Nýju skipuriti ætlað að efla starfsemi á sviði mennta- og menningarmála

Í skýrslu sem Capacent vann fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið kemur fram að óskilvirkni sé viðvarandi vandamál. Erindum sé svarað seint og illa, og kvartað sé undan álagi víða innan stofnanna. Engir formlegir mælikvarðar á álagi eru þó fyrir hendi.

Lilja Alfreðsdóttir kynnir fjölmiðlafrumvarp 31. jan 2019
Auglýsing

Fag­skrif­stofur í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti Lilju Daggar Alfreðs­dóttur verða efldar en stoð­skrif­stofum fækkað sam­kvæmt nýju skipu­lagi sem kynnt var í ráðu­neyt­inu í dag. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu, en breyt­ing­arnar byggja meðal ann­ars á ítar­legri vinnu sem ráðu­neytið vann í sam­starfi við Capacent, og hefur skýrsla um það starf nú verið birt. 

Í henni segir meðal ann­ars, að grein­ing á starf­semi ráðu­neyt­is­ins, hafi leitt í ljós að skil­virkni væri ekki nægi­leg, og form­leg grein­ing á álagi - sem margir kvört­uðu yfir - væri ekki til stað­ar. Þá væri erindum svarað seint og illa.

Auglýsing

„Þessum breyt­ingum er ætlað að bæta og hraða afgreiðslu mála, skerpa yfir­sýn og styrkja ráðu­neytið sem öfl­ugan og sam­stíga vinnu­stað. Við viljum efla kjarna­starf­semi ráðu­neyt­is­ins, dreifa verk­efnum betur milli skrif­stofa og starfs­fólks og laga okkur að breyttum þörfum sam­fé­lags­ins. Marg­vís­legar skyldur hvíla á ráðu­neyt­inu, bæði gagn­vart almenn­ingi og okkar 53 stofn­un­um, og því er mik­il­vægt að ráðu­neytið gangi eins og vel smurð vél,“ segir Lilja í til­kynn­ingu.

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins seg­ir, að vinnu­lag og ferlar verði end­ur­skoð­að­ir, gæða- og mannauðs­mál fái aukið vægi „sem og upp­lýs­inga­miðlun til almenn­ings, stofn­ana og starfs­fólks“. Nýtt skipu­rit tekur gildi 15. febr­ú­ar. 

Nýtt skipurit, sem kynnt var í dag.

Páll Magn­ús­son er ráðu­neyt­is­stjóri í ráðu­neyt­inu.

Úttekt­in, sem Capacent og ráðu­neytið unnu að, fólst meðal ann­ars í umfangs­mik­illi rýni á ferlum, gögnum og skipu­riti, ítar­legum við­tölum við starfs­fólk, við­horfs­mæl­ingum og vinnufundum með full­trúum fjöl­margra stofn­ana. Boð­aðar breyt­ingar á skipu­lagi byggja á þeirri vinnu, þar sem margir lögðu hönd á plóg, segir í til­kynn­ingu.

Skrif­stofa menn­ing­ar­mála og fjöl­miðla verður að stærstum hluta óbreytt frá núver­andi skipu­lagi. Skrif­stofu mennta og vís­inda­mála verður skipt í þrennt; 

1) skrif­stofu skóla-, íþrótta- og æsku­lýðs­mála, 

2) skrif­stofu fram­halds­skóla og -fræðslu og 

3) skrif­stofu háskóla og vís­inda.

Hver skrif­stofa verður öflug og heild­stæð ein­ing, að mestu sjálfri sér nóg um afgreiðslu mála og mun því ekki þurfa stoð­þjón­ustu í sama mæli og áður. 

Skrif­stofa laga og stjórn­sýslu verður lögð niður og starf­andi lög­fræð­ingar fær­ast til fag­skrif­stof­anna eftir sér­svið­um. Mál­efni sem áður til­heyrðu skrif­stofu yfir­stjórnar fær­ast til ráðu­neyt­is­stjóra og skrif­stofu fjár­mála og rekstr­ar.

„Það mun taka tíma að ná settum mark­mið­um, en það er nauð­syn­legt að hefja þess veg­ferð strax, til hags­bóta fyrir menn­ingu, menntun og íþrótta­starf í land­in­u,“ segir Lilja í til­kynn­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent