Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum

Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.

Pexels
Pexels
Auglýsing

Mikil aukn­ing hefur orðið í fjölda inn­lendra send­inga sem koma til Pósts­ins í kjöl­far alþjóð­legu net­versl­un­ar­dag­anna Sing­les Day, Black Fri­day og Cyber Monday á síð­ustu árum. Á hverju ári bæt­ist í fjölda þeirra net­versl­ana sem taka þátt í þessum dögum og bjóða upp á mikla afslætt­i. 

Í ár var 43 pró­sent aukn­ing í póst­send­ingum á milli ára og býst Póst­ur­inn við áfram­hald­andi þróun í þessa átt á kom­andi árum. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá Póst­in­um. 

Íslend­ingar versla meira á net­inu en áður 

Inn­lend og erlend net­verslun er sífellt að verða stærri þáttur í verslun lands­manna. Frá árinu 2013 til árs­ins 2017 sjöföld­uð­ust ­send­ingar til lands­ins frá útlönd­um. ­Mik­inn fjöldi þeirra póst­send­inga má rekja til Kína en alls hefur þeim send­ingum fjölgað um 202 pró­sent á árunum 2014 til 2018. 

Árið 2017 keyptu Íslend­ingar vörur frá erlendum net­versl­unum fyrir 4,3 millj­arða króna, sam­kvæmt toll­skrán­ingu frá Emb­ætti toll­stjóra og toll­af­greiðslu Íslands­pósts. Sam­an­borið við kaup frá inn­lendum net­versl­unum fyrir 8,8 millj­arða á sama tíma. 

Í skýrslu Rann­sókn­ar­set­urs versl­unar um íslenska net­verslun kemur fram að sá vöru­flokkur sem Íslend­ingar keyptu mest af frá erlendum net­versl­unum 2017 voru föt og skór. Á milli ára juk­ust fata­kaup frá erlendum fata­versl­unum um 31,4 pró­sent, ef bornir eru saman síð­ustu árs­fjórð­ungar 2016 og 2017.

Auglýsing

Þessir stóru alþjóð­legu versl­un­ar­dagar eiga hlut í þess­ari aukn­ingu en sam­kvæmt frétta­til­kynn­ing­unni Póst­ins hef­ur ­fjöldi inn­lendra send­inga sem koma til þeirra í kjöl­farið þess­ara þriggja stóru net­versl­un­ar­dög­unum auk­ist um 140 pró­sent frá árinu 2015. 

Sess­elía Birg­is­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri þjón­ustu- og mark­aðs­sviðs Pósts­ins, telur að þetta sé bara byrj­unin í þess­ari miklu aukn­ingu í fjölda send­inga í kringum þessa til­boðs­daga og að net­verslun hér á landi eigi enn tölu­vert inn­i. 

Gagn­rýna háan kostnað vegna erlendra send­inga 

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum voru sam­þykktar breyt­ingar á lögum um póst­þjón­ustu sem heim­il­uðu Póst­inum að inn­heimta svo­kallað enda­stöðva­gjald. Í kjöl­farið hækk­aði mót­töku­gjald erlendra póst­send­inga til muna. Sam­kvæmt umfjöllun Neyt­enda­sam­tak­anna um málið kostar nú að lág­marki 850 krónur að fá send­ingar fá ­Evr­ópu­lönd­um og 1.050 krónur að lág­marki fyrir send­ingar frá löndum utan Evr­ópu. 

Neyt­enda­sam­tökin mót­mæltu frum­varp­inu á sín­u ­tíma. Í umsögn sam­tak­anna um frum­varpið var því  mót­mælt að gjaldið yrði lagt á herðar neyt­enda án þess að fyrir lægi grein­ing á því hver kostn­aður vegna erlendra send­inga væri í raun. Neyt­enda­sam­tökin hafa ítrekað óskað eftir gögnum sem liggja til grund­vallar enda­stöðvagjöld­un­um, en for­stjóri Íslands­pósts hefur svarað því til að þau séu ekki til. Sam­tökin hafa bent Íslands­pósti og umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþingis að það brjóti í bága við 17. grein póst­þjón­ustu­laga enda eigi gjöldin að byggja á raun­kostn­aði við að veita þjón­ust­una.

Sam­tökin hafa ­jafn­fram­t beint mál­inu til Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA þar sem sam­tökin telja að gjaldið gæti brotið í bága við EES samn­ing­inn. Málið er nú til skoð­unar hjá ES­A. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent