OR leggur ekki til að virkjanakostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk

Orkuveita Reykjavíkur leggur áherslu á að halda öllum virkjanakostum á Hengilssvæðinu sem eru flokkaðir í nýtingarflokk þar áfram. Þrír kostur OR eru í nýtingarflokki tillögu að rammaáætlun og einn í biðflokki.

Í Lakaskörðum milli Tjarnarhnúks og Hrómundartinds er að finna jarðhita og á þessum slóðum áformar Orkuveitan Þverárdalsvirkjun.
Í Lakaskörðum milli Tjarnarhnúks og Hrómundartinds er að finna jarðhita og á þessum slóðum áformar Orkuveitan Þverárdalsvirkjun.
Auglýsing

Þrír virkj­un­ar­kostir Orku­veitu Reykja­víkur eru í nýt­ing­ar­flokki sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar sem lögð verður fram, ennþá einu sinni, á Alþingi í lok mars. Allir eru þeir í jarð­varma og á Heng­il­svæð­inu: Hvera­hlíð II (90 MW), Þver­ár­dalur (90 MW) og Meit­ill­inn (45 MW).

Virkjun í Þver­ár­dal er í bið­flokki núgild­andi ramma­á­ætl­unar en verk­efn­is­stjórn 3. áfanga lagði til í loka­skýrslu sinni í ágúst 2016 að kost­ur­inn færi í nýt­ing­ar­flokk. Hvera­hlíð II er hins vegar „nýr“ kostur sem tekin var til mats í þriðja áfanga og ekki var hreyft við flokkun Meit­ils­ins sem er þegar í nýt­ing­ar­flokki núgild­andi áætl­un­ar.

Auglýsing

Í svörum við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um áherslur Orku­veit­unnar nú þegar ákveðið hefur verið að leggja þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una fram í fjórða sinn og af fjórða ráð­herr­anum á rúm­lega fimm árum, segir að allir þeir kostir sem fyr­ir­tækið lagði fram til mats í þriðja áfanga eigi enn við, þ.e.a.s. eng­inn þeirra er orð­inn úreltur og ekki lengur fýsi­leg­ur.

„Við leggjum áherslu á að halda öllum kostum á Heng­ils­svæð­inu sem eru flokk­aðir í nýt­ing­ar­flokk áfram þar,“ segir í svörum OR. „Mik­il­vægt er að skoða svæðið eins heild­stætt og völ er á til að setja fram­tíð­ar­nýt­ing­ar­stefnu fyrir Hengil­inn. OR leggur ekki til að færa kosti úr bið­flokki yfir í nýt­ing­ar­flokk.“

Aðeins einn virkj­un­ar­kost­ur, einnig í jarð­varma, er í bið­flokki sam­kvæmt til­lög­unni, Inn­sti­dal­ur, og eng­inn kostur fyr­ir­tæk­is­ins sem lagður var til mats verk­efn­is­stjórnar 3. áfanga, er í vernd­ar­flokki.

Hengilsvæðið og eldstöðvakerfin.Virkjanir á svæðinu eru sýndar með fjólubláum hringjum en svæði sem fjallað var um í þriðja áfanga rammaáætlunar eru sýnd með bláum hringjum.

Inn­sti­dalur er lok­aður dalur sunnan Heng­ils en norðan Skarðs­mýr­ar­fjalls. Dal­ur­inn sjálfur er til­tölu­lega lítið rask­aður og hefur gildi sem slíkur þótt umhverfi í kring hafi verið raskað, sagði m.a. í nið­ur­stöðu verk­efn­is­stjórnar þriðja áfanga um virkj­ana­kost­inn. Yrði Þver­ár­dalur nýttur til orku­fram­leiðslu væri lík­legt að verð­mæti Inn­sta­dals myndu aukast, sér­stak­lega í ljósi nálægðar svæð­is­ins við höf­uð­borg­ar­svæðið og þar með auk­ins fágætis sam­fara fækkun aðgengi­legra og lítt raskaðra úti­vist­ar­svæða. „Vegna sam­legð­ar­á­hrifa ber því að skoða ráð­stöfun Inn­sta­dals í sam­hengi við afdrif Þver­ár­dals. Af þessum sökum telur verk­efn­is­stjórn 3. áfanga ekki rétt­læt­an­legt að ráð­stafa báðum þessum virkj­un­ar­kostum án þess að leggja nýtt mat á þau áhrif sem ráð­stöfun ann­ars svæð­is­ins hefur á verð­mæti hins.“ Verk­efn­is­stjórn taldi sér­stöðu Inn­sta­dals einnig meiri, m.a. vegna þess að um hann liggur fjöl­farin göngu­leið á Hengil­inn.

Kjarn­inn hefur und­an­farið fjallað um til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar í ljósi þess að í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur er að finna lof­orð um að lokið verði við afgreiðslu hans. Því er hins vegar bætt við, í sömu setn­ingu, að kostum í bið­flokki verði fjölg­að. Frek­ari útskýr­ingar hafa stjórn­völd ekki gefið á hvað standi til og spurn­ingum Kjarn­ans til umhverf­is­ráð­herra hefur enn ekki verið svar­að.

Vegna óvissunnar hafa vaknað spurn­ingar um hvernig afgreiðsla til­lög­unnar verði. Að fjölga kostum í bið­flokki getur aðeins þýtt tvennt: Að kostir verði færðir úr annað hvort vernd­ar­flokki eða nýt­ing­ar­flokki í þann flokk. Nema að hvort tveggja sé. Hægt er að hreyfa við flokk­un­inni svo lengi sem Orku­stofnun hefur ekki gefið út virkj­ana­leyfi fyrir kosti í nýt­ing­ar­flokki eða svæði í vernd­ar­flokki hafi verið frið­lýst.

Í stjórn­ar­sátt­mála var hins vegar einnig að finna lof­orð um a lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un, þ.e. ramma­á­ætl­un, verði end­ur­skoðuð „frá grunni til að tryggja ábyrga og skyn­sam­lega nýt­ingu og vernd orku­kosta á Ísland­i“. Sér­stök lög á svo að setja um nýt­ingu vind­orku með það að mark­miði að ein­falda upp­bygg­ingu vind­orku­vera.

Meitillinn er virkjanakostur Orkuveitunnar sem er þegar í nýtingarflokki rammaáætlunar.

Mark­mið ramma­á­ætl­un­ar, þar sem fram­lagðir virkj­ana­kostir eru metnir í fag­hópum út frá ýmsum áhersl­um, er að leysa sem mest má úr ágrein­ingi í sam­fé­lag­inu um virkj­ana- og nátt­úru­vernd­ar­mál. Að for­gangs­raða öllum þeim virkj­ana­hug­myndum sem eru uppi hverju sinni og flokka í ýmist orku­nýt­ing­ar-, bið­flokk eða vernd­ar­flokk.

Núgild­andi ramma­á­ætl­un, 2. áfangi, var sam­þykktur á Alþingi í jan­úar árið 2013 fyrir nákvæm­lega níu árum síð­an. Verk­efn­is­stjórnir næstu tveggja áfanga hafa þegar lokið störfum og stjórn þess fimmta þegar hafið störf.

Auglýsing

Þessa flóknu stöðu, sem hefur orðið til þess að nú velta margir fyrir sér hvort til standi að „rífa upp“ til­lögu að þriðja áfanga í þing­legri með­ferð henn­ar, færa kosti milli flokka, eða hvort hún verði ein­fald­lega end­an­lega lögð til hliðar og ný lög sett til að takast á við fram­hald­ið, á rætur að rekja til stjórn­mál­anna.

Verk­efn­is­stjórnir hafa staðið við sitt, skilað sínu, þótt sú fjórða undir for­ystu Guð­rúnar Pét­urs­dóttur hafi vegna óvissu um fyrri til­lögu og ólíkrar sýnar þáver­andi orku­mála­stjóra unn­ist tími til að ljúka loka­skýrslu sinni. Sú verk­efn­is­stjórn lagði aðeins fram drög að til­lögu að flokkun og ein­göngu nokk­urra þeirra sem Orku­stofnun skil­aði loks til stjórn­ar­innar eftir ítrek­aðar beiðn­ir.

Komi að fjórða ráð­herr­anum

Stjórn­ar­slit hafa tvisvar sinnum orðið til þess að ekki tókst að afgreiða til­lögu að þriðja áfanga á þing­inu. Þriðja rík­is­stjórn­in, fyrsta rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, sat heilt kjör­tíma­bil og á því var til­lagan tvisvar sinnum lögð fram en ekki afgreidd.

Nú er því komið að fjórða umhverf­is­ráð­herr­an­um, Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, sem einnig er ráð­herra orku­mála, að leggja hina fimm ára gömlu til­lögu fram og hefur dag­ur­inn 31. mars verið val­inn til þess.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar