Vinstri græn tapa fylgi milli mánaða og Framsókn enn að mælast með lítinn stuðning

Viðreisn hefur aukið fylgi sitt um 73 prósent það sem af er kjörtímabili. Samfylking og Píratar hafa líka bætt vel við sig og Sósíalistaflokkurinn tekur sömuleiðis til sín. Aðrir flokkar mælast nú undir kjörfylgi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er varaformaður Vinstri grænna og Katrín Jakobsdóttir formaður hans.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er varaformaður Vinstri grænna og Katrín Jakobsdóttir formaður hans.
Auglýsing

Fylgi Vinstri grænna mælist nú 11,9 pró­sent og lækkað um 1,8 pró­sentu­stig milli mán­aða sam­kvæmt nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er á svip­uðum slóðum og hann var í lok sept­em­ber með 23,5 pró­sent fylgi og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætir við sig einu pró­sentu­stigi og mælist með stuðn­ing 7,7 pró­sent kjós­enda. 

Þess ber þó að geta að fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins í lok síð­asta mán­að­ar, sem var 6,7 pró­sent, var það lægsta sem Gallup hefur nokkru sinn mælt hjá flokknum að einni könnun und­an­skildri. Sú könnun var gerð í sept­­em­ber 2018 og sýndi flokk­inn með 6,6 pró­­sent fylgi.

Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja er nú 43,1 pró­sent og allir mæl­ast þeir undir kjör­fylgi, en þeir fengu sam­an­lagt 52,9 pró­sent í kosn­ing­unum 2017. Því hafa þeir sam­an  tapað um tíu pró­sentu­stig­um. 

Við­reisn bætir við sig

Sam­fylk­ingin er næst stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt Gallup og alls segj­ast 15,8 pró­sent kjós­enda styðja hann. Píratar mæl­ast með 12,1 pró­sent fylgi og dala lít­il­lega á milli mán­aða. Við­reisn mælist með 11,6 pró­sent fylgi sem er mesta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með í könn­unum Gallup á þessu ári.

Auglýsing
Samanlagt fengu þessir þrír flokkar 28 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017. Nú mæl­ast þeir með 39,6 pró­sent og hafa því sam­tals bætt við sig 11,5 pró­sentu­stig­um. 

Mest hefur Við­reisn bætt við sig, eða 4,9 pró­sentu­stig­um. Sam­fylk­ingin mælist nú með 3,7 pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk í októ­ber 2017 og Píratar hafa bætt við sig 2,9 pró­sentu­stig­um.Þá mælist Sós­í­alista­flokkur Íslands með 2,7 pró­sent fylgi, en hann mun bjóða fram til Alþingis í fyrsta sinn í sept­em­ber næst­kom­andi þegar næstu þing­kosn­ingar fara fram. Flokk­ur­inn hefur ein­ungis einu sinni mælst með fimm pró­sent fylgi í könn­unum Gallup, í lok febr­úar síð­ast­lið­ins. Þess ber þó að geta að Sós­í­alista­flokk­ur­inn hefur ekki kynnt hverjir munu manna lista flokks­ins, og skera sig því úr á meðal þeirra flokka sem mældir eru.

Undir kjör­fylgi

Tveir flokk­anna í stjórn­ar­and­stöðu mæl­ast með minna fylgi en þeir fengu í síð­ustu kosn­ing­um. Mið­flokk­ur­inn hefur ekki mælst yfir kjör­fylgi frá því í mars og nú segj­ast 9,9 pró­sent að þeir myndu kjósa flokk­inn ef kosið yrði í dag. Það er nán­ast sama hlut­fall og fyrir mán­uði síð­an. Mið­flokk­ur­inn fékk 10,9 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017.

Flokkur fólks­ins hress­ist aðeins á milli mán­aða og mælist með 4,5 pró­sent fylgi. Flokk­ur­inn hefur hins vegar ekki mælst með yfir fimm pró­sent fylgi í könn­unum Gallup frá því í lok árs 2018, eða í tæp tvö ár. Hann fékk 6,9 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um.

Nið­ur­stöður um fylgi flokk­anna á lands­vísu eru úr net­könnun sem Gallup gerði dag­ana 30. sept­em­ber til 1. nóv­em­ber 2020. Heild­ar­úr­taks­stærð var 10.937 og þátt­töku­hlut­fall var 54,0 pró­sent. Vik­mörk á fylgi við flokka eru 0,5-1,2 pró­sent. Ein­stak­lingar í úrtaki voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
Kjarninn 3. desember 2022
Elísabet Englandsdrottning og hirðdaman Susan Hussey voru nánar vinkonur og samstarfskonur.
Aldursfordómar að kenna elli hirðdömu um kynþáttafordóma
Hirðdama á níræðisaldri hefur sagt skilið við bresku hirðina eftir að hafa látið rasísk ummæli falla um formann góðgerðarsamtaka í móttöku í Buckingham-höll. Þetta er síður en svo í fyrsta skipti sem kynþáttafordómar varpa skugga á konungsfjölskylduna.
Kjarninn 2. desember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að framlengja fjölmiðlastyrki til tveggja ára en ekki eins árs
Þvert á það sem Kjarninn hefur heimildir fyrir að hafi orðið niðurstaðan á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni er nú komið fram frumvarp sem framlengir styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til tveggja ára.
Kjarninn 2. desember 2022
Helgi Þór Ingason
Yfirmaður minn – vitvélin?
Kjarninn 2. desember 2022
Frá fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar.
Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu
Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.
Kjarninn 2. desember 2022
Forsvarsmenn Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun, ásamt tveimur lögfræðingum frá Logos.
Bankasýslumenn ekki orðnir afhuga tilboðsfyrirkomulaginu
Forsvarsmenn Bankasýslunnar sátu fyrir svörum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun og voru þar spurðir hvort þeir myndu mæla með tilboðsfyrirkomulagi í framtíðar bankasölum ríkisins.
Kjarninn 2. desember 2022
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent