Samfylking tekur stökk í nýrri könnun – Miðjublokkin orðin jafn stór og ríkisstjórnin

Samfylkingin mælist með tæplega 18 prósent fylgi í nýjustu könnun Gallup og fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist það lægsta sem það hefur mælst á kjörtímabilinu. Samfylking, Píratar og Viðreisn hafa samanlagt bætt við sig 41 prósent fylgi á kjörtímabilinu.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin eykur fylgi sitt um fjögur pró­sentu­stig milli kann­ana Gallup og mælist nú með 17,7 pró­sent fylgi. Það er ekki mesta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með á kjör­tíma­bil­inu. Í ágúst og sept­em­ber 2018 mæld­ist fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar 19,3 pró­sent.

Flokk­ur­inn mælist næst stærsti flokkur lands­ins á eftir Sjálf­stæð­is­flokkn­um, sem er að venju sá flokkur sem hefur mest fylgi. Það mælist nú 21,6 pró­sent sem er lægsta fylgi sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur mælst með á þessu kjör­tíma­bili. Flokk­ur­inn tapar einu pró­sentu­stigi milli mán­aða.Fylgi flokka samkvæmt nýjustu könnun Gallup.

Við­reisn tapar líka fylgi og fer úr 12 pró­sentum í 10,3 pró­sent á milli mán­aða. Þá tapar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 0,6 pró­sentu­stigum og nýtur nú stuðn­ings 7,8 pró­sent kjós­enda. 

Fylgi ann­arra flokka er nokkuð stöðugt milli mán­aða.

Mik­ill við­snún­ingur

Vinstri græn myndu fá 10,5 pró­sent ef kosið væri í dag. Það þýðir að sam­eig­in­legt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja er komið undir 40 pró­sent í fyrsta sinn í könn­unum Gallup á kjör­tíma­bil­inu. Það má þó ekki miklu muna, enda sam­eig­in­legt fylgi þeirra 39,9 pró­sent. Yrði það nið­ur­staða kosn­inga væri rík­is­stjórnin kol­fall­inn.

Auglýsing
Flokkarnir þrír sem mynd­uðu rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur í lok nóv­em­ber 2017 fengu sam­tals 52,9 pró­sent fylgi í kosn­ing­unum það ár. Þeir hafa því tapað þrettán pró­sentu­stigum á kjör­tíma­bil­inu, eða tæp­lega fjórð­ungi fylgis flokk­anna.

Píratar mæl­ast með 11,5 pró­sent fylgi nú um stund­ir. Sam­eig­in­legt fylgi þeirra, Sam­fylk­ingar og Við­reisn­ar, sem unnið hafa saman að ýmsum málum á kjör­tíma­bil­inu og skil­greina sig sem frjáls­lynda miðju­flokka, er nú 39,5 pró­sent, eða nán­ast það sama og fylgi stjórn­ar­flokk­anna. Þessir þrír flokkar fengu 28 pró­sent í kosn­ing­unum 2017 og hafa því bætt við sig 11,5 pró­sentu­stig­um. Það þýðir að sam­eig­in­legt fylgi þeirra hefur auk­ist um 41 pró­sent á kjör­tíma­bil­inu.

Tveir flokkar sem næðu lík­lega ekki inn

Mið­flokk­ur­inn er þriðji stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt Gallup með 12,5 pró­sent fylgi, sem er meira en þau 10,9 pró­sent sem hann fékk haustið 2017. Flokkur fólks­ins yrði lík­ast til í vand­ræðum með að ná inn manni að óbreyttu en fylgi þess flokks mælist 4,2 pró­sent.

Síð­asti flokk­ur­inn til að kom­ast á blað er svo Sós­í­alista­flokkur Íslands með 3,4 pró­sent fylgi.

Ef kosið yrði í dag myndu því allt að átta pró­sent atkvæða falla niður dauð, sem myndi ýkja nið­ur­stöðu þeirra sjö flokka sem kosnir yrðu á þing umfram fylg­i. 

Búast má við því að kosið verði næst til Alþingis eftir rúmt ár, eða vorið 2021. Enn á þó eftir að taka loka­á­kvörðun um hvenær kjör­dagur verð­ur. 

Þjóð­ar­púls­inn er net­könnun sem Gallup gerði dag­ana 3. jan­úar til 2. febr­úar 2020. Heild­ar­úr­taks­stærð var 8.678 og þátt­töku­hlut­fall var 51,8 pró­sent. Vik­mörk á fylgi við flokka eru 0,2-1,4 pró­sent. Ein­stak­lingar í úrtaki voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent