Vinstri græn tapa fylgi milli mánaða og Framsókn enn að mælast með lítinn stuðning

Viðreisn hefur aukið fylgi sitt um 73 prósent það sem af er kjörtímabili. Samfylking og Píratar hafa líka bætt vel við sig og Sósíalistaflokkurinn tekur sömuleiðis til sín. Aðrir flokkar mælast nú undir kjörfylgi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er varaformaður Vinstri grænna og Katrín Jakobsdóttir formaður hans.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er varaformaður Vinstri grænna og Katrín Jakobsdóttir formaður hans.
Auglýsing

Fylgi Vinstri grænna mælist nú 11,9 pró­sent og lækkað um 1,8 pró­sentu­stig milli mán­aða sam­kvæmt nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er á svip­uðum slóðum og hann var í lok sept­em­ber með 23,5 pró­sent fylgi og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætir við sig einu pró­sentu­stigi og mælist með stuðn­ing 7,7 pró­sent kjós­enda. 

Þess ber þó að geta að fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins í lok síð­asta mán­að­ar, sem var 6,7 pró­sent, var það lægsta sem Gallup hefur nokkru sinn mælt hjá flokknum að einni könnun und­an­skildri. Sú könnun var gerð í sept­­em­ber 2018 og sýndi flokk­inn með 6,6 pró­­sent fylgi.

Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja er nú 43,1 pró­sent og allir mæl­ast þeir undir kjör­fylgi, en þeir fengu sam­an­lagt 52,9 pró­sent í kosn­ing­unum 2017. Því hafa þeir sam­an  tapað um tíu pró­sentu­stig­um. 

Við­reisn bætir við sig

Sam­fylk­ingin er næst stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt Gallup og alls segj­ast 15,8 pró­sent kjós­enda styðja hann. Píratar mæl­ast með 12,1 pró­sent fylgi og dala lít­il­lega á milli mán­aða. Við­reisn mælist með 11,6 pró­sent fylgi sem er mesta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með í könn­unum Gallup á þessu ári.

Auglýsing
Samanlagt fengu þessir þrír flokkar 28 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017. Nú mæl­ast þeir með 39,6 pró­sent og hafa því sam­tals bætt við sig 11,5 pró­sentu­stig­um. 

Mest hefur Við­reisn bætt við sig, eða 4,9 pró­sentu­stig­um. Sam­fylk­ingin mælist nú með 3,7 pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk í októ­ber 2017 og Píratar hafa bætt við sig 2,9 pró­sentu­stig­um.Þá mælist Sós­í­alista­flokkur Íslands með 2,7 pró­sent fylgi, en hann mun bjóða fram til Alþingis í fyrsta sinn í sept­em­ber næst­kom­andi þegar næstu þing­kosn­ingar fara fram. Flokk­ur­inn hefur ein­ungis einu sinni mælst með fimm pró­sent fylgi í könn­unum Gallup, í lok febr­úar síð­ast­lið­ins. Þess ber þó að geta að Sós­í­alista­flokk­ur­inn hefur ekki kynnt hverjir munu manna lista flokks­ins, og skera sig því úr á meðal þeirra flokka sem mældir eru.

Undir kjör­fylgi

Tveir flokk­anna í stjórn­ar­and­stöðu mæl­ast með minna fylgi en þeir fengu í síð­ustu kosn­ing­um. Mið­flokk­ur­inn hefur ekki mælst yfir kjör­fylgi frá því í mars og nú segj­ast 9,9 pró­sent að þeir myndu kjósa flokk­inn ef kosið yrði í dag. Það er nán­ast sama hlut­fall og fyrir mán­uði síð­an. Mið­flokk­ur­inn fékk 10,9 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017.

Flokkur fólks­ins hress­ist aðeins á milli mán­aða og mælist með 4,5 pró­sent fylgi. Flokk­ur­inn hefur hins vegar ekki mælst með yfir fimm pró­sent fylgi í könn­unum Gallup frá því í lok árs 2018, eða í tæp tvö ár. Hann fékk 6,9 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um.

Nið­ur­stöður um fylgi flokk­anna á lands­vísu eru úr net­könnun sem Gallup gerði dag­ana 30. sept­em­ber til 1. nóv­em­ber 2020. Heild­ar­úr­taks­stærð var 10.937 og þátt­töku­hlut­fall var 54,0 pró­sent. Vik­mörk á fylgi við flokka eru 0,5-1,2 pró­sent. Ein­stak­lingar í úrtaki voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent