Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga

Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhann­es­son, ­sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, hefur lagt fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um póst­þjón­ustu. Breyt­ing­arnar fela meðal ann­ars í sér að heim­ila Íslands­pósti að setja gjald­skrá fyrir erlendar póst­send­ingar sem mæta á raun­kostn­aði við send­ing­arn­ar. Verði frum­varpið að lögum mun það því leiða til auk­ins kostn­aðar þeirra sem versla við erlendar net­versl­an­ir.

Í frum­varp­inu er einnig lagt til að rekst­ar­leyf­is­hafa verði veitt heim­ild til að senda raf­rænar upp­lýs­ingar til erlendra toll­yf­ir­valda, flutn­ings­að­ila eða póst­rek­enda erlendis til að auð­velda flutn­ing póst­send­inga milli landa. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að verði frum­varpið að lögum mun það hafa áhrif á afkomu Íslands­pósts og mögu­lega ­rík­is­sjóðs.

Heim­ilt að leggja á sér­stakt gjald á við­tak­endur erlendra póst­send­inga

Ís­lands­­­póst­ur, sem er í eigu ríks­ins og sinnir alþjón­ustu­skyldu, tap­aði 293 millj­­ónum á árinu 2018 en hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins var 216 millj­­ónir árið á und­­an. Fjár­­hags­­staða Íslands­­­pósts hefur verið var­huga­verð um nokkurn tíma. Í sept­­em­ber í fyrra leit­aði Íslands­­­póstur á náðir rík­­is­ins og fékk 500 millj­­ónir króna að láni til að bregð­­­ast við lausa­­­fjár­­­skorti eftir að við­­­skipta­­­banki þess, Lands­­­banki Íslands, hafði lokað á frek­­­ari lán­veit­ing­­­ar. Nokkrum mán­uðum síð­­­­­ar, í des­em­ber, sam­­­þykkti Alþingi að lána fyr­ir­tæk­inu allt að millj­­­arð til við­­­bót­­­ar.

Fram hefur komið af hálfu Íslands­pósts að hluti af þeim fjár­hags­vanda sem fyr­ir­tækið stendur nú frammi fyrir sé til­kom­inn vegna þeirrar skyldu fyr­ir­tæk­is­ins að sinna alþjóð­legum skuld­bind­ingum ríkisins. 

Auglýsing

Ísland er aðili að Alþjóða­póst­sam­band­inu og þar með þjóð­rétt­ar­lega bundið af sam­þykktum sam­bands­ins, meðal ann­ars hvað varðar enda­stöðv­ar­gjöld. Enda­stöðv­ar­gjöld eru gjöld sem rekst­ar­leyf­is­hafa er heim­ilt að inn­heimta af erlend­um ­póst­rek­end­um ­fyrir vinnslu og dreif­ingu bréfa frá útlönd­um. Flest iðn­ríki fá hins vegar mun lægri enda­stöðv­ar­gjöld vegna ákvæða samn­ings­ins. Sam­kvæmt grein­ar­gerð frum­varps­ins veldur það því að tekjur af enda­stöðv­ar­gjöldum eru í mörgum til­fellum langt frá því að standa undir raun­kostn­aði við mót­töku, söfn­un, flokk­un, flutn­ing og skil á póst­send­ing­um. 

Íslands­póstur hefur því bent á að kostn­aður fyr­ir­tæk­is­ins vegna erlendra póst­send­inga hefur auk­ist gríð­ar­lega síð­ustu ár og nemur um 500 millj­ónum króna á ári. ­Neyt­endur greiða í dag ein­ungis þriðj­ung send­ing­ar­kostn­aðar frá Kína þar sem Kína er enn skil­greint sem þró­un­ar­land. 

Koma í veg fyrir að skattfé verði notað til að nið­ur­greiða send­ingar frá útlöndum

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að því þyki ráð­herra nauð­syn­legt að leggja fram þær breyt­ingar á lögum sem taki mið af óbættum raun­kostn­aði við gjald­töku ­vegna erlendra pakka­send­inga, óháð ákvæðum um enda­stöðv­ar­samn­inga. Verði frum­varpið að lögum verður rekstr­ar­leyf­is­hafa, sem nú er Íslands­póst­ur, heim­ilt að leggja sér­stakt gjald á við­tak­endur erlendra póst­send­inga. 

Þá segir jafn­framt að mark­miðið með frum­varp­inu sé í raun að verja stöðu rík­is­sjóðs til fram­tíðar litið og koma í veg fyrir að skattfé verði notað til að nið­ur­greiða kostnað vegna send­inga frá útlönd­um. Auk þess telji ráðu­neytið að breyt­ingin muni hafa jákvæð áhrif á sam­keppn­is­stöðu inn­lendr­ar versl­un­ar­ ­gagn­vart erlendum net­versl­un­um.  

Í frum­varp­inu er auk þess kveðið á að rekstr­ar­leyf­is­hafi geti ekki farið þess á leit við Póst- og fjar­skipta­stofnun að honum verði með fjár­fram­lögum tryggt end­ur­gjald fyrir þjón­ustu vegna erlendra póst­send­inga. 

Nettó­tekjur Íslands­pósts gætu auk­ist um 400 millj­ónir króna 

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að frum­varpið sé einnig til­komið vegna kröfu frá erlendum ríkjum um að fá sendar tolla­upp­lýs­ingar raf­rænt til flýta fyrir toll­með­ferð. Til að bregð­ast við þeim kröfum þykir ráð­herra mik­il­vægt að í póst­lög­um verði heim­ild til að senda og taka við raf­rænum skeytum með tengi­upp­lýs­ingum um send­anda, við­tak­anda og inni­hald póst­send­inga. Sé slík heim­ild ekki fyrir hendi getur það leitt til þess að póstur frá Íslandi sæti miklum töfum í ákvörð­un­ar­landi og verði jafn­vel stöðv­að­ur­.  

Jafn­framt segir í grein­ar­gerð­inni að ákvæði frum­varps­ins sem varða raf­rænar send­inga muni leiða til þess að mögu­lega verði hægt að draga úr kostn­aði rekst­ar­leyf­is­hafa hvað varðar send­ingu til og frá land­inu. Þá segir að ef frum­varpið verði að lögum og taki gild fyrir 1. maí næst­kom­andi gætu nettó­tekj­ur ­rekst­ar­leyf­is­hafa ­auk­ist um 400 millj­ón­ir króna ­fyrir árið 2019.

Frum­varpið mun lík­lega hafa víð­tæk áhrif á rekstur Íslands­pósts

Ingimundur Sigurpálsson, fráfarandi forstjóri Íslandspósts.Ing­i­­mundur Sig­­ur­páls­­son, for­­stjóri Íslands­­­pósts, sagði starfi sínu lausu sem for­­stjóri eftir fjórtán ára starf í síð­ustu viku. Í yfir­­lýs­ingu frá Ingi­mundi sagði að frum­varp Sig­urðs Inga um breyt­ingar á póst­lögum taki á lagaum­hverfi póst­­­þjón­ust­unnar og mik­il­vægt sé að nýr for­­stjóri komi að og fái svig­­rúm til að leiða póst­­­þjón­ust­una inn í nýja tíma. 

„Með nýj­u­m ­póst­lög­um verða miklar breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi póst­­­þjón­ust­unnar og mun­u þau mjög lík­­­lega hafa víð­tæk áhrif á rekstur Íslands­­­pósts. Frum­varpið gerir ráð fyrir afnámi einka­réttar rík­­is­ins á dreif­ingu árit­aðra bréfa og þar er jafn­­framt opnað fyrir mög­u­­leika á fjár­mögn­un á þeim hluta lög­­bund­innar póst­­­þjón­ustu, sem ekki stendur und­ir­ ­kostn­að­i tengd­um henn­i. ­Mik­il­vægt er að nýr for­­stjóri fái mög­u­­leika á því að koma að og mótaund­ir­­bún­­ing nauð­­syn­­legra breyt­inga, sem óhjá­­kvæmi­­lega fylgja gild­is­­töku hinna nýju laga í árs­byrj­un 2020, og hafi þá jafn­­framt mög­u­­leika á að fylgja þeim eft­ir,“ sagði Ingi­mund­ur.

Sig­urður Ingi hefur einnig mælt fyrir frum­varpi nýrra heild­ar­laga um póst­þjón­ustu á yfir­stand­andi þingi en sam­kvæmt frum­varp­inu er fyr­ir­hugað að afnema einka­rétt rík­is­ins á póst­mark­aði og koma á sam­keppni í sam­ræmi við til­skipun Evr­ópu­þings­ins og ráðs­ins.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent