Tap Íslandspósts 293 milljónir í fyrra

Megin ástæða meira taps Íslandspósts en reiknað var með, er sú að verðbreytingar urðu ekki á grunnuþjónustu og samdráttur varð meiri í bréfasendingum en reiknað var með. Fyrirkomulag fjármögnunar grunnþjónustu verður að breytast, segir forstjórinn.

Ingimundur Sigurpálsson
Auglýsing

Íslands­póstur tap­aði 293 millj­ónum á árinu 2018 en hagn­aður var 216 millj­ónir árið á und­an. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, segir í til­kynn­ingu að meg­in­á­stæða taps­ins sé sam­dráttur í bréfa­send­ingum og að verð­breyt­ingar hafi ekki orðið á grunn­þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins, eins og að var stefn­t. 

Rekstr­ar­hagn­aður sam­stæð­unnar fyrir afskrift­ir, EBIT­DA, nam um 71 milljón og er EBITDA hlut­fallið 0,8 pró­sent en var um 8,3 pró­sent árið áður. 

Ingi­mundur segir í til­kynn­ingu að mun­ur­inn á afkomu fyr­ir­tæk­is­ins, í sam­an­burði við áætl­un, hafi verið tæp­lega 500 millj­ónir króna.

Auglýsing

„Fjár­hags­leg afkoma Íslands­pósts var önnur en að var stefnt á árinu 2018. Meg­in­for­sendur

fjár­hags­á­ætl­unar árs­ins gengu eftir að öðru leyti en því, að verð­breyt­ingar á

einka­rétt­ar­bréf­um, sem nauð­syn­legar voru til þess að standa undir alþjón­ustu­skyldu, náðu

ekki fram að ganga og 14,4 % sam­dráttur varð í bréfa­send­ingum innan einka­réttar milli ára, en

hlut­falls­lega var það um tvö­falt meiri sam­dráttur en gert var ráð fyrir í áætl­un. 

Það leiddi til 517 mkr. lægri tekna en árið áður auk þess sem tekjur af bréfa- og pakka­send­ingum til útlanda dróg­ust saman um 129 mkr. milli ára. Bók­fært tap varð því af rekstri Íslands­pósts, sem nam 293 mkr. á árinu 2018 í stað 201 mkr. hagn­að­ar, sem fjár­hags­á­ætlun árs­ins gerði ráð fyr­ir,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Þá segir að hann að fyr­ir­komu­lag fjár­mögn­unar fyr­ir­tæk­is­ins sé ótækt og það tak­marki starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins og rekst­ur, og komi í veg fyrir að hægt sé að bregð­ast við erf­ið­leik­um, meðal ann­ars að hækka laun þeirra sem lægstu launin hafa í fyr­ir­tæk­in­u. 

Í skýrslu Copen­hagen Economics um starf­semi Íslands­pósts, sem Ingi­mundur vitnar til í til­kynn­ingu sinni, segir að það verði að koma til breyt­ingar á lögum og regl­um, til að hægt sé að sinna póst­þjón­ustu með þeim hætti sem þarf.

Heild­ar­eignir Íslands­pósts voru 6,3 millj­arðar í árs­lok. 

Ítar­leg til­kynn­ing Ingi­mundar fer hér að neðan í heild sinni: Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, for­stjóri Íslands­póst­s, 

„Fjár­hags­leg afkoma Íslands­pósts var önnur en að var stefnt á árinu 2018. Meg­in­for­sendur

fjár­hags­á­ætl­unar árs­ins gengu eftir að öðru leyti en því, að verð­breyt­ingar á

einka­rétt­ar­bréf­um, sem nauð­syn­legar voru til þess að standa undir alþjón­ustu­skyldu, náðu

ekki fram að ganga og 14,4 % sam­dráttur varð í bréfa­send­ingum innan einka­réttar milli ára, en

hlut­falls­lega var það um tvö­falt meiri sam­dráttur en gert var ráð fyrir í áætl­un. 

Það leiddi til 517 mkr. lægri tekna en árið áður auk þess sem tekjur af bréfa- og pakka­send­ingum til útlanda dróg­ust saman um 129 mkr. milli ára. Bók­fært tap varð því af rekstri Íslands­pósts, sem nam 293 mkr. á árinu 2018 í stað 201 mkr. hagn­að­ar, sem fjár­hags­á­ætlun árs­ins gerði ráð fyr­ir.

Í mars 2018 skil­aði ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið Copen­hagen Economics grein­ar­gerð um mat á kostn­aði

við póst­þjón­ustu á Ísland­i. 

Í skýrsl­unni er m.a. lagt mat á umfang fjár­hags­legrar byrði,

svo­kall­aða alþjón­ustu­byrði. Aðferðin sem fyr­ir­tækið beitir er vel þekkt um allan heim og

upp­fyllir hún kröfur um útreikn­ing á alþjón­ustu­byrði, sem settar eru fram í við­auka við

póst­til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins, sem póst­þjón­ustu á Íslandi ber að fylgja.

Útreikn­ingar Copen­hagen Economics eru byggðir á tölum úr kostn­að­ar­bók­haldi Íslands­pósts

fyrir árið 2016. Þeir sýna, að grunn­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins skil­aði um 770 mkr. hagn­aði á árinu

2016 en að um 650 mkr. af þeim hagn­aði fóru í nið­ur­greiðslu á lög­bund­inni póst­þjón­ustu. Ef

árið 2018 er skoðað út frá sömu for­sendum skil­aði grunn­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins 607 millj. kr. í

hagnað á árinu en hreinn kostn­aður við að veita lög­bundna þjón­ustu var um 900 millj. kr. og

var því nið­ur­staðan 293 millj. kr. tap. Slík ráð­stöfun hagn­aðar vinnur gegn

grund­vall­ar­hags­munum félags­ins. Hún tak­markar svig­rúm stjórn­enda til mik­il­vægra

rekstra­legra ákvarð­ana, svo sem varð­andi nauð­syn­lega þró­un­ar­starf­semi, kaup og kjör

starfs­manna, einkum þeirra tekju­lægstu, þar sem þörf er á veru­legri breyt­ingu, sem og

varð­andi mögu­leika á verð­lækkun á vörum og þjón­ustu, bæði þeirri sem bundin er einka­rétti

sem og hinni sem boðin er á sam­keppn­is­mark­aði. Gild­andi fyr­ir­komu­lag á fjár­mögnun alþjón­ustu hefur leitt til yfir­vof­andi rekstr­ar­stöðv­unar Íslands­pósts að óbreyttri þjón­ustu­skyldu. Slíkt fyr­ir­komu­lag geta stjórn­endur hluta­fé­laga ekki búið við, enda er það með öllu á svig við skyldur þeirra sam­kvæmt ákvæðum laga um hluta­fé­lög. 

Þann 23. októ­ber síð­ast­lið­inn mælti sam­göngu­ráð­herra fyrir frum­varpi að nýjum lögum um póst­þjón­ustu. Núgild­andi lög­gjöf var sam­þykkt árið 2002 og í ljósi þeirra breyt­inga, sem orðið hafa á rekstr­ar­um­hverfi póst­þjón­ustu síð­an, er afar brýnt að þau verði end­ur­nýjuð og færð til sam­ræmis við þriðju póst­til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins frá árinu 2008. Í því felst m.a. til­skilið afnám einka­réttar rík­is­ins á dreif­ingu árit­aðra bréfa undir 50 g. Þá er í frum­varp­inu opnað fyrir mögu­leika á fjár­mögnun á þeim hluta lög­bund­innar póst­þjón­ustu, sem ekki stendur undir kostn­aði tengdum henni, og er það afar þýð­ing­ar­mikið nýmæli, sem tryggja á póst­rek­endum eðli­lega greiðslu fyrir veitta þjón­ustu. Nauð­syn­legt virð­ist þó að laga­text­inn kveði skýrar á um skyldu rík­is­ins til þess að gera þjón­ustu­samn­ing um þann hluta póst­þjón­ust­unn­ar, sem ekki á sér mark­aðs­legar for­send­ur, þar sem óvíst er hvort póstrekandi lifi þann máls­með­ferð­ar­tíma af, sem frum­varpstext­inn ber með sér. Mik­il­vægt er að ný lög um póst­þjón­ustu verði afgreidd á vor­þingi 2019, svo sem áformað er, þannig að þau geti tekið gildi frá árs­byrjun 2020, eins og að er stefnt.

Við afnám einka­réttar er afar þýð­ing­ar­mikið að fyrir liggi skýrar leik­reglur um fyr­ir­komu­lag

póst­dreif­ing­ar. Hug­myndin um einka­rétt rík­is­ins á dreif­ingu bréfa allt að 50 g byggir á því að

tekjum einka­réttar er ætlað að standa undir annarri þjón­ustu, sem einka­rétt­ar­hafi veitir

ein­göngu á grund­velli alþjón­ustu­skyldu og ekki er hag­kvæmt að veita á við­skipta­legum

for­send­um. Því þarf að liggja fyrir hvernig stjórn­völd hyggj­ast tryggja póst­þjón­ustu, sem

flutn­ing­að­ilar hafa ekki for­sendur til þess að sinna, hvernig verð­lagn­ingu þeirrar þjón­ustu verði

háttað og hvernig standa eigi undir kostn­aði við að veita þá þjón­ustu lögum sam­kvæmt. Á

sama hátt þarf að sam­ræma reglur og eft­ir­lit með póst­dreif­ingu og annarri vöru­dreif­ingu,

þannig að leið­rétt verði sú mis­mun­un, sem nú er fyrir hendi eftir því hvort fyr­ir­tæki er skil­greint

sem póst­fyr­ir­tæki eða flutn­inga­fyr­ir­tæki.“


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent