„Ábyrgðin er hjá Reykjavíkurborg“

Forseti ASÍ segist hafa fengið fyrirspurnir um það hvort hún styðji verkfall starfsmanna Reykjavíkurborgar sem eru í Eflingu. Hún segir að fyrir henni sé spurningin fáránleg. Hún styðji skilyrðislaust grasrótarbaráttu launafólks fyrir bættum kjörum.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að hún styðji skil­yrð­is­laust gras­rót­ar­bar­áttu launa­fólks fyrir bættum kjörum en hún hefur fengið fyr­ir­spurnir um það hvort hún styðji verk­fall Efl­ingar sem nú stendur yfir. „Það er kjarni verka­lýðs­bar­áttu að valdið sé nálægt félags­mönn­um, fólk hafi skil­yrð­is­lausan rétt til að skipu­leggja sig í verka­lýðs­fé­lög og beita verk­föllum í kjara­deilu,“ skrifar hún.

Rúm­­lega 1.800 félags­­­menn Efl­ingar sem starfa hjá borg­inni fóru í verk­­fall á hádeg­inu á dag sem mun standa til mið­nætt­is. Næsti fundur í kjara­­deil­unni er boð­aður klukkan þrjú á morg­un­. Verk­­­fallið mun hafa mest áhrif á leik­­­skóla- og vel­­­ferð­­­ar­­­þjón­­­ustu á vegum Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar auk sorp­­­hirðu, vetr­­­ar­­­þjón­­­ustu og umhirðu borg­­­ar­lands­ins.

Starfs­­fólk Efl­ingar telur um 1.850 af um 9.000 starfs­­mönnum borg­­ar­inn­­ar. Efl­ing­­ar­­fólk starfar í fjöl­breyttum störfum á 129 starfs­­stöðum hjá Reykja­vík­­­ur­­borg. Um 1.000 starfa á skóla- og frí­­stunda­sviði, þar af mik­ill meiri­hluti í leik­­skól­un­­um. Þá starfa um 700 úr Efl­ingu við vel­­ferð­­ar­­þjón­­ustu borg­­ar­inn­­ar.

Auglýsing

Félags­menn Efl­ingar sýnt mikið lang­lund­ar­geð

Drífa bendir á að umboð Efl­ingar frá félags­mönnum sé sterkt. „Við skulum líka hafa það í huga að félags­menn hafa verið kjara­samn­ings lausir í 11 mán­uði og því aug­ljóst að félagar hafa sýnt mikið lang­lund­ar­geð. Verk­föll eru líka ekki bara spurn­ing um fleiri krónur í umslagið heldur krafa um virð­ingu og að jafna völd­in,“ skrifar hún.

Fólk á lægstu laun­unum í Reykja­vík rísi nú upp og krefj­ist virð­ing­ar, að á þau sé hlustað og gengið sé til raun­veru­legra samn­inga­við­ræðna. „Ábyrgðin er hjá Reykja­vík­ur­borg!“ skrifar hún að lok­um.

Ég hef fengið fyr­ir­spurnir um hvort ég styðji verk­fall Efl­ing­ar. Fyrir mér er spurn­ingin fárán­leg. Ég styð...

Posted by Drífa Snæ­dal on Tues­day, Febru­ary 4, 2020

BSRB styður verk­falls­að­gerðir Efl­ing­ar BSRB hefur lýst yfir stuðn­ingi við yfir­stand­andi verk­falls­að­gerðir Efl­ingar vegna kjara­samn­ings­við­ræðna við Reykja­vík­ur­borg. „Sjálf­stæður samn­ings­réttur er grund­vall­ar­réttur launa­fólks og verk­falls­rétt­ur­inn öfl­ug­asta vopnið í kjara­bar­átt­unni. Félags­menn í aðild­ar­fé­lögum BSRB eru hvattir til að virða verk­falls­rétt Efl­ingar og ganga ekki í störf félags­manna sem eru í verk­fall­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent