Mesta framkvæmd á vegum Alþingis í 140 ár

Forseti Alþingis hélt ávarp við fyrstu skóflustungu að nýbyggingu á Alþingisreitnum í dag en á næstu fjórum árum mun rísa um 6.000 fer­metra bygg­ing á reitnum.

Nýbygging á Alþingisreit Mynd: Alþingi
Auglýsing

Fyrsta skóflustungan að nýbygg­ingu Alþingis var tekin í dag, 4. febr­ú­ar, og markar hún form­legt upp­haf fram­kvæmda við nýbygg­ing­una á Alþing­is­reit. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá skrif­stofu Alþingis í dag.

Þá segir að bygg­ingin sé þjón­ustu­kjarni sem í fyll­ingu tím­ans muni sam­eina á einum stað alla starf­semi nefnda­sviðs, skrif­stofur þing­manna og funda- og vinnu­að­stöðu þing­flokka.

Hlé var gert á þing­fundi á meðan Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, og Ragna Árna­dóttir skrif­stofu­stjóri tóku fyrstu skóflustung­una. Að henni lok­inni var þing­mönn­um, starfs­fólki og öðrum gestum boðið upp á kaffi og kökur í Skála.

Auglýsing

Á meðal gesta voru fyrr­ver­andi for­setar Alþing­is, arki­tektar og aðrir hönn­uðir og full­trúar Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins. Verk­taka­fyr­ir­tækið Urð og grjót ehf. sér um jarð­vegs­vinnu en það átti lægsta til­boð í þann verk­þátt fram­kvæmd­anna þegar hann var boð­inn út síð­ast­liðið haust. S. Helga­son átti lægsta til­boð í vinnslu á stein­klæðn­ing­unni sem verður utan á hús­inu en sú vinna var boðin út í ágúst á síð­asta ári. Útboð í vinnu við aðal­bygg­ingu og tengi­ganga verða aug­lýst í vor og er gert ráð fyrir að upp­steypa hefj­ist í haust. Verk­lok eru áætluð í febr­úar 2023, sam­kvæmt skrif­stofu Alþing­is.

Stein­grímur sagði við til­efnið að hér færi nú af stað mesta fram­kvæmd á vegum Alþingis í 140 ár, það er frá því að Alþing­is­húsið sjálft reis á árunum 1880 til 1881. „Sú fram­kvæmd var reyndar risa­vaxin á þáver­andi mæli­kvarða lands­ins. Fjár­lög voru þá sam­þykkt til tveggja ára í senn og í frum­varpi því sem varð að lögum 26. ágúst 1879 fyrir árin 1880 og 1881 hljóð­uðu tekjur Íslands – eins og það var orðað – og gjöld upp á 777 þús­und, 825 krónur og 20 aura,“ sagði hann.

Á hvoru ári um sig hefðu umsvifin sem sagt verið tæpar 390 þús­und krón­ur, en þing­húsið kost­aði 120 þús­und, eða tæpan þriðj­ung árlegra umsvifa rík­is­ins eins og þau voru á þeim tíma. „Rétt er auð­vitað að geta þess að þá var verið að byggja fyrir hvort tveggja í senn Alþingi og söfn lands­ins, en stærð­argráðan var engu að síður þessi,“ sagði hann.

Steingrímur J. Sigfússon Mynd: Bára Huld BeckKostn­að­ar­á­ætlun upp á 4,4 millj­arða

Þá benti hann á að þarna risi á næstu fjórum árum um 6.000 fer­metra bygg­ing sem mundi sam­eina á einum stað, undir einu þaki, skrif­stofur fyrir alla þing­menn, aðstöðu fyrir þing­flokka, funda­her­bergi nefnda og vinnu­að­stöðu starfs­manna þeirra, auk funda og ráð­stefnu­að­stöðu og margt fleira. Bygg­ingin verður tengd nær öllum öðrum bygg­ingum Alþingis þannig að innan gengt verður til Skála og þing­húss­ins sjálfs auk húsa­lengj­unnar við Kirkju­stræti.

Sam­kvæmt Stein­grími er kostn­að­ar­á­ætlun fyrir bygg­ing­una sjálfa upp á 4,4 millj­arða króna að við­bættum verð­bótum á bygg­ing­ar­tíma. Af bygg­ing­unni mundi leiða mikið hag­ræði og sparn­aður til lengri tíma lit­ið, því leiga á fjöl­mörgum stöðum í Kvos­inni á mis­hent­ugu hús­næði væri óhent­ugt og dýrt úrræði. „Mest um vert er þó að hér verða skap­aðar nútíma­legar og fyrsta flokks vinnu­að­stæður fyrir þing­menn og ekki síður starfs­fólk Alþing­is. Hér verða góðar aðstæður til að taka á móti gestum sem til Alþingis og þing­nefnda koma og Alþingi verður mun betur í stakk búið til að halda ýmis konar fundi og minni ráð­stefn­ur.“

Í máli hans kom enn fremur fram að tveir fyrstu verk­þætt­irnir væri þegar umsamd­ir, það er steinkápan utan á bygg­ing­una en lit­brigði í íslensku bergi mundi setja á hana sterkan svip og svo jarð­vegs­vinna í grunni bygg­ing­ar­innar sem hefst á næstu dög­um. Útboð fyrir bygg­ing­una sjálfa yrði svo aug­lýst í vor og upp­steypa hefj­ast í haust.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent