Reykjavík í fjórða sæti yfir samkeppnishæfni á Norðurlöndum

Höfuðborgarsvæðið heldur fjórða sætinu frá því fyrir tveimur árum þegar kemur að samkeppnishæfni á Norðurlöndunum en Ósló er í toppsæti listans. Kaupmannahöfn og nágrenni er í öðru sæti og Stokkhólmur hefur fallið af toppnum í þriðja sætið.

Reykjavík
Reykjavík
Auglýsing

Nor­rænu höf­uð­borg­irnar búa yfir mestri sam­keppn­is­hæfni allra svæða á Norð­ur­lönd­um. Reykja­vík er í fjórða sæti á eftir Ósló, Kaup­manna­höfn og Stokk­hólmi. Fyrst og fremst er það ónæg fram­leiðni og tak­markað fjár­magn til rann­sókna og þró­unar sem dregur höf­uð­borg­ar­svæðið nið­ur.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar – State of the Nor­dic reg­ion, sem unnin er af Nor­dregio og birt­ist í dag.

Í skýrsl­unni eru bornar saman töl­fræði­legar upp­lýs­ingar frá 74 svæðum á Norð­ur­löndum og þeim raðað eftir sam­keppn­is­hæfni með hlið­sjón af því hvernig þeim tekst að laða að sér bæði fjár­magn og mannauð.

Auglýsing

Eins og áður segir heldur höf­uð­borg­ar­svæðið fjórða sæt­inu frá því fyrir tveimur árum en Ósló er í topp­sæti list­ans. Kaup­manna­höfn og nágrenni eru í öðru sæti og Stokk­hólmur hefur fallið af toppnum í þriðja sæt­ið. Sam­kvæmt skýrslu­höf­undum draga flokk­arnir „verg svæð­is­bundin fram­leiðsla“ og „fjár­magn veitt til rann­sókna og þró­un­ar“ höf­uð­borg­ar­svæðið helst nið­ur. Stór-Reykja­vík­ur­svæðið stendur þó ann­ars vel, sér­stak­lega varð­andi þætti sem snúa að atvinnu­þátt­töku og lýð­fræði­legri þró­un.

Suð­ur­nes efst þegar skoðuð eru dreif­býl­is­svæði

Fjögur svæði á Íslandi skora hátt í nor­rænum sam­an­burði, sam­kvæmt skýrsl­unni, og eru í fyrstu fjórum efstu sæt­unum þegar aðeins eru skoðuð dreif­býl­is­svæði.

Efst eru Suð­ur­nes, svo Norð­ur­land eystra, því næst Suð­ur­land og loks Vest­ur­land. Þó er tekið fram að nýj­ustu töl­fræði­upp­lýs­ingar séu frá byrjun árs 2019 eða fyrir gjald­þrot WOW og þær efna­hags­legu áskor­anir sem fylgt hafa í kjöl­far­ið.

Eins hamli skortur á töl­fræði frá Íslandi eftir svæðum og sveit­ar­fé­lögum sam­an­burð við mörg svæði ann­arra nor­rænna landa þar sem slíkar upp­lýs­ingar séu aðgengi­legar og mark­visst skráðar eftir svæð­um. Skortur á svæð­is­bund­inni skrán­ingu mik­il­vægra töl­fræði­þátta á Íslandi geti þess vegna valdið skekkjum í nákvæmni mæl­inga á lands­byggð­inni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent