Miðflokkurinn aldrei mælst stærri í könnunum Gallup

Fylgi Miðflokksins hefur aukist um 150 prósent frá því að Klausturmálið kom upp. Sósíalistaflokkur Íslands er það stjórnmálaafl sem hefur tekið mest nýtt fylgi til sín frá síðustu kosningum. Allir stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi frá 2017.

Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin tap­aði 2,9 pró­sentu­stigum af fylgi milli mán­aða, sam­kvæmt nýjasta Þjóð­ar­púlsi Gallup og mælist nú með 14,4 pró­sent fylgi. Það er samt sem áður meira fylgi en hún mæld­ist með um ára­mót. 

Þrír flokkar bæta mark­tækt við sig fylgi milli mán­aða. Mið­flokk­ur­inn bætir við sig 1,7 pró­sentu­stigum og nýtur nú stuðn­ings 14,2 pró­sent kjós­enda. Það er mesta fylgi sem Mið­flokk­ur­inn hefur nokkru sinni mælst með í könn­unum Gallup. Ef horft er á þróun á fylgi flokks­ins frá því að það náði lægsta punkti, í des­em­ber 2018 í kjöl­far Klaust­ur­máls­ins, Hefur það auk­ist um 8,5 pró­sentu­stig, eða um 150 pró­sent.

Auglýsing
Sósíalistaflokkur Íslands bætir við sig 1,6 pró­sentu­stigi og mælist nú með fimm pró­sent fylgi, sem myndi að óbreyttu gull­tryggja honum kjör­dæma­kjörna þing­menn ef kosið yrði í dag. Þetta er í fyrsta sinn frá því í febr­úar 2019 sem að Sós­í­alista­flokk­ur­inn mælist með yfir fimm pró­senta fylgi.

Þá eins og nú stóð yfir harð­vítug kjara­bar­átta með mikla áherslu á hækkun lægstu launa þar sem Efl­ing, annað stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, stóð í stafni. Helstu tals­menn Sós­í­alista­flokks­ins hafa stutt bar­áttu Efl­ingar í ræðu og riti með miklum ákafa. 

Að sama skapi hefur Sam­fylk­ing­in, flokkur borg­ar­stjór­ans í Reykja­vík, legið undir ámæli fyrir að gera ekki meira til að leysa yfir­stand­andi kjara­deilu og binda enda á verk­föll rúm­lega 1.800 félags­manna Efl­ingar sem hafa meðal ann­ars víð­tæk áhrif á starf leik­­skóla í borg­inni, hjúkr­un­­ar­heim­ila og sorp­­hirð­u. 

Vinstri græn er eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem bætir mark­tækt við sig fylgi milli mán­aða og mælist nú með 11,9 pró­sent stuðn­ing, sem er 1,4 pró­sentu­stigi meira en í lok jan­ú­ar. Fylgi flokks­ins er samt sem áður 30 pró­sent minna en það var í kosn­ing­unum 2017.

Fram­sókn í vand­ræðum

Gengi hinna stjórn­ar­flokk­anna tveggja er af öðrum toga. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins heldur áfram að dala og mælist nú sjö pró­sent. Það er lægsta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með frá því í lok sept­em­ber 2018, áður en Klaust­ur­málið svo­kall­aða kom upp í lok þess árs, en í kjöl­far þess hækk­aði fylgi Fram­sóknar skarpt um stund. Fylgið nú er 35 pró­sent minna en það sem flokk­ur­inn fékk upp úr kjör­köss­unum 2017. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er áfram sem áður stærsti flokkur lands­ins og fylgi hans breyt­ist lítið milli mán­aða. Það mælist nú 22 pró­sent. Það er við lægstu mörk þess sem fylgi hans hefur mælst við á kjör­tíma­bil­inu. Í síð­ustu kosn­ingum var fylgi hans 25,3 pró­sent. 

Píratar dala lít­il­lega milli mán­aða og mæl­ast nú með 10,7 pró­sent fylgi. Rétt á eftir þeim kemur Við­reisn með 10,3 pró­sent, sem er nákvæm­lega sama fylgi og flokk­ur­inn mæld­ist með í jan­ú­ar. 

Af þeim átta flokkum sem eru með full­trúa á Alþingi í dag er Flokkur fólks­ins lík­leg­astur til að falla af þingi að óbreyttu, en fylgi hans mælist fjögur pró­sent. Flokk­ur­inn hefur ekki mælst með yfir fimm pró­sent fylgi síðan í des­em­ber 2018 í könn­unum Gallup.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn tekið mest nýtt fylgi til sín

Ef kosn­ingar myndu fara eins og könnun Gallup í febr­úar segir til um yrðu því lík­ast til áfram átta flokkar á Alþingi. Sú breyt­ing yrði á að Sós­í­alista­flokk­ur­inn myndi taka sæti Flokks fólks­ins. 

Rík­is­stjórnin er að óbreyttu fall­in, enda sam­eig­in­legt fylgi þeirra þriggja flokka sem hana mynda 40,9 pró­sent. 

Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn eru sam­an­lagt með 7,8 pró­sentu­stigum meira fylgi en flokk­arnir voru með í kosn­ing­unum 2017. Af þeim flokkum sem eru á þingi hefur Við­reisn bætt mestu við sig, eða 3,6 pró­sentu­stig­um.

Sá flokkur sem hefur náð næst mestum árangri í fylg­is­aukn­ingu frá októ­ber­lokum 2017 er Mið­flokk­ur­inn, sem hefur bætt við sig 3,3 pró­sentu­stig­um.

Mesta fylg­is­aukn­ing allra flokka sem mældir eru er þó hjá Sós­í­alista­flokki Íslands, sem var ekki til haustið 2017, en mælist nú með fimm pró­sent fylgi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar