ÖBÍ og ASÍ skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps ráðherra

Drög að skýrslu samráðshóps sem Ásmundur Einar Daðason skipaði fyrir tæpu ári liggja fyrir. Hvorki ÖBÍ né ASÍ, sem hafa átt fulltrúa í hópnum, ætla að skrifa undir skýrsluna.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Auglýsing

Hvorki Öryrkja­banda­lag Íslands (ÖBÍ) né Alþýðu­sam­band Ísland (ASÍ) ætla að skrifa undir skýrslu stjórn­valda um breytt fram­færslu­kerfi almanna­trygg­inga þrátt fyrir að full­trúar beggja hafi tekið virkan þátt í vinnu sam­ráðs­hóps­ins sem skrif­aði skýrsl­una.

­Sam­ráðs­hóp­ur­inn var skip­aður af Ásmundi Ein­ari Daða­syni, félags- og barna­mála­ráð­herra, 18. apríl 2018. Hann átti upp­haf­lega að ljúka störfum með skýrslu 1. októ­ber í fyrra en vinna hans hefur dreg­ist á lang­inn. Hlut­verk sam­ráðs­hóps­ins um breytt fram­færslu­kerfi almanna­trygg­inga var að koma með til­lögur að nýju greiðslu­kerfi sem styddi við mark­mið starfs­getu­mats. Nýju kerfi var ætlað að tryggja hvata til atvinnu­þátt­töku þar sem aukin áhersla er lögð á snemmtæka íhlut­un, þver­fag­lega nálgun og sam­fellu í fram­færslu.  

Í til­kynn­ingu frá ÖBÍ kemur fram að ástæður þess að banda­lagið skrifi ekki undir skýrsl­una séu þær að að lausir endar í starf­inu séu of marg­ir. „Mann­sæm­andi afkoma er ekki tryggð. Krón­u-á-­mót­i-krónu skerð­ing verður ekki afnumin skil­yrð­is­laust. Ekki er tekið á sam­spili líf­eyr­is­kerf­is­ins og almanna­trygg­inga, vinnu­mark­aðs­málin óklár, og svona má áfram telja.“

Auglýsing
Drífa Snædal, for­seti ASÍ, upp­lýsti á mál­þingi sem kjara­hópur ÖBÍ stóð fyrir á þriðju­dag, og bar yfir­skrift­ina „Eru öryrkjar fólkið með breiðu bök­in?“, að sam­bandið myndi heldur ekki skrifa undir skýrslu sam­ráðs­hóps­ins. Þar benti hún á að hvorki opin­ber né almennur vinnu­mark­aður byði upp á störf með lágu starfs­hlut­falli, sem væri algjör for­senda þess að hug­myndir um starfs­getu­mat geti gengið upp. „Krónu á móti krónu“ skerð­ing hittir það fólk verst sem hefur lægstu fram­færsl­una í íslensku sam­fé­lagi og ef stjórn­völd vildu vinna gegn fátækt, ætti afnám hennar ekki aðeins að vera for­gangs­mál, heldur löngu lok­ið.

Í frétt á heima­síðu ÖBÍ sem birt var í gær segir að núver­andi rík­is­stjórn ríg­haldi í kröfu um krón­u-á-­mót­i-krónu skerð­ing verði ekki afnumin nema ÖBÍ fall­ist á að taka upp svo­kallað starfs­getu­mat og breiði faðm­inn á móti nýju fram­færslu­kerfi almanna­trygg­inga. „Það er ekki til umræðu að afnema órétt­læt­ið. Það er bara „computer says no“.“

Þá gagn­rýndi ÖBÍ einnig Ásmund Frið­riks­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, harð­lega fyrir að segja í ræðu­stól á Alþingi á þriðju­dag að ÖBÍ hefði hafnað því að afnema krón­u-á-­mót­i-krónu skerð­ing­ar. Ásmundur er einn þeirra sem situr í sam­ráðs­hópnum um breytt fram­færslu­kerfi almanna­trygg­inga.

Í frétt á heima­síðu ÖBÍ segir að það sé sorg­legt að hlusta á rangan og vill­andi mál­flutn­ing Ásmundar og honum hafn­að. „Krón­u-á-­mót­i-krónu skerð­ingu á að afnema strax án til­lits til ann­arra breyt­inga. Hún ein og sér heldur þús­undum fjöl­skyldna í fátækt­ar­gildru og hana á að afnema eina og sér. ÖBÍ und­ir­býr nú mál­sókn á hendur rík­inu í því skyni að aflétta þessu kerf­is­bundna ofbeld­i.“

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent