Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga

Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um póstþjónustu. Breytingarnar fela meðal annars í sér að heimila Íslandspósti að setja gjaldskrá fyrir erlendar póstsendingar sem mæta á raunkostnaði við sendingarnar. Verði frumvarpið að lögum mun það því leiða til aukins kostnaðar þeirra sem versla við erlendar netverslanir.

Í frumvarpinu er einnig lagt til að rekstarleyfishafa verði veitt heimild til að senda rafrænar upplýsingar til erlendra tollyfirvalda, flutningsaðila eða póstrekenda erlendis til að auðvelda flutning póstsendinga milli landa. Í greinargerð frumvarpsins segir að verði frumvarpið að lögum mun það hafa áhrif á afkomu Íslandspósts og mögulega ríkissjóðs.

Heimilt að leggja á sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga

Íslands­póstur, sem er í eigu ríksins og sinnir alþjónustuskyldu, tap­aði 293 millj­ónum á árinu 2018 en hagn­aður fyrirtækisins var 216 millj­ónir árið á und­an. Fjár­hags­staða Íslands­pósts hefur verið var­huga­verð um nokkurn tíma. Í sept­em­ber í fyrra leit­aði Íslands­póstur á náðir rík­is­ins og fékk 500 millj­ónir króna að láni til að bregð­­ast við lausa­­fjár­­skorti eftir að við­­skipta­­banki þess, Lands­­banki Íslands, hafði lokað á frek­­ari lán­veit­ing­­ar. Nokkrum mán­uðum síð­­­ar, í des­em­ber, sam­­þykkti Alþingi að lána fyr­ir­tæk­inu allt að millj­­arð til við­­bót­­ar.

Fram hefur komið af hálfu Íslandspósts að hluti af þeim fjárhagsvanda sem fyrirtækið stendur nú frammi fyrir sé tilkominn vegna þeirrar skyldu fyrirtækisins að sinna alþjóðlegum skuldbindingum ríkisins. 

Auglýsing

Ísland er aðili að Alþjóðapóstsambandinu og þar með þjóðréttarlega bundið af samþykktum sambandsins, meðal annars hvað varðar endastöðvargjöld. Endastöðvargjöld eru gjöld sem rekstarleyfishafa er heimilt að innheimta af erlendum póstrekendum fyrir vinnslu og dreifingu bréfa frá útlöndum. Flest iðnríki fá hins vegar mun lægri endastöðvargjöld vegna ákvæða samningsins. Samkvæmt greinargerð frumvarpsins veldur það því að tekjur af endastöðvargjöldum eru í mörgum tilfellum langt frá því að standa undir raunkostnaði við móttöku, söfnun, flokkun, flutning og skil á póstsendingum. 

Íslandspóstur hefur því bent á að kostnaður fyrirtækisins vegna erlendra póstsendinga hefur aukist gríðarlega síðustu ár og nemur um 500 milljónum króna á ári. Neytendur greiða í dag einungis þriðjung sendingarkostnaðar frá Kína þar sem Kína er enn skilgreint sem þróunarland. 

Koma í veg fyrir að skattfé verði notað til að niðurgreiða sendingar frá útlöndum

Í greinargerð frumvarpsins segir að því þyki ráðherra nauðsynlegt að leggja fram þær breytingar á lögum sem taki mið af óbættum raunkostnaði við gjaldtöku vegna erlendra pakkasendinga, óháð ákvæðum um endastöðvarsamninga. Verði frumvarpið að lögum verður rekstrarleyfishafa, sem nú er Íslandspóstur, heimilt að leggja sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga. 

Þá segir jafnframt að markmiðið með frumvarpinu sé í raun að verja stöðu ríkissjóðs til framtíðar litið og koma í veg fyrir að skattfé verði notað til að niðurgreiða kostnað vegna sendinga frá útlöndum. Auk þess telji ráðuneytið að breytingin muni hafa jákvæð áhrif á samkeppnisstöðu innlendrar verslunar gagnvart erlendum netverslunum.  

Í frumvarpinu er auk þess kveðið á að rekstrarleyfishafi geti ekki farið þess á leit við Póst- og fjarskiptastofnun að honum verði með fjárframlögum tryggt endurgjald fyrir þjónustu vegna erlendra póstsendinga. 

Nettótekjur Íslandspósts gætu aukist um 400 milljónir króna 

Í greinargerð frumvarpsins segir að frumvarpið sé einnig tilkomið vegna kröfu frá erlendum ríkjum um að fá sendar tollaupplýsingar rafrænt til flýta fyrir tollmeðferð. Til að bregðast við þeim kröfum þykir ráðherra mikilvægt að í póstlögum verði heimild til að senda og taka við rafrænum skeytum með tengiupplýsingum um sendanda, viðtakanda og innihald póstsendinga. Sé slík heimild ekki fyrir hendi getur það leitt til þess að póstur frá Íslandi sæti miklum töfum í ákvörðunarlandi og verði jafnvel stöðvaður.  

Jafnframt segir í greinargerðinni að ákvæði frumvarpsins sem varða rafrænar sendinga muni leiða til þess að mögulega verði hægt að draga úr kostnaði rekstarleyfishafa hvað varðar sendingu til og frá landinu. Þá segir að ef frumvarpið verði að lögum og taki gild fyrir 1. maí næstkomandi gætu nettótekjur rekstarleyfishafa aukist um 400 milljónir króna fyrir árið 2019.

Frumvarpið mun líklega hafa víðtæk áhrif á rekstur Íslandspósts

Ingimundur Sigurpálsson, fráfarandi forstjóri Íslandspósts.Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, for­stjóri Íslands­pósts, sagði starfi sínu lausu sem for­stjóri eftir fjórtán ára starf í síðustu viku. Í yfir­lýs­ingu frá Ingimundi sagði að frum­varp Sigurðs Inga um breytingar á póstlögum taki á lagaum­hverfi póst­þjón­ust­unnar og mik­il­vægt sé að nýr for­stjóri komi að og fái svig­rúm til að leiða póst­þjón­ust­una inn í nýja tíma. 

„Með nýjum póstlögum verða miklar breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi póst­þjón­ust­unnar og munu þau mjög lík­lega hafa víð­tæk áhrif á rekstur Íslands­pósts. Frum­varpið gerir ráð fyrir afnámi einka­réttar rík­is­ins á dreif­ingu árit­aðra bréfa og þar er jafn­framt opnað fyrir mögu­leika á fjármögnun á þeim hluta lög­bund­innar póst­þjón­ustu, sem ekki stendur undir kostn­aði tengdum henni. Mik­il­vægt er að nýr for­stjóri fái mögu­leika á því að koma að og mótaund­ir­bún­ing nauð­syn­legra breyt­inga, sem óhjá­kvæmi­lega fylgja gild­is­töku hinna nýju laga í ársbyrjun 2020, og hafi þá jafn­framt mögu­leika á að fylgja þeim eft­ir,“ sagði Ingimundur.

Sigurður Ingi hefur einnig mælt fyrir frumvarpi nýrra heildarlaga um póstþjónustu á yfirstandandi þingi en samkvæmt frumvarpinu er fyrirhugað að afnema einkarétt ríkisins á póstmarkaði og koma á samkeppni í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent