Komið verður á fót miðlægri skrá um bankareikninga og eigendur þeirra

Víðtækri skrá um eigendur bankareikninga, umboðsaðila reikningseigenda og leigutaka geymsluhólfa verður komið á verði nýtt frumvarp að lögum. Þá verður gerður listi yfir háttsett opinber störf sem teljast tengjast áhættu vegna stjórnmálalegra tengsla.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra leggur frumvarpið fram.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra leggur frumvarpið fram.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefur lagt fram drög að frum­varpi í sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem felur meðal ann­ars í sér að komið verður á fót skrá um banka­reikn­inga og eig­endur þeirra sem eft­ir­lits­að­ilar geta nýtt við að rann­sókn brota á lögum um pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Í skránni verða einnig upp­lýs­ingar um umboðs­að­ila reikn­ings­eig­anda, raun­veru­lega eig­endur lög­að­ila sem og upp­lýs­ingar um leigu­taka geymslu­hólfa. Þá verður komið á fót lista yfir þau hátt­settu opin­beru störf sem telj­ast tengj­ast áhættu vegna stjórn­mála­legra tengsla auk þess sem skil­grein­ingu á þeim áhættu­hópi verður breytt þannig að til þess hóps telj­ist ein­stak­lingar í stjórnum stjórn­mála­flokka í stað fram­kvæmda­stjórna eins og núgild­andi lög gera ráð fyr­ir. 

Frum­varps­drög­in, sem mun breyta nýlegum lögum um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti fjár­mögnun hryðju­verka, eiga að ljúka við  inn­leið­ingu á fimmtu pen­inga­þvætt­is­til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins auk þess að gera nokkrar aðrar breyt­ing­ar, verði Þau að lög­um.. Mark­mið gerð­ar­innar er a koma í veg fyr­ir  notkun á fjár­mála­kerf­inu til pen­inga­þvættis eða fjár­mögn­unar hryðju­verka.

Mið­læg skrá fyrir skrif­stofu fjár­mála­grein­inga

Skráin yfir eig­endur banka­reikn­inga og leigu­taka geymslu­hólfa á að vera mið­læg og ­starfs­menn skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu, sem sinna pen­inga­þvætt­is­eft­ir­liti, munu hafa aðgang að skránni í störfum sín­um.

Í grein­ar­gerð með frum­varps­drög­unum segir að verk­efnið muni hafa kostnað í för með sér fyrir rík­is­sjóð. „Gert er ráð fyrir að kostn­að­ur­inn við kerfið falli einkum til í upp­hafi við að koma því á fót. Einnig mun rekstur kerf­is­ins auka verk­efni hins opin­bera til fram­tíðar þar sem tryggja þarf að gögn skili sér með réttum hætti auk þess að þróa þarf kerfið og við­halda því. Til­koma skrár­innar mun á móti hafa í för með sér hag­ræði og vinnu­sparnað fyrir eft­ir­lits­að­ila með pen­inga­þvætti og þannig flýta fyrir vinnu við eft­ir­lit og rann­sókn­ir.“

Auglýsing
Markmiðið fimmtu pen­inga­þvætt­is­til­skip­unar Evr­ópu­sam­bands­ins, sem aðild­ar­ríkjum sam­bands­ins var gert að inn­leiða fyrir 10. jan­úar síð­ast­lið­inn en EFTA-­ríkin innan EES hafa rýmri tíma til að taka upp, er að koma í veg fyrir notkun á fjár­mála­kerf­inu til pen­inga­þvættis eða fjár­mögn­unar hryðju­verka. 

Gerð­inni er meðal ann­ars ætlað að bregð­ast við hryðju­verka­árásum í Evr­ópu með því að setja auknar skorður við fjár­mögnun slíkrar starf­semi. Auk þess er með henni brugð­ist við tækni­fram­förum sem fela ekki aðeins í sér tæki­færi fyrir lög­lega starf­semi heldur einnig brota­starf­semi og er í grein­ar­gerð sér­stak­lega fjallað um þjón­ustu­veit­endur sem bjóða upp á við­skipti milli sýnd­ar­fjár, raf­eyris og gjald­miðla. Þá eru með inn­leið­ing­unni settar frek­ari skorður við nafn­lausri notkun fyrir fram greiddra korta, komið á áður­nefndri skrá um banka­reikn­inga og eig­endur þeirra sem eft­ir­lits­að­ilar geta nýtt við að rann­sókn brota á lögum um pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verk og lista yfir þau hátt­settu opin­beru störf sem telj­ast tengj­ast áhættu vegna stjórn­mála­legra tengsla. 

Ísland áfram á gráum lista

Ísland var sett á gráan lista sam­tak­anna Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) í októ­ber í fyrra vegna þess að sam­tökin telja að varnir lands­ins gegn pen­inga­þvætti séu ekki í lagi. Á fundi sam­tak­ana í febr­úar 2020 var staða Íslands á list­anum ekki end­ur­skoð­uð. Næsti mögu­leiki fyrir Íslands til að losna af gráa list­anum er í jún­í.  

Á gráa list­­anum eru alls 18 ríki. Ísland er eina ríkið innan Evr­­ópska efna­hags­­svæð­is­ins sem er á honum en á meðal ann­­arra sem þar er að finna eru Alban­ía, Kam­­bó­día, Baham­a­eyj­­ar, Pakís­tan, Sýr­land, Panama og Simbabve.

Í umsögn um Ísland, á und­ir­­síðu sam­tak­anna þar sem talin eru upp þau lönd sem eru á gráum lista fyrir ónógar aðgerðir gegn pen­inga­þvætti, kemur fram að Ísland hafi tekið nokkrar póli­­tískar ákvarð­­anir um að skuld­binda sig til að auka virkni varna sinna. Á meðal þess sem gert hafi er að fjölga starfs­­mönnum í þeim eft­ir­lits­­stofn­unum sem hafa slíkt eft­ir­lit með hönd­um, sér­­stak­­lega innan skrif­­stofu fjár­­­mála­­grein­inga hjá hér­­aðs­sak­­sókn­­ara. Þar segir að Ísland ætti að halda áfram að inn­­­leiða áætlun sína um að bæta úr brota­lömum þar sem þær eru að finna, meðal ann­­ars með því að mæti fyr­ir­liggj­andi skorti á réttum upp­­lýs­ingum um raun­veru­­lega eig­endur fyr­ir­tækja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar