Nýju skipuriti ætlað að efla starfsemi á sviði mennta- og menningarmála

Í skýrslu sem Capacent vann fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið kemur fram að óskilvirkni sé viðvarandi vandamál. Erindum sé svarað seint og illa, og kvartað sé undan álagi víða innan stofnanna. Engir formlegir mælikvarðar á álagi eru þó fyrir hendi.

Lilja Alfreðsdóttir kynnir fjölmiðlafrumvarp 31. jan 2019
Auglýsing

Fag­skrif­stofur í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti Lilju Daggar Alfreðs­dóttur verða efldar en stoð­skrif­stofum fækkað sam­kvæmt nýju skipu­lagi sem kynnt var í ráðu­neyt­inu í dag. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu, en breyt­ing­arnar byggja meðal ann­ars á ítar­legri vinnu sem ráðu­neytið vann í sam­starfi við Capacent, og hefur skýrsla um það starf nú verið birt. 

Í henni segir meðal ann­ars, að grein­ing á starf­semi ráðu­neyt­is­ins, hafi leitt í ljós að skil­virkni væri ekki nægi­leg, og form­leg grein­ing á álagi - sem margir kvört­uðu yfir - væri ekki til stað­ar. Þá væri erindum svarað seint og illa.

Auglýsing

„Þessum breyt­ingum er ætlað að bæta og hraða afgreiðslu mála, skerpa yfir­sýn og styrkja ráðu­neytið sem öfl­ugan og sam­stíga vinnu­stað. Við viljum efla kjarna­starf­semi ráðu­neyt­is­ins, dreifa verk­efnum betur milli skrif­stofa og starfs­fólks og laga okkur að breyttum þörfum sam­fé­lags­ins. Marg­vís­legar skyldur hvíla á ráðu­neyt­inu, bæði gagn­vart almenn­ingi og okkar 53 stofn­un­um, og því er mik­il­vægt að ráðu­neytið gangi eins og vel smurð vél,“ segir Lilja í til­kynn­ingu.

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins seg­ir, að vinnu­lag og ferlar verði end­ur­skoð­að­ir, gæða- og mannauðs­mál fái aukið vægi „sem og upp­lýs­inga­miðlun til almenn­ings, stofn­ana og starfs­fólks“. Nýtt skipu­rit tekur gildi 15. febr­ú­ar. 

Nýtt skipurit, sem kynnt var í dag.

Páll Magn­ús­son er ráðu­neyt­is­stjóri í ráðu­neyt­inu.

Úttekt­in, sem Capacent og ráðu­neytið unnu að, fólst meðal ann­ars í umfangs­mik­illi rýni á ferlum, gögnum og skipu­riti, ítar­legum við­tölum við starfs­fólk, við­horfs­mæl­ingum og vinnufundum með full­trúum fjöl­margra stofn­ana. Boð­aðar breyt­ingar á skipu­lagi byggja á þeirri vinnu, þar sem margir lögðu hönd á plóg, segir í til­kynn­ingu.

Skrif­stofa menn­ing­ar­mála og fjöl­miðla verður að stærstum hluta óbreytt frá núver­andi skipu­lagi. Skrif­stofu mennta og vís­inda­mála verður skipt í þrennt; 

1) skrif­stofu skóla-, íþrótta- og æsku­lýðs­mála, 

2) skrif­stofu fram­halds­skóla og -fræðslu og 

3) skrif­stofu háskóla og vís­inda.

Hver skrif­stofa verður öflug og heild­stæð ein­ing, að mestu sjálfri sér nóg um afgreiðslu mála og mun því ekki þurfa stoð­þjón­ustu í sama mæli og áður. 

Skrif­stofa laga og stjórn­sýslu verður lögð niður og starf­andi lög­fræð­ingar fær­ast til fag­skrif­stof­anna eftir sér­svið­um. Mál­efni sem áður til­heyrðu skrif­stofu yfir­stjórnar fær­ast til ráðu­neyt­is­stjóra og skrif­stofu fjár­mála og rekstr­ar.

„Það mun taka tíma að ná settum mark­mið­um, en það er nauð­syn­legt að hefja þess veg­ferð strax, til hags­bóta fyrir menn­ingu, menntun og íþrótta­starf í land­in­u,“ segir Lilja í til­kynn­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent