Innflytjendur halda uppi jákvæðri byggðaþróun

Fæðingartíðni er nú í sögulegu lágmarki á Íslandi, í Noregi og í Finnlandi. Innflytjendur á Norðurlöndunum hafa haldið við endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem annars myndu glíma við fólksfækkun.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Fæð­ing­ar­tíðni á Íslandi hefur hríð­lækkað þrátt fyrir hlut­falls­lega mesta fólks­fjölgun síð­ustu ára­tugi miðað við hin Norð­ur­löndin og hefur hún aldrei verið lægri. Fæð­ing­ar­tíðni er nú hærri í Fær­eyj­um, Græn­landi, Sví­þjóð og Dan­mörku en það eru inn­flytj­endur sem halda uppi jákvæðri byggða­þróun í mörgum sveit­ar­fé­lögum á Norð­ur­lönd­um.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar – State of the Nor­dic reg­ion, sem unnin er af Nor­dregio og birt­ist í dag.

Sam­kvæmt skýrslu­höf­undum hefur fæð­ing­ar­tíðni lækkað mikið und­an­far­inn ára­tug alls staðar á Norð­ur­löndum og er hún nú í sögu­legu lág­marki á Íslandi, í Nor­egi og í Finn­landi. Þá kemur fram að fæð­ing­ar­tíðni á Íslandi, sem lengi var með þeim hæstu í Evr­ópu, hafi fallið hratt frá árinu 2009 þegar hún var að með­al­tali 2,2 börn á hverja konu í aðeins 1,7 börn að með­al­tali árið 2019. Nú sé fæð­ing­ar­tíðni hér á landi örlítið lægri en í Sví­þjóð og Dan­mörku. Fær­eyjar séu eina svæðið þar sem fæð­ing­ar­tíðnin er nægi­lega há til að stuðla að nátt­úru­legri fólks­fjölgun eða 2,5 börn á hverja konu.

Auglýsing

Konur eign­ast sitt fyrsta barn seinna

Helsta ástæða þess­arar þró­unar er, sam­kvæmt skýrsl­unni, að konur eign­ast sitt fyrsta barn mun seinna en áður tíðk­að­ist. Árið 1990 hafi fæð­ing­ar­tíðni verið hæst meðal kvenna á aldr­inum 25 til 29 ára en í dag sé tíðnin hæst í ald­urs­hópnum 30 til 34 ára. Breyt­inga hafi farið að gæta á tíunda ára­tugnum þegar algeng­ara varð að konur biðu með barn­eignir þar til þær höfðu menntað sig.

Inn­flytj­endur hafa haldið við end­ur­nýjun íbúa á mörgum fámenn­ari og afskekkt­ari svæðum sem ann­ars myndu glíma við fólks­fækk­un. Þannig varð fólks­fjölgun í 26 pró­sentum sveit­ar­fé­laga á Norð­ur­löndum 2010 til 2018 ein­ungis vegna inn­flytj­enda.

Lífslíkur fólks við fæð­ingu hafa auk­ist alls staðar á Norð­ur­lönd­um 

Kjell Nils­son, for­stjóri Nor­dreg­io, segir að sam­hliða lækk­andi fæð­ing­ar­tíðni stuðli bætt heilsa og aukin lífs­gæði að því að sam­fé­lögin eld­ast. Lífslíkur fólks við fæð­ingu hafi auk­ist alls staðar á Norð­ur­löndum frá árinu 1990 og heldur meira hjá körlum og því hafi dregið saman með kynj­un­um. Búast megi við því að lífslíkur fólks haldi áfram að aukast og því megi karlar reikna með að lifa í rúm­lega 87 ár og konur í rúm­lega 91 ár árið 2080. 

„Áhuga­vert er að skoða lífslíkur og ald­urs­sam­setn­ingu í lönd­unum sem heild en það er ekki síður áhuga­vert að sjá hvernig útkoman er mis­mun­andi eftir svæð­um. Í mínu heima­hér­aði, Krono­berg í Sví­þjóð, eru lífslíkur karla til dæmis mestar á Norð­ur­lönd­un­um,“ segir hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnar fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent