Ferðamenn fari í skimun eða framvísi vottorði

Fólk sem kemur hingað til lands getur samkvæmt tillögum stýrihóps valið um að fara í sóttkví eins og nú er krafist, í skimun eða framvísað vottorði. Varfærið skref sem verður endurskoðað segir forsætisráðherra.

Sex ráðherrar voru á blaðamannafundinum í Safnahúsinu í dag.
Sex ráðherrar voru á blaðamannafundinum í Safnahúsinu í dag.
Auglýsing

Eigi síðar en 15. júní er stefnt að því að ferða­menn sem hingað koma geti í stað þess að fara í tveggja vikna sótt­kví valið á milli þess að fara í skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli eða fram­vísa vott­orði sem metið er ­full­gilt af íslenskum heil­brigð­is­yf­ir­völd­um. Reyn­ist sýni nei­kvætt þarf við­kom­andi ekki að fara í tveggja vikna sótt­kví. ­Fyr­ir­hugað er að veiru­fræði­deild Land­spít­ala ann­ist sýna­töku á Kefla­vík­ur­flug­velli og grein­ingu. Nið­ur­staða á að geta legið fyrir sam­dæg­urs og er gert ráð fyrir að far­þegar geti farið til síns heima eða á gisti­stað þegar hún liggur fyr­ir.

Þetta er meðal þess sem fram kom á blaða­manna­fund­i ­rík­is­stjórn­ar­innar í Safna­hús­inu í dag þar sem kynntar voru til­slak­anir á ferða­tak­mörk­unum til lands­ins. Sér­stakur stýri­hópur gerði til­lögur um málið sem kynntar voru og sam­þykktar á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morg­un.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra kynnti til­lög­urnar á blaða­manna­fund­inum sem sex ráð­herrar voru við­staddir og til svara á.

Auglýsing

Í fyrsta lagi sagði Katrín að sótt­varna­læknir hefði nú lag­t til við heil­brigð­is­ráð­herra að nýjar reglur gildi um sótt­kví þeirra sem hing­að koma frá 15. maí. Er þar um að ræða útvíkkun á svo­kall­aðri sótt­kví B sem við hana hefur verið stuðst þegar fólk er að koma hingað til starfa og getur þá verið í sótt­kví á sínum vinnu­stað til dæm­is. Nú munu starfs­menn í öðrum ­grein­um, m.a. kvik­mynda­töku­menn og íþrótta­menn geta farið í sótt­kví með þeim hætti.

Þá hefur sótt­varna­læknir einnig lagt til og það ver­ið ­sam­þykkt að Fær­eyjar og Græn­land telj­ist ekki lengur til háá­hættu­svæða.

Hvattir til að hlaða niður app­inu

Katrín minnti á að næstu skref í til­slök­unum tak­mark­ana hér­ inn­an­lands verði tekið þann 25. maí og það þriðja um miðjan júní. Hér hef­ur ­náðst góður árangur í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn en í löndum í kringum okk­ur, m.a. Þýska­landi, væru bylgjur að koma upp aft­ur. „Heims­byggðin er ekki laus við þessa veiru, því mið­ur“. Engu að síður sagði Katrín stefnt að því að eigi síð­ar­ en 15. júní geti ferða­menn sem koma til lands­ins átt val um að í stað þess að fara í tveggja vikna sótt­kví geti þeir annað hvort farið í skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli eða fram­vísað vott­orði sem metið er full­gilt af íslenskum heil­brigð­is­yf­ir­völd­um. Jafn­framt verður fólk sem hingað kemur hvatt til að hlaða ­niður smitrakn­ing­arappínu. Til að gæta ítr­ustu var­kárni verður reynslan af þessu fyr­ir­komu­lagi metin að tveimur viknum liðum og ákvörðun um fram­hald­ið ­tek­in.

Katrín sagði að í þriðja lagi verði unnin hag­ræn grein­ing á þessum val­kosti. „Slík skimun kallar á umfang en við teljum okkur í stakk búin til að fara í þetta verk­efn­i,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.  „Þetta gæti líka orðið tæki­færi til að læra ­meira um þessa veiru sem við erum enn að kynnast, því mið­ur, átta okkur á út­breiðslu hennar í hópi þeirra sem hingað koma og deila þeim upp­lýs­ingum með­ heim­in­um.“

Sagð­ist hún líta á þetta sem var­færið skref. Brýnt væri að ­tryggja að eng­inn „komi inn til lands­ins með þessa veiru í fartesk­in­u.“

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði í sam­tali við RÚV eft­ir kynn­ingu Katrínar að alltaf væri hætta á bakslagi. Hér hafi gengið vel að aflétta tak­mörk­unum og alltaf kæmi að þeim tíma­punkti að við yrðum að opna okkar landa­mæri. „Ég held að við séum að gera þetta á eins góðan og öruggan máta og hægt er.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent