ÖBÍ og ASÍ skrifa ekki undir skýrslu samráðshóps ráðherra

Drög að skýrslu samráðshóps sem Ásmundur Einar Daðason skipaði fyrir tæpu ári liggja fyrir. Hvorki ÖBÍ né ASÍ, sem hafa átt fulltrúa í hópnum, ætla að skrifa undir skýrsluna.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Auglýsing

Hvorki Öryrkja­banda­lag Íslands (ÖBÍ) né Alþýðu­sam­band Ísland (ASÍ) ætla að skrifa undir skýrslu stjórn­valda um breytt fram­færslu­kerfi almanna­trygg­inga þrátt fyrir að full­trúar beggja hafi tekið virkan þátt í vinnu sam­ráðs­hóps­ins sem skrif­aði skýrsl­una.

­Sam­ráðs­hóp­ur­inn var skip­aður af Ásmundi Ein­ari Daða­syni, félags- og barna­mála­ráð­herra, 18. apríl 2018. Hann átti upp­haf­lega að ljúka störfum með skýrslu 1. októ­ber í fyrra en vinna hans hefur dreg­ist á lang­inn. Hlut­verk sam­ráðs­hóps­ins um breytt fram­færslu­kerfi almanna­trygg­inga var að koma með til­lögur að nýju greiðslu­kerfi sem styddi við mark­mið starfs­getu­mats. Nýju kerfi var ætlað að tryggja hvata til atvinnu­þátt­töku þar sem aukin áhersla er lögð á snemmtæka íhlut­un, þver­fag­lega nálgun og sam­fellu í fram­færslu.  

Í til­kynn­ingu frá ÖBÍ kemur fram að ástæður þess að banda­lagið skrifi ekki undir skýrsl­una séu þær að að lausir endar í starf­inu séu of marg­ir. „Mann­sæm­andi afkoma er ekki tryggð. Krón­u-á-­mót­i-krónu skerð­ing verður ekki afnumin skil­yrð­is­laust. Ekki er tekið á sam­spili líf­eyr­is­kerf­is­ins og almanna­trygg­inga, vinnu­mark­aðs­málin óklár, og svona má áfram telja.“

Auglýsing
Drífa Snædal, for­seti ASÍ, upp­lýsti á mál­þingi sem kjara­hópur ÖBÍ stóð fyrir á þriðju­dag, og bar yfir­skrift­ina „Eru öryrkjar fólkið með breiðu bök­in?“, að sam­bandið myndi heldur ekki skrifa undir skýrslu sam­ráðs­hóps­ins. Þar benti hún á að hvorki opin­ber né almennur vinnu­mark­aður byði upp á störf með lágu starfs­hlut­falli, sem væri algjör for­senda þess að hug­myndir um starfs­getu­mat geti gengið upp. „Krónu á móti krónu“ skerð­ing hittir það fólk verst sem hefur lægstu fram­færsl­una í íslensku sam­fé­lagi og ef stjórn­völd vildu vinna gegn fátækt, ætti afnám hennar ekki aðeins að vera for­gangs­mál, heldur löngu lok­ið.

Í frétt á heima­síðu ÖBÍ sem birt var í gær segir að núver­andi rík­is­stjórn ríg­haldi í kröfu um krón­u-á-­mót­i-krónu skerð­ing verði ekki afnumin nema ÖBÍ fall­ist á að taka upp svo­kallað starfs­getu­mat og breiði faðm­inn á móti nýju fram­færslu­kerfi almanna­trygg­inga. „Það er ekki til umræðu að afnema órétt­læt­ið. Það er bara „computer says no“.“

Þá gagn­rýndi ÖBÍ einnig Ásmund Frið­riks­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, harð­lega fyrir að segja í ræðu­stól á Alþingi á þriðju­dag að ÖBÍ hefði hafnað því að afnema krón­u-á-­mót­i-krónu skerð­ing­ar. Ásmundur er einn þeirra sem situr í sam­ráðs­hópnum um breytt fram­færslu­kerfi almanna­trygg­inga.

Í frétt á heima­síðu ÖBÍ segir að það sé sorg­legt að hlusta á rangan og vill­andi mál­flutn­ing Ásmundar og honum hafn­að. „Krón­u-á-­mót­i-krónu skerð­ingu á að afnema strax án til­lits til ann­arra breyt­inga. Hún ein og sér heldur þús­undum fjöl­skyldna í fátækt­ar­gildru og hana á að afnema eina og sér. ÖBÍ und­ir­býr nú mál­sókn á hendur rík­inu í því skyni að aflétta þessu kerf­is­bundna ofbeld­i.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Borgarstjóri með um sexfalt hærri laun en fólkið á lægstu laununum
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins veltir því fyrir sér hvernig maður, sem er með um tvær milljónir í laun á mánuði, hafi meiri áhyggjur af verkföllum en velferð starfsfólks sem heyri beint undir hann.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent