Sjö vilja stýra Borgarleikhúsinu – listi umsækjenda verður ekki birtur

Borgarleikhúsið Mynd: Reykjavíkurborg
Auglýsing

Stjórn­ ­Leik­fé­lags Reykja­víkur ætlar ekki að birta nöfn þeirra sjö sem sóttu um stöðu Borg­ar­leik­hús­stjóra. Egg­ert Bene­dikt Guð­munds­son, for­maður stjórn­ar­inn­ar, segir það undir hverjum og einum umsækj­enda komið hvort hann kjósi að greina frá umsókn sinni.

Starfið var aug­lýst 16. jan­úar og rann umsókn­ar­frestur út þann 30. þess mán­að­ar. Egg­ert telur umsókn­ar­frest­inn hafa verið hefð­bund­inn að lengt, um tvær vik­ur, og að ekki hafi þótt til­efni til að lengja hann.

Spurð­ur­ hvort hann hafi átt von á fleiri umsóknum bendir hann á að starf leik­hús­stjóra sé nokkuð sér­hæft. Fyr­ir­fram hafi hann ekki búist við ein­hverjum ákveðn­um ­fjölda.

Auglýsing

Staða ­Þjóð­leik­hús­stjóra var aug­lýst á síð­asta ári og sjö sóttu einnig um hana. Magn­ús ­Geir Þórð­ar­son, fyrr­ver­andi Borg­ar­leik­hús­stjóri og Útvarps­stjóri, var ráð­inn úr þeim hópi.

Í aug­lýs­ing­u um stöðu Borg­ar­leik­hús­stjóra stóð:

„Leik­hús­stjóri ber list­ræna ábyrgð á starf­semi leik­húss­ins og rekstr­ar­lega ábyrgð gagn­vart ­stjórn félags­ins. Til leik­hús­stjóra eru gerðar kröfur um menntun á svið­i ­leik­listar auk umfangs­mik­illar þekk­ingar og reynslu af starfi leik­húsa.“

Ráðið til fjög­urra ára

Ráðið er í starfið til fjög­urra ára, en sam­kvæmt sam­þykktum Leik­fé­lags Reykja­víkur er heim­ilt að end­ur­ráða leik­hús­stjóra í önnur fjögur ár. 

Kristín Eysteins­dótir er Borg­ar­leik­hús­stjóri í dag en hefur næsta sumar verið í því starfi í átta ár.

Stefnt er að því að nýr leik­hús­stjóri hefji störf við und­ir­bún­ing leik­árs­ins 2021–2022 í sam­vinnu við núver­andi leik­hús­stjóra í árs­byrjun 2021, en taki svo form­lega við ­stjórn Borg­ar­leik­húss­ins í júlí 2021.

Egg­ert ­seg­ist ekki ætla að tjá sig um umsækj­end­urna enda eigi stjórnin nú eftir að fara yfir umsókn­irn­ar. „Stjórnin er að vinna í þessu og nú förum við í gegn­um um­sókn­irnar og vöndum okkur við það,“ segir Egg­ert. „Við gerum það sem við ­getum til að tryggja að Leik­fé­lag Reykja­víkur fái fyr­ir­myndar stjórn­anda næst­u ár­in.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent