Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum

Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.

Pexels
Pexels
Auglýsing

Mikil aukning hefur orðið í fjölda innlendra sendinga sem koma til Póstsins í kjölfar alþjóðlegu netverslunardaganna Singles Day, Black Friday og Cyber Monday á síðustu árum. Á hverju ári bætist í fjölda þeirra netverslana sem taka þátt í þessum dögum og bjóða upp á mikla afslætti. 

Í ár var 43 prósent aukning í póstsendingum á milli ára og býst Pósturinn við áframhaldandi þróun í þessa átt á komandi árum. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Póstinum. 

Íslendingar versla meira á netinu en áður 

Innlend og erlend netverslun er sífellt að verða stærri þáttur í verslun landsmanna. Frá árinu 2013 til ársins 2017 sjöfölduðust sendingar til landsins frá útlöndum. Mikinn fjöldi þeirra póstsendinga má rekja til Kína en alls hefur þeim sendingum fjölgað um 202 prósent á árunum 2014 til 2018. 

Árið 2017 keyptu Íslendingar vörur frá erlendum netverslunum fyrir 4,3 milljarða króna, samkvæmt tollskráningu frá Embætti tollstjóra og tollafgreiðslu Íslandspósts. Samanborið við kaup frá innlendum netverslunum fyrir 8,8 milljarða á sama tíma. 

Í skýrslu Rannsóknarseturs verslunar um íslenska netverslun kemur fram að sá vöruflokkur sem Íslendingar keyptu mest af frá erlendum netverslunum 2017 voru föt og skór. Á milli ára jukust fatakaup frá erlendum fataverslunum um 31,4 prósent, ef bornir eru saman síðustu ársfjórðungar 2016 og 2017.

Auglýsing

Þessir stóru alþjóðlegu verslunardagar eiga hlut í þessari aukningu en samkvæmt fréttatilkynningunni Póstins hefur fjöldi innlendra sendinga sem koma til þeirra í kjölfarið þessara þriggja stóru netverslunardögunum aukist um 140 prósent frá árinu 2015. 

Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs Póstsins, telur að þetta sé bara byrjunin í þessari miklu aukningu í fjölda sendinga í kringum þessa tilboðsdaga og að netverslun hér á landi eigi enn töluvert inni. 

Gagnrýna háan kostnað vegna erlendra sendinga 

Í september síðastliðnum voru samþykktar breytingar á lögum um póstþjónustu sem heimiluðu Póstinum að innheimta svokallað endastöðvagjald. Í kjölfarið hækkaði móttökugjald erlendra póstsendinga til muna. Samkvæmt umfjöllun Neytendasamtakanna um málið kostar nú að lágmarki 850 krónur að fá sendingar fá Evrópulöndum og 1.050 krónur að lágmarki fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. 

Neytendasamtökin mótmæltu frumvarpinu á sínu tíma. Í umsögn samtakanna um frumvarpið var því  mótmælt að gjaldið yrði lagt á herðar neytenda án þess að fyrir lægi greining á því hver kostnaður vegna erlendra sendinga væri í raun. Neytendasamtökin hafa ítrekað óskað eftir gögnum sem liggja til grundvallar endastöðvagjöldunum, en forstjóri Íslandspósts hefur svarað því til að þau séu ekki til. Samtökin hafa bent Íslandspósti og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að það brjóti í bága við 17. grein póstþjónustulaga enda eigi gjöldin að byggja á raunkostnaði við að veita þjónustuna.

Samtökin hafa jafnframt beint málinu til Eftirlitsstofnunar EFTA þar sem samtökin telja að gjaldið gæti brotið í bága við EES samninginn. Málið er nú til skoðunar hjá ESA. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent