Maðkur í dönsku varnarmálamysunni

Málefni danska hersins og varnarmálaráðuneytis Danmerkur hafa um árabil ratað reglulega í danska fjölmiðla. Það eru þó ekki afrek í hernaði sem þótt hafa fréttnæm heldur frændhygli og fjármálaóreiða.

Hans Høyer, yfirmaður Rekstrardeildarinnar.
Hans Høyer, yfirmaður Rekstrardeildarinnar.
Auglýsing

Þann 5. des­em­ber í fyrra birti danska Rík­is­end­ur­skoð­unin harð­orða skýrslu um margs­konar óreiðu í bók­haldi Rekstr­ar­deildar fast­eigna danska hers­ins. Starfs­menn deild­ar­innar eru sam­tals tæp­lega tvö þús­und, þeir hafa á sinni könnu umsjón með fast­eignum hers­ins, við­haldi þeirra, og sjá jafn­framt um útleigu húsa og íbúða sem her­inn á. Hús­eignir hers­ins eru um það bil sex þús­und tals­ins, vítt og breitt í Dan­mörku. Enn­fremur ann­ast Rekstr­ar­deildin umsjón og við­hald fjöl­margra æfinga­svæða og vega sem til­heyra hern­um. Það er því í mörg horn að líta. Rekstr­ar­deildin fékk á síð­asta ári úthlutað tveimur millj­örðum danskra króna (42 millj­örðum íslenskum) til rekstr­ar­ins, þ.e  launum starfs­fólks ásamt við­haldi og end­ur­bótum á fast­eignum hers­ins. 

Vinna við áður­nefnda skýrslu hafði staðið yfir um nokk­urt skeið og það var stjórn­endum Rekstr­ar­deildar hers­ins og yfir­mönnum varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins vel kunn­ugt um. Ráð­herr­ann vissi hins­vegar ekk­ert um að þessi skýrsla væri á leið­inni, og enn síður um inni­hald­ið.

1. nóv­em­ber, mán­uði áður en skýrslan birtist, fékk Hans Høyer, yfir­maður Rekstr­ar­deild­ar­inn­ar, ekki bara útborgað eins og venju­lega. Auk hinna föstu launa höfðu verið lagðar inn á banka­bók hans 696.276.- krónur (tæpar 15 millj­ónir íslenskar). Skýr­ingin á milli­færsl­unni var að ráðn­ing­ar­samn­ingur hans var að renna út og greiðslan því eins­konar starfs­loka­samn­ing­ur. En hann var reyndar ekki að hætta, sam­fara þessum starfs­lokum tók nefni­lega gildi nýr samn­ing­ur. Sam­kvæmt honum varð engin breyt­ing, Hans Høyer hélt áfram sem yfir­mað­ur, allt var óbreytt.  

Auglýsing
Þetta var ekki eina auka­greiðslan sem Hans Høyer hafði fengið síðan hann varð yfir­maður Rekstra­deild­ar­inn­ar. Síðan deildin varð til árið 2014 (við skipu­lag­breyt­ing­ar) hafa fjórir yfir­menn, þar á meðal Hans Høyer sam­tals fengið sér­stakar auka­greiðsl­ur, 925 þús­und krónur (tæpar 20 millj­ónir íslenskar).

Ráð­herr­ann lét segja sér þetta tvisvar

Trine Bram­sen varn­ar­mála­ráð­herra frétti fyrst af skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar og „starfs­loka­greiðsl­unni“ að kvöldi 4. des­em­ber í fyrra, kvöldið áður en skýrslan var birt. Og var ekki skemmt. „Fyrst hélt ég að þetta væri spaug“ sagði ráð­herr­ann sem upp­götv­aði fljót­lega að svo var ekki. „Ég get ekki skilið að ein­hver, sem þar að auki er mjög vel laun­að­ur, þurfi að fá sér­staka auka­greiðslu. Tala nú ekki um þegar ein­ungis er verið að end­ur­nýja ráðn­ing­ar­samn­ing“ sagði ráð­herr­ann. „Og datt engum í hug að setja spurn­ing­ar­merki við end­ur­ráðn­ingu Hans Høyer? Í hans stjórn­ar­tíð hefur hvert hneyksl­is­málið rekið annað innan þess­arar stofn­un­ar, mér blöskr­ar“ sagði Trine Bram­sen. 

Hún sagði að samn­ingar um þessa svo­nefndu bónusa væru til­komnir löngu fyrir sína ráð­herra­tíð og hún gæti engu um þá breytt. 

Sendi yfir­mann­inn heim

Þótt Trine Bram­sen varn­ar­mála­ráð­herra  gæti ekki dregið „starfs­loka­greiðsl­una“ til baka sat hún ekki aðgerð­ar­laus. Skömmu eftir að upp­lýst varð um hinn end­ur­nýj­aða ráðn­ing­ar­samn­ing og marg­nefnda „starfs­loka­greiðslu“ var ákveðið að Hans Høyer færi í ótíma­bundið leyfi. Hvenær, og hvort, hann snýr til baka er óvíst. 

Tveir hátt­settir emb­ætt­is­menn í varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu hafa sömu­leiðis verið sendir í leyfi.

Ekki eina málið

Mál Hans Høyer er síður en svo eina hneyksl­is­málið sem varðar varn­ar­mála­ráðu­neytið og stofn­anir þess. Næst­kom­andi þriðju­dag, 19. maí, fellur dómur í máli eins af yfir­mönnum hers­ins, sá heitir Hans-Christ­ian Mathiesen. Honum er gefið að sök að hafa gefið fyr­ir­skip­anir varð­andi breyt­ingar á inn­töku­skil­yrðum í her­inn. Breyt­ingar sem gerðu þáver­andi unn­ustu hans , og núver­andi eig­in­konu, kleift að sækja um inn­göngu. Í kjöl­farið fékk kærastan inn­göngu í her­inn. Síðar hafði Hans -Christ­ian enn­fremur hringt í einn af yfir­mönnum sínum til að mæla með að kærastan fengi stöðu­hækk­un. Sem hún fékk reyndar ekki. Rétt­ar­höldin sem nú standa yfir snú­ast einmitt um þetta atriði; hvort Hans-Christ­ian Mathiesen hafi mis­notað aðstöðu sína í þágu kærust­unn­ar.  Við rétt­ar­höldin hefur einnig komið fram að kærastan hafði aðgang að tölvu­póst­hólfi Hans-Christ­ian Mathiesen en slíkt stríðir algjör­lega gegn reglum hers­ins. Eftir að upp komst um mál­ið, árið 2018, var Hans-Christ­ian Mathiesen sendur í leyfi og síðar lækk­aður í tign. Fram­tíð hans í hernum ræðst vænt­an­lega næst­kom­andi þriðju­dag, 19. maí þegar dómur fellur í máli hans. 

Dag­blaðið Politi­ken hefur fjallað ítar­lega um mál­efni varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins og Rekstr­ar­deild­ar­inn­ar. Í umfjöllun blaðs­ins hefur komið fram að Thomas Arhenkiel ráðu­neyt­is­stjóri varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins er ekki í góðum mál­um. Hann dró, eins og áður var nefnt, í lengstu lög að til­kynna ráð­herr­anum um skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, sem hlýtur að telj­ast óeðli­legt. Og enn­fremur hefur komið fram að hann sat fund þar sem tekin var ákvörðun um sér­staka auka­greiðslu, og launa­hækkun til upp­lýs­inga­full­trúa ráðu­neyt­is­ins, en það vill svo til að sú kona er unnusta ráðu­neyt­is­stjór­ans. Þessi tengsl eru gagn­rýnd í skýrsl­unni áður­nefndu en ráðu­neyt­is­stjór­inn situr enn.  

Mörg fleiri dæmi um frænd­hygli og óeðli­leg afskipti yfir­manna hers­ins mætti tína til en verða ekki nefnd hér.

Lét Rekstr­ar­deild­ina borga end­ur­bætur og við­bygg­ingu

Fyrir fjórum árum komst upp að starfs­maður Rekstr­ar­deild­ar­innar hafði látið byggja við ein­býl­is­hús sitt og jafn­framt end­ur­nýja inn­rétt­ingar og gera við þak og vegg­klæð­ing­ar. Ekk­ert við þetta að athuga, nema það að hús­eig­and­inn, starfs­maður Rekstr­ar­deildar fast­eigna hers­ins, hafði búið svo um hnút­ana að Rekstr­ar­deildin borg­aði brús­ann. 

Sá brúsi kost­aði 1.734.000 danskar krónur (37 millj­ónir íslenskar). Starfs­mað­ur­inn (hús­eig­and­inn) sá um að skrifa uppá reikn­inga sem bár­ust til Rekstr­ar­deild­ar­innar og því voru , ef svo mætti að orði kom­ast, hæg heima­tök­in. Sam­kvæmt vinnu­reglum Rekstr­ar­deild­ar­innar eiga tveir starfs­menn að skrifa uppá reikn­inga og sá sem hafði „að­stoð­að“ fékk í stað­inn tvö vönduð garð­hlið, úr smíða­járni, og lim­gerð­is­plönt­ur. Þessir tveir starfs­menn Rekstr­ar­deild­ar­innar hafa nýlega verið ákærðir vegna máls­ins en dómur er ekki fall­inn.

Og svo er það þvotta­húsið

Nýjasta málið sem varðar varn­ar­mála­ráðu­neytið og kom­ist hefur í fréttir í Dan­mörku er allt ann­ars eðl­is. Sýnir hins­vegar slæ­legt eft­ir­lit. Árið 2015, eftir útboð, samdi inn­kaupa­deild Varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­tækið A-Vask, efna­laug og þvotta­hús um þvott, hreinsun og við­gerðir á ein­kenn­is­bún­ingum og vinnu­fatn­aði hers­ins. A-Vask var þá lítið fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki og eig­end­urnir him­in­lif­andi yfir að hafa fengið samn­ing við her­inn. 

Fyr­ir­tækið þvoði, hreins­aði og press­aði bún­inga, og vinnu­fatn­að, gerði við göt, skipti um rennilása og setti nýja hnappa á fötin þegar þess var þörf. Innan hers­ins var ánægja með þjón­ust­una. Árið 2019 urðu eig­enda­skipti á A-Vask. Nýju eig­end­urn­ir, Ber­end­sen Textil upp­götv­uðu að A-Vask hefði lík­lega „smurt“ á reikn­ing­ana og til­kynntu það inn­kaupa­deild hers­ins. Þegar málið var rann­sakað kom í ljós að grunur Ber­end­sen Textil hafði við rök að styðj­ast. A-Vask hafði „smurt“ mynd­ar­lega á reikn­ing­ana, um það bil 13 millj­ónum danskra króna (276 millj­ónir íslenskar) á fjög­urra ára tíma­bili, frá 2015 til 2019. Þetta mál er nýtil­komið og óljóst hvort gefin verður út ákæra á hendur fyrr­ver­andi eig­enda A-Vask. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar