Svipað fyr­ir­komu­lag stendur fyrir dyrum á Kefla­vík­ur­flug­velli. 

Sló­venía hefur tekið upp annað fyr­ir­komu­lag sem vakið hefur athygli. Öllum sem koma til Sló­veníu er gert að fara í sjö daga sótt­kví. Á síð­asta degi sótt­kvíar er skylt að fara í COVID-19-­próf. Sótt­kví er aflétt þegar nið­ur­staða prófs liggur fyrir ef próf er nei­kvætt.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sæmundur Sæmundsson hættir sem forstjóri Borgunar
Forstjóri Borgunar hefur ákveðið að láta af störfum.
Kjarninn 15. júlí 2020
Menningarpólítísk nýbreytni
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Endalausa þræði eftir sviðslistahópinn Streng.
Kjarninn 15. júlí 2020
Birgir Birgisson
Á villtum götum
Kjarninn 15. júlí 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun halda fund í Atlanta í kvöld og tilkynna um breytingar sínar á náttúruverndarlögunum.
Trump ætlar að veikja náttúruverndarlögin
Í kvöld mun Donald Trump tilkynna breytingu á náttúruverndarlögum Bandaríkjanna. Lögum sem standa vörð um þátttöku almennings í ákvarðanatöku þegar kemur að framkvæmdum á borð við olíuleiðslur og hraðbrautir.
Kjarninn 15. júlí 2020
Benedikt Jóhannesson
Tengslin milli útgerðarinnar og stjórnmálaflokka verði að rofna
Fyrrverandi formaður Viðreisnar og fjármála- og efnahagsráðherra spyr hversu lengi Íslendingar eigi að láta bjóða sér óbreytt ástand.
Kjarninn 15. júlí 2020
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent