Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014

Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.

Blaðberi
Auglýsing

Aukning á póstsendingum sem rekja má til Kína var 202 prósent á árunum 2014 til 2018. Inn- og útflutningur á vörum til Kína hefur stóraukist á tímabilinu vegna undirritunar fríverslunarsamnings ríkjanna. Enn fremur hefur Íslandspóstur lent í töluverðum vandræðum með auknar póstsendingar vegna netverslunar, þá sérstaklega frá Kína.

Fríverslunarsamningur Kína og Íslands var undirritaður árið 2013 og tók gildi árið 2014. 21 prósent aukning varð á milli áranna 2014 til 2015 og 41 prósent þar á eftir. Mesta aukning á milli ára var frá árinu 2016 til 2017, það er 51 prósent aukning, en lækkaði svo niður í 17 prósent aukningu milli ára 2017 til 2018. Aukning á öllu tímabilinu er 202 prósent.

Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Kjarnans. Pósturinn getur þó ekki gefið upp heildarfjölda sendinga vegna samkeppnissjónarmiða, að því er kemur fram í svarinu.

Auglýsing
Inn- og útflutningur Íslands til Kína hefur aukist til muna

Bæði hefur innflutningur og útflutningur á vörum til og frá Kína aukist frá undirritun fríverslunarsamningsins. Virði útflutnings á vörum til Kína fór úr 3.413 milljónum árið 2010 í 4.803 milljónir árið 2014, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni.

Heimild: Hagstofan

Árið 2018 stóð virðið í 15.642 milljónum. Innflutningur fór úr 28731 milljónum árið 2010 í 46.390 milljónir árið 2014. Árið 2018 stóð innflutningur í 73.606 milljónum króna.

Heimild: Hagstofan

Netverslun Íslendinga hefur aukist gífurlega

Aukning á netverslun Íslendinga á vörum frá Kína hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Í viðtali við tímaritið Umræðan sagði Vésteinn Viðarsson, fyrrum vörustjóri pakkasendinga hjá Íslandspósti, að vatnaskil hefðu orðið árið 2013 þegar Íslend­ing­ar upp­götvuðu kín­versku net­versl­un­ina AliExpress og í fram­hald­inu aðrar sam­bæri­leg­ar vef­versl­an­ir. 

Sendingar til landsins frá útlöndum sjöfölduðust frá 2013 til 2017 og stóð virðið árið 2017 í 4,3 milljörðum króna samkvæmt tollskráningu frá Embætti tollstjóra og tollafgreiðslu Íslandspósts. Kaup frá innlendum netverslunum voru 8,8 milljarðar á sama tíma.

Íslandspóstur tapar á netverslun

Íslands­pósti er skylt sam­kvæmt al­þjóða­samn­ing­um að greiða 70 til 80 pró­sent af kostn­aði póst­send­inga frá þró­un­ar­lönd­um, þar á meðal Kína. Ingi­mund­ur Sigurpálsson, fyrrum for­stjóri Íslands­pósts, sagði í við­tali við Morg­un­blaðið í sept­em­ber síðastliðnum að rekja mætti stór­an hluta af tapi Ís­lands­póst til þess­ara nið­ur­greiðslna en ­kostn­að­­ur­inn hleypur á hund­ruð­u­m millj­­óna.

„­Mikil aukn­ing hefur verið í net­verslun frá útlöndum á und­an­­förnum árum og þá sér­­stak­­lega frá Kína. Vegna óhag­­stæðra alþjóða­­samn­inga þar sem Kína er flokkað sem þró­un­­ar­­ríki fær Íslands­­­póstur mjög lágt gjald greitt fyrir þessar send­ingar og standa þær greiðslur ein­ungis undir litlum hluta þess kostn­aðar sem fellur til við að með­­höndla þær. Mikið tap af þessum erlendu send­ing­um, sem Íslandi ber að sinna sam­­kvæmt alþjóða­­samn­ing­um, er stór hluti vand­ans við fjár­­­mögnun alþjón­ust­unn­­ar,“ sagði Ingi­mundur. 

Frá og með 3. júní síðastliðnum var Íslandspósti leyfilegt að rukka viðbótargjöld af pökkum sem koma erlendis frá. Sendingargjaldið er nú 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu, segir í frétt Íslandspósts.

Ástæðan fyrir hækkuninni er „sú að verð samkvæmt alþjóðlegum samningum um póstsendingar hefur verið allt of lágt til að standa straum af kostnaði við dreifingu á Íslandi og hefur Íslandspóstur þurft að fjármagna þann mismun. Á síðasta ári nam tapið af þessum hluta starfsemi fyrirtækisins alls um 920 milljónum kr. og hefur verið áframhaldandi tap á þessu ári. Íslandspóstur hefur ekki svigrúm til þess að standa undir þessum kostnaði og því hafa stjórnvöld staðið fyrir breytingu á lögum um póstþjónustu, sem heimila innheimtu sendingargjalds til þess að fjármagna mismuninn,“ að því er segir í frétt Íslandspósts.

Þó er ljóst að tapið er ekki eingöngu vegna sendinga frá Kína, heldur er það einnig vegna sendinga frá Vesturlöndum, samkvæmt frétt RÚV.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent