Mynd: Bára Huld Beck

Viðvarandi atvinnuleysi getur skapað mikinn ójöfnuð

Ísland er í alvarlegri efnahagskreppu. Fyrirliggjandi er mörg hundruð milljarða króna tap á rekstri ríkissjóðs í ár, tugir þúsunda eru án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu um hvort þau lifi eða deyi. Kjarninn hitti alla þrjá leiðtoga stjórnarflokkanna til að ræða þeirra sýn út úr þeim aðstæðum sem nú blasa við. Síðust í röðinni er Katrín Jakobsdóttir.

Ég held að við getum séð stjórn­málin þró­ast í hvora átt­ina sem er. Ef okkur gengur vel í gegnum þetta þá held ég að við gætum séð traust á stjórn­mál vaxa. Í skamm­tíma­að­gerðum þá er þessi stemn­ing að fólk sé að gera sitt besta og við stöndum saman í gegnum það. Ef erf­ið­leik­arnir verða lang­vinnir þá eru meiri líkur á því að upp spretti öfl sem kalla eftir meiri lýð­skrum­spóli­tík. Þannig að ég held að það geti farið á hvort veg­inn sem er.“

Þetta segir Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra þegar hún er spurð hvort hún hafi áhyggjur af þeim lengri tíma áhrifum sem COVID-19  far­ald­ur­inn geti haft á stjórn­mál á Íslandi. Hún við­ur­kennir það líka að hafa ekk­ert hugsað um það und­an­farið hvenær næstu kosn­ingar eigi að fara fram, en kjör­tíma­bil­inu lýkur í síð­asta lagi í októ­ber á næsta ári. For­sæt­is­ráð­herra var búin að gefa það út að sam­tal myndi eiga sér stað um það á vett­vangi Alþingis í sumar hvort þær verði aftur að hausti, sem er óvenju­legt í Íslands­sög­unni, eða hvort þær verði til að mynda haldnar að vori líkt og hefð er fyr­ir. Við það ætlar hún að standa þannig að allir stjórn­mála­flokkar verði með skýra hug­mynd um hvenær næst verði kosið þegar næsti þing­vetur hefst. 

Auglýsing

Katrín seg­ist aldrei kvíða kosn­ing­um. Sú gjör­breyt­ing á aðstæðum íslensks efna­hags, og að ein­hverjum leyti sam­fé­lags, á örfáum vikum breyti þar engu um. „Hins vegar held ég að þegar ég horfi á und­an­farnar vikur – þær hafa verið þannig að þráð­ur­inn hefur oft verið stuttur í okkur öllum og þar af leið­andi hefur reynt sam­starf flokka í rík­is­stjórn – að það sam­starf hefur gengið mjög vel. Það hefur gengið vel að taka ákvarð­anir og ná saman á tímum þar sem það er mjög erfitt að taka ákvarð­an­ir.“

Kerfum umbylt til að takast á við far­aldur

Þótt far­ald­ur­inn og eft­ir­köst hans séu krefj­andi þá sér Katrín ýmis­legt áhuga­vert við stöð­una líka. Til að mynda standa allir þjóðir heims nán­ast á sama stað gagn­vart afleið­ingum far­ald­urs­ins og hún telur að það verði áhuga­vert að sjá hvaða lær­dóma heim­ur­inn muni draga af aðstæð­un­um. „Ég held nefni­lega að við munum geta dregið ákveðna lær­dóma af því hvernig til dæmis heil­brigð­is­kerfið birt­ist okkur í þessum far­aldri. Því er auð­vitað haldið að stórum hluta uppi af mjög stórum kvenna­stéttum sem hafa brugð­ist við þegar á bját­aði af ótrú­legum sveigj­an­leika og styrk­leika og í raun má segja að heil­brigð­is­kerf­inu hafi verið umbylt til að takast á við þennan far­ald­ur.

Katrín Jakobsdóttir segist aldrei kvíða kosningum. COVID-19 breyti engu þar um.
Mynd: Bára Huld Beck

Við sáum líka að skóla­kerfið okkar gerði nán­ast það sama. Nán­ast yfir nóttu fóru fram­halds­skólar og háskólar yfir í það að kenna í fjar­kennslu. sem fram að því hafði verið mjög flókið og erfitt verk­efni. Grunn- og leik­skólar umbreyttu líka sínum kennslu­hátt­um. Þannig að ég held að við getum mjög margt lært af þessum far­aldri, séð hvernig okkar sam­fé­lags­stoðir reyn­ast. 

Síðan höfum við verið að reyna að bregð­ast við, kannski með snarp­ari hætti en við gerðum 2008 og 2009, í síð­ustu kreppu, því sem við vitum að verða alltaf afleið­ingar svona ástandi. Þá er ég að tala um félags­leg vanda­mál og heil­brigð­is­vanda­mál sem eru ekki endi­lega tengd far­aldr­in­um, heldur eru til dæmis geð­heilsu­tengd. Við erum að reyna að bregð­ast við með því að koma með inn­spýt­ingu núna inn í þá mála­flokka.“

Með reynslu af til­tekt eftir efna­hags­á­fall

Katrín sat í rík­is­stjórn­inni sem tók við völdum snemma árs 2009, eftir banka­hrun­ið. Þá var hún mennta­mála­ráð­herra. 

Katrín og Svandís Svavarsdóttir sátu báðar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem tók við völdum í kjölfar bankahrunsins.
Mynd: Stjórnarráðið

Ásamt Svandísi Svav­ars­dótt­ur, sam­flokks­konu sinni, og Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, sem var heil­brigð­is­ráð­herra þegar hrunið skall á, er hún eini ráð­herr­ann við rík­is­stjórn­ar­borðið sem hefur reynslu af því að sitja við stjórn þegar efna­hags­á­fall ríður yfir, eða þegar þarf að ráð­ast í fyrstu aðgerðir til að taka til eftir það. 

Síð­ast kom stór hluti batans með auk­inni lands­fram­leiðslu sem rekja mátti til ótrú­legs vaxtar í umfangi ferða­þjón­ust­u. 

Katrín seg­ist muna vel eftir þeim rík­is­stjórn­ar­fundi þar sem ákveðið var að ráð­ast í mark­aðs­her­ferð­ina „In­spired ­by Iceland“ í kjöl­far þess að Eyja­fjalla­jök­ull gaus og kyrr­setti meira og minna flug­um­ferð í Evr­ópu. 

Þá hafi rík­is­stjórnin talið að gosið myndi leggja ferða­þjón­ustu hér­lendis í rúst, en það reynd­ist svo, eftir á að hyggja, verða stærsta mark­aðs­setn­ing henn­ar. „Það átti kannski eng­inn von á því þá að ferða­þjón­ustan myndi fara í þennan veld­is­vöxt sem hún fór í. Og kannski að ein­hverju leyti gefur ástandið núna – af því að það er alltaf tæki­færi í öllum stöðum – okkur tæki­færi til að ígrunda aðeins hvernig við viljum halda áfram með ferða­þjón­ust­una. Ég held að hún eigi sér fram­tíð af því að ég held að Ísland sé staður sem fólk muni vilja heim­sækja. Það tengi ég fyrst og fremst við nátt­úr­una, en líka við sam­fé­lagið sjálft. Ég held að það sé gaman að koma til Íslands. 

Auglýsing

En þetta mun taka tíma. Ferða­þjón­ustan hefur sjálf markað sér stefnu í átt að ákveð­inni sjálf­bærni þegar kemur að umhverf­is­mál­um. Hún vill stefna í átt að sér­stöðu og læra af þeim þjóðum sem hafa náð árangri í því, þar sem er meiri stýr­ing á ferða­mönn­um. það eru ákveðin tæki­færi í að fara hraðar í átt að þeirri stefn­u.“

Ekki þrýst á stór­iðju í dag

Katrín segir það þó ekki vera neitt leynd­ar­mál að hún telji að það þurfi fleiri stoðir undir íslenska efna­hags­kerf­ið. Þar finnst for­sæt­is­ráð­herra helst skorta á í þekk­ing­ar­geir­an­um. Hér megi bæta í grunn­rann­sókn­ir, þró­un, nýsköpun og vöxt skap­andi greina. Í raun alla geira sem eru ekki auð­linda­háðir á sama hátt og ferða­þjón­usta, sjáv­ar­út­vegur og áliðn­aður eru, heldur byggja fyrst og fremst á hug­vit­i. 

Katrín segir að stjórn­völd séu að senda skýr merki um að þau vilji nýta þá stöðu sem nú er uppi til að styrkja þessar stoð­ir. Feta þurfi ákveð­inn milli­veg. Þótt vand­inn sem við blasi sé til skemmri tíma þá þurfi ekki ein­ungis að fara í skamm­tíma­að­gerð­ir. Vissu­lega sé ráð­ist í þær líka, til dæmis hefð­bundnar fjár­fest­ingar í sam­göngu­mann­virkj­um, bygg­inga­fram­kvæmdum og útvíkkun á end­ur­greiðslu á virð­is­auka­skatti til að örva þann geira. En það er líka verið að fjár­festa 500 millj­ónum króna á þessu ári í mat­væla­fram­leiðslu. „Þar eru hug­myndir allt frá auk­inni áherslu á líf­ræna ræktun upp í hátækni­vædd gróð­ur­hús. Ég held að sumt af þessu mun skila störfum strax, annað mun þurfa lengri með­göngu­tíma. En ég held að það sé mik­il­vægt að aðgerðir stjórn­valda séu ekki bara til skemmri tíma. Að þar séum við líka að leggja inn í fram­tíð­ina. 

Þar dreg ég líka lær­dóm af árunum 2009 til 2013 þegar við fórum í fjár­fest­ing­ar­á­ætlun árið 2012, eftir að hafa verið í miklum nið­ur­skurði. Við sáum merki þess í hug­verka­geir­anum til­tölu­lega hratt sem hefur haft raun­veru­leg áhrif á vöxt hans á Ísland­i.“

Þeirri áætlun var þó kippt úr sam­bandi að mestu þegar rík­is­stjórn­ar­skipti urðu vorið 2013 og ný stjórn, með gjör­ó­líkar áhersl­ur, tók við völd­um. Katrín segir að það sem hafi breyst frá þessum tíma sé að almennar hug­myndir um lausnir nú eru allt aðr­ar. „Á þessum tíma var þrýst­ing­ur­inn á frek­ari stór­iðju og orku­frekan iðn­að. Við sjáum allt aðra umræðu í dag. Og miklu meiri áherslu á það sem ég er að tala um. Þennan hug­verka­geira.“

Mik­il­væg­asta verk­efnið að vinna á atvinnu­leysi

Það er margt ólíkt með krepp­unni sem fylgdi banka­hrun­inu og þeirri sem við stöndum frammi fyrir í dag. Aug­ljós­ast er að staða rík­is­sjóðs, heim­ila og fyr­ir­tækja er allt önnur og betri til að takast á við sam­drátt en hún var fyrir rúmum ára­tug. Efna­hags­kerfið er sjálf­bær­ara og sterk staða byggir á raun­veru­legri verð­mæta­sköp­un, ekki lán­tökum eins og þá sem skil­aði land­inu í ótrú­lega skulda­súpu.

Þá lagð­ist kreppan þungt á launa­fólk í gegnum mjög þungt verð­bólgu­skot og tug pró­senta geng­is­fall. Þótt margir hafi misst vinn­una þá rætt­ist nokkuð fljótt úr þeim aðstæðum og innan fárra ára var íslenskt efna­hags­kerfi farið að búa til mun fleiri störf á ári en vinnu­mark­að­ur­inn gat staðið und­ir. Því þurfti til gríð­ar­lega aukn­ingu á inn­fluttu vinnu­afli til að manna störf­in. 

Nú blasir hins vegar við gríð­ar­legt atvinnu­leysi, enda fyr­ir­liggj­andi að hin mann­afla­freka ferða­þjón­usta verði í besta falli skugg­inn af sjálfri sér á þessu ári, og lík­ast til á hinu næsta lík­a. 

Segja má að verð­bólga og geng­is­fall séu vanda­mál sem lendi jafn þungt á flesta laun­þega. Atvinnu­leysi leggst hins vegar mun þyngra á þá sem missa vinn­una en hina sem mynda sam­fé­lagið og halda tekjum sín­um. Ein afleið­ing af langvar­andi atvinnu­leysi getur því mjög auð­veld­lega orðið auk­inn ójöfn­uð­ur.

Forsætisráðherra segir veginn framundan vera markaðann af því að fjölga stoðum undir íslenska hagkerfið, með áherslu á hugverksdrifnar starfsgreinar.
Mynd: Bára Huld Beck

Katrín er með­vituð um þessa stöðu. „Ég held að það sé mjög víð­tæk póli­tísk sam­staða um það, þvert á flokka á þingi, að þetta sé mik­il­væg­asta verk­efn­ið. Það er að tryggja að atvinnu­leysi verði ekki við­var­andi. Þess vegna hefur verið við­var­andi stuðn­ingur við þessar bæði skamm­tíma- og lang­tíma fjár­fest­ingar sem við erum að ráð­ast í. Ég held að allir átti sig á því að þetta er stóra verk­efn­ið. Ekki bara til að auka verð­mæta­sköpun á nýjan leik heldur vegna þess að við­var­andi atvinnu­leysi getur skapað mik­inn ójöfn­uð. 

Það væri mikil aft­ur­för á Íslandi, þar sem við höfum haft mesta tekju­jöfnuð í hópi OECD-­ríkja, meðal ann­ars vegna þess að verka­lýðs­hreyf­ingin hefur lagt mikla áherslu á að hækka lægstu laun og náð tölu­verðum árangri í þeim efn­um,  ef við förum að horfa upp á slíka stöðu mynd­ast.“

Umhverf­is- og loft­lags­mál líka hörð efna­hags­mál

Katrín telur að Íslend­ingar eigi að nýta sér aðstæður nú til að hraða breyt­ingum í umhverf­is- og loft­lags­mál­um. Það felist til að mynda mikil tæki­færi að beina opin­berum fjár­fest­ingum sem ætlað er að auka verð­mæta­sköpun í grænar fjár­fest­ing­ar. „Við erum auð­vitað komin af stað í orku­skipti, og fórum af stað í ár að flýta þeim með við­bót­ar­fjár­veit­ingu til orku­skipta í sam­göng­um. Það eru mikli fleiri mögu­leik­ar. Nýju verk­efnin þar eru til dæmis raf­væð­ing hafna, sem er auð­vitað stór­mál fram í tím­ann fyrir Ísland. En við þurfum líka að horfa á aðra orku­gjafa, til dæmis í þunga­flutn­ing­um, sem eru mál sem við erum ekki komin nægj­an­lega langt með en gætum hugs­an­lega nýtt tæki­færið núna til að auka við rann­sóknir og þróun þar, til dæmis er varðar nýt­ingu vetn­is, svo ég nefni eitt dæmi, í þunga­flutn­inga.“

Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur þegar fundað um aðgerð­ar­á­ætlun sína í loft­lags­málum og rætt hvort hún sé reiðu­búin að halda áfram með þau mark­mið sem hún var búin að setja sér. „Það er fullur vilji til þess. En hins vegar hef ég áhyggjur af þessum málum á heims­vísu. Þau voru auð­vitað í ákveð­inni kreppu fyr­ir, þar sem til að mynda Banda­ríkin voru búin að segja sig frá Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Það sem maður skynjar eru miklar áhyggjur hjá þeim sem hafa verið að berj­ast fyrir þessum mál­um, aðal­lega gras­rót­ar­sam­tök­um, að COVID verði til þess að þessi mál lendi neðar á for­gangs­lista rík­is­stjórna. Þetta er dálítið eins og jafn­rétt­is­mál­in. Fólk ótt­ast að þessi mál fari aftar í röð­ina af því að nú sé verið að fást við hin hörðu efna­hags­mál. Á meðan ég segi að loft­lags- og jafn­rétt­is­málin eigi líka að vera hörð efna­hags­mál.“ 

Vildi ekki stýra landi án atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfis

Það blasir þó við að hall­inn á rík­is­sjóði næstu tvö ár hið minnsta verður gríð­ar­leg­ur. Sviðs­myndir stjórn­valda nú gera ráð fyrir að hann verði 250 til 300 millj­arðar króna bara í ár. Á ein­hverjum tíma gæti þurft að ráð­ast í aðgerðir til að aðlaga opin­bera rekst­ur­inn að þeim veru­leika, ef ekki tekst að keyra lands­fram­leiðslu upp hratt. 

Katrín minnir aftur á að staðan sé þó allt önnur en á árunum 2008 og 2009, þegar hall­inn á rekstri rík­is­sjóðs hljóp líka á hund­ruðum millj­örðum króna. Í dag sé ekki knýj­andi þörf á því að aðlaga rík­is­rekst­ur­inn að tekjum þjóð­ar­bús­ins á tveimur til þremur árum, líkt og var þegar Íslandi hafi verið í gjör­gæslu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins. „Nú erum við í sömu stöðu og allar aðrar þjóðir og ég held að flestar þjóðir séu að horfa á stöð­una þannig að þetta sé áfall sem muni taka tíma að vinna nið­ur. Við erum ekki í ein­hverju kapp­hlaupi við að ná niður hall­anum á sem skemmstum tíma. 

Ég sagði áðan að heil­brigð­is­kerf­ið, skóla­kerfið og félags­lega kerfið hefðu sannað mik­il­vægi sitt. Ég myndi ekki vilja sitja í þeirri stöðu núna að stýra landi þar sem ekki væri atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfi, svo dæmi sé tek­ið. Þannig að ég held að þessi kerfi sýni hversu miklu máli það skiptir að vera með vel­ferð­ar­kerfi þótt við deilum um það á okkar dag­lega vett­vangi hvort það sé nægj­an­lega gott.“

Hægt að auka sjálf­virkni og fækka sveit­ar­fé­lögum

Að því sögðu þá telur Katrín samt sem áður að það séu tæki­færi til að beita aðhaldi í rík­is­rekstri. Þar vísar hún í fjár­fest­ingar sem telja má til fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar og hafa það mark­mið að skila bættri þjón­ustu við borg­ar­anna en að sama skapi minni umsvifum rík­is­ins á þeim sviðum sem þær ná til. „Þar erum við að horfa á verk­efni á borð við Staf­rænt Ísland, aukna sjálf­virkni í kerf­inu og bæta þessi opin­beru kerfi okk­ar. Það má eig­in­lega segja að þessi far­aldur virki dálítið eins og hrað­all inn í það umhverf­i.“Auglýsing

Hún er líka þeirrar skoð­unar að það eigi að stefna að frek­ari sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga, sem eru 70 tals­ins í dag. „Ég held að um leið og við erum að tala um að við viljum færa frek­ari verk­efni til sveit­ar­fé­lag­anna, og þau hafa auð­vitað gríð­ar­lega mik­il­vægum verk­efnum nú þegar að gegna, þá sé það eðli­leg þróun að þau verði stærri of öfl­ugri til þess að takast á við þetta.

Þingið hefur talað í sinni stefnu­mótum um að það vilji stefna að færri sveit­ar­fé­lögum og sterk­ari. Það er það sem stendur yfir. Og ég er ekki í nokkrum vafa að þessi staða mun virka hvetj­andi í þá átt.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar