Miðflokkurinn aldrei mælst stærri í könnunum Gallup

Fylgi Miðflokksins hefur aukist um 150 prósent frá því að Klausturmálið kom upp. Sósíalistaflokkur Íslands er það stjórnmálaafl sem hefur tekið mest nýtt fylgi til sín frá síðustu kosningum. Allir stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi frá 2017.

Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin tap­aði 2,9 pró­sentu­stigum af fylgi milli mán­aða, sam­kvæmt nýjasta Þjóð­ar­púlsi Gallup og mælist nú með 14,4 pró­sent fylgi. Það er samt sem áður meira fylgi en hún mæld­ist með um ára­mót. 

Þrír flokkar bæta mark­tækt við sig fylgi milli mán­aða. Mið­flokk­ur­inn bætir við sig 1,7 pró­sentu­stigum og nýtur nú stuðn­ings 14,2 pró­sent kjós­enda. Það er mesta fylgi sem Mið­flokk­ur­inn hefur nokkru sinni mælst með í könn­unum Gallup. Ef horft er á þróun á fylgi flokks­ins frá því að það náði lægsta punkti, í des­em­ber 2018 í kjöl­far Klaust­ur­máls­ins, Hefur það auk­ist um 8,5 pró­sentu­stig, eða um 150 pró­sent.

Auglýsing
Sósíalistaflokkur Íslands bætir við sig 1,6 pró­sentu­stigi og mælist nú með fimm pró­sent fylgi, sem myndi að óbreyttu gull­tryggja honum kjör­dæma­kjörna þing­menn ef kosið yrði í dag. Þetta er í fyrsta sinn frá því í febr­úar 2019 sem að Sós­í­alista­flokk­ur­inn mælist með yfir fimm pró­senta fylgi.

Þá eins og nú stóð yfir harð­vítug kjara­bar­átta með mikla áherslu á hækkun lægstu launa þar sem Efl­ing, annað stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, stóð í stafni. Helstu tals­menn Sós­í­alista­flokks­ins hafa stutt bar­áttu Efl­ingar í ræðu og riti með miklum ákafa. 

Að sama skapi hefur Sam­fylk­ing­in, flokkur borg­ar­stjór­ans í Reykja­vík, legið undir ámæli fyrir að gera ekki meira til að leysa yfir­stand­andi kjara­deilu og binda enda á verk­föll rúm­lega 1.800 félags­manna Efl­ingar sem hafa meðal ann­ars víð­tæk áhrif á starf leik­­skóla í borg­inni, hjúkr­un­­ar­heim­ila og sorp­­hirð­u. 

Vinstri græn er eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem bætir mark­tækt við sig fylgi milli mán­aða og mælist nú með 11,9 pró­sent stuðn­ing, sem er 1,4 pró­sentu­stigi meira en í lok jan­ú­ar. Fylgi flokks­ins er samt sem áður 30 pró­sent minna en það var í kosn­ing­unum 2017.

Fram­sókn í vand­ræðum

Gengi hinna stjórn­ar­flokk­anna tveggja er af öðrum toga. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins heldur áfram að dala og mælist nú sjö pró­sent. Það er lægsta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með frá því í lok sept­em­ber 2018, áður en Klaust­ur­málið svo­kall­aða kom upp í lok þess árs, en í kjöl­far þess hækk­aði fylgi Fram­sóknar skarpt um stund. Fylgið nú er 35 pró­sent minna en það sem flokk­ur­inn fékk upp úr kjör­köss­unum 2017. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er áfram sem áður stærsti flokkur lands­ins og fylgi hans breyt­ist lítið milli mán­aða. Það mælist nú 22 pró­sent. Það er við lægstu mörk þess sem fylgi hans hefur mælst við á kjör­tíma­bil­inu. Í síð­ustu kosn­ingum var fylgi hans 25,3 pró­sent. 

Píratar dala lít­il­lega milli mán­aða og mæl­ast nú með 10,7 pró­sent fylgi. Rétt á eftir þeim kemur Við­reisn með 10,3 pró­sent, sem er nákvæm­lega sama fylgi og flokk­ur­inn mæld­ist með í jan­ú­ar. 

Af þeim átta flokkum sem eru með full­trúa á Alþingi í dag er Flokkur fólks­ins lík­leg­astur til að falla af þingi að óbreyttu, en fylgi hans mælist fjögur pró­sent. Flokk­ur­inn hefur ekki mælst með yfir fimm pró­sent fylgi síðan í des­em­ber 2018 í könn­unum Gallup.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn tekið mest nýtt fylgi til sín

Ef kosn­ingar myndu fara eins og könnun Gallup í febr­úar segir til um yrðu því lík­ast til áfram átta flokkar á Alþingi. Sú breyt­ing yrði á að Sós­í­alista­flokk­ur­inn myndi taka sæti Flokks fólks­ins. 

Rík­is­stjórnin er að óbreyttu fall­in, enda sam­eig­in­legt fylgi þeirra þriggja flokka sem hana mynda 40,9 pró­sent. 

Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn eru sam­an­lagt með 7,8 pró­sentu­stigum meira fylgi en flokk­arnir voru með í kosn­ing­unum 2017. Af þeim flokkum sem eru á þingi hefur Við­reisn bætt mestu við sig, eða 3,6 pró­sentu­stig­um.

Sá flokkur sem hefur náð næst mestum árangri í fylg­is­aukn­ingu frá októ­ber­lokum 2017 er Mið­flokk­ur­inn, sem hefur bætt við sig 3,3 pró­sentu­stig­um.

Mesta fylg­is­aukn­ing allra flokka sem mældir eru er þó hjá Sós­í­alista­flokki Íslands, sem var ekki til haustið 2017, en mælist nú með fimm pró­sent fylgi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svindlarar nýta sér óttann
Stundum er sagt að tækifærin séu alls staðar, fólk þurfi bara að koma auga á þau. Evrópulögreglan, Europol, varar við fólki sem nú, á dögum kórónuveirunnar, hefur komið auga á tækifæri til að auðgast á kostnað samborgaranna.
Kjarninn 29. mars 2020
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar