Bíllausum götum í London mun fjölga

Borgaryfirvöld í London ætla að loka stórum svæðum fyrir bílaumferð í þeirri viðleitni að tryggja öryggi og bæta lýðheilsu borgararanna. Rannsóknir sýna að mengun er mögulega stór áhættuþáttur þegar kemur að alvarleika veikinda af COVID-19 og dauðsföllum.

Heiðskírt yfir London í lok mars.
Heiðskírt yfir London í lok mars.
Auglýsing

Yfirvöld margra borga ætla að bæta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfarenda í kjölfar faraldurs COVID-19 til að draga úr loftmengun og til að hvetja borgarana til að hreyfa sig meira. Stór svæði í London verða lokuð fyrir umferð bíla þegar takmörkunum verður aflétt í Bretlandi. Borgarstjórinn Sadiq Khan segir þetta gert til að auka öryggi þeirra sem kjósa að ganga og hjóla um borgina.

Í frétt breska blaðsins Guardian um málið segir að framtak Khans sé á heimsmælikvarða. London sé með því orðin leiðandi þegar kemur að því að helga stór svæði gangandi og hjólandi. Aðeins þeim sem velja þann ferðamáta sem og strætisvögnum verður heimilt að fara inn á aðalgötur á ákveðnum svæðum miðborgarinnar.  

Ákvörðunin er tekin til að reyna að tryggja að fólk geti haldið fjarlægð sín á milli í stað þess að þyrpast í almenningsvagna og neðanjarðarlestir. Þá vilja borgaryfirvöld ekki að stórkostlegar umferðateppur skapist með tilheyrandi loftmengun þegar London fer að færast í samt horf eftir afléttingu takmarkana.

Auglýsing

Þegar Khan tilkynnti um yfirvofandi breytingar sagði hann að allir Lundúnabúar yrðu að leggjast á eitt svo að faraldurinn blossi ekki upp aftur. „Þetta þýðir að við verðum að halda fjölda þeirra sem nota almenningssamgöngur í eins miklu lágmarki og mögulegt er. Og við sjáum ekki fyrir okkur að þeir sem áður fóru með almenningssamgöngum fari allir í bíla því þá myndu göturnar stíflast þegar í stað og loftmengun aukast.“

Vinna við nauðsynlegar framkvæmdir á götum eru þegar hafnar og á að vera lokið innan sex vikna.

Khan sagði að til þessara aðgerða væri nauðsynlegt að grípa til að auka öryggi vegfarenda í borginni og til að auka samkeppnishæfni borgarinnar. Ekkert annað væri í stöðunni en að hraða breytingum sem miði að því að frátaka götur Lundúna fyrir fólk, eins og hann orðaði það. „Með því að tryggja að bati borgarinnar okkar verði vistvænn þá munum við á sama tíma takast á við loftmengun sem er lífsnauðsynlegt svo að einn lýðheilsuvandi taki við af öðrum.“

Borgarstjórinn sagðist gera sér grein fyrir því að skrefið yrði stórt fyrir suma Lundúnabúa. „Þetta þýðir að við þurfum að endurhugsa hvernig við viljum haga lífi okkar í þessari borg. Og þetta verður ekki einfalt í framkvæmd.“ Lofaði hann að gefa sig allan í það að fræða íbúana um hvert skref.

Bresk börn í loftslagsverkfalli í Lundúnum í fyrra. Mynd: EPA

Víða um heim eru borgir að taka svipuð skref. Þær ætla að nota tækifærið í kjölfar útgöngu- og samkomubanna til að endurhugsa borgarskipulagið með tilliti til ferðalaga fólks. Yfirvöld í Mílanó hafa tekið mjög metnaðarfull skref í því að auðvelda aðgengi gangandi og hjólandi. Fleiri kílómetrar af götum munu fá nýtt hlutverk þegar í sumar. Í París hafa yfirvöld ákveðið að setja mikla fjármuni í hjólastíga sem margir munu fylgja leiðum neðanjarðarlesta og þannig verða valkostur við almenningssamgöngur.

Í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, verða götur sem hingað til hafa verið helgaðar hjólandi umferð einn dag í viku alfarið breytt í hjólastíga. Þá verða einnig lagðir fleiri kílómetrar af nýjum stígum til að draga úr fjölda þeirra sem hingað til hafa notað almenningssamgöngur.

Síðustu vikur og mánuði hefur glögglega komið í ljós hversu miklu munar um bílaumferð borga þegar kemur að loftmengun. Loftgæði í London hafa aukist gríðarlega og mengun minnkað um 50 prósent á helstu götum og gatnamótum. Khan greip þetta á lofti og sagði mikilvægt að þetta yrði ekki tímabundið. „Okkar helsta áskorun [eftir faraldurinn] verður að minnka mengun til langframa.“

Niðurstöður rannsókna á 66 svæðum á Ítalíu, Spáni, Frakklandi og Þýskalandi sýna að 78 prósent allra þeirra sem létust í faraldrinum voru frá fimm svæðum þar sem mengun er sérlega mikil. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent