52 þúsund erlendir ríkisborgarar greiddu skatta á Íslandi á árinu 2018

Um þriðjungur allra skattgreiðenda á milli tvítugs og fertugs á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. Aldrei áður hafa jafn margir útlendingar greitt skatta á Íslandi og gerðu það á árinu 2018.

Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Auglýsing

Alls voru 81,4 pró­sent þeirra sem komu nýir inn á skatt­skrá á árinu 2018 erlendir rík­is­borg­ar­ar. Þeir voru 8.161 af 10.023 nýjum skatt­greið­endum það árið og þeim fjölg­aði um 18,4 pró­sent á skatt­skrá á meðan að íslenskum rík­is­borg­urum á henni fjölg­aði ein­ungis um 0,7 pró­sent. Það er svipuð fjölgun og hefur verið und­an­farin ár. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein í nýjasta tölu­blaði Tíundar, frétta­blaði rík­is­skatt­stjóra, sem skrifuð er af rekstr­ar­hag­fræð­ingnum Páli Kol­beins.

Þar kemur enn fremur fram að 52.489 erlendir rík­is­borg­arar greiddu skatta á Íslandi á árinu 2018 sem gerir þá að 17,1 pró­sent allra fram­telj­enda á skatt­grunn­skrá á því ári. Tæp­lega tveir þriðju þess­ara útlend­inga, eða 65,3 pró­sent, eru á milli tví­tugs og fer­tugs. 

Á aldr­inum 26 til 30 ára voru 22.205 Íslend­ingar á skatt­grunn­skrá en 10.771 erlendir rík­is­borg­ar­ar. Í þeim hópi eru erlendur rík­is­borg­ar­arnir því 32,7 pró­sent allra skatt­greið­enda. 

það þarf vart að taka fram að erlendir rík­is­borg­arar á meðal íslenskra skatt­greið­enda hafa aldrei verið jafn margir og þeir voru í lok árs 2018. Þeim hélt líka áfram að fjölga í fyrra, þótt að hægt hafi lít­il­lega á þeirri fjölg­un. Í grein­inni í Tíund kemur fram að ef und­an­skilin eru árin 2006 og 2017 þá hefur fjölgun erlendra rík­is­borg­ara hins vegar aldrei verið meiri en árið 2018. Árið 2017 fjölg­aði útlend­ingum á skatt­grunn­skrá um 28,2 pró­sent og frá lokum árs 2016 hefur þeim fjölgað um 17.075 tals­ins. Það eru örlítið fleiri en bjuggu í Garðabæ í byrjun febr­úar 2020, þegar íbúa­fjöldi þess sveit­ar­fé­lags var 16.978.

75 pró­sent allrar fjölg­unar vegna aðfluttra útlend­inga

Í lok árs 2011 voru erlendir rík­­­is­­­borg­­­arar sem bjuggu á Íslandi 20.957 tals­ins. Þeim hafði fækkað árin á undan í ljósi þess að hrunið hafði skilið eftir sig atvinn­u­­­leysi sem slag­aði upp í tveggja stafa tölu, verð­­­bólgu sem fór hæst upp í um 18 pró­­­sent og tug­­­pró­­­senta geng­is­­­fall íslensku krón­unn­­­ar.

Auglýsing
Síðan þá hefur þeim fjölgað ár frá ári, en þó aldrei jafn mikið og á árinu 2017 . Á því ári einu saman fjölg­aði erlendum rík­­is­­borg­­urum meira en á þeim fjórum árum sem á undan komu til sam­ans. Sú fjölgun hélt áfram að vera mikil 2018 og þótt hún hafi dreg­ist saman í fyrra þá fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum samt um rúm­lega fimm þús­und.

Alls voru 49.952 erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi þann 1. febr­úar 2020. Þá eru ekki taldir með þeir sem koma hingað á vegum t.d. starfs­manna­leiga, sem eru á hverjum tíma að minnsta kosti nokkur hund­ruð, eða sem hafa tekið upp íslenskt rík­is­fang. Þess vegna eru útlenskir skatt­greið­endur fleiri en þeir sem eru skráðir sem erlendir rík­is­borg­arar í skrám. 

Alls voru íbúar lands­ins alls 364.260 um síð­ustu ára­mót. Það þýðir að erlendir rík­is­borg­arar eru um 13,7 pró­sent íbúa á Íslandi um þessar mund­ir. Um 75 pró­sent allrar fjölg­unar sem orðið hefur hér­lendis síð­ast­liðin þrjú ár er vegna erlendra rík­is­borg­ara sem fluttu til lands­ins. 

Áfram­hald­andi fjölgun í kort­unum

Búist er við því að þessi þróun haldi áfram í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð. Í nýj­ustu mann­fjölda­spá Hag­stofu Íslands kemur til að mynda fram að ef háspá hennar gengur eftir verði erlendir rík­is­borg­arar hér­lendis orðnir tæp­lega 67 þús­und í lok árs 2023. Þeir yrðu þá allt að 17 pró­sent lands­manna.

Háspáin gerir ráð fyrir því að aðfluttum fjölgi um 17.291 umfram brott­flutta frá byrjun árs 2020 og út árið 2023. Það eru aðeins fleiri en búa í Garðabæ um þessar mund­ir. Mið­spá Hag­stof­unnar gerir ráð fyrir að þeim fjölgi um 11.748 umfram brott­flutta á tíma­bil­in­u. 

Gangi háspáin eftir verða erlendir rík­is­borg­arar á Íslandi jafn margir og allir íbúar Kópa­vogs og Hafn­ar­fjarðar sam­an­lag­t. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðamenn á ferð í Reykjavík, í veröld sem var. „Enginn ætti að geta ferðast um Ísland án þess að komast að því að hér á landi er talað sérstakt tungumál en ekki aðeins enska,“ segir Íslensk málnefnd í nýrri ályktun.
Sóknarfæri vegna farsóttarinnar
Íslensk málnefnd segir í nýrri ályktun sinni um stöðu íslenskrar tungu að sóknarfæri hafi myndast fyrir tungumálið vegna farsóttarinnar, sem nýta mætti til að hvetja fyrirtæki til að bjóða þjónustu sína fram á íslensku, en ekki bara á ensku.
Kjarninn 25. september 2020
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar