Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014

Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.

Blaðberi
Auglýsing

Aukn­ing á póst­send­ingum sem rekja má til Kína var 202 pró­sent á árunum 2014 til 2018. Inn- og útflutn­ingur á vörum til Kína hefur stór­auk­ist á tíma­bil­inu vegna und­ir­rit­unar frí­versl­un­ar­samn­ings ríkj­anna. Enn fremur hefur Íslands­póstur lent í tölu­verðum vand­ræðum með auknar póst­send­ingar vegna net­versl­un­ar, þá sér­stak­lega frá Kína.

Frí­versl­un­ar­samn­ingur Kína og Íslands var und­ir­rit­aður árið 2013 og tók gildi árið 2014. 21 pró­sent aukn­ing varð á milli áranna 2014 til 2015 og 41 pró­sent þar á eft­ir. Mesta aukn­ing á milli ára var frá árinu 2016 til 2017, það er 51 pró­sent aukn­ing, en lækk­aði svo niður í 17 pró­sent aukn­ingu milli ára 2017 til 2018. Aukn­ing á öllu tíma­bil­inu er 202 pró­sent.

Þetta kemur fram í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Póst­ur­inn getur þó ekki gefið upp heild­ar­fjölda send­inga vegna sam­keppn­is­sjón­ar­miða, að því er kemur fram í svar­inu.

Auglýsing
Inn- og útflutn­ingur Íslands til Kína hefur auk­ist til muna

Bæði hefur inn­flutn­ingur og útflutn­ingur á vörum til og frá Kína auk­ist frá und­ir­ritun frí­versl­un­ar­samn­ings­ins. Virði útflutn­ings á vörum til Kína fór úr 3.413 millj­ónum árið 2010 í 4.803 millj­ónir árið 2014, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Hag­stof­unni.

Heimild: Hagstofan

Árið 2018 stóð virðið í 15.642 millj­ón­um. Inn­flutn­ingur fór úr 28731 millj­ónum árið 2010 í 46.390 millj­ónir árið 2014. Árið 2018 stóð inn­flutn­ingur í 73.606 millj­ónum króna.

Heimild: Hagstofan

Net­verslun Íslend­inga hefur auk­ist gíf­ur­lega

Aukn­ing á net­verslun Íslend­inga á vörum frá Kína hefur auk­ist gíf­ur­lega á síð­ustu árum. Í við­tali við tíma­ritið Umræðan sagði Vésteinn Við­ars­son, fyrrum vöru­stjóri pakka­send­inga hjá Íslands­pósti, að vatna­skil hefðu orðið árið 2013 þegar Íslend­ing­ar upp­­­götv­uðu kín­versku net­versl­un­ina Ali­Ex­press og í fram­hald­inu aðrar sam­­bæri­­leg­ar vef­versl­an­­ir. 

Send­ingar til lands­ins frá útlöndum sjöföld­uð­ust frá 2013 til 2017 og stóð virðið árið 2017 í 4,3 millj­örðum króna sam­kvæmt toll­skrán­ingu frá Emb­ætti toll­stjóra og toll­af­greiðslu Íslands­pósts. Kaup frá inn­lendum net­versl­unum voru 8,8 millj­arðar á sama tíma.

Íslands­póstur tapar á net­verslun

Íslands­­­pósti er skylt sam­­kvæmt al­­þjóða­­samn­ing­um að greiða 70 til 80 pró­­sent af kostn­aði póst­­­send­inga frá þró­un­­ar­lönd­um, þar á meðal Kína. Ing­i­­mund­ur Sig­ur­páls­son, fyrrum for­­stjóri Íslands­­­pósts, sagð­i í við­tali við Morg­un­­blaðið í sept­­em­ber síð­ast­liðn­um að rekja mætti stór­an hluta af tapi Ís­lands­­póst til þess­­ara nið­­ur­greiðslna en ­kostn­að­­­ur­inn hleypur á hund­ruð­u­m millj­­­óna.

„­Mikil aukn­ing hefur verið í net­verslun frá útlöndum á und­an­­­förnum árum og þá sér­­­stak­­­lega frá Kína. Vegna óhag­­­stæðra alþjóða­­­samn­inga þar sem Kína er flokkað sem þró­un­­­ar­­­ríki fær Íslands­­­­­póstur mjög lágt gjald greitt fyrir þessar send­ingar og standa þær greiðslur ein­ungis undir litlum hluta þess kostn­aðar sem fellur til við að með­­­höndla þær. Mikið tap af þessum erlendu send­ing­um, sem Íslandi ber að sinna sam­­­kvæmt alþjóða­­­samn­ing­um, er stór hluti vand­ans við fjár­­­­­mögnun alþjón­ust­unn­­­ar,“ sagði Ing­i­­mund­ur. 

Frá og með 3. júní síð­ast­liðnum var Íslands­pósti leyfi­legt að rukka við­bót­ar­gjöld af pökkum sem koma erlendis frá. Send­ing­ar­gjaldið er nú 400 krónur fyrir send­ingar frá Evr­ópu en 600 krónur fyrir send­ingar frá löndum utan Evr­ópu, segir í frétt Íslands­pósts.

Á­stæðan fyrir hækk­un­inni er „sú að verð sam­kvæmt alþjóð­legum samn­ingum um póst­send­ingar hefur verið allt of lágt til að standa straum af kostn­aði við dreif­ingu á Íslandi og hefur Íslands­póstur þurft að fjár­magna þann mis­mun. Á síð­asta ári nam tapið af þessum hluta starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins alls um 920 millj­ónum kr. og hefur verið áfram­hald­andi tap á þessu ári. Íslands­póstur hefur ekki svig­rúm til þess að standa undir þessum kostn­aði og því hafa stjórn­völd staðið fyrir breyt­ingu á lögum um póst­þjón­ustu, sem heim­ila inn­heimtu send­ing­ar­gjalds til þess að fjár­magna mis­mun­inn,“ að því er segir í frétt Íslands­pósts.

Þó er ljóst að tapið er ekki ein­göngu vegna send­inga frá Kína, heldur er það einnig vegna send­inga frá Vest­ur­löndum, sam­kvæmt frétt RÚV.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent