Maðkur í dönsku varnarmálamysunni

Málefni danska hersins og varnarmálaráðuneytis Danmerkur hafa um árabil ratað reglulega í danska fjölmiðla. Það eru þó ekki afrek í hernaði sem þótt hafa fréttnæm heldur frændhygli og fjármálaóreiða.

Hans Høyer, yfirmaður Rekstrardeildarinnar.
Hans Høyer, yfirmaður Rekstrardeildarinnar.
Auglýsing

Þann 5. des­em­ber í fyrra birti danska Rík­is­end­ur­skoð­unin harð­orða skýrslu um margs­konar óreiðu í bók­haldi Rekstr­ar­deildar fast­eigna danska hers­ins. Starfs­menn deild­ar­innar eru sam­tals tæp­lega tvö þús­und, þeir hafa á sinni könnu umsjón með fast­eignum hers­ins, við­haldi þeirra, og sjá jafn­framt um útleigu húsa og íbúða sem her­inn á. Hús­eignir hers­ins eru um það bil sex þús­und tals­ins, vítt og breitt í Dan­mörku. Enn­fremur ann­ast Rekstr­ar­deildin umsjón og við­hald fjöl­margra æfinga­svæða og vega sem til­heyra hern­um. Það er því í mörg horn að líta. Rekstr­ar­deildin fékk á síð­asta ári úthlutað tveimur millj­örðum danskra króna (42 millj­örðum íslenskum) til rekstr­ar­ins, þ.e  launum starfs­fólks ásamt við­haldi og end­ur­bótum á fast­eignum hers­ins. 

Vinna við áður­nefnda skýrslu hafði staðið yfir um nokk­urt skeið og það var stjórn­endum Rekstr­ar­deildar hers­ins og yfir­mönnum varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins vel kunn­ugt um. Ráð­herr­ann vissi hins­vegar ekk­ert um að þessi skýrsla væri á leið­inni, og enn síður um inni­hald­ið.

1. nóv­em­ber, mán­uði áður en skýrslan birtist, fékk Hans Høyer, yfir­maður Rekstr­ar­deild­ar­inn­ar, ekki bara útborgað eins og venju­lega. Auk hinna föstu launa höfðu verið lagðar inn á banka­bók hans 696.276.- krónur (tæpar 15 millj­ónir íslenskar). Skýr­ingin á milli­færsl­unni var að ráðn­ing­ar­samn­ingur hans var að renna út og greiðslan því eins­konar starfs­loka­samn­ing­ur. En hann var reyndar ekki að hætta, sam­fara þessum starfs­lokum tók nefni­lega gildi nýr samn­ing­ur. Sam­kvæmt honum varð engin breyt­ing, Hans Høyer hélt áfram sem yfir­mað­ur, allt var óbreytt.  

Auglýsing
Þetta var ekki eina auka­greiðslan sem Hans Høyer hafði fengið síðan hann varð yfir­maður Rekstra­deild­ar­inn­ar. Síðan deildin varð til árið 2014 (við skipu­lag­breyt­ing­ar) hafa fjórir yfir­menn, þar á meðal Hans Høyer sam­tals fengið sér­stakar auka­greiðsl­ur, 925 þús­und krónur (tæpar 20 millj­ónir íslenskar).

Ráð­herr­ann lét segja sér þetta tvisvar

Trine Bram­sen varn­ar­mála­ráð­herra frétti fyrst af skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar og „starfs­loka­greiðsl­unni“ að kvöldi 4. des­em­ber í fyrra, kvöldið áður en skýrslan var birt. Og var ekki skemmt. „Fyrst hélt ég að þetta væri spaug“ sagði ráð­herr­ann sem upp­götv­aði fljót­lega að svo var ekki. „Ég get ekki skilið að ein­hver, sem þar að auki er mjög vel laun­að­ur, þurfi að fá sér­staka auka­greiðslu. Tala nú ekki um þegar ein­ungis er verið að end­ur­nýja ráðn­ing­ar­samn­ing“ sagði ráð­herr­ann. „Og datt engum í hug að setja spurn­ing­ar­merki við end­ur­ráðn­ingu Hans Høyer? Í hans stjórn­ar­tíð hefur hvert hneyksl­is­málið rekið annað innan þess­arar stofn­un­ar, mér blöskr­ar“ sagði Trine Bram­sen. 

Hún sagði að samn­ingar um þessa svo­nefndu bónusa væru til­komnir löngu fyrir sína ráð­herra­tíð og hún gæti engu um þá breytt. 

Sendi yfir­mann­inn heim

Þótt Trine Bram­sen varn­ar­mála­ráð­herra  gæti ekki dregið „starfs­loka­greiðsl­una“ til baka sat hún ekki aðgerð­ar­laus. Skömmu eftir að upp­lýst varð um hinn end­ur­nýj­aða ráðn­ing­ar­samn­ing og marg­nefnda „starfs­loka­greiðslu“ var ákveðið að Hans Høyer færi í ótíma­bundið leyfi. Hvenær, og hvort, hann snýr til baka er óvíst. 

Tveir hátt­settir emb­ætt­is­menn í varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu hafa sömu­leiðis verið sendir í leyfi.

Ekki eina málið

Mál Hans Høyer er síður en svo eina hneyksl­is­málið sem varðar varn­ar­mála­ráðu­neytið og stofn­anir þess. Næst­kom­andi þriðju­dag, 19. maí, fellur dómur í máli eins af yfir­mönnum hers­ins, sá heitir Hans-Christ­ian Mathiesen. Honum er gefið að sök að hafa gefið fyr­ir­skip­anir varð­andi breyt­ingar á inn­töku­skil­yrðum í her­inn. Breyt­ingar sem gerðu þáver­andi unn­ustu hans , og núver­andi eig­in­konu, kleift að sækja um inn­göngu. Í kjöl­farið fékk kærastan inn­göngu í her­inn. Síðar hafði Hans -Christ­ian enn­fremur hringt í einn af yfir­mönnum sínum til að mæla með að kærastan fengi stöðu­hækk­un. Sem hún fékk reyndar ekki. Rétt­ar­höldin sem nú standa yfir snú­ast einmitt um þetta atriði; hvort Hans-Christ­ian Mathiesen hafi mis­notað aðstöðu sína í þágu kærust­unn­ar.  Við rétt­ar­höldin hefur einnig komið fram að kærastan hafði aðgang að tölvu­póst­hólfi Hans-Christ­ian Mathiesen en slíkt stríðir algjör­lega gegn reglum hers­ins. Eftir að upp komst um mál­ið, árið 2018, var Hans-Christ­ian Mathiesen sendur í leyfi og síðar lækk­aður í tign. Fram­tíð hans í hernum ræðst vænt­an­lega næst­kom­andi þriðju­dag, 19. maí þegar dómur fellur í máli hans. 

Dag­blaðið Politi­ken hefur fjallað ítar­lega um mál­efni varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins og Rekstr­ar­deild­ar­inn­ar. Í umfjöllun blaðs­ins hefur komið fram að Thomas Arhenkiel ráðu­neyt­is­stjóri varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins er ekki í góðum mál­um. Hann dró, eins og áður var nefnt, í lengstu lög að til­kynna ráð­herr­anum um skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, sem hlýtur að telj­ast óeðli­legt. Og enn­fremur hefur komið fram að hann sat fund þar sem tekin var ákvörðun um sér­staka auka­greiðslu, og launa­hækkun til upp­lýs­inga­full­trúa ráðu­neyt­is­ins, en það vill svo til að sú kona er unnusta ráðu­neyt­is­stjór­ans. Þessi tengsl eru gagn­rýnd í skýrsl­unni áður­nefndu en ráðu­neyt­is­stjór­inn situr enn.  

Mörg fleiri dæmi um frænd­hygli og óeðli­leg afskipti yfir­manna hers­ins mætti tína til en verða ekki nefnd hér.

Lét Rekstr­ar­deild­ina borga end­ur­bætur og við­bygg­ingu

Fyrir fjórum árum komst upp að starfs­maður Rekstr­ar­deild­ar­innar hafði látið byggja við ein­býl­is­hús sitt og jafn­framt end­ur­nýja inn­rétt­ingar og gera við þak og vegg­klæð­ing­ar. Ekk­ert við þetta að athuga, nema það að hús­eig­and­inn, starfs­maður Rekstr­ar­deildar fast­eigna hers­ins, hafði búið svo um hnút­ana að Rekstr­ar­deildin borg­aði brús­ann. 

Sá brúsi kost­aði 1.734.000 danskar krónur (37 millj­ónir íslenskar). Starfs­mað­ur­inn (hús­eig­and­inn) sá um að skrifa uppá reikn­inga sem bár­ust til Rekstr­ar­deild­ar­innar og því voru , ef svo mætti að orði kom­ast, hæg heima­tök­in. Sam­kvæmt vinnu­reglum Rekstr­ar­deild­ar­innar eiga tveir starfs­menn að skrifa uppá reikn­inga og sá sem hafði „að­stoð­að“ fékk í stað­inn tvö vönduð garð­hlið, úr smíða­járni, og lim­gerð­is­plönt­ur. Þessir tveir starfs­menn Rekstr­ar­deild­ar­innar hafa nýlega verið ákærðir vegna máls­ins en dómur er ekki fall­inn.

Og svo er það þvotta­húsið

Nýjasta málið sem varðar varn­ar­mála­ráðu­neytið og kom­ist hefur í fréttir í Dan­mörku er allt ann­ars eðl­is. Sýnir hins­vegar slæ­legt eft­ir­lit. Árið 2015, eftir útboð, samdi inn­kaupa­deild Varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­tækið A-Vask, efna­laug og þvotta­hús um þvott, hreinsun og við­gerðir á ein­kenn­is­bún­ingum og vinnu­fatn­aði hers­ins. A-Vask var þá lítið fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki og eig­end­urnir him­in­lif­andi yfir að hafa fengið samn­ing við her­inn. 

Fyr­ir­tækið þvoði, hreins­aði og press­aði bún­inga, og vinnu­fatn­að, gerði við göt, skipti um rennilása og setti nýja hnappa á fötin þegar þess var þörf. Innan hers­ins var ánægja með þjón­ust­una. Árið 2019 urðu eig­enda­skipti á A-Vask. Nýju eig­end­urn­ir, Ber­end­sen Textil upp­götv­uðu að A-Vask hefði lík­lega „smurt“ á reikn­ing­ana og til­kynntu það inn­kaupa­deild hers­ins. Þegar málið var rann­sakað kom í ljós að grunur Ber­end­sen Textil hafði við rök að styðj­ast. A-Vask hafði „smurt“ mynd­ar­lega á reikn­ing­ana, um það bil 13 millj­ónum danskra króna (276 millj­ónir íslenskar) á fjög­urra ára tíma­bili, frá 2015 til 2019. Þetta mál er nýtil­komið og óljóst hvort gefin verður út ákæra á hendur fyrr­ver­andi eig­enda A-Vask. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar