Ferðamenn fari í skimun eða framvísi vottorði

Fólk sem kemur hingað til lands getur samkvæmt tillögum stýrihóps valið um að fara í sóttkví eins og nú er krafist, í skimun eða framvísað vottorði. Varfærið skref sem verður endurskoðað segir forsætisráðherra.

Sex ráðherrar voru á blaðamannafundinum í Safnahúsinu í dag.
Sex ráðherrar voru á blaðamannafundinum í Safnahúsinu í dag.
Auglýsing

Eigi síðar en 15. júní er stefnt að því að ferða­menn sem hingað koma geti í stað þess að fara í tveggja vikna sótt­kví valið á milli þess að fara í skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli eða fram­vísa vott­orði sem metið er ­full­gilt af íslenskum heil­brigð­is­yf­ir­völd­um. Reyn­ist sýni nei­kvætt þarf við­kom­andi ekki að fara í tveggja vikna sótt­kví. ­Fyr­ir­hugað er að veiru­fræði­deild Land­spít­ala ann­ist sýna­töku á Kefla­vík­ur­flug­velli og grein­ingu. Nið­ur­staða á að geta legið fyrir sam­dæg­urs og er gert ráð fyrir að far­þegar geti farið til síns heima eða á gisti­stað þegar hún liggur fyr­ir.

Þetta er meðal þess sem fram kom á blaða­manna­fund­i ­rík­is­stjórn­ar­innar í Safna­hús­inu í dag þar sem kynntar voru til­slak­anir á ferða­tak­mörk­unum til lands­ins. Sér­stakur stýri­hópur gerði til­lögur um málið sem kynntar voru og sam­þykktar á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morg­un.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra kynnti til­lög­urnar á blaða­manna­fund­inum sem sex ráð­herrar voru við­staddir og til svara á.

Auglýsing

Í fyrsta lagi sagði Katrín að sótt­varna­læknir hefði nú lag­t til við heil­brigð­is­ráð­herra að nýjar reglur gildi um sótt­kví þeirra sem hing­að koma frá 15. maí. Er þar um að ræða útvíkkun á svo­kall­aðri sótt­kví B sem við hana hefur verið stuðst þegar fólk er að koma hingað til starfa og getur þá verið í sótt­kví á sínum vinnu­stað til dæm­is. Nú munu starfs­menn í öðrum ­grein­um, m.a. kvik­mynda­töku­menn og íþrótta­menn geta farið í sótt­kví með þeim hætti.

Þá hefur sótt­varna­læknir einnig lagt til og það ver­ið ­sam­þykkt að Fær­eyjar og Græn­land telj­ist ekki lengur til háá­hættu­svæða.

Hvattir til að hlaða niður app­inu

Katrín minnti á að næstu skref í til­slök­unum tak­mark­ana hér­ inn­an­lands verði tekið þann 25. maí og það þriðja um miðjan júní. Hér hef­ur ­náðst góður árangur í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn en í löndum í kringum okk­ur, m.a. Þýska­landi, væru bylgjur að koma upp aft­ur. „Heims­byggðin er ekki laus við þessa veiru, því mið­ur“. Engu að síður sagði Katrín stefnt að því að eigi síð­ar­ en 15. júní geti ferða­menn sem koma til lands­ins átt val um að í stað þess að fara í tveggja vikna sótt­kví geti þeir annað hvort farið í skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli eða fram­vísað vott­orði sem metið er full­gilt af íslenskum heil­brigð­is­yf­ir­völd­um. Jafn­framt verður fólk sem hingað kemur hvatt til að hlaða ­niður smitrakn­ing­arappínu. Til að gæta ítr­ustu var­kárni verður reynslan af þessu fyr­ir­komu­lagi metin að tveimur viknum liðum og ákvörðun um fram­hald­ið ­tek­in.

Katrín sagði að í þriðja lagi verði unnin hag­ræn grein­ing á þessum val­kosti. „Slík skimun kallar á umfang en við teljum okkur í stakk búin til að fara í þetta verk­efn­i,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.  „Þetta gæti líka orðið tæki­færi til að læra ­meira um þessa veiru sem við erum enn að kynnast, því mið­ur, átta okkur á út­breiðslu hennar í hópi þeirra sem hingað koma og deila þeim upp­lýs­ingum með­ heim­in­um.“

Sagð­ist hún líta á þetta sem var­færið skref. Brýnt væri að ­tryggja að eng­inn „komi inn til lands­ins með þessa veiru í fartesk­in­u.“

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði í sam­tali við RÚV eft­ir kynn­ingu Katrínar að alltaf væri hætta á bakslagi. Hér hafi gengið vel að aflétta tak­mörk­unum og alltaf kæmi að þeim tíma­punkti að við yrðum að opna okkar landa­mæri. „Ég held að við séum að gera þetta á eins góðan og öruggan máta og hægt er.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent