Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum

Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.

Pexels
Pexels
Auglýsing

Mikil aukning hefur orðið í fjölda innlendra sendinga sem koma til Póstsins í kjölfar alþjóðlegu netverslunardaganna Singles Day, Black Friday og Cyber Monday á síðustu árum. Á hverju ári bætist í fjölda þeirra netverslana sem taka þátt í þessum dögum og bjóða upp á mikla afslætti. 

Í ár var 43 prósent aukning í póstsendingum á milli ára og býst Pósturinn við áframhaldandi þróun í þessa átt á komandi árum. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Póstinum. 

Íslendingar versla meira á netinu en áður 

Innlend og erlend netverslun er sífellt að verða stærri þáttur í verslun landsmanna. Frá árinu 2013 til ársins 2017 sjöfölduðust sendingar til landsins frá útlöndum. Mikinn fjöldi þeirra póstsendinga má rekja til Kína en alls hefur þeim sendingum fjölgað um 202 prósent á árunum 2014 til 2018. 

Árið 2017 keyptu Íslendingar vörur frá erlendum netverslunum fyrir 4,3 milljarða króna, samkvæmt tollskráningu frá Embætti tollstjóra og tollafgreiðslu Íslandspósts. Samanborið við kaup frá innlendum netverslunum fyrir 8,8 milljarða á sama tíma. 

Í skýrslu Rannsóknarseturs verslunar um íslenska netverslun kemur fram að sá vöruflokkur sem Íslendingar keyptu mest af frá erlendum netverslunum 2017 voru föt og skór. Á milli ára jukust fatakaup frá erlendum fataverslunum um 31,4 prósent, ef bornir eru saman síðustu ársfjórðungar 2016 og 2017.

Auglýsing

Þessir stóru alþjóðlegu verslunardagar eiga hlut í þessari aukningu en samkvæmt fréttatilkynningunni Póstins hefur fjöldi innlendra sendinga sem koma til þeirra í kjölfarið þessara þriggja stóru netverslunardögunum aukist um 140 prósent frá árinu 2015. 

Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs Póstsins, telur að þetta sé bara byrjunin í þessari miklu aukningu í fjölda sendinga í kringum þessa tilboðsdaga og að netverslun hér á landi eigi enn töluvert inni. 

Gagnrýna háan kostnað vegna erlendra sendinga 

Í september síðastliðnum voru samþykktar breytingar á lögum um póstþjónustu sem heimiluðu Póstinum að innheimta svokallað endastöðvagjald. Í kjölfarið hækkaði móttökugjald erlendra póstsendinga til muna. Samkvæmt umfjöllun Neytendasamtakanna um málið kostar nú að lágmarki 850 krónur að fá sendingar fá Evrópulöndum og 1.050 krónur að lágmarki fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. 

Neytendasamtökin mótmæltu frumvarpinu á sínu tíma. Í umsögn samtakanna um frumvarpið var því  mótmælt að gjaldið yrði lagt á herðar neytenda án þess að fyrir lægi greining á því hver kostnaður vegna erlendra sendinga væri í raun. Neytendasamtökin hafa ítrekað óskað eftir gögnum sem liggja til grundvallar endastöðvagjöldunum, en forstjóri Íslandspósts hefur svarað því til að þau séu ekki til. Samtökin hafa bent Íslandspósti og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að það brjóti í bága við 17. grein póstþjónustulaga enda eigi gjöldin að byggja á raunkostnaði við að veita þjónustuna.

Samtökin hafa jafnframt beint málinu til Eftirlitsstofnunar EFTA þar sem samtökin telja að gjaldið gæti brotið í bága við EES samninginn. Málið er nú til skoðunar hjá ESA. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent