Vinstri græn tapa fylgi milli mánaða og Framsókn enn að mælast með lítinn stuðning

Viðreisn hefur aukið fylgi sitt um 73 prósent það sem af er kjörtímabili. Samfylking og Píratar hafa líka bætt vel við sig og Sósíalistaflokkurinn tekur sömuleiðis til sín. Aðrir flokkar mælast nú undir kjörfylgi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er varaformaður Vinstri grænna og Katrín Jakobsdóttir formaður hans.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er varaformaður Vinstri grænna og Katrín Jakobsdóttir formaður hans.
Auglýsing

Fylgi Vinstri grænna mælist nú 11,9 pró­sent og lækkað um 1,8 pró­sentu­stig milli mán­aða sam­kvæmt nýjum Þjóð­ar­púlsi Gallup. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er á svip­uðum slóðum og hann var í lok sept­em­ber með 23,5 pró­sent fylgi og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætir við sig einu pró­sentu­stigi og mælist með stuðn­ing 7,7 pró­sent kjós­enda. 

Þess ber þó að geta að fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins í lok síð­asta mán­að­ar, sem var 6,7 pró­sent, var það lægsta sem Gallup hefur nokkru sinn mælt hjá flokknum að einni könnun und­an­skildri. Sú könnun var gerð í sept­­em­ber 2018 og sýndi flokk­inn með 6,6 pró­­sent fylgi.

Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja er nú 43,1 pró­sent og allir mæl­ast þeir undir kjör­fylgi, en þeir fengu sam­an­lagt 52,9 pró­sent í kosn­ing­unum 2017. Því hafa þeir sam­an  tapað um tíu pró­sentu­stig­um. 

Við­reisn bætir við sig

Sam­fylk­ingin er næst stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt Gallup og alls segj­ast 15,8 pró­sent kjós­enda styðja hann. Píratar mæl­ast með 12,1 pró­sent fylgi og dala lít­il­lega á milli mán­aða. Við­reisn mælist með 11,6 pró­sent fylgi sem er mesta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með í könn­unum Gallup á þessu ári.

Auglýsing
Samanlagt fengu þessir þrír flokkar 28 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017. Nú mæl­ast þeir með 39,6 pró­sent og hafa því sam­tals bætt við sig 11,5 pró­sentu­stig­um. 

Mest hefur Við­reisn bætt við sig, eða 4,9 pró­sentu­stig­um. Sam­fylk­ingin mælist nú með 3,7 pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk í októ­ber 2017 og Píratar hafa bætt við sig 2,9 pró­sentu­stig­um.Þá mælist Sós­í­alista­flokkur Íslands með 2,7 pró­sent fylgi, en hann mun bjóða fram til Alþingis í fyrsta sinn í sept­em­ber næst­kom­andi þegar næstu þing­kosn­ingar fara fram. Flokk­ur­inn hefur ein­ungis einu sinni mælst með fimm pró­sent fylgi í könn­unum Gallup, í lok febr­úar síð­ast­lið­ins. Þess ber þó að geta að Sós­í­alista­flokk­ur­inn hefur ekki kynnt hverjir munu manna lista flokks­ins, og skera sig því úr á meðal þeirra flokka sem mældir eru.

Undir kjör­fylgi

Tveir flokk­anna í stjórn­ar­and­stöðu mæl­ast með minna fylgi en þeir fengu í síð­ustu kosn­ing­um. Mið­flokk­ur­inn hefur ekki mælst yfir kjör­fylgi frá því í mars og nú segj­ast 9,9 pró­sent að þeir myndu kjósa flokk­inn ef kosið yrði í dag. Það er nán­ast sama hlut­fall og fyrir mán­uði síð­an. Mið­flokk­ur­inn fékk 10,9 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2017.

Flokkur fólks­ins hress­ist aðeins á milli mán­aða og mælist með 4,5 pró­sent fylgi. Flokk­ur­inn hefur hins vegar ekki mælst með yfir fimm pró­sent fylgi í könn­unum Gallup frá því í lok árs 2018, eða í tæp tvö ár. Hann fékk 6,9 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um.

Nið­ur­stöður um fylgi flokk­anna á lands­vísu eru úr net­könnun sem Gallup gerði dag­ana 30. sept­em­ber til 1. nóv­em­ber 2020. Heild­ar­úr­taks­stærð var 10.937 og þátt­töku­hlut­fall var 54,0 pró­sent. Vik­mörk á fylgi við flokka eru 0,5-1,2 pró­sent. Ein­stak­lingar í úrtaki voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent