Bíllausum götum í London mun fjölga

Borgaryfirvöld í London ætla að loka stórum svæðum fyrir bílaumferð í þeirri viðleitni að tryggja öryggi og bæta lýðheilsu borgararanna. Rannsóknir sýna að mengun er mögulega stór áhættuþáttur þegar kemur að alvarleika veikinda af COVID-19 og dauðsföllum.

Heiðskírt yfir London í lok mars.
Heiðskírt yfir London í lok mars.
Auglýsing

Yfirvöld margra borga ætla að bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfarenda í kjölfar faraldurs COVID-19 til að draga úr loftmengun og til að hvetja borgarana til að hreyfa sig meira. Stór svæði í London verða lokuð fyrir umferð bíla þegar takmörkunum verður aflétt í Bretlandi. Borgarstjórinn Sadiq Khan segir þetta gert til að auka öryggi þeirra sem kjósa að ganga og hjóla um borgina.

Í frétt breska blaðsins Guardian um málið segir að framtak Khans sé á heimsmælikvarða. London sé með því orðin leiðandi þegar kemur að því að helga stór svæði gangandi og hjólandi. Aðeins þeim sem velja þann ferðamáta sem og strætisvögnum verður heimilt að fara inn á aðalgötur á ákveðnum svæðum miðborgarinnar.  

Ákvörðunin er tekin til að reyna að tryggja að fólk geti haldið fjarlægð sín á milli í stað þess að þyrpast í almenningsvagna og neðanjarðarlestir. Þá vilja borgaryfirvöld ekki að stórkostlegar umferðateppur skapist með tilheyrandi loftmengun þegar London fer að færast í samt horf eftir afléttingu takmarkana.

Auglýsing

Þegar Khan tilkynnti um yfirvofandi breytingar sagði hann að allir Lundúnabúar yrðu að leggjast á eitt svo að faraldurinn blossi ekki upp aftur. „Þetta þýðir að við verðum að halda fjölda þeirra sem nota almenningssamgöngur í eins miklu lágmarki og mögulegt er. Og við sjáum ekki fyrir okkur að þeir sem áður fóru með almenningssamgöngum fari allir í bíla því þá myndu göturnar stíflast þegar í stað og loftmengun aukast.“

Vinna við nauðsynlegar framkvæmdir á götum eru þegar hafnar og á að vera lokið innan sex vikna.

Khan sagði að til þessara aðgerða væri nauðsynlegt að grípa til að auka öryggi vegfarenda í borginni og til að auka samkeppnishæfni borgarinnar. Ekkert annað væri í stöðunni en að hraða breytingum sem miði að því að frátaka götur Lundúna fyrir fólk, eins og hann orðaði það. „Með því að tryggja að bati borgarinnar okkar verði vistvænn þá munum við á sama tíma takast á við loftmengun sem er lífsnauðsynlegt svo að einn lýðheilsuvandi taki við af öðrum.“

Borgarstjórinn sagðist gera sér grein fyrir því að skrefið yrði stórt fyrir suma Lundúnabúa. „Þetta þýðir að við þurfum að endurhugsa hvernig við viljum haga lífi okkar í þessari borg. Og þetta verður ekki einfalt í framkvæmd.“ Lofaði hann að gefa sig allan í það að fræða íbúana um hvert skref.

Bresk börn í loftslagsverkfalli í Lundúnum í fyrra. Mynd: EPA

Víða um heim eru borgir að taka svipuð skref. Þær ætla að nota tækifærið í kjölfar útgöngu- og samkomubanna til að endurhugsa borgarskipulagið með tilliti til ferðalaga fólks. Yfirvöld í Mílanó hafa tekið mjög metnaðarfull skref í því að auðvelda aðgengi gangandi og hjólandi. Fleiri kílómetrar af götum munu fá nýtt hlutverk þegar í sumar. Í París hafa yfirvöld ákveðið að setja mikla fjármuni í hjólastíga sem margir munu fylgja leiðum neðanjarðarlesta og þannig verða valkostur við almenningssamgöngur.

Í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, verða götur sem hingað til hafa verið helgaðar hjólandi umferð einn dag í viku alfarið breytt í hjólastíga. Þá verða einnig lagðir fleiri kílómetrar af nýjum stígum til að draga úr fjölda þeirra sem hingað til hafa notað almenningssamgöngur.

Síðustu vikur og mánuði hefur glögglega komið í ljós hversu miklu munar um bílaumferð borga þegar kemur að loftmengun. Loftgæði í London hafa aukist gríðarlega og mengun minnkað um 50 prósent á helstu götum og gatnamótum. Khan greip þetta á lofti og sagði mikilvægt að þetta yrði ekki tímabundið. „Okkar helsta áskorun [eftir faraldurinn] verður að minnka mengun til langframa.“

Niðurstöður rannsókna á 66 svæðum á Ítalíu, Spáni, Frakklandi og Þýskalandi sýna að 78 prósent allra þeirra sem létust í faraldrinum voru frá fimm svæðum þar sem mengun er sérlega mikil. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent