Mesta framkvæmd á vegum Alþingis í 140 ár

Forseti Alþingis hélt ávarp við fyrstu skóflustungu að nýbyggingu á Alþingisreitnum í dag en á næstu fjórum árum mun rísa um 6.000 fer­metra bygg­ing á reitnum.

Nýbygging á Alþingisreit Mynd: Alþingi
Auglýsing

Fyrsta skóflustungan að nýbygg­ingu Alþingis var tekin í dag, 4. febr­ú­ar, og markar hún form­legt upp­haf fram­kvæmda við nýbygg­ing­una á Alþing­is­reit. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá skrif­stofu Alþingis í dag.

Þá segir að bygg­ingin sé þjón­ustu­kjarni sem í fyll­ingu tím­ans muni sam­eina á einum stað alla starf­semi nefnda­sviðs, skrif­stofur þing­manna og funda- og vinnu­að­stöðu þing­flokka.

Hlé var gert á þing­fundi á meðan Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, og Ragna Árna­dóttir skrif­stofu­stjóri tóku fyrstu skóflustung­una. Að henni lok­inni var þing­mönn­um, starfs­fólki og öðrum gestum boðið upp á kaffi og kökur í Skála.

Auglýsing

Á meðal gesta voru fyrr­ver­andi for­setar Alþing­is, arki­tektar og aðrir hönn­uðir og full­trúar Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins. Verk­taka­fyr­ir­tækið Urð og grjót ehf. sér um jarð­vegs­vinnu en það átti lægsta til­boð í þann verk­þátt fram­kvæmd­anna þegar hann var boð­inn út síð­ast­liðið haust. S. Helga­son átti lægsta til­boð í vinnslu á stein­klæðn­ing­unni sem verður utan á hús­inu en sú vinna var boðin út í ágúst á síð­asta ári. Útboð í vinnu við aðal­bygg­ingu og tengi­ganga verða aug­lýst í vor og er gert ráð fyrir að upp­steypa hefj­ist í haust. Verk­lok eru áætluð í febr­úar 2023, sam­kvæmt skrif­stofu Alþing­is.

Stein­grímur sagði við til­efnið að hér færi nú af stað mesta fram­kvæmd á vegum Alþingis í 140 ár, það er frá því að Alþing­is­húsið sjálft reis á árunum 1880 til 1881. „Sú fram­kvæmd var reyndar risa­vaxin á þáver­andi mæli­kvarða lands­ins. Fjár­lög voru þá sam­þykkt til tveggja ára í senn og í frum­varpi því sem varð að lögum 26. ágúst 1879 fyrir árin 1880 og 1881 hljóð­uðu tekjur Íslands – eins og það var orðað – og gjöld upp á 777 þús­und, 825 krónur og 20 aura,“ sagði hann.

Á hvoru ári um sig hefðu umsvifin sem sagt verið tæpar 390 þús­und krón­ur, en þing­húsið kost­aði 120 þús­und, eða tæpan þriðj­ung árlegra umsvifa rík­is­ins eins og þau voru á þeim tíma. „Rétt er auð­vitað að geta þess að þá var verið að byggja fyrir hvort tveggja í senn Alþingi og söfn lands­ins, en stærð­argráðan var engu að síður þessi,“ sagði hann.

Steingrímur J. Sigfússon Mynd: Bára Huld BeckKostn­að­ar­á­ætlun upp á 4,4 millj­arða

Þá benti hann á að þarna risi á næstu fjórum árum um 6.000 fer­metra bygg­ing sem mundi sam­eina á einum stað, undir einu þaki, skrif­stofur fyrir alla þing­menn, aðstöðu fyrir þing­flokka, funda­her­bergi nefnda og vinnu­að­stöðu starfs­manna þeirra, auk funda og ráð­stefnu­að­stöðu og margt fleira. Bygg­ingin verður tengd nær öllum öðrum bygg­ingum Alþingis þannig að innan gengt verður til Skála og þing­húss­ins sjálfs auk húsa­lengj­unnar við Kirkju­stræti.

Sam­kvæmt Stein­grími er kostn­að­ar­á­ætlun fyrir bygg­ing­una sjálfa upp á 4,4 millj­arða króna að við­bættum verð­bótum á bygg­ing­ar­tíma. Af bygg­ing­unni mundi leiða mikið hag­ræði og sparn­aður til lengri tíma lit­ið, því leiga á fjöl­mörgum stöðum í Kvos­inni á mis­hent­ugu hús­næði væri óhent­ugt og dýrt úrræði. „Mest um vert er þó að hér verða skap­aðar nútíma­legar og fyrsta flokks vinnu­að­stæður fyrir þing­menn og ekki síður starfs­fólk Alþing­is. Hér verða góðar aðstæður til að taka á móti gestum sem til Alþingis og þing­nefnda koma og Alþingi verður mun betur í stakk búið til að halda ýmis konar fundi og minni ráð­stefn­ur.“

Í máli hans kom enn fremur fram að tveir fyrstu verk­þætt­irnir væri þegar umsamd­ir, það er steinkápan utan á bygg­ing­una en lit­brigði í íslensku bergi mundi setja á hana sterkan svip og svo jarð­vegs­vinna í grunni bygg­ing­ar­innar sem hefst á næstu dög­um. Útboð fyrir bygg­ing­una sjálfa yrði svo aug­lýst í vor og upp­steypa hefj­ast í haust.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent