Ísland og Noregur einu Norðurlöndin sem juku losun gróðurhúsalofttegunda

Samkvæmt nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar eru helstu skýringarnar á aukinni losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 1993 til 2017 á Íslandi og í Noregi annars vegar áhrif orkufreks iðnaðar eins og álvera og olíuiðnaðar og samgangna hins vegar.

co2 kolefni loftslagsmál gróðurhúsalofttegundir verksmiðja ský mengun h_52534332.jpg
Auglýsing

Ísland og Nor­egur eru einu lönd Norð­ur­landa sem juku losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá 1990 til 2017 og reyndar trónir Ísland á toppnum í Evr­ópu þegar skoðuð er losun á hvern íbúa.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar – State of the Nor­dic reg­ion, sem unnin er af Nor­dregio og birt­ist í dag.

Í henni segir að helstu skýr­ing­arnar á þró­un­inni á Íslandi og í Nor­egi séu áhrif orku­freks iðn­aðar eins og álvera og olíu­iðn­aðar ann­ars vegar og sam­gangna hins veg­ar.

Auglýsing

Ísland í for­ystu með hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku

Sam­kvæmt skýrslu­höf­undum jókst losun á hvern íbúa á Íslandi vegna sam­gangna um 57 pró­sent frá 2000 til 2017 sem meðal ann­ars má rekja til auk­ins fjölda ferða­manna. Þá jókst orku­notkun vegna hús­hit­unar um 22 pró­sent á sama tíma­bili. Þessi þróun í orku­notkun og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er á skjön við mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040, segir í skýrsl­unni.

Þá kemur fram að löndin hafi aftur á móti öll aukið hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku frá 2004 til 2017. Ísland sé í for­ystu með 72 pró­sent hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku, Nor­egur fylgi fast á eftir með 71 pró­sent en þar á eftir komi Sví­þjóð með 54 pró­sent, Finn­land með 41 pró­sent og Dan­mörk með 36 pró­sent.

Dan­ir, sem reka lest­ina, juku hlut­fall sitt þó mest á tíma­bil­inu eða um 21 pró­sent þegar hlut­fallið jókst um 13 pró­sent á Íslandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent