Nýju skipuriti ætlað að efla starfsemi á sviði mennta- og menningarmála

Í skýrslu sem Capacent vann fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið kemur fram að óskilvirkni sé viðvarandi vandamál. Erindum sé svarað seint og illa, og kvartað sé undan álagi víða innan stofnanna. Engir formlegir mælikvarðar á álagi eru þó fyrir hendi.

Lilja Alfreðsdóttir kynnir fjölmiðlafrumvarp 31. jan 2019
Auglýsing

Fag­skrif­stofur í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti Lilju Daggar Alfreðs­dóttur verða efldar en stoð­skrif­stofum fækkað sam­kvæmt nýju skipu­lagi sem kynnt var í ráðu­neyt­inu í dag. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu, en breyt­ing­arnar byggja meðal ann­ars á ítar­legri vinnu sem ráðu­neytið vann í sam­starfi við Capacent, og hefur skýrsla um það starf nú verið birt. 

Í henni segir meðal ann­ars, að grein­ing á starf­semi ráðu­neyt­is­ins, hafi leitt í ljós að skil­virkni væri ekki nægi­leg, og form­leg grein­ing á álagi - sem margir kvört­uðu yfir - væri ekki til stað­ar. Þá væri erindum svarað seint og illa.

Auglýsing

„Þessum breyt­ingum er ætlað að bæta og hraða afgreiðslu mála, skerpa yfir­sýn og styrkja ráðu­neytið sem öfl­ugan og sam­stíga vinnu­stað. Við viljum efla kjarna­starf­semi ráðu­neyt­is­ins, dreifa verk­efnum betur milli skrif­stofa og starfs­fólks og laga okkur að breyttum þörfum sam­fé­lags­ins. Marg­vís­legar skyldur hvíla á ráðu­neyt­inu, bæði gagn­vart almenn­ingi og okkar 53 stofn­un­um, og því er mik­il­vægt að ráðu­neytið gangi eins og vel smurð vél,“ segir Lilja í til­kynn­ingu.

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins seg­ir, að vinnu­lag og ferlar verði end­ur­skoð­að­ir, gæða- og mannauðs­mál fái aukið vægi „sem og upp­lýs­inga­miðlun til almenn­ings, stofn­ana og starfs­fólks“. Nýtt skipu­rit tekur gildi 15. febr­ú­ar. 

Nýtt skipurit, sem kynnt var í dag.

Páll Magn­ús­son er ráðu­neyt­is­stjóri í ráðu­neyt­inu.

Úttekt­in, sem Capacent og ráðu­neytið unnu að, fólst meðal ann­ars í umfangs­mik­illi rýni á ferlum, gögnum og skipu­riti, ítar­legum við­tölum við starfs­fólk, við­horfs­mæl­ingum og vinnufundum með full­trúum fjöl­margra stofn­ana. Boð­aðar breyt­ingar á skipu­lagi byggja á þeirri vinnu, þar sem margir lögðu hönd á plóg, segir í til­kynn­ingu.

Skrif­stofa menn­ing­ar­mála og fjöl­miðla verður að stærstum hluta óbreytt frá núver­andi skipu­lagi. Skrif­stofu mennta og vís­inda­mála verður skipt í þrennt; 

1) skrif­stofu skóla-, íþrótta- og æsku­lýðs­mála, 

2) skrif­stofu fram­halds­skóla og -fræðslu og 

3) skrif­stofu háskóla og vís­inda.

Hver skrif­stofa verður öflug og heild­stæð ein­ing, að mestu sjálfri sér nóg um afgreiðslu mála og mun því ekki þurfa stoð­þjón­ustu í sama mæli og áður. 

Skrif­stofa laga og stjórn­sýslu verður lögð niður og starf­andi lög­fræð­ingar fær­ast til fag­skrif­stof­anna eftir sér­svið­um. Mál­efni sem áður til­heyrðu skrif­stofu yfir­stjórnar fær­ast til ráðu­neyt­is­stjóra og skrif­stofu fjár­mála og rekstr­ar.

„Það mun taka tíma að ná settum mark­mið­um, en það er nauð­syn­legt að hefja þess veg­ferð strax, til hags­bóta fyrir menn­ingu, menntun og íþrótta­starf í land­in­u,“ segir Lilja í til­kynn­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent