52 þúsund erlendir ríkisborgarar greiddu skatta á Íslandi á árinu 2018

Um þriðjungur allra skattgreiðenda á milli tvítugs og fertugs á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. Aldrei áður hafa jafn margir útlendingar greitt skatta á Íslandi og gerðu það á árinu 2018.

Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Auglýsing

Alls voru 81,4 pró­sent þeirra sem komu nýir inn á skatt­skrá á árinu 2018 erlendir rík­is­borg­ar­ar. Þeir voru 8.161 af 10.023 nýjum skatt­greið­endum það árið og þeim fjölg­aði um 18,4 pró­sent á skatt­skrá á meðan að íslenskum rík­is­borg­urum á henni fjölg­aði ein­ungis um 0,7 pró­sent. Það er svipuð fjölgun og hefur verið und­an­farin ár. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein í nýjasta tölu­blaði Tíundar, frétta­blaði rík­is­skatt­stjóra, sem skrifuð er af rekstr­ar­hag­fræð­ingnum Páli Kol­beins.

Þar kemur enn fremur fram að 52.489 erlendir rík­is­borg­arar greiddu skatta á Íslandi á árinu 2018 sem gerir þá að 17,1 pró­sent allra fram­telj­enda á skatt­grunn­skrá á því ári. Tæp­lega tveir þriðju þess­ara útlend­inga, eða 65,3 pró­sent, eru á milli tví­tugs og fer­tugs. 

Á aldr­inum 26 til 30 ára voru 22.205 Íslend­ingar á skatt­grunn­skrá en 10.771 erlendir rík­is­borg­ar­ar. Í þeim hópi eru erlendur rík­is­borg­ar­arnir því 32,7 pró­sent allra skatt­greið­enda. 

það þarf vart að taka fram að erlendir rík­is­borg­arar á meðal íslenskra skatt­greið­enda hafa aldrei verið jafn margir og þeir voru í lok árs 2018. Þeim hélt líka áfram að fjölga í fyrra, þótt að hægt hafi lít­il­lega á þeirri fjölg­un. Í grein­inni í Tíund kemur fram að ef und­an­skilin eru árin 2006 og 2017 þá hefur fjölgun erlendra rík­is­borg­ara hins vegar aldrei verið meiri en árið 2018. Árið 2017 fjölg­aði útlend­ingum á skatt­grunn­skrá um 28,2 pró­sent og frá lokum árs 2016 hefur þeim fjölgað um 17.075 tals­ins. Það eru örlítið fleiri en bjuggu í Garðabæ í byrjun febr­úar 2020, þegar íbúa­fjöldi þess sveit­ar­fé­lags var 16.978.

75 pró­sent allrar fjölg­unar vegna aðfluttra útlend­inga

Í lok árs 2011 voru erlendir rík­­­is­­­borg­­­arar sem bjuggu á Íslandi 20.957 tals­ins. Þeim hafði fækkað árin á undan í ljósi þess að hrunið hafði skilið eftir sig atvinn­u­­­leysi sem slag­aði upp í tveggja stafa tölu, verð­­­bólgu sem fór hæst upp í um 18 pró­­­sent og tug­­­pró­­­senta geng­is­­­fall íslensku krón­unn­­­ar.

Auglýsing
Síðan þá hefur þeim fjölgað ár frá ári, en þó aldrei jafn mikið og á árinu 2017 . Á því ári einu saman fjölg­aði erlendum rík­­is­­borg­­urum meira en á þeim fjórum árum sem á undan komu til sam­ans. Sú fjölgun hélt áfram að vera mikil 2018 og þótt hún hafi dreg­ist saman í fyrra þá fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum samt um rúm­lega fimm þús­und.

Alls voru 49.952 erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi þann 1. febr­úar 2020. Þá eru ekki taldir með þeir sem koma hingað á vegum t.d. starfs­manna­leiga, sem eru á hverjum tíma að minnsta kosti nokkur hund­ruð, eða sem hafa tekið upp íslenskt rík­is­fang. Þess vegna eru útlenskir skatt­greið­endur fleiri en þeir sem eru skráðir sem erlendir rík­is­borg­arar í skrám. 

Alls voru íbúar lands­ins alls 364.260 um síð­ustu ára­mót. Það þýðir að erlendir rík­is­borg­arar eru um 13,7 pró­sent íbúa á Íslandi um þessar mund­ir. Um 75 pró­sent allrar fjölg­unar sem orðið hefur hér­lendis síð­ast­liðin þrjú ár er vegna erlendra rík­is­borg­ara sem fluttu til lands­ins. 

Áfram­hald­andi fjölgun í kort­unum

Búist er við því að þessi þróun haldi áfram í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð. Í nýj­ustu mann­fjölda­spá Hag­stofu Íslands kemur til að mynda fram að ef háspá hennar gengur eftir verði erlendir rík­is­borg­arar hér­lendis orðnir tæp­lega 67 þús­und í lok árs 2023. Þeir yrðu þá allt að 17 pró­sent lands­manna.

Háspáin gerir ráð fyrir því að aðfluttum fjölgi um 17.291 umfram brott­flutta frá byrjun árs 2020 og út árið 2023. Það eru aðeins fleiri en búa í Garðabæ um þessar mund­ir. Mið­spá Hag­stof­unnar gerir ráð fyrir að þeim fjölgi um 11.748 umfram brott­flutta á tíma­bil­in­u. 

Gangi háspáin eftir verða erlendir rík­is­borg­arar á Íslandi jafn margir og allir íbúar Kópa­vogs og Hafn­ar­fjarðar sam­an­lag­t. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
Kjarninn 25. maí 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu
Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.
Kjarninn 25. maí 2020
„Á hvaða plánetu eru þeir?“ – Boris Johnson í vanda vegna ráðgjafa sem braut útgöngubann
Dominic Cummings, hinn umdeildi en óumdeilanlega áhrifaríki, ráðgjafi Boris Johnson virðist hafa brotið gegn útgöngubanni á sama tíma og bresk stjórnvöld sögðu öllum þegnum: „Þið verðið að vera heima.“ Gríðarlegur þrýstingur er á Johnson að reka Cummings.
Kjarninn 25. maí 2020
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Sífellt færri eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu sem notast við myndlykla
Þeim landsmönnum sem kaupa áskriftir að sjónvarpsþjónustu sem þarf að nota myndlykil til að miðlast hefur fækkað um tæplega tíu prósent á tveimur árum. Sýn hefur tapað tæplega fjórðungi áskrifenda á tveimur árum.
Kjarninn 24. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar