Fyrirtæki verða að upplýsa um raunverulega eigendur svo Ísland fari af gráa listanum

Fjármála- efnahagsráðuneytið segir það vera forsendu þess að Ísland verði tekið af gráa listanum að íslensk félög gefi upp raunverulega eigendur sína til yfirvalda. Frestur til þess rennur út um næstu mánaðamót.

poki yfir haus frá 123
Auglýsing

Skortur á því að raun­veru­legt eign­ar­hald á íslenskum félögum lægi fyrir var eitt af þeim atriðum sem verð til þess að Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) setti Ísland á gráan lista sam­tak­anna í októ­ber. Ein for­senda þess að Ísland verði tekið af list­anum er að skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda verði komið í almenni­legt horf á þessu ári. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu sem birt var í dag. Lög sem flýttu fresti sem félög hafa til þess að upp­­lýsa um raun­veru­­lega eig­endur sína til 1. mars næst­kom­andi voru sam­­þykkt skömmu fyrir síð­­­ustu jól. 

Flýtt vegna gráa list­ans

Þegar voru í gildi kvaðir um að upp­­lýsa um raun­veru­­lega eig­endur þegar nýtt félag er stofn­að. Þær hafa verið í gildi frá 30. ágúst síð­­ast­liðnum og frá 1. des­em­ber hefur verið hægt að senda upp­­lýs­ingar um hverjir þeir eru með raf­­rænum hætti til rík­­is­skatt­­stjóra.

Auglýsing
Upphaflega stóð til að gefa öðrum félög­um, þ.e. þeim sem þegar eru í rekstri, frest til 1. des­em­ber 2019 til að koma upp­­lýs­ingum um raun­veru­­lega eig­endur til emb­ættis rík­­is­skatt­­stjóra. hefði sá frestur haldið ætti rík­­is­skatt­­stjóri því að vera kom­inn með allar upp­­lýs­ingar um eig­endur félaga sem starfa á Íslandi, ef allir fylgdu lög­­un­­um. 

Ákveðið var að flýta þeim frest eftir að alþjóð­­legur vinn­u­hópur um um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka, Fin­ancial Act­ion Task Force (FAT­F), setti Ísland á gráan lista fyrir að bregð­­ast ekki næg­i­­lega vel við fjöl­­mörgum athuga­­semdum sam­tak­anna um brotala­mir í vörnum gegn pen­inga­þvætti á Ísland­i. 

Ein af athuga­­semd­unum sem FATF gerði sneri að því að ekki þurfti að greina frá raun­veru­­legum eig­endum félaga á Ísland­i. 

Brotala­mir í eft­ir­liti banka

Á Íslandi hefur verið hægt að kom­­­ast upp með það að fela eign­­­ar­hald félaga, með ýmsum leið­­­um. Ein sú algeng leið var fólgin í því að láta félög, t.d. eign­­­ar­halds­­­­­fé­lög eða rekstr­­­ar­­­fé­lög, vera í eigu erlendra félaga, sem voru síðan í eigu ann­­­arra erlendra félaga, sem voru í eigu sjóða í skatta­­­skjólum þar sem engar eða litlar kröfur voru gerðar um skrán­ingar og skil á gögn­­­um. Þannig hefur verið verið hægt að fela hver raun­veru­­­legur eig­andi félaga er. 

Hér á landi hefur slíkt eft­ir­lit aðal­­­lega verið á hendi banka. Í kjöl­far þess að FATF gerði úttekt á Íslandi, og skil­aði þeirri nið­­ur­­stöðu vorið 2018 að eft­ir­lit Íslands með pen­inga­þvætti fengi fall­ein­kunn, þá hóf Fjár­­­mála­eft­ir­litið að gera athug­­anir á íslenskum fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum og getu þeirra til að verj­­ast pen­inga­þvætt­i. 

Nið­­ur­­stað­an, sem birt var helg­ina fyrir jólin 2019, var sú að Fjár­­­mála­eft­ir­litið gerði athuga­­semdir við mat allra íslensku við­­skipta­­bank­anna á upp­­lýs­ingum um raun­veru­­lega eig­endur fjár­­muna eða félaga sem eru, eða hafa ver­ið, í við­­skiptum við þá. Í nið­­ur­­stöðum eft­ir­lits­ins á athugun eft­ir­lits­ins á pen­inga­þvætt­is­vörnum þeirra voru gerðar athuga­­semdir við þeir hafi ekki metið upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur með sjálf­­stæðum hætti.

Dag- og stjórn­­­valds­­sektir

Sam­­kvæmt nýju lög­­unum um raun­veru­­lega eig­endur þá er hægt að refsa þeim sem ekki fylgja þeim. Ef eig­endur félaga upp­­lýsa ekki um hver hinn raun­veru­­legi eig­andi er, með fram­vísun þeirra gagna sem lögin kalla á, þá getur rík­­is­skatt­­stjóri lagt á tvenns konar sektir á við­kom­and­i. 

Auglýsing
Ann­ars vegar er um dag­­sektir að ræða. Þær geta numið frá tíu þús­und krónum og allt að 500 þús­und krónum á dag. Heim­ilt er að ákvæða umfang þeirra sem hlut­­fall af til­­­teknu stærðum í rekstri við­kom­and­i.  Við ákvörðun um fjár­­hæð dag­­sekta er heim­ilt að taka til­­lit til eðlis van­rækslu eða brots og fjár­­hags­­legs styrk­­leika við­kom­andi aðila. Dag­­sekt­­irnar sem verða ákvarð­aðar eru aðfar­­ar­hæf­­ar. 

Hins vegar er um stjórn­­­valds­­sektir að ræða. Þær er hægt að leggja á þá sem veita ekki upp­­lýs­ingar eða veita rang­­ar/vill­andi upp­­lýs­ing­­ar. Þegar brot á lög­­unum er framið í starf­­semi lög­­að­ila, og í þágu hans, má leggja stjórn­­­valds­­sekt á lög­­að­il­ann án til­­lits til þess hvort sök verður sönnuð á fyr­ir­svar­s­­mann eða starfs­­mann lög­­að­ila. „Sektir sem lagðar eru á ein­stak­l­inga geta numið frá 100 þús. kr. til 5 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lög­­að­ila geta numið frá 500 þús. kr. til 80 millj. kr. en geta þó verið hærri eða allt að 10 pró­­sent af heild­­ar­veltu sam­­kvæmt síð­­asta sam­­þykkta árs­­reikn­ingi lög­­að­il­ans eða 10 pró­­sent af síð­­asta sam­­þykkta sam­­stæð­u­­reikn­ingi ef lög­­að­ili er hluti af sam­­stæð­u,“ segir í lög­­un­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent