Bára Huld Beck

Það er ekki hægt að meta störf fólks bara með stimpilklukkunni

Ísland er í alvarlegri efnahagskreppu. Fyrirliggjandi er mörg hundruð milljarða króna tap á rekstri ríkissjóðs í ár, tugir þúsunda eru án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu um hvort þau lifi eða deyi. Kjarninn hitti alla þrjá leiðtoga stjórnarflokkanna til að ræða þeirra sýn út úr þeim aðstæðum sem nú blasa við. Í dag er rætt við Sigurð Inga Jóhannsson.

Við erum erum ekki að fara til baka og end­ur­skapa sam­fé­lagið 2019. Ég held að það þurfi allir að gera sér það ljóst. Við erum að fara að halda áfram í þró­un­inni og hún ger­ist býsna hratt.“ 

Þetta segir Sig­urður Ingi Jóhanns­son, ráð­herra sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­mála og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, þegar hann er spurður út í það hvernig hann sér Ísland rísa upp úr þeirri stöðu sem nú blasir við land­inu efna­hags­lega. Hugur hans er mjög greini­lega hjá þeim tugum þús­unda sem eru atvinnu­lausir að hluta eða öllu leyti eins og staðan er í dag og Sig­urður Ingi telur aug­ljóst að þar liggi næsta stóra verk­efni: Að skapa þessu fólki störf hratt og örugg­lega. 

Það liggi fyrir að mörg fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu muni þurfa að hætta starf­semi. Flestar grein­ingar gera ráð fyrir að ferða­lög erlendra ferða­manna muni að mestu leggj­ast af að minnsta kosti vel fram á næsta ár og að það það muni taka mörg ár að kom­ast á svip­aðan stað í tekjum og geir­inn var á síð­ustu ár. Þegar mark­að­ur­inn breyt­ist úr því að telja yfir tvær millj­ónir erlendra ferða­manna í að snúa aðal­lega að þeim 365 þús­und manns sem hér búa þá er ljóst að ekki verður sofið í öllum hót­el­her­bergj­un­um, allir bíla­leigu­bíl­arnir verða ekki leigðir og ekki verða nægi­lega margir við­skipta­vinir til þess að öll afþrey­ing­ar­þjón­ustu­fyr­ir­tækin standi undir sér. 

Hinn blá­kaldi veru­leiki

Sig­urður Ingi segir þessa stöðu ein­fald­lega vera orð­inn hlut. „Ég held að það sé hinn blá­kaldi raun­veru­leiki sem að eng­inn vildi horfast í augu við upp­haf­lega, en flestir eru að gera sér grein fyr­ir. Í starfs­grein sem var nokkuð mikið skuld­sett og stóð frammi fyrir áskor­unum allt síð­ast­liðið ár, og jafn­vel síð­ast­liðin tvö ár, er óum­flýj­an­legt að það verði ein­hverjar breyt­ing­ar. Ég held að það sé aug­ljóst að nokkur hluti þeirra fyr­ir­tækja mun ekki lifa þetta af. Það sem ég er að segja að í stað þess að það sé góð leið að ríkið haldi þessum fyr­ir­tækjum gang­andi án þess að þau séu í neinni starf­semi, þá held ég að það sé betra að nota fjár­muni að ýta undir að þau sem geti bjargað sér eigi meiri mögu­leika með því að örva inn­lenda eft­ir­spurn.

Auglýsing

Ég held að þetta sé skyn­sam­ari leið, en hið óhjá­kvæmi­lega er að mörg fyr­ir­tæki þurfa nú að taka þá ákvörðun hvað leið þau ætla að fara. Og síðan eru ein­hver sem geta kom­ist í skjól og verið til­búin til að takast á við það þegar heim­ur­inn verður meira eðli­leg­ur. En hann verður aldrei óbreytt­ur. Það er það sem að allir þurfa að átta sig á.“ 

Það þarf að búa til störf

Horfa þurfi til þess að atvinnu­leysi gæti verið 10 til 15 pró­sent til lengri tíma, sem þýði að 20 til 30 þús­und manns eru án atvinnu. Þess vegna hafi verið ákveðið að bæta tugum millj­arða króna í sam­göngu­verk­efni, að klára að koma hlut­deild­ar­lán­unum svoköll­uðu á kopp til að örva hús­næð­is­mark­að­inn, að setja aukið fjár­magn í við­hald á opin­beru hús­næði. Allt sé þetta gert til að fjölga störfum á næstu mán­uð­u­m. 

Sömu­leiðis sé stefnt að því að mennta­kerfið taki við náms­mönnum í sumar sem hefðu ann­ars ekki haft neitt að gera. Stefnan þar er að geta tekið á móti fjögur til fimm þús­und manns. „Við þurfum ein­fald­lega að horfa á þennan stabba og segja: hér er verk­efni. Við þurfum að búa til störf. Það ætlum við að gera fyrir náms­menn og atvinnu­leit­endur í sumar á stærri skala en við höfum nokkurn tím­ann gert. Fleiri þús­undir slíkra starfa.“

Sigurður Ingi segir að það þurfi að fjölga stoðunum undir íslensku efnahagslífi.
Mynd: Bára Huld Beck

Ein leið sem hann sér til að ná þessu mark­miði er að skala upp fyrri hug­myndir um að dreifa 1,5 millj­arði króna til lands­manna í formi staf­rænna ávís­ana til að eyða í ferða­þjón­ustu inn­an­lands. Með því væri hægt að örva neyslu. „Tækni­lausnin liggur fyr­ir, útfærslan er ein­föld. Það væri hægt að skala þetta upp og búa til veru­lega eft­ir­spurn eftir ferða­þjón­ust­unni á Íslandi og flétta það síðan saman við opnun landamæra sem verður þó háð því hvernig öðrum löndum tekst að eiga við plág­una.“

Að meta afköst og gæði en ekki bara mæla vinnu­tíma

Það blasir við að íslenska hag­kerfið er betur und­ir­búið til að takast á við áfall nú en það hefur lík­lega verið nokkru sinni áður. Sig­urður Ingi segir að við séum í raun búin að vera að und­ir­búa okkur fyrir þessa áskorun fjár­hags­lega með ýmsum hætti. Þar vísar hann í aðgerðir sem mörgum finn­ast umdeild­ir, eins og skulda­leið­rétt­ingu heim­il­anna sem Sig­urður Ingi segir að hafi gert það að verkum að heim­ilin séu minna skuld­sett en ella. Afnám fjár­magns­hafta skil­aði síðan allt öðru Íslandi fjár­hags­lega og ábyrg rík­is­fjár­mála­stefna, allt frá 2009, hafi gert það að verkum að landið sé í allt ann­ari og miklu stöðu til að takast á við þennan efna­hags­lega vanda sem fylgir útbreiðslu COVID-19 í dag. „Þess vegna getum við tek­ist á við svona tíma­bund­inn vanda með því að skuld­setja okk­ur. Og það er ódýr­ara að fara þá leið sem við höfum verið að velja til þess að hafa þennan tíma nið­ur­sveifl­urnar eins stuttan og hægt er.“ 

Hann við­ur­kennir þó að hafa viljað vera laus við þetta verk­efni. „En þegar þú stendur í storm­inum og ert að kljást við hana þá er auð­vitað gott að vera Fram­sókn­ar­maður og geta horft í sög­una. Við höfum áður sagt að það þurfi að skapa tólf eða fimmtán þús­und störf. Og gert það. Við munum ekki sætta okkur við 10 til 15 pró­sent atvinnu­leysi.“

Hann telur stöð­una vera tví­þætt alvar­lega. Það þurfi auð­vitað að ná upp lands­fram­leiðslu á ný til að hægt sé að standa undir vel­ferð­ar­kerf­inu sem við vilj­um, en hún sé ekki síður alvar­leg vegna mann­eskju­legu hlið­ar­inn­ar. Það sé, að hans mati, í eðli Íslend­inga að vera vinnu­söm og vilja vera í virkni. Þess vegna skipti miklu máli að koma öllu þessu fólki sem nú sé án atvinnu aftur út á vinnu­mark­að­inn. Þar geti hið opin­bera, bæði ríkið og sveit­ar­fé­lög, leikið lyk­il­hlut­verk. 

Auglýsing

Sig­urður Ingi gerir sér þó líka fulla grein fyrir að sam­hliða því að ríkið reyni að taka utan um þann hóp sem nú eigi í vanda, þá þurfi að huga að fram­tíð­inni og þeirri upp­færslu á sam­fé­lag­inu sem þarf að verða. „Eitt að því jákvæða sem við höfum upp­lifað nú þegar er að við höfum talað mikið á und­an­förnum miss­erum um fjórðu iðn­bylt­ing­una og und­ir­bún­ing okkar fyrir hana. Það kom ein­fald­lega í ljós að við vorum kannski búin að ná ýmsu fram í tækni, en við bara not­uðum hana ekki. Hér er ég til dæmis að vísa til allra þess­ara net­funda sem hafa getað átt sér stað. Hér er ég líka að vísa til þess að bæði hið opin­bera og einka­fyr­ir­tækin hafa upp­lifað það að það er hægt að vera með sveigj­an­legri vinnu­tíma. Fólk getur starfað heima. Ég hef heyrt það víða að menn muni horfa til þess í vax­andi mæli að hafa þennan mögu­leika áfram af því að hann virk­ar. Menn eru hrein­lega búnir að læra að það er hægt að meta störf fólks ekki bara með stimp­il­klukk­unni heldur meira út frá því sem fjórða iðn­bylt­ingin kallar á. Að meta afköst og gæði ekki síður en vinnu­tím­ann.“

Verðum að horfa á sam­fé­lagið sem við viljum kom­ast í

Í aðgerð­ar­pökkum rík­is­stjórn­ar­innar hafa þessar áherslur birst að ein­hverju leyti. Fram­lög til rann­sóknar og þró­unar og nýsköp­un­ar­verk­efna hafa verið stór­aukin og fyrir liggur að mikil áhersla er innan stjórn­ar­ráðs­ins á að ýta undir allar staf­rænar lausnir í þjón­ustu til að gera hana skil­virk­ari. „Við erum að nota tæki­færið og flýta þeirri umbreyt­ingu sem við vorum í og bæta í hana. Það mun auð­vitað ekki á einni nóttu skap­ast fjöld­inn allur af störfum en hann mun koma í vax­andi mæli og þess vegna er þetta mik­il­vægur þáttur í við­spyrn­unn­i. 

Ég vona að okkur tak­ist að fara þessa leið að skapa störf. Vegna þess að það er sam­fé­lagið sem við viljum vera í. En um leið verðum við að horfa á það sam­fé­lag sem við viljum kom­ast í. Það er sam­fé­lag með fjöl­breytt­ari atvinnu­mögu­leikum þar sem meiri rækt er lögð við störf fram­hlið­ar­innar sem takast á við áskor­anir fjórðu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar. Ég veit að þetta er frasi, en þetta er bara svona. Það er þetta sem þarf að ger­ast.

Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir því að við erum auð­linda­drifið hag­kerfi. Með öfl­ugan sjáv­ar­út­veg. Með afurðir úr orku­frekum iðn­aði og ferða­þjón­ustu sem munu alltaf hjálpa okkur í því að búa til útflutn­ings­tekj­ur. Ég vil meina að ferða­þjón­ustan muni snúa aft­ur. Eft­ir­spurn eftir því að koma til Íslands verður áfram til stað­ar. Umfjöllun um ísland í þessum far­aldri – hvernig við höfum tek­ist á við hann og hvernig okkur hefur gengið – hefur vakið heims­at­hygli. Við höfum séð á síðum sem fylgj­ast með áhuga á Íslandi að hann er aftur far­inn að nálg­ast það sem gerð­ist í Eyja­fjalla­jök­uls­gos­inu. Það eitt og sér mun ýta undir vilja fólks til að heim­sækja okk­ur. 

Við verðum að vera reiðu­búin til að taka á móti þeim, en kannski með betri hætti. Við verðum búin að byggja upp sterk­ari inn­viði, betri kerfi til að hafa stjórn á því sem þar er og þar af leið­andi kannski hafa aðeins meira út úr grein­inn­i.“

Þarf að hafa fleiri egg í körf­unni

Eftir síð­asta stóra efna­hags­á­fall, banka­hrunið 2008, kom ferða­þjón­ustan eins og skratt­inn úr sauða­leggn­u mog umbreytt­ist á örskömmum tíma úr grein sem tók á móti hálfri milljón ferða­manna á ári í að taka á móti, um tíma, vel yfir tveimur millj­ón­um. 

Mikið hefur verið bent á það á und­an­förnum árum að hún henti okkar sam­fé­lagi kannski ekki full­kom­lega sem lyk­il­stoð undir efna­hags­kerf­inu. Fram­leiðni í ferða­þjón­ustu hefur verið lít­il, atvinnu­greinin útheimtir mik­inn mann­afla sem var ekki til staðar á íslenskum vinnu­mark­aði. Þess í stað fjölg­aði inn­flytj­endum um 30 þús­und frá árinu 2011, sem er mjög svipað og sá fjöldi starfa sem varð til í ferða­þjón­ustu og tengdum grein­um. 

Sig­urður Ingi seg­ist sam­mála því að það sé ekki endi­lega æski­legt að 35 til 40 pró­sent útflutn­ings­tekna okkar komi frá grein eins og ferða­þjón­ust­unni. Ísland þurfi að hafa fleiri egg í körf­unni þess vegna snú­ist við­spyrnan nú um miklu fleiri þætti en bara ferða­þjón­ustu. „Þess vegna erum við að leggja meiri áherslu á þessar skap­andi grein­ar. Við þurfum líka að leggja meiri áherslu á inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu og við verðum að leggja fjár­muni til þess og gera breyt­ingar þar á. 

„Við höfum séð á síðum sem fylgjast með áhuga á Íslandi að hann er aftur farinn að nálgast það sem gerðist í Eyjafjallajökulsgosinu. Það eitt og sér mun ýta undir vilja fólks til að heimsækja okkur.“
Mynd: Bára Huld Beck

Við lærum mikið á þess­ari kór­ónu­veiru, hvernig við höfum tek­ist á við hana og af eft­ir­köst­unum líka. Þegar uppi er staðið þá munum við horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn og taka það með okkur inn í fram­tíð­ina. En í því sam­fé­lagi þá værum við með fjöl­breytt­ari atvinnu og traust­ari grunn.“

Sveita­fé­lögin í mis­mun­andi stöðu til að takast á við aðstæður

Sig­urður Ingi rifjar upp hina víð­frægu McK­insey-­skýrslu sem gerð var eftir hrunið sem hafi gefið ýmsar góðar vís­bend­ingar um hvernig ætti að byggja upp sam­fé­lagið eftir áfall til að auka fram­leiðni, bæta skil­virkni og skapa þau störf sem lands­menn eru upp til hópa að mennta sig til að vinna í. Þar hafi til að mynda verið lögð áhersla á að færa til þús­undir starfa í verslun og þjón­ustu, setja mun meiri áherslu á alþjóða­geir­ann og reyna að búa til fleiri fyr­ir­tæki eins og Mar­el, Össur eða CCP. Það hafi okkur hins vegar ekki auðn­ast, meðal ann­ars vegna mik­illa ruðn­ings­á­hrifa frá ferða­þjón­ustu sem óx gríð­ar­lega hratt. Nú sé hins vegar tæki­færi til að skapa grunn­inn fyrir fjöl­breytt­ari atvinnu­upp­bygg­ingu sem yrði traust­ari til lengri tíma. 

Auglýsing

Í þeirri skýrslu, og sam­ráðs­vett­vangi um aukna hag­sæld sem mynd­aður var í kjöl­far birt­ingar henn­ar, var einnig fjallað umtals­vert um aukna skil­virkni í opin­berri þjón­ustu. Fyrir mörgum er aug­ljóst skref í þá átt að fækka sveit­ar­fé­lögum sem eru á Íslandi og bæta sam­hliða gætu stærri sveit­ar­fé­lags­ein­inga til að veita betri þjón­ust­u. 

Sig­urður Ingi, ver­andi ráð­herra mála­flokks­ins, segir að hann hafi bent á að þau tæp­lega 70 sveit­ar­fé­lög sem eru í land­inu séu gríð­ar­lega mis­jafn­lega í stakk búinn til að takast á við þann vanda sem blasir við í dag. Aðstæð­urnar geti kallað á frek­ari sam­ein­ing. Frum­varp um skref í þá átt er til en það hefur þó ekki enn verið mælt fyrir því á Alþingi. Það felur í sér, að mati Sig­urðar Inga, gjör­breyt­ingu á því stjórn­sýslu­stigi. „Við höfum á margan hátt verið að vinna í þessa átt og margt af því sem hefur gerst í íslensku sam­fé­lagi á und­an­förnum árum hefur farið í þessa átt.“Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar