Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014

Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.

Blaðberi
Auglýsing

Aukn­ing á póst­send­ingum sem rekja má til Kína var 202 pró­sent á árunum 2014 til 2018. Inn- og útflutn­ingur á vörum til Kína hefur stór­auk­ist á tíma­bil­inu vegna und­ir­rit­unar frí­versl­un­ar­samn­ings ríkj­anna. Enn fremur hefur Íslands­póstur lent í tölu­verðum vand­ræðum með auknar póst­send­ingar vegna net­versl­un­ar, þá sér­stak­lega frá Kína.

Frí­versl­un­ar­samn­ingur Kína og Íslands var und­ir­rit­aður árið 2013 og tók gildi árið 2014. 21 pró­sent aukn­ing varð á milli áranna 2014 til 2015 og 41 pró­sent þar á eft­ir. Mesta aukn­ing á milli ára var frá árinu 2016 til 2017, það er 51 pró­sent aukn­ing, en lækk­aði svo niður í 17 pró­sent aukn­ingu milli ára 2017 til 2018. Aukn­ing á öllu tíma­bil­inu er 202 pró­sent.

Þetta kemur fram í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Póst­ur­inn getur þó ekki gefið upp heild­ar­fjölda send­inga vegna sam­keppn­is­sjón­ar­miða, að því er kemur fram í svar­inu.

Auglýsing
Inn- og útflutn­ingur Íslands til Kína hefur auk­ist til muna

Bæði hefur inn­flutn­ingur og útflutn­ingur á vörum til og frá Kína auk­ist frá und­ir­ritun frí­versl­un­ar­samn­ings­ins. Virði útflutn­ings á vörum til Kína fór úr 3.413 millj­ónum árið 2010 í 4.803 millj­ónir árið 2014, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Hag­stof­unni.

Heimild: Hagstofan

Árið 2018 stóð virðið í 15.642 millj­ón­um. Inn­flutn­ingur fór úr 28731 millj­ónum árið 2010 í 46.390 millj­ónir árið 2014. Árið 2018 stóð inn­flutn­ingur í 73.606 millj­ónum króna.

Heimild: Hagstofan

Net­verslun Íslend­inga hefur auk­ist gíf­ur­lega

Aukn­ing á net­verslun Íslend­inga á vörum frá Kína hefur auk­ist gíf­ur­lega á síð­ustu árum. Í við­tali við tíma­ritið Umræðan sagði Vésteinn Við­ars­son, fyrrum vöru­stjóri pakka­send­inga hjá Íslands­pósti, að vatna­skil hefðu orðið árið 2013 þegar Íslend­ing­ar upp­­­götv­uðu kín­versku net­versl­un­ina Ali­Ex­press og í fram­hald­inu aðrar sam­­bæri­­leg­ar vef­versl­an­­ir. 

Send­ingar til lands­ins frá útlöndum sjöföld­uð­ust frá 2013 til 2017 og stóð virðið árið 2017 í 4,3 millj­örðum króna sam­kvæmt toll­skrán­ingu frá Emb­ætti toll­stjóra og toll­af­greiðslu Íslands­pósts. Kaup frá inn­lendum net­versl­unum voru 8,8 millj­arðar á sama tíma.

Íslands­póstur tapar á net­verslun

Íslands­­­pósti er skylt sam­­kvæmt al­­þjóða­­samn­ing­um að greiða 70 til 80 pró­­sent af kostn­aði póst­­­send­inga frá þró­un­­ar­lönd­um, þar á meðal Kína. Ing­i­­mund­ur Sig­ur­páls­son, fyrrum for­­stjóri Íslands­­­pósts, sagð­i í við­tali við Morg­un­­blaðið í sept­­em­ber síð­ast­liðn­um að rekja mætti stór­an hluta af tapi Ís­lands­­póst til þess­­ara nið­­ur­greiðslna en ­kostn­að­­­ur­inn hleypur á hund­ruð­u­m millj­­­óna.

„­Mikil aukn­ing hefur verið í net­verslun frá útlöndum á und­an­­­förnum árum og þá sér­­­stak­­­lega frá Kína. Vegna óhag­­­stæðra alþjóða­­­samn­inga þar sem Kína er flokkað sem þró­un­­­ar­­­ríki fær Íslands­­­­­póstur mjög lágt gjald greitt fyrir þessar send­ingar og standa þær greiðslur ein­ungis undir litlum hluta þess kostn­aðar sem fellur til við að með­­­höndla þær. Mikið tap af þessum erlendu send­ing­um, sem Íslandi ber að sinna sam­­­kvæmt alþjóða­­­samn­ing­um, er stór hluti vand­ans við fjár­­­­­mögnun alþjón­ust­unn­­­ar,“ sagði Ing­i­­mund­ur. 

Frá og með 3. júní síð­ast­liðnum var Íslands­pósti leyfi­legt að rukka við­bót­ar­gjöld af pökkum sem koma erlendis frá. Send­ing­ar­gjaldið er nú 400 krónur fyrir send­ingar frá Evr­ópu en 600 krónur fyrir send­ingar frá löndum utan Evr­ópu, segir í frétt Íslands­pósts.

Á­stæðan fyrir hækk­un­inni er „sú að verð sam­kvæmt alþjóð­legum samn­ingum um póst­send­ingar hefur verið allt of lágt til að standa straum af kostn­aði við dreif­ingu á Íslandi og hefur Íslands­póstur þurft að fjár­magna þann mis­mun. Á síð­asta ári nam tapið af þessum hluta starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins alls um 920 millj­ónum kr. og hefur verið áfram­hald­andi tap á þessu ári. Íslands­póstur hefur ekki svig­rúm til þess að standa undir þessum kostn­aði og því hafa stjórn­völd staðið fyrir breyt­ingu á lögum um póst­þjón­ustu, sem heim­ila inn­heimtu send­ing­ar­gjalds til þess að fjár­magna mis­mun­inn,“ að því er segir í frétt Íslands­pósts.

Þó er ljóst að tapið er ekki ein­göngu vegna send­inga frá Kína, heldur er það einnig vegna send­inga frá Vest­ur­löndum, sam­kvæmt frétt RÚV.

Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Níu manns sækja um stöðu í Seðlabanka Íslands
Níu manns hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands. Á meðal umsækjenda eru Ásdís Kristjánsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent