Sjö vilja stýra Borgarleikhúsinu – listi umsækjenda verður ekki birtur

Borgarleikhúsið Mynd: Reykjavíkurborg
Auglýsing

Stjórn­ ­Leik­fé­lags Reykja­víkur ætlar ekki að birta nöfn þeirra sjö sem sóttu um stöðu Borg­ar­leik­hús­stjóra. Egg­ert Bene­dikt Guð­munds­son, for­maður stjórn­ar­inn­ar, segir það undir hverjum og einum umsækj­enda komið hvort hann kjósi að greina frá umsókn sinni.

Starfið var aug­lýst 16. jan­úar og rann umsókn­ar­frestur út þann 30. þess mán­að­ar. Egg­ert telur umsókn­ar­frest­inn hafa verið hefð­bund­inn að lengt, um tvær vik­ur, og að ekki hafi þótt til­efni til að lengja hann.

Spurð­ur­ hvort hann hafi átt von á fleiri umsóknum bendir hann á að starf leik­hús­stjóra sé nokkuð sér­hæft. Fyr­ir­fram hafi hann ekki búist við ein­hverjum ákveðn­um ­fjölda.

Auglýsing

Staða ­Þjóð­leik­hús­stjóra var aug­lýst á síð­asta ári og sjö sóttu einnig um hana. Magn­ús ­Geir Þórð­ar­son, fyrr­ver­andi Borg­ar­leik­hús­stjóri og Útvarps­stjóri, var ráð­inn úr þeim hópi.

Í aug­lýs­ing­u um stöðu Borg­ar­leik­hús­stjóra stóð:

„Leik­hús­stjóri ber list­ræna ábyrgð á starf­semi leik­húss­ins og rekstr­ar­lega ábyrgð gagn­vart ­stjórn félags­ins. Til leik­hús­stjóra eru gerðar kröfur um menntun á svið­i ­leik­listar auk umfangs­mik­illar þekk­ingar og reynslu af starfi leik­húsa.“

Ráðið til fjög­urra ára

Ráðið er í starfið til fjög­urra ára, en sam­kvæmt sam­þykktum Leik­fé­lags Reykja­víkur er heim­ilt að end­ur­ráða leik­hús­stjóra í önnur fjögur ár. 

Kristín Eysteins­dótir er Borg­ar­leik­hús­stjóri í dag en hefur næsta sumar verið í því starfi í átta ár.

Stefnt er að því að nýr leik­hús­stjóri hefji störf við und­ir­bún­ing leik­árs­ins 2021–2022 í sam­vinnu við núver­andi leik­hús­stjóra í árs­byrjun 2021, en taki svo form­lega við ­stjórn Borg­ar­leik­húss­ins í júlí 2021.

Egg­ert ­seg­ist ekki ætla að tjá sig um umsækj­end­urna enda eigi stjórnin nú eftir að fara yfir umsókn­irn­ar. „Stjórnin er að vinna í þessu og nú förum við í gegn­um um­sókn­irnar og vöndum okkur við það,“ segir Egg­ert. „Við gerum það sem við ­getum til að tryggja að Leik­fé­lag Reykja­víkur fái fyr­ir­myndar stjórn­anda næst­u ár­in.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent