Mynd: 123rf.com

Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti

Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt. Meðal annars á að breyta lögum til að afnema þagnarskyldu vegna gjaldeyriseftirlits.

Mikil áhætta á pen­inga­þvætti fylgdi aflétt­ingu fjár­magns­hafta á Íslandi, sam­kvæmt áhættu­mati rík­is­lög­reglu­stjóra. Sú áhætta var marg­þætt og grípa þarf til marg­hátt­aðra aðgerða til að laga stöð­una, meðal ann­ars vegna þess að gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­bank­ans skortir þekk­ingu á hættu­merkjum og aðferðum við pen­inga­þvætti. Engar laga­legar skyldur hafa hvílt á Seðla­bank­anum vegna aðgerða gegn pen­inga­þvætti þrátt fyrir að hann haft umsjón með öllu gjald­eyr­is­eft­ir­liti og losun hafta á und­an­förnum árum þegar hund­ruð millj­arða króna hafa verið flutt til og frá land­inu. Þá hefur bank­inn ekki getað miðlað þagn­ar­skyldum upp­lýs­ingum í tengslum við gjald­eyr­is­eft­ir­litið til þar til bærra aðila vegna skorts á laga­heim­ild. 

Í nýbirtri áætlun íslenskra stjórn­valda gegn pen­inga­þvætti sem birt var á vef emb­ættis skatt­rann­sókn­ar­stjóra á mánu­dag kemur fram að það eigi að bregð­ast við þess­ari miklu áhættu á allra næstu vikum og mán­uð­um.

Vanda­málið við áætl­un­ina er að hún er birt í sept­em­ber 2019, en fjar­magns­höft­un­um, sem höfðu verið við lýði frá því í nóv­em­ber 2008, var að mestu verið aflétt 12. mars 2017.

Því liggur fyrir að þær breyt­ingar sem lagt er til að gerðar verði á hinni afar áhættu­sömu pen­inga­þvætt­is­leiðum sem höftin buðu upp á eru gerðar nokkrum árum eftir að höftin voru tekin nið­ur.

Engar til­kynn­ingar

Í ágúst síð­ast­liðnum birti Seðla­banki Íslands skýrslu um þátt gjald­eyr­is­út­boða í í lausn greiðslu­jafn­að­ar­vand­ans sem Íslands stóð frammi fyrir eftir hrun. Bank­inn hefur verið gagn­rýndur harð­lega fyrir þær leiðir sem hann valdi, sér­stak­lega hina svoköll­uðu fjár­fest­ing­ar­leið sem gerði var opin milli áranna 2011 og 2015 fyrir nán­ast alla þá sem áttu meira en 25-50 þús­und evrur utan hafta á tíma­bil­inu. Með leið­inni gátu þeir sem nýttu hana fengið 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu á fé sitt, í til­vikum margra leyst út mik­inn geng­is­hagnað og fengið lög­mæti á pen­inga sem gæti hafa verið komið undan t.d. rétt­mætum kröfu­höfum eða skatt­in­um. Í skýrsl­unni tók bank­inn undir flesta þá gagn­rýni sem hann hefur fengið á sig vegna fjár­fest­ing­ar­leið­ina, meðal ann­ars um að hún hafi mögu­lega opnað á pen­inga­þvætti.

Það má líkja leið­inni við pen­inga­þvætti í gegnum spila­kassa, sem er þekkt fyr­ir­brigði í und­ir­heimun­um. Þá setur sá sem þarf að fá lög­mæti á fé það inn í spila­kass­ann/fjár­fest­ing­ar­leið­ina, prentar svo strax út vinn­ings­mið­ann og lætur þann sem rekur spila­kassa­sal­inn leggja ávinn­ing­inn inn á sig. „Skítugir“ pen­ingar geta með þessu öðl­ast lög­mæt­i. 

Alls voru 206 millj­arðar króna ferjaðir inn í íslenskt efna­hags­líf í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina. Seðla­bank­inn taldi það ekki hlut­verk sitt að kanna hvort þeir aðilar sem nýttu sér leið­ina væru að þvo pen­inga. Hann sagði það vera hlut­verk þeirra banka sem sinntu milli­göngu. Þeir sinntu ekki því hlut­verki og engin til­kynn­ing barst til­ ­pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu ­stjórn­valda um mögu­legt lög­brot á meðan að leiðin stóð til boða. 

Ekki hlut­verk Seðla­banka að útdeila rétt­læti

Í skýrslu bank­ans um fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina við­ur­kenndi bank­inn að aðgerð­inni hafi fylgt „ýmis nei­­kvæð hlið­­ar­á­hrif, eins og algengt er um aðgerðir af þessu tagi en þau jákvæðu áhrif sem að var stefnt með aðgerð­unum vega þó þyngra á vog­­ar­­skál­un­­um.“ Til­­­gang­­ur­inn, að létta á snjó­­hengj­u aflandskróna, hafi því helgað með­­al­ið. Seðla­bank­inn taldi það ekki sitt hlut­verk að útdeila rétt­­læti í sam­­fé­lag­inu „með því að greina á milli æski­­legra og óæski­­legra fjár­­­festa, verð­ugra og óverð­ugra.“ Það væri ekki úrlausn­­ar­efni hans. „Þótt deila megi um sann­­girni þess var fátt sem Seðla­­bank­inn gat gert til þess að stuðla að sann­­gjarn­­ari útkomu innan þess lag­­ara­mma sem hann starfar undir og án þess að ganga gegn því mark­miði aðgerð­anna að stuðla að stöð­ug­­leika.“

Árum saman hafa fjöl­miðlar kallað eftir því að nöfn þeirra sem fengu að nýta sér leið­ina verði birt, en Seðla­bank­inn hefur borið fyrir sig trún­að. Nú, nokkrum árum eftir að höftum hefur verið aflétt og fjár­fest­ing­ar­leið­inni verið lok­að, á að taka á þess­ari stöðu.

Skorti þekk­ingu á hættu­merkjum

Í aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda gegn pen­inga­þvætti kemur fram að það þurfi að breyta lögum um gjald­eyr­is­við­skipti með þeim hætti að upp­lýs­inga­öflun Seðla­banka Íslands taki einnig mið af aðgerðum gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Þá er lagt til að bank­inn fái heim­ild til að miðla upp­lýs­ingum að eigin frum­kvæði til ann­arra eft­ir­lits­stofn­ana eða veita þeim mið­lægt aðgengi að upp­lýs­ing­um. Und­ir­bún­ingur á breyt­ingum á lögum um gjald­eyr­is­mál á að hefj­ast í nóv­em­ber 2019 og honum á að ljúka í maí á næsta ári. Auk þess er lagt til að bæta við full­trúa frá gjald­eyr­is­eft­ir­liti Seðla­bank­ans í stýri­hóp um aðgerðir gegn pen­inga­þvætt­i. 

Eins og stendur er ekki kveðið á um skyldur Seðla­bank­ans hvað varðar aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka í lögum um gjald­eyr­is­mál þegar kemur að eft­ir­liti hans með pen­inga­þvætti. Vegna áður­nefndrar þagn­ar­skyldu sem kveðið er á í lög­unum getur bank­inn ekki miðlað ákveðnum upp­lýs­ingum í tengslum við gjald­eyr­is­eft­ir­lit bank­ans. 

Þá segir í áætl­un­inni að gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­bank­ans skorti „þekk­ingu á hættu­merkjum og aðferðum við pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka í tengslum við erlendan gjald­eyr­i.“ Þjálfa þurfi starfs­menn eft­ir­lits­ins í þessu. Und­ir­bún­ingur á að hefj­ast í októ­ber 2019 og frek­ari nám­skeið verða haldið í des­em­ber 2019.

Áfram verður fjallað ítar­lega um aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka á Kjarn­anum næstu daga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar