Hverju lofar nýr meirihluti í Reykjavík?

Nýr meirihluti Reykjavíkurborgar var kynntur í morgun og samhliða var meirihlutasáttmála þeirra fjögurra flokka sem hann mynda dreift. Kjarninn hefur tekið saman það helsta í sáttmálanum sem beinlínis er lofað.

Nýr borgarmeirihluti 2018 – Skrifað undir
Auglýsing

Nýr meiri­hluti Reykja­vík­ur­borgar var kynntur í morgun og sam­hliða var meiri­hluta­sátt­mála þeirra fjög­urra flokka sem hann mynda dreift. Í sátt­mál­anum er farið um víðan völl þegar kemur að stjórnun og rekstri borg­ar­inn­ar, eins og tíðkast.

Kjarn­inn hefur tekið saman það helsta í sátt­mál­anum sem bein­línis er lof­að. Því hefur verið sleppt sem „stefna skal að“, „efla“ eða „skoða“ og svo fram­veg­is.

Umhverf­is-, skipu­lags- og sam­göngu­mál

Meiri­hlut­inn í Reykja­vík ætlar að gera Lauga­veg­inn að göngu­götu allt árið og ætlar að fylgja áfram gild­andi Aðal­skipu­lagi borg­ar­innar sem felur í sér áfram­hald­andi þétt­ingu byggð­ar.

Auglýsing

Meiri­hlut­inn lofar því að fjölga mat­jurtar­görðum og auka aðgengi að hreinu vatni í borg­ar­land­inu.

Því er lofað að ljúka skipu­lags­vinnu vegna fyrsta áfanga Borg­ar­línu og hefja fram­kvæmd­ir. Auk þess á að ná samn­ingum við ríkið vegna Borg­ar­lín­unn­ar.

Frítt verður í Strætó fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með full­orðnum auk þess sem tíðni verður aukin á helstu stofn­leiðum í 7,5 mín­útur á háanna­tím­um.

Gjald­skyld bíla­stæða­svæði verða stækkuð sem þýðir að greiða þarf gjald fyrir að leggja bif­reiðum víðar en nú er og gjald­skyldu­tím­inn lengd­ur.

Því er lofað að auka sorp­hirðu í borg­inni á álags­tím­um.

Hús­næð­is­mál

Meiri­hlut­inn ætlar að vinna með hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lögum sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni og lofar því að fjölga stúd­enta­í­búð­um, íbúðum eldra fólks og leigu­í­búðum verka­lýðs­fé­laga.

Því er lofað að fjölga félags­legum íbúðum í eigu borg­ar­innar um 500 á kjör­tíma­bil­inu og íbúðum fyrir sér­tæk búsetu­úr­ræði um að minnsta kosti 100.

Vel­ferð og lýð­heilsa

Hjúkr­un­ar­rýmum verður fjölg­að. Reglur varð­andi náms­styrki þeirra sem fá fjár­hags­að­stoð hjá borg­inni verða rýmkaðar og ald­urs­há­mark end­ur­skoð­að.

Setja á á fót búsetu­úr­ræði fyrir konur með geð- og fíkni­vanda.

Meg­in­reglan verður að borgin sinni vel­ferð­ar­þjón­ustu en vinni einnig með eink­að­ilum sam­kvæmt samn­ing­um.

Skóla- og frí­stunda­mál

Meiri­hlut­inn lofar því að fjölga ung­barna­deildum og byggja nýja leik­skóla.

Leggja á áherslu á borg­ar­rekna skóla en áfram stutt við sjálf­stætt starf­andi leik- og grunn­skóla.

Einn leik­skóli í hverju hverfi verður opinn yfir sum­ar­tím­ann í til­raun­ar­skyni.

Frá og með ára­mótum 2019 munu barna­fjöl­skyldur ein­ungis þurfa að borga náms­gjald fyrir eitt barn, þvert á skóla­stig. Frá og með ára­mótum 2021 skulu þær mest greiða fæð­is­gjöld fyrir tvö börn, þvert á skóla­stig.

Avinnu­mál og þjón­usta

Meiri­hlut­inn lofar því að stofna frum­kvöðla­sjóð til að auka fjöl­breytta atvinnu­starf­semi og end­ur­lífga hverfiskjarna.

Fjár­mál og rekstur

Útsvar verður óbreytt. Fast­eigna­skattar á atvinnu­hús­næði verða lækk­aðir úr 1,65 pró­sent í 1,60 pró­sent fyrir lok kjör­tíma­bils­ins.

Því er lofað að opna bók­hald borg­ar­innar alfarið á kjör­tíma­bil­inu.

Mal­bik­un­ar­stöðin Höfða fær nýja lóð og skoða hvort eigi að selja fyr­ir­tæk­ið.

Kynja­jafn­rétti og kjara­mál

Meiri­hlut­inn lofar því að eyða launa­mun kynj­anna hjá starfs­fólki borg­ar­inn­ar. Laun kvenna­stétta verða leið­rétt.

Eyðu­blöð verða upp­færð svo þau geri ráð fyrir öllum kynj­um.

Mann­rétt­inda- og lýð­ræð­is­mál

Klára á mæla­borð borg­ar­inn­ar. Fund­ar­gerðir og önnur opin­ber skjöl verða aðgengi­leg á net­inu og rekj­an­leg eftir inni­haldi.

Menn­ing­ar-, íþrótta- og tóm­stunda­mál

Safn Nínu Tryggva­dóttur verður opn­að.

Meiri­hlut­inn ætlar að klára bolta­hús í Graf­ar­vogi. Sund­laug í Úlf­arsár­dal verður klárað. Lokið verður við velli í Árbænum og Vík­inni og einnig verður lokið við fjöl­nota knatt­hús og bolta­hús í Mjódd.

Stjórn­kerfi

Fagráðum og nefndum borg­ar­innar verður fækk­að.

Mann­réttinda­ráð og stjórn­kerf­is- og lýð­ræð­is­ráð verða sam­einuð í nýtt mann­rétt­inda- og lýð­ræð­is­ráð.

Menn­ing­ar- og ferða­mála­ráð og íþrótta- og tóm­stunda­ráð verða sam­einuð í menn­ing­ar-, íþrótta og tóm­stunda­ráð. Ferða­málin munu heyra undir borg­ar­ráð, líkt og atvinnu­þróun og atvinnu­mál.

Lofts­lags­mál, loft­gæði, úrgangs­mál, sorp­hirða, mál­efni grænna svæða og umhirða, ásamt mál­efnum heil­brigð­is­nefndar munu heyra undir nýtt umhverf­is- og heil­brigð­is­mál. Núver­andi umhverf­is- og skipu­lags­mál fær nýtt heiti og verður fram­vegis skipu­lags- og sam­göngu­ráð.

Kosn­ingu í hverf­is­ráð verður frestað til ára­móta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar