Mesta framkvæmd á vegum Alþingis í 140 ár

Forseti Alþingis hélt ávarp við fyrstu skóflustungu að nýbyggingu á Alþingisreitnum í dag en á næstu fjórum árum mun rísa um 6.000 fer­metra bygg­ing á reitnum.

Nýbygging á Alþingisreit Mynd: Alþingi
Auglýsing

Fyrsta skóflustungan að nýbygg­ingu Alþingis var tekin í dag, 4. febr­ú­ar, og markar hún form­legt upp­haf fram­kvæmda við nýbygg­ing­una á Alþing­is­reit. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá skrif­stofu Alþingis í dag.

Þá segir að bygg­ingin sé þjón­ustu­kjarni sem í fyll­ingu tím­ans muni sam­eina á einum stað alla starf­semi nefnda­sviðs, skrif­stofur þing­manna og funda- og vinnu­að­stöðu þing­flokka.

Hlé var gert á þing­fundi á meðan Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, og Ragna Árna­dóttir skrif­stofu­stjóri tóku fyrstu skóflustung­una. Að henni lok­inni var þing­mönn­um, starfs­fólki og öðrum gestum boðið upp á kaffi og kökur í Skála.

Auglýsing

Á meðal gesta voru fyrr­ver­andi for­setar Alþing­is, arki­tektar og aðrir hönn­uðir og full­trúar Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins. Verk­taka­fyr­ir­tækið Urð og grjót ehf. sér um jarð­vegs­vinnu en það átti lægsta til­boð í þann verk­þátt fram­kvæmd­anna þegar hann var boð­inn út síð­ast­liðið haust. S. Helga­son átti lægsta til­boð í vinnslu á stein­klæðn­ing­unni sem verður utan á hús­inu en sú vinna var boðin út í ágúst á síð­asta ári. Útboð í vinnu við aðal­bygg­ingu og tengi­ganga verða aug­lýst í vor og er gert ráð fyrir að upp­steypa hefj­ist í haust. Verk­lok eru áætluð í febr­úar 2023, sam­kvæmt skrif­stofu Alþing­is.

Stein­grímur sagði við til­efnið að hér færi nú af stað mesta fram­kvæmd á vegum Alþingis í 140 ár, það er frá því að Alþing­is­húsið sjálft reis á árunum 1880 til 1881. „Sú fram­kvæmd var reyndar risa­vaxin á þáver­andi mæli­kvarða lands­ins. Fjár­lög voru þá sam­þykkt til tveggja ára í senn og í frum­varpi því sem varð að lögum 26. ágúst 1879 fyrir árin 1880 og 1881 hljóð­uðu tekjur Íslands – eins og það var orðað – og gjöld upp á 777 þús­und, 825 krónur og 20 aura,“ sagði hann.

Á hvoru ári um sig hefðu umsvifin sem sagt verið tæpar 390 þús­und krón­ur, en þing­húsið kost­aði 120 þús­und, eða tæpan þriðj­ung árlegra umsvifa rík­is­ins eins og þau voru á þeim tíma. „Rétt er auð­vitað að geta þess að þá var verið að byggja fyrir hvort tveggja í senn Alþingi og söfn lands­ins, en stærð­argráðan var engu að síður þessi,“ sagði hann.

Steingrímur J. Sigfússon Mynd: Bára Huld BeckKostn­að­ar­á­ætlun upp á 4,4 millj­arða

Þá benti hann á að þarna risi á næstu fjórum árum um 6.000 fer­metra bygg­ing sem mundi sam­eina á einum stað, undir einu þaki, skrif­stofur fyrir alla þing­menn, aðstöðu fyrir þing­flokka, funda­her­bergi nefnda og vinnu­að­stöðu starfs­manna þeirra, auk funda og ráð­stefnu­að­stöðu og margt fleira. Bygg­ingin verður tengd nær öllum öðrum bygg­ingum Alþingis þannig að innan gengt verður til Skála og þing­húss­ins sjálfs auk húsa­lengj­unnar við Kirkju­stræti.

Sam­kvæmt Stein­grími er kostn­að­ar­á­ætlun fyrir bygg­ing­una sjálfa upp á 4,4 millj­arða króna að við­bættum verð­bótum á bygg­ing­ar­tíma. Af bygg­ing­unni mundi leiða mikið hag­ræði og sparn­aður til lengri tíma lit­ið, því leiga á fjöl­mörgum stöðum í Kvos­inni á mis­hent­ugu hús­næði væri óhent­ugt og dýrt úrræði. „Mest um vert er þó að hér verða skap­aðar nútíma­legar og fyrsta flokks vinnu­að­stæður fyrir þing­menn og ekki síður starfs­fólk Alþing­is. Hér verða góðar aðstæður til að taka á móti gestum sem til Alþingis og þing­nefnda koma og Alþingi verður mun betur í stakk búið til að halda ýmis konar fundi og minni ráð­stefn­ur.“

Í máli hans kom enn fremur fram að tveir fyrstu verk­þætt­irnir væri þegar umsamd­ir, það er steinkápan utan á bygg­ing­una en lit­brigði í íslensku bergi mundi setja á hana sterkan svip og svo jarð­vegs­vinna í grunni bygg­ing­ar­innar sem hefst á næstu dög­um. Útboð fyrir bygg­ing­una sjálfa yrði svo aug­lýst í vor og upp­steypa hefj­ast í haust.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent