Mynd: Skjáskot/RÚV

Árið 2018: Borgarstjórnarkosningar sem sýndu ákall á breytingar

Konur verða ráðandi í Reykjavík næstu fjögur árin. Aldrei áður hefur borgarstjórn endurspeglað fjölbreytileika borgarbúa með jafn skýrum hætti og í þeim átta framboðum sem kjörin voru. Sumir flokkar voru sigurvegarar og aðrir töpuðu illa.

Borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar fóru fram 26. maí 2018. Alls náðu átta flokkar kjöri og hafa aldrei verið fleiri. Sitj­andi meiri­hlut féll og eng­inn aug­ljós meiri­hluti var til staðar til að að taka við.

Ein allra áhuga­verð­asta nið­ur­staða kosn­ing­anna var sú að konur verða í miklum meiri­hluta í Reykja­vík næsta kjör­tíma­bil. Alls eru 15 þeirra 23 borg­ar­full­trúa sem kjörnir voru í kosn­ing­unum kon­ur. Og sex þeirra átta fram­boða sem náðu kjöri eru leidd af kon­um. Ein­ungis risarnir tveir, flokk­arnir sem gerðu til­kall til borg­ar­stjóra­stóls­ins í krafti stærðar sinn­ar, Sjálf­stæð­is­flokkur og Sam­fylk­ing, eru leiddir af körl­um. Þá voru tveir fram­bjóð­endur sem fæddir eru í öðru landi kjörnir í borg­ar­stjórn og nýr yngsti borg­ar­full­trúi sög­unnar er af blönd­uðum upp­runa.

Hver vann?

Það voru margir sem töldu sig sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna í Reykja­vík. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætti við sig 5,1 pró­sentu­stigi milli kosn­inga. Það er lang­mesta bæt­ingin hjá þeim flokkum sem sátu í borg­ar­stjórn síð­asta kjör­tíma­bili. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn varð líka stærsti flokk­ur­inn í höf­uð­borg­inni að nýju og nið­ur­staða hans var betri en nær allar kann­an­ir, og raunar allur aðdrag­andi kosn­ing­anna, benti til. Í þessu ljósi vann Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn aug­ljósan sig­ur.

En nið­ur­stað­an, 30,8 pró­sent, var líka næst versta nið­ur­staða Sjálf­stæð­is­flokks í Reykja­vík frá upp­hafi borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Hún var til að mynda lak­ari en árið 2010, þegar flokk­ur­inn fékk 33,6 pró­sent. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk átta borg­ar­full­trúa kjörna.

ósí­alista­flokk­ur­inn var aug­ljós sig­ur­veg­ari, og gat sagt slíkt án nokk­urs fyr­ir­vara. Hann náði 6,4 pró­sent atkvæða og Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, leið­togi hans, var í kjöl­farið í mjög sterkri stöðu í borg­ar­stjórn. Sanna þótti standa sig afburða­vel í öllum kosn­inga­þáttum sem hún kom fram í í aðdrag­anda kosn­inga og þrátt fyrir að vera yngsti borg­ar­full­trúi sög­unnar – hún var ný orðin 26 ára þegar hún var kjörin – þá var hún oft eins og full­orðni ein­stak­ling­ur­inn í her­berg­inu þegar aðrir odd­vitar tók­ust á með hefð­bundnum hætti.

Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins voru einnig sig­ur­veg­arar í Reykja­vík ein­fald­lega vegna þess að þau náðu fólki inn í fyrsta sinn. Á lands­vísu mátti slá því föstu að Mið­flokk­ur­inn væri stóri sig­ur­veg­ari sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna þar sem flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar náði að skjóta niður rótum mjög víða.

Píratar bættu einnig við sig fylgi á milli kosn­inga og voru eini flokk­ur­inn í frá­far­andi meiri­hluta sem gerði það.

En stóri sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna í Reykja­vík var Við­reisn. Flokk­ur­inn er nú orð­inn þriðji stærsti flokk­ur­inn í borg­inni eftir að hafa boðið sig þar fram í fyrsta sinn og er með tvo borg­ar­full­trúa.

Hverjir töp­uðu?

Vinstri græn guldu afhroð í kjör­dæmi for­manns síns, for­sæt­is­ráð­herr­ans Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Ein­ungis 2.700 manns kusu flokk­inn í Reykja­vík. Til sam­an­burðar kusu 14.477 ein­stak­lingar Vinstri græn í þing­kosn­ingum sjö mán­uðum áður. Flokk­ur­inn fékk ein­ungis 4,3 pró­sent atkvæða og einn kjör­inn full­trúa, Líf Magneu­dótt­ur. Hann er næst­minnstur allra þeirra fram­boða sem náðu kjöri í maí.

Sam­fylk­ingin tap­aði líka illa. Þótt flokk­ur­inn sé næst stærstur í borg­inni eftir kosn­ing­arn­ar, og hafi náð 25,9 pró­sent atkvæða, þá missti hann heil sex pró­sentu­stig af fylgi milli borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga.

Þá er ónefndur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem fékk 3,2 pró­sent atkvæða og náði ekki inn manni í Reykja­vík. Í ljósi þess að um er að ræða kjör­dæmi vara­for­manns­ins og von­ar­stjörn­unnar Lilju Alfreðs­dótt­ur, og þess að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er rúm­lega 100 ára gam­all flokkur með sterka inn­viði og mikla reynslu af kosn­ing­um, var nið­ur­staðan veru­legt áhyggju­efni. Rifja má upp að Hall­dór Ásgríms­son heit­inn, þáver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, ákvað að draga sig í hlé úr stjórn­málum í kjöl­far borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna 2006, þegar Fram­sókn fékk 6,1 pró­sent atkvæða. Hall­dór sagði meðal ann­ars að hann væri að axla ábyrgð á lakri stöðu flokks­ins í þeim kosn­ingum með því að stiga til hlið­ar.

Nýr meirihluti kynntur í júní.
Mynd: Bára Huld Beck

Björt fram­tíð, sem sprottið hafði upp úr Besta flokknum og setið í meiri­hluta í átta ár, hvarf af sjón­ar­svið­inu.

Dagur hélt borg­ar­stjóra­stólnum

Ljóst var á nið­ur­stöðu kosn­ing­anna að ákall var um breyt­ing­ar. Meiri­hlut­inn var kol­fall­inn og tvær burð­ar­stoðir hans töp­uðu umtals­verðu fylgi.

Nýr meiri­hluti var kynntur 12. júní í rjóðri við Breið­holts­laug. Hann sam­an­stóð af Sam­fylk­ingu, Við­reisn, Pírötum og Vinstri græn­um.

Í þeirri kynn­ingu kom fram að Dagur B. Egg­erts­­son,odd­viti Sam­­fylk­ing­ar, myndi halda áfram sem borg­­ar­­stjóri Reykja­vík­­­ur. Þór­­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, odd­viti Við­reisn­ar, yrði for­­maður borg­­ar­ráðs og Pawel Bar­toszek annar maður á lista Við­reisn­ar, yrði for­­seti borg­­ar­­stjórnar í þrjú ár en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata, myndi fyrst gegna því hlut­verki í eitt ár.

Hér að neðan má lesa helstu atriðin í meiri­hluta­sátt­mála flokk­anna fjög­urra sem kynntur var sam­hliða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar