Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum

Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.

Pexels
Pexels
Auglýsing

Mikil aukn­ing hefur orðið í fjölda inn­lendra send­inga sem koma til Pósts­ins í kjöl­far alþjóð­legu net­versl­un­ar­dag­anna Sing­les Day, Black Fri­day og Cyber Monday á síð­ustu árum. Á hverju ári bæt­ist í fjölda þeirra net­versl­ana sem taka þátt í þessum dögum og bjóða upp á mikla afslætt­i. 

Í ár var 43 pró­sent aukn­ing í póst­send­ingum á milli ára og býst Póst­ur­inn við áfram­hald­andi þróun í þessa átt á kom­andi árum. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá Póst­in­um. 

Íslend­ingar versla meira á net­inu en áður 

Inn­lend og erlend net­verslun er sífellt að verða stærri þáttur í verslun lands­manna. Frá árinu 2013 til árs­ins 2017 sjöföld­uð­ust ­send­ingar til lands­ins frá útlönd­um. ­Mik­inn fjöldi þeirra póst­send­inga má rekja til Kína en alls hefur þeim send­ingum fjölgað um 202 pró­sent á árunum 2014 til 2018. 

Árið 2017 keyptu Íslend­ingar vörur frá erlendum net­versl­unum fyrir 4,3 millj­arða króna, sam­kvæmt toll­skrán­ingu frá Emb­ætti toll­stjóra og toll­af­greiðslu Íslands­pósts. Sam­an­borið við kaup frá inn­lendum net­versl­unum fyrir 8,8 millj­arða á sama tíma. 

Í skýrslu Rann­sókn­ar­set­urs versl­unar um íslenska net­verslun kemur fram að sá vöru­flokkur sem Íslend­ingar keyptu mest af frá erlendum net­versl­unum 2017 voru föt og skór. Á milli ára juk­ust fata­kaup frá erlendum fata­versl­unum um 31,4 pró­sent, ef bornir eru saman síð­ustu árs­fjórð­ungar 2016 og 2017.

Auglýsing

Þessir stóru alþjóð­legu versl­un­ar­dagar eiga hlut í þess­ari aukn­ingu en sam­kvæmt frétta­til­kynn­ing­unni Póst­ins hef­ur ­fjöldi inn­lendra send­inga sem koma til þeirra í kjöl­farið þess­ara þriggja stóru net­versl­un­ar­dög­unum auk­ist um 140 pró­sent frá árinu 2015. 

Sess­elía Birg­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu- og mark­aðs­sviðs Pósts­ins, telur að þetta sé bara byrj­unin í þess­ari miklu aukn­ingu í fjölda send­inga í kringum þessa til­boðs­daga og að net­verslun hér á landi eigi enn tölu­vert inn­i. 

Gagn­rýna háan kostnað vegna erlendra send­inga 

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum voru sam­þykktar breyt­ingar á lögum um póst­þjón­ustu sem heim­il­uðu Póst­inum að inn­heimta svo­kallað enda­stöðva­gjald. Í kjöl­farið hækk­aði mót­töku­gjald erlendra póst­send­inga til muna. Sam­kvæmt umfjöllun Neyt­enda­sam­tak­anna um málið kostar nú að lág­marki 850 krónur að fá send­ingar fá ­Evr­ópu­lönd­um og 1.050 krónur að lág­marki fyrir send­ingar frá löndum utan Evr­ópu. 

Neyt­enda­sam­tökin mót­mæltu frum­varp­inu á sín­u ­tíma. Í umsögn sam­tak­anna um frum­varpið var því  mót­mælt að gjaldið yrði lagt á herðar neyt­enda án þess að fyrir lægi grein­ing á því hver kostn­aður vegna erlendra send­inga væri í raun. Neyt­enda­sam­tökin hafa ítrekað óskað eftir gögnum sem liggja til grund­vallar enda­stöðvagjöld­un­um, en for­stjóri Íslands­pósts hefur svarað því til að þau séu ekki til. Sam­tökin hafa bent Íslands­pósti og umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþingis að það brjóti í bága við 17. grein póst­þjón­ustu­laga enda eigi gjöldin að byggja á raun­kostn­aði við að veita þjón­ust­una.

Sam­tökin hafa ­jafn­fram­t beint mál­inu til Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA þar sem sam­tökin telja að gjaldið gæti brotið í bága við EES samn­ing­inn. Málið er nú til skoð­unar hjá ES­A. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent