Bögglapóstur frá Kína

Kínverskir póstmenn eiga annríkt. Fyrir utan allan þann póst sem sendur er innanlands í fjölmennasta ríki heims fara daglega milljónir póstsendinga til annarra landa. Til Danmerkur berast daglega 40 þúsund pakkar frá Kína.

Afhending pakka
Auglýsing

Allir Íslendingar þekkja Hagkaup sem var stofnað árið 1959 og var sjö fyrstu árin eingöngu póstverslun. Þetta var löngu fyrir daga netsins og Hagkaup lét reglulega prenta bæklinga sem dreift var með pósti og landsmenn lágu yfir við eldhúsborðið. Margir minnast þessara bæklinga og sögur heyrðust af heimiliserjum þar sem tekist var á um hver fyrstur fengi að skoða nýjasta Hagkaupslistann. Svo var að panta og bíða eftir að pakki bærist með póstinum. 

Þessi póstverslun var nýlunda á Íslandi og lagði grunninn að því stórveldi sem Hagkaup varð í íslensku viðskiptalífi. Reyndar voru vörulistarnir frá Hagkaup, sem voru einungis nokkrar svarthvítar blaðsíður hverju sinni, ekki einu vörulistarnir sem Íslendingar þekktu. Margir muna litprentaða þverhandarþykka (þykkari en gamla Símaskráin) vörulista, príslista, frá Quelle, Sears og fleiri verslunum. Margir sátu löngum stundum yfir þessum þykku doðröntum og víða þótti það góð skemmtan að blaða í vörulistunum og iðulega margra kvölda verk. En nú heyra þessir litprentuðu vörulistar sögunni til, eins og allt annað eru þeir á netinu.

Gjörbreyttir verslunarhættir

Nú eru allmörg ár síðan internetið varð til. Ekki þarf að fjölyrða um þá byltingu sem tilkoma þess hafði í för með sér. Þar er hægt að finna flesta hluti, nánast allt milli himins og jarðar „bara að gúggla það“.

Auglýsing

Verslanir voru frekar seinar að tileinka sér þá möguleika sem internetið býður upp á. Í grein sem birtist fyrir skömmu í breska blaðinu Guardian veltir greinarhöfundur fyrir sér ástæðum þess að verslanir voru svo seinar að ,,hoppa á internetvagninn“ eins og hann orðar það. Niðurstaða hans er að fæstir hafi haft trú á því að netverslun myndi ná hylli almennings. Það að fara í búðina væri einfaldlega svo veigamikill þáttur hins daglega lífs að fæstir væru tilbúnir að fórna því. Fólk vildi handfjatla hlutina, rölta um í búðunum og sjá með eigin augum það sem væri í boði. 

Greinarhöfundur segir að þarna hafi margir feilreiknað sig eins og sjáist best á því sem gerst hefur. Netverslun verður sífellt meiri. Það gildir jafnt um fatnað, húsbúnað, raftæki, snyrtivörur og mat og margt fleira. Afleiðingarnar eru þær að æ færri leggja leið sína í verslanir og mörg stór vöruhús, þar sem áður var krökkt af fólki allan liðlangan daginn, eiga nú í erfiðleikum. Kúnnarnir sitja einfaldlega heima við eldhúsborðið og skoða og panta gegnum tölvuna. Sænski verslunarrisinn IKEA ákvað fyrir skömmu að verslunarhús sem verið var að byggja við miðborg Kaupmannahafnar yrði talsvert minna en til stóð í upphafi. Ástæðan er netið, það koma einfaldlega færri í IKEA búðirnar.

Bara að skoða

Kaupmenn, ekki síst þeir sem selja fatnað, verða í auknum mæli varir við „bara að skoða“ fólkið. Það eru þeir sem koma í búðina og skoða fatnað og fá jafnvel að máta en láta þar við sitja. Fara svo heim leita að vörunni og kaupa hana á netinu þar sem verðið er iðulega lægra. 

Höfundur þessa pistils sá fyrir nokkru miða í búðarglugga þar sem á stóð að þeir sem væru bara að skoða væru beðnir um að koma ekki inn. Aðspurður sagðist kaupmaðurinn, sem selur myndavélar og fleira af því tagi, vera búinn að fá nóg af því að útskýra möguleika hinna mismunandi myndavéla fyrir fólki sem svo „ætlaði að athuga málið“ og keypti svo hlutina á netinu. Þessi kaupmaður er ekki með netverslun en sagði aðspurður að hann væri að undirbúa slíkt.

Margar verslanir hafa reynt að mæta breyttum verslunarháttum með því að reka netverslun samhliða hefðbundinni verslun. Viðskiptavinirnir geta þá iðulega pantað vörur á netinu og sótt þær í verslunina. Eða látið senda þær heim ef það hentar betur. Og heimsendingarleiðin er sú sem sífellt fleiri velja.

40 þúsund pakkar frá Kína á hverjum degi

Postnord Mynd: PostnordDanmörk er eitt þeirra landa þar sem íbúarnir hafa tileinkað sér þessa nýju viðskiptahætti, að kaupa á netinu. Það gildir bæði um vörur sem keyptar eru innanlands í Danmörku og frá öðrum löndum, einkum Kína. Á hverjum einasta degi ársins koma fjörutíu þúsund pakkar frá Kína til Danmerkur. Þetta svarar til þess að hver einasti íbúi Kópavogs og Seltjarnarness fengi daglega árið um kring sendingu frá Kína. Sem sé fjórtán milljónir og sexhundruð þúsund pakka á ári. Bara frá Kína. Danir kaupa einnig mikið á netinu frá öðrum löndum, einkum Þýskalandi og Svíþjóð. Við þetta bætist svo verslunin innanlands í Danmörku.

Gamlar úreltar reglur og lítið eftirlit

Áratugagamall samningur um póstsendingar, sem gerður var þegar Kína var talið „þróunarland“, er enn í gildi. Þessi samningur skuldbindur dönsku póstþjónustuna til að bera út og afhenda sendingar frá Kína gegn lágu gjaldi. Gjaldið er 6.50 danskar krónur (109 krónur íslenskar) en að senda venjulegt umslag á milli húsa í Danmörku kostar 9 krónur (151 íslenskar) og pakka margfalt meira. 

Þrátt fyrir að danskir kaupmenn, og margir fleiri, hafi margsinnis bent á þennan úrelta samning hefur ekkert gerst. Pósturinn tapar árlega stórfé vegna þessa samnings en samkvæmt honum á gjaldið á „kínasendingum“ að hækka lítilsháttar árið 2021 en það hrekkur skammt. Og þetta er ekki allt. Reglur um söluskatt á erlendum póstsendingum segja að ef verðgildi einstakrar sendingar er 80 krónur danskar (1.350 íslenskar) eða minna skal ekki greiddur söluskattur, sem í Danmörku er annars 25%. Þess vegna er stærri sendingum iðulega skipt í margar smærri til að losna við söluskattinn. Og svo er það tollurinn. Danska tollþjónustan hefur mátt þola mikinn niðurskurð á síðustu árum og ein afleiðing þess er lítið eftirlit. Svo lítið að erlendar netverslanir auglýsa fullum fetum „söluskattslausar“ sendingar til Danmerkur. 

Danskir kaupmenn eru mjög ósáttir við þessa ójöfnu samkeppni og hafa reiknað út að árlega verði danska ríkið af tekjum sem nema milljörðum króna vegna þessara úreltu reglna og slælegrar tollskoðunar. Innan Evrópusambandsins hefur náðst samkomulag um að breyta reglunum um söluskattinn þannig að frá ársbyrjun 2021 skuli allar sendingar frá löndum utan ESB, söluskattskyldar. Danskir kaupmenn vilja að þessar reglur taki gildi þegar í stað.

Eftirlíkingavörurnar

Dönsku neytendasamtökin, Forbrugerrádet Tænk, gerðu fyrir nokkrum mánuðum athugun á margs konar vörum sem Dönum standa til boða hjá kínverskum netverslunum. Þar var bæði um að ræða þekkt og óþekkt vörumerki, snyrtivörur, rafmagnstæki og leikföng. Niðurstöðurnar voru athyglisverðar og niðurstaða Tænk var að mikið skorti á að umræddar vörur uppfylltu þær kröfur sem gerðar eru til evrópskra framleiðenda. Tænk varaði sérstaklega við snyrtivörum sem keyptar væru hjá kínverskum netverslunum. Þótt þær heiti jafnvel sömu nöfnum og í dönskum verslunum (Nivea krem var tekið sem dæmi) er innihaldið ekki endilega það sama. Kínverjar eru ekki háðir framleiðslukröfum Evrópusambandsins. Danir virðast hins vegar kæra sig kollótta um þessar viðvaranir, þeir hafa frekar áhyggjur af því hvort greiðslumátinn sé öruggur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar