Mynd: 123rf.com

Af hverju er Ísland á gráa listanum?

Ísland rataði fyrr í þessum mánuði á svokallaðan gráan lista vegna ónógra varna gegn peningaþvætti. Ráðamenn hafa lýst mikilli vanþóknun á því að Ísland hafi verið sett á listann og ítrekað fullyrt að hér hafi eftirlit að mestu verið með viðunandi móti, auk þess sem brugðist hafi verið við ábendingum. En hvernig má þá vera að framsækna lýðræðisríkið Ísland geti ratað á svona lista, og í þann félagsskap sem þar er að finna, eitt ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins?

Hvað gerð­ist?

Í apríl 2018 skil­aði Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF), alþjóð­leg sam­tök sem hefur það hlut­verk að móta aðgerðir til að hindra að fjár­mála­kerfið sé mis­notað í þeim til­gangi að koma illa fengnu fé aftur í umferð, skýrslu um Ísland, sem hefur verið aðili að sam­tök­unum frá árinu 1991. Með því að ger­ast aðili að sam­tök­unum þá skuld­batt Ísland sig til að und­ir­gang­ast og inn­leiða þau skil­yrði sem sam­tökin telja að þurfi að upp­fyll­ast.

Í skýrslu FATF fékk pen­inga­þvætt­is­eft­ir­lit Íslend­inga fall­ein­kunn. Alls var gerð athuga­semd við 51 atriði í laga- og reglu­gerð­ar­um­hverfi Íslands og því hvernig við fram­fylgjum eft­ir­liti með pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka.

Á meðal þess sem þar kom fram var að íslensk stjórn­völd litu ekki á rann­sóknir á pen­inga­þvætti sem for­gangs­mál. Þeir litlu fjár­munir sem settir voru í að koma upp um, rann­saka og sak­sækja pen­inga­þvætti voru þar lyk­il­at­riði. Afleið­ingin var meðal ann­ars sú að tak­mark­aðar skrán­ingar höfðu verið á grun­sam­legum til­færslum á fé utan þess sem stóru við­skipta­bank­arnir og hand­fylli ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja fram­kvæma. Þá skorti einnig á að að upp­lýs­ingum um hreyf­ingar á fé og eignum væri deilt með við­eig­andi stofn­unum í öðrum lönd­um.

Í skýrslu FATF var tekið fram að aðal áherslan á Íslandi á árunum 2008 til 2015 hafi verið á að rann­saka og sak­sækja mál tengd banka­hrun­inu. Á þeim tíma hafi rann­sak­endur og ákærendur sýnt af sér mikla getu til að starfa með öðrum og ná árangri í sak­sókn þeirra mála sem ráð­ist var í. Þrátt fyrir mikla vel­gengni þess­ara mála, að mati FATF, þá gerði það mikla fjár­austur sem fór í sak­sókn hrun­mál­anna það að verkum að önnur mál sátu á hak­an­um.

Á meðal þess sem sat á þeim haka var inn­leið­ing á aðgerðum til að koma í veg fyrir pen­inga­þvætti og varnir til að berj­ast gegn fjár­mögnun hryðju­verka­sam­taka.

Sér­stak­lega var fjallað um fjár­magns­höftin sem voru við lýði á Íslandi frá nóv­em­ber 2008 og fram í mars 2017. Í skýrslu FATF sagði: „Þessum höftum var lyft í mars 2017 og yfir­völd hafa ekki tekið til­lit til þeirra áhrifa sem það geti haft á áhættu vegna pen­inga­þvætt­is­/fjár­mögnun hryðju­verka­sam­taka í land­in­u.“

Þá kom einnig fram að íslensk stjórn­völd átt­uðu sig á því að skipu­lögð glæp­a­starf­semi, meðal ann­ars í kringum fíkni­efna­við­skipti eða mansal, væri starf­rækt í land­inu og að vöxtur sé í þeirri starf­semi á síð­ustu árum. Mat stjórn­valda væri að hund­ruð millj­óna króna fari um hendur þess­ara aðila á ári hverju.

Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­leg­ar, og Ísland færi á jafn­vel á lista FATF yfir ósam­vinnu­þýð ríki myndi það, að mati inn­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­legan hnekki.

Átti þessi staða að koma á óvart?

Stutta svarið er nei. FATF hóf eft­ir­lit með Íslandi af ein­hverri alvöru á árunum fyrir hrun og skil­uðu fyrstu skýrslu sinni um ástandið hér í októ­ber 2006. Í nið­ur­stöð­unum var því lýst yfir að sam­tökin hefðu áhyggjur af virkni eft­ir­lits með pen­inga­þvætti á Ísland­i. 

Bæði Fjár­mála­eft­ir­litið og emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra fengu athuga­semdir fyrir að hafa ekki veitt nægi­legum kröftum í mála­flokk­inn. 

Helgi Magnús Gunn­ars­son, sem var sak­sókn­ari efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra á árunum 2006 til 2011, segir að eft­ir­far­andi um áhuga á rann­sókn efna­hags­brota fyrir hrun, þar með talið pen­inga­þvætti, en skrif­stofa sem átti að hafa eft­ir­lit með því heyrði undir hann. „Stjórn­­­mála­­menn réðu þessu eins og oft­­ast með ákvörð­unum sínum um fjár­­veit­ing­­ar. Það hafði eng­inn áhuga á að leggja manni lið í þessu þegar eftir því var leit­að. Menn sem læra allt sem þeir vita um lög­­­gæslu af því að horfa á amer­íska lögg­u­þætti, hafa fullan skiln­ing ef það þarf að kaupa riffla eða annan búnað fyrir sér­­sveit, en engan þegar skiln­ing­­ur­inn kallar á vits­muna­­lega þekk­ingu og þeir þurfa að lesa sér til. Þetta átti við um rann­­sóknir efna­hags­brota yfir það heila. Svo allt í einu vökn­uðu menn við hrunið og fóru að skilja að kannski gætu refsilaga­brot í atvinn­u­líf­inu haft afleið­ingar jafn vel fyrir þá sjálfa. En að ein­hver hafi haft áhuga á að hlusta á okkur sem höfðum á þessu þekk­ingu, það var ekki. Við gerðum það sem við gátum með það sem við höfð­u­m.“

„Menn­irn­ir“ sem Helgi Magnús talar um segir hann vera stjórn­mála­menn þess tíma, ráðu­neyti dóms­mála og emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra. Eyjólfur Ármanns­­son, sem starf­aði á árum áður sem aðstoð­­ar­sak­­sókn­­ari hjá efna­hags­brota­­deild rík­­is­lög­­reglu­­stjóra og þar áður hjá Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu á árunum 2006 til 2011, hefur sagt að ekki hafi verið nokkur skiln­ingur á mik­il­vægi þessa mála­­flokks á æðstu stöðum í stjórn­­­kerf­inu og áhugi og stuðn­­ingur við hann eftir því. „Við­horfið var að hér væri mála­­flokkur úr öðrum heimi sem kæmi Íslandi í raun lítið við. Þetta væri eitt­hvað útlenskt, við­horf sem er áhuga­vert menn­ing­­ar­­legt fyr­ir­­bæri innan íslenskrar stjórn­­­sýslu. Við yrðum samt að vera með sjóv og taka þátt. Fyrir Hrun sýndu bank­­arnir áhuga. Aðal­­at­riðið var að Ísland redd­aði sér með laga­breyt­ing­­um. Svipað við­horf virð­ist vera í gangi í dag.“

Eyjólfur sagði einnig að hann hafi einu sinni sagt við sam­­starfs­­mann sinn í ráðu­­neyti, þegar hann starf­aði þar, sem hafði mála­­flokk­inn á sinni könnu að Ísland ætti bara senda íslenskan borð­­fána á fund FATF. Það væri lýsandi fyrir áhuga lands­ins á mála­flokkn­um.

í úttektum sem Fjár­mála­eft­ir­litið gerði árið 2007 á stóru íslensku bönk­unum voru gerðar alvar­­legar athuga­­semdir við fram­­kvæmd eft­ir­lits með pen­inga­þvætti. Þeirri nið­­ur­­stöðu var ekki fylgt eftir „vegna starfs­­manna­skorts og sér­­stakra aðstæðna á fjár­­­mála­­mark­að­i.“

Eftir hrunið starf­aði einn mað­ur, í mesta lagi, á pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu rík­is­lög­reglu­stjóra. Gengið var út frá því að pen­inga­þvætti ætti sér ekki stað á Íslandi, en það ekki kannað sér­stak­lega af nein­um. 

Hafði FATF varað okkur við síðan að við værum ekki með hlut­ina í lagi?

Já. Pen­inga­þvætt­is­skrif­stofan var færð yfir til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara um mitt ár 2015, í kjöl­far þess að FATF gerði alvar­lega athuga­semdir við virkni henn­ar. Ólafur Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sókn­ari var spurður að því í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut 3. októ­ber í fyrra hvort aðgerðir Íslend­inga til að koma í veg fyrir að pen­inga­þvætti hefðu verið við­un­andi á und­an­förnum árum. „Þessu eru auðsvar­að,“ sagði Ólaf­ur, „nei það er það ekki.“.

Ólafur Þór sagði í áður­nefndu við­tali að þegar emb­ætti hans tók við pen­inga­þvætt­is­skrif­stof­unni um mitt ár 2015 hafi FATF verið búið að setja Íslandi hálf­gerða úrslita­kosti. Það var mörgum árum áður en hin svarta skýrsla, sem sýndi fall­ein­kunn, lá fyrir vorið 2018, þar sem sett var fram skýr hótun um að setja Ísland á lista ef við lög­uðum ekki til heima hjá okk­ur. 

Hvernig brugð­ust íslensk stjórn­völd við?

Að flestu leyti mjög vel. Ráð­ist var í marg­hátt­aðar aðgerð­ir. Skýrsla FATF ýtti veru­lega við málum hér­lend­is. Það þurfti að bregð­ast við þessum athuga­semdum hratt, auk þess sem fyrir lá að fjórða pen­inga­þvætt­is­til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins yrði tekin upp í samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) í des­em­ber 2018.

Starfs­hópur á vegum dóms­mála­ráð­herra var því settur í að semja frum­varp um heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka.

Sú vinna skil­aði því að Sig­ríður Á. And­er­sen, þaver­andi dóms­mála­ráð­herra, lagði fram frum­varp um ný heild­ar­lög 5. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Málið var afgreitt frá efna­hags- og við­skipta­nefnd 12. des­em­ber og síð­ari tvær umræður kláraðar dag­inn án ann­arra ræðu­halda en Brynjars Níels­son­ar, sem mælti fyrir nefnd­ar­á­liti um málið sem full­trúar alla flokka skrif­uðu und­ir.

Frum­varpið varð að lögum með öllum greiddum atkvæðum þing­manna þann sama dag. Þau tóku gildi þann 1. jan­úar 2019.

Fjölgað hefur mjög á því sem áður hét pen­inga­þvætt­is­skrif­stofa hér­aðs­sak­sókn­ara en heitir nú skrif­stofa fjár­mála­grein­inga lög­reglu, fjár­munir hafa verið settir í að kaupa upp­lýs­inga­kerfi til að taka á móti og halda utan um til­kynn­ingar um pen­inga­þvætti og eft­ir­lit með starf­semi innan bank­anna sjálfra hefur verið eflt.

Þá gaf stýri­hópur dóms­­mála­ráð­herra um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka út nýjan fræðslu­bæk­l­ing sem bein­ist að því að fræða almanna­heilla­­fé­lög um góða stjórn­­­ar­hætti til að koma í veg fyrir að starf­­semi þeirra sé mis­­not­uð auk þess sem lög um almanna­heilla­fé­lög voru upp­færð fyrr í októ­ber.

Var fram­kvæmt áhættu­mat og gerð aðgerð­ar­á­ætlun til að taka á varn­ar­leys­inu?

Já, áhættu­mat rík­is­lög­reglu­stjóra um pen­inga­þvætti var birt í apríl 2019. Þar kom fram að hér­lendis tald­ist greind ógn varð­andi pen­inga­þvætti vera mikil þegar kom að frum­brotum skattsvika, pen­inga­­send­ing­um, einka­hluta­­fé­lög­um, raun­veru­­legum eig­end­um, flutn­ingi reið­u­fjár til og frá land­inu, starf­­semi sem stundar reið­u­fjár­­við­­skipti, starf­semi lög­­­manna, mis­notkun á spila­kössum og vegna aflétt­ingu fjár­­­magns­hafta. 

Þá tald­ist greind ógn vera veru­­leg þegar kom að inn­­lán­um, útgáfu raf­eyr­is, greiðslu­­þjón­ustu, skráðum trú- og lífs­­skoð­un­­ar­­fé­lög­um, sjóðum og stofn­unum sem ­starfa sam­­kvæmt stað­­festri skipu­lags­­skrá, öðrum almanna­heilla­­fé­lög­um, reiðufé í umferð, end­­ur­­skoð­end­um, fast­­eigna­­söl­um, vöru og þjón­­ustu og kerf­is­­kenn­i­­töl­u­m. 

Í aðgerð­­ar­á­ætlun stjórn­­­valda gegn pen­inga­þvætti, sem birt var í ágúst 2019, voru kynntar marg­hátt­aðar og umfangs­miklar aðgerðir til að bregð­ast við þessu. Fram­fylgd þeirra teygir sig í mörgum til­fellum inn í fram­tíð­ina og því liggur ekki fyrir hversu vel tekst að inn­leiða þá fram­fylgni í verki. Meðal þess sem þar sér­stak­lega fjallað um var að gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­­­bank­ans skorti, og hafi skort, þekk­ingu á hætt­u­­­merkjum og aðferðum við pen­inga­þvætti. Engar laga­­­legar skyldur hafi hvílt á Seðla­­­bank­­­anum vegna aðgerða gegn pen­inga­þvætti þrátt fyrir að hann haft umsjón með öllu gjald­eyr­is­eft­ir­liti og losun hafta á und­an­­­förnum árum þegar hund­ruð millj­­­arða króna hafa verið flutt til og frá land­inu. Þetta þurfi að laga. 

Hvernig var eft­ir­liti með fjár­magns­flutn­ingum til og frá Íslandi háttað á árunum eftir hrun?

Seðla­banki Íslands stýrði því hverjir fengu að færa pen­inga inn og út úr íslensku hag­kerfi á meðan að höft voru í land­inu. Til þess bauð hann upp á margs­konar leið­ir, meðal ann­ars hina umdeildu fjár­fest­ing­ar­leið. 

Seðla­banki Íslands sýndi ekki eig­in­legu eft­ir­liti með því hvort verið væri að þvætta fé í gegnum þessar leiðir heldur taldi að það væri hlut­verk banka að sinna því eft­ir­liti, og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að fylgj­ast með því að bank­arnir stæðu sig. 

Fjár­­­mála­eft­ir­litið gerði engar sér­stakar úttektir á þessu fyrr en haustið 2018, þegar það hóf  athugun á aðgerðum Arion banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka. Slík athugun á Arion banka hófst í októ­ber 2018 og leiddi til þess að eft­ir­litið gerði marg­hátt­aðar athuga­­semdir við brotala­mir hjá bank­­anum í jan­úar 2019. Í athugun eft­ir­lits­ins á Arion banka kom meðal ann­­ars fram að bank­inn hefði ekki metið með sjálf­­­stæðum hætti hvort upp­­­lýs­ingar um raun­veru­­­lega eig­endur við­­­skipta­vina væru réttar og full­nægj­andi og að þær upp­­­lýs­ingar hafi ekki verið upp­­­­­færðar með reglu­­­legum hætti, líkt og lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka gerðu ráð fyr­­­ir. 

Eft­ir­litið gerði einnig athuga­­­semd um að Arion banki hefði ekki sinnt rann­­­sókn­­­ar­­­skyldu sinni í til­­­viki erlends við­­­skipta­vin­­­ar, það taldi að reglu­bundið eft­ir­lit bank­ans með við­­­skipta­vinum hafi ekki full­nægt kröfum laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka né að verk­lag í tengslum við upp­­­­­færslu á upp­­­lýs­ingum um við­­­skipta­vini hafi ekki verið full­nægt. Þá taldi Fjár­mála­eft­ir­litið að skýrslur Arion banka um grun­­­sam­­­legar og óvenju­­­legar færslur hefðu ekki verið full­nægj­andi. Arion banki seg­ist hafa brugð­ist við öllum þessum athuga­­semdum síðan þá. Ekki fást upp­lýs­ingar hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu um hvað úttektir á rík­is­bönk­unum tveim­ur, Íslands­banka og Lands­banka, og einka­bank­anum Kviku banka skil­uð­u. 

En fyrir liggur að Seðla­banki Íslands kann­aði ekki upp­runa fjár­muna þeirra sem nýttu sér leiðir hans inn í íslenskt hag­kerfi, bankar sem áttu að gera það mátu ekki með sjálf­stæðum hætti upp­lýs­ingar um hverjir væru raun­veru­legir eig­endur fjár­muna og Fjár­mála­eft­ir­litið hóf ekki könnun á burð­ar­þoli bank­anna í þessu eft­ir­liti fyrr en fyrir um ári síð­an.

Hvað gerð­ist á fundi FATF í októ­ber? 

Ákveðið var að setja Ísland á gráan lista FATF vegna ónógra varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka. Það er ekki jafn slæmt og að lenda á svarta list­an­um, en þangað rata ríki sem sýna engan vilja til að bæta úr brota­lömum hjá sér. Ísland bætt­ist á gráa list­ann ásamt Mongólíu og Simbabve. 

Af list­­anum fóru Eþíópía, Sri Lanka og Tún­­­is. Á meðal ann­­arra ríkja sem þar er að finna, og talin eru að séu með alvar­­lega ann­­marka á sviði varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka, eru Kam­­bó­día, Jem­en, Sýr­land og Panama. 

Vera Íslands á list­anum gæti leitt til þess að orðstír og trú­verð­ug­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi bíði veru­legan hnekki. Hún gæti líka leitt til þess að gerðar yrðu strang­ari kröfur til lands­ins og aðila sem þar búa um hvers konar fjár­mála­starf­semi, stofnun úti­búa, dótt­ur­fé­laga og umboðs­skrif­stofa og jafn­vel útgáfu aðvar­ana um að við­skipti við íslenska aðila sem gætu falið í sér hættu á pen­inga­þvætti. Á það á eftir að reyna almenni­lega.

Mun Ísland vera lengi á gráa list­an­um?

Nei, lík­ast til mun Ísland losna af honum í febr­úar 2020 eða í síð­asta lagi þá um sum­ar­ið. Búið er að ráð­ast í mjög umfangs­miklar úrbætur vegna þeirra athuga­semda sem FATF gerði snemma á síð­asta ári og eftir standa aðal­lega þrír þætt­ir: bæt­ing á upp­lýs­ingum um og skrán­ingu á raun­veru­legum eig­endum félaga, inn­leið­ing á upp­lýs­inga­kerfi á skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu sem á að vera að fullu að vera komið í gagnið í apríl 2020 og auka eft­ir­lit með eft­ir­fylgni við þving­un­­­ar­að­­­gerðir og yfir­­­­­sýn yfir starf­­­semi almanna­heilla­­­fé­laga.

Eftir stendur að stjórn­völd hafa ekki lýst yfir áhyggjum af því að Ísland virð­ist hafa verið galopið fyrir pen­inga­þvætti árum sam­an, áður en yfir­stand­andi átak hófst í fyrra. Og þau hafa ekki boðað neina rann­sókn á því að kanna hvort að fjár­munir hafi verið „þvegn­ir“ í gegnum íslenskt efna­hags­kerfi.Lestu meira um peningaþvætti:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar