„Ábyrgðin er hjá Reykjavíkurborg“

Forseti ASÍ segist hafa fengið fyrirspurnir um það hvort hún styðji verkfall starfsmanna Reykjavíkurborgar sem eru í Eflingu. Hún segir að fyrir henni sé spurningin fáránleg. Hún styðji skilyrðislaust grasrótarbaráttu launafólks fyrir bættum kjörum.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að hún styðji skil­yrð­is­laust gras­rót­ar­bar­áttu launa­fólks fyrir bættum kjörum en hún hefur fengið fyr­ir­spurnir um það hvort hún styðji verk­fall Efl­ingar sem nú stendur yfir. „Það er kjarni verka­lýðs­bar­áttu að valdið sé nálægt félags­mönn­um, fólk hafi skil­yrð­is­lausan rétt til að skipu­leggja sig í verka­lýðs­fé­lög og beita verk­föllum í kjara­deilu,“ skrifar hún.

Rúm­­lega 1.800 félags­­­menn Efl­ingar sem starfa hjá borg­inni fóru í verk­­fall á hádeg­inu á dag sem mun standa til mið­nætt­is. Næsti fundur í kjara­­deil­unni er boð­aður klukkan þrjú á morg­un­. Verk­­­fallið mun hafa mest áhrif á leik­­­skóla- og vel­­­ferð­­­ar­­­þjón­­­ustu á vegum Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar auk sorp­­­hirðu, vetr­­­ar­­­þjón­­­ustu og umhirðu borg­­­ar­lands­ins.

Starfs­­fólk Efl­ingar telur um 1.850 af um 9.000 starfs­­mönnum borg­­ar­inn­­ar. Efl­ing­­ar­­fólk starfar í fjöl­breyttum störfum á 129 starfs­­stöðum hjá Reykja­vík­­­ur­­borg. Um 1.000 starfa á skóla- og frí­­stunda­sviði, þar af mik­ill meiri­hluti í leik­­skól­un­­um. Þá starfa um 700 úr Efl­ingu við vel­­ferð­­ar­­þjón­­ustu borg­­ar­inn­­ar.

Auglýsing

Félags­menn Efl­ingar sýnt mikið lang­lund­ar­geð

Drífa bendir á að umboð Efl­ingar frá félags­mönnum sé sterkt. „Við skulum líka hafa það í huga að félags­menn hafa verið kjara­samn­ings lausir í 11 mán­uði og því aug­ljóst að félagar hafa sýnt mikið lang­lund­ar­geð. Verk­föll eru líka ekki bara spurn­ing um fleiri krónur í umslagið heldur krafa um virð­ingu og að jafna völd­in,“ skrifar hún.

Fólk á lægstu laun­unum í Reykja­vík rísi nú upp og krefj­ist virð­ing­ar, að á þau sé hlustað og gengið sé til raun­veru­legra samn­inga­við­ræðna. „Ábyrgðin er hjá Reykja­vík­ur­borg!“ skrifar hún að lok­um.

Ég hef fengið fyr­ir­spurnir um hvort ég styðji verk­fall Efl­ing­ar. Fyrir mér er spurn­ingin fárán­leg. Ég styð...

Posted by Drífa Snæ­dal on Tues­day, Febru­ary 4, 2020

BSRB styður verk­falls­að­gerðir Efl­ing­ar BSRB hefur lýst yfir stuðn­ingi við yfir­stand­andi verk­falls­að­gerðir Efl­ingar vegna kjara­samn­ings­við­ræðna við Reykja­vík­ur­borg. „Sjálf­stæður samn­ings­réttur er grund­vall­ar­réttur launa­fólks og verk­falls­rétt­ur­inn öfl­ug­asta vopnið í kjara­bar­átt­unni. Félags­menn í aðild­ar­fé­lögum BSRB eru hvattir til að virða verk­falls­rétt Efl­ingar og ganga ekki í störf félags­manna sem eru í verk­fall­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent