Sigríður mætt til Strassborgar þar sem Landsréttarmálið verður flutt

Málflutningur í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn Íslandi fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hefst á morgun. Fyrrverandi dómsmálaráðherra er mætt til Strassborgar og ætlar hún að fylgjast þar með honum.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Mál­­flutn­ingur í Lands­rétt­­ar­­mál­inu svo­­kall­aða fyrir yfir­­­deild Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu mun fara fram á morg­un, 5. febr­­úar í Strass­­borg. Sig­ríður Á. And­er­sen, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, mun fylgj­ast með mál­flutn­ingnum á staðnum en frá því greinir hún í pistli á blogg­síðu sinni í dag.

Alls munu 17 dóm­­arar sitja í yfir­­­deild­inni við með­­­ferð máls­ins. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, vara­­for­­seti Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins. Hann var einnig á meðal þeirra þeirra dóm­­ara sem felldu áfell­is­­dóm í mál­inu 12. mars síð­­ast­lið­inn. ­Ís­lenska ríkið ákvað í apríl að áfrýja þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu og beina því til yfir­­­deildar dóms­ins að taka málið aftur fyr­­­­ir. 

Greint var frá því þann 9. sept­­em­ber síð­ast­lið­inn að yfir­­­deildin hefði ákveðið að taka Lands­rétt­­ar­­málið fyr­­ir. Dóm­­stóll­inn felldi upp­­haf­­legan dóm sinn síð­asta vor þar sem bæði Sig­ríður og Alþingi fengu á sig áfell­is­­­­­­dóm fyrir það hvernig haldið var á skipan 15 dóm­­­­­­ara við Lands­rétt í byrjun júní árið 2017.

Auglýsing

Hæsti­réttur stað­festi refs­ing­una

Sig­ríður fjallar um málið á blogg­síðu sinni en hún segir að málið varði einn til­tek­inn dóm­ara við Lands­rétt en þó um leið alla þá 15 sem hún skip­aði vorið 2017 eftir að Alþingi hafði sam­þykkt til­lögu hennar þar um. 

„Málið varðar dóm sem Hæsti­réttur kvað upp í maí 2018 í máli manns sem ját­aði á sig akstur undir áhrifum fíkni­efna. Hann var dæmdur til refs­ingar með hér­aðs­dómi sem stað­festur var af Lands­rétti. Mað­ur­inn óskaði eftir því að dómur Lands­réttar yrði ómerktur með þeim rökum að á meðal þriggja dóm­ara þar hafði setið dóm­ari sem ég lagði til við Alþingi að yrði meðal skip­aðra dóm­ara þótt hann hefði ekki verið meðal þeirra fimmtán sem hæfn­is­nefndin hafði lagt til við mig. Mað­ur­inn telur sig ekki hafa notið rétt­látrar máls­með­ferðar vegna þessa. Hann telur dóm­ar­ann ekki lög­lega skip­að­an,“ skrifar hún.

Í dómi Hæsta­réttar hafi mað­ur­inn verið tal­inn hafa notið rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir Lands­rétti. Hæsti­réttur hafi stað­fest refs­ing­una sem dóm­ar­arnir þrír í Lands­rétti, og áður hér­aðs­dóm­ari, ákvörð­uðu hon­um. Hæsti­réttur Íslands hafi þannig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að dóm­ar­inn sé lög­lega skip­að­ur.

Engin vafi í hennar huga að umræddur maður hafi notið rétt­látrar máls­með­ferðar

„Engin vafi er á því í mínum huga að umræddur mað­ur, sem ját­aði fíkni­efna­akst­ur, naut rétt­látrar máls­með­ferðar af hálfu allra dóm­ar­anna sem sak­felldu hann. Sú máls­með­ferð er í sam­ræmi við stjórn­ar­skrá Íslands, almennar íslenskar rétt­ar­fars­reglur og einnig mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Í máli þessu er mik­il­vægt að hafa hug­fast að í því er deilt um lög­fræði, túlkun laga­á­kvæða og vald­mörk lög­gjafans, fram­kvæmda­valds og dóm­stóla, inn­lendra sem erlendra. Sjálfri hefur mér þótt afskap­lega áhuga­vert að fylgj­ast með fram­gangi alls þessa máls allt frá því ég fékk í hendur 34 umsóknir um stöður dóm­ara við Lands­rétt, og kom þeim í hendur hæfn­is­nefnd­ar, og fram til dags­ins í dag þegar yfir­deild MDE fjallar um dóm Hæsta­rétt­ar. MDE er að „leggja dóm á dóm Hæsta­rétt­ar“ myndu þeir kannski segja sem halda rang­lega að dóms­valdið sé end­an­lega í Strass­borg,“ skrifar hún. 

„Við ætlum að fara með málið alla leið“ heyr­ist æ oftar frá þeim sem leita til dóm­stól­anna með ágrein­ing. Í því felst...

Posted by Sig­ríður Á. And­er­sen on Tues­day, Febru­ary 4, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent