OR leggur ekki til að virkjanakostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk

Orkuveita Reykjavíkur leggur áherslu á að halda öllum virkjanakostum á Hengilssvæðinu sem eru flokkaðir í nýtingarflokk þar áfram. Þrír kostur OR eru í nýtingarflokki tillögu að rammaáætlun og einn í biðflokki.

Í Lakaskörðum milli Tjarnarhnúks og Hrómundartinds er að finna jarðhita og á þessum slóðum áformar Orkuveitan Þverárdalsvirkjun.
Í Lakaskörðum milli Tjarnarhnúks og Hrómundartinds er að finna jarðhita og á þessum slóðum áformar Orkuveitan Þverárdalsvirkjun.
Auglýsing

Þrír virkj­un­ar­kostir Orku­veitu Reykja­víkur eru í nýt­ing­ar­flokki sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar sem lögð verður fram, ennþá einu sinni, á Alþingi í lok mars. Allir eru þeir í jarð­varma og á Heng­il­svæð­inu: Hvera­hlíð II (90 MW), Þver­ár­dalur (90 MW) og Meit­ill­inn (45 MW).

Virkjun í Þver­ár­dal er í bið­flokki núgild­andi ramma­á­ætl­unar en verk­efn­is­stjórn 3. áfanga lagði til í loka­skýrslu sinni í ágúst 2016 að kost­ur­inn færi í nýt­ing­ar­flokk. Hvera­hlíð II er hins vegar „nýr“ kostur sem tekin var til mats í þriðja áfanga og ekki var hreyft við flokkun Meit­ils­ins sem er þegar í nýt­ing­ar­flokki núgild­andi áætl­un­ar.

Auglýsing

Í svörum við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um áherslur Orku­veit­unnar nú þegar ákveðið hefur verið að leggja þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una fram í fjórða sinn og af fjórða ráð­herr­anum á rúm­lega fimm árum, segir að allir þeir kostir sem fyr­ir­tækið lagði fram til mats í þriðja áfanga eigi enn við, þ.e.a.s. eng­inn þeirra er orð­inn úreltur og ekki lengur fýsi­leg­ur.

„Við leggjum áherslu á að halda öllum kostum á Heng­ils­svæð­inu sem eru flokk­aðir í nýt­ing­ar­flokk áfram þar,“ segir í svörum OR. „Mik­il­vægt er að skoða svæðið eins heild­stætt og völ er á til að setja fram­tíð­ar­nýt­ing­ar­stefnu fyrir Hengil­inn. OR leggur ekki til að færa kosti úr bið­flokki yfir í nýt­ing­ar­flokk.“

Aðeins einn virkj­un­ar­kost­ur, einnig í jarð­varma, er í bið­flokki sam­kvæmt til­lög­unni, Inn­sti­dal­ur, og eng­inn kostur fyr­ir­tæk­is­ins sem lagður var til mats verk­efn­is­stjórnar 3. áfanga, er í vernd­ar­flokki.

Hengilsvæðið og eldstöðvakerfin.Virkjanir á svæðinu eru sýndar með fjólubláum hringjum en svæði sem fjallað var um í þriðja áfanga rammaáætlunar eru sýnd með bláum hringjum.

Inn­sti­dalur er lok­aður dalur sunnan Heng­ils en norðan Skarðs­mýr­ar­fjalls. Dal­ur­inn sjálfur er til­tölu­lega lítið rask­aður og hefur gildi sem slíkur þótt umhverfi í kring hafi verið raskað, sagði m.a. í nið­ur­stöðu verk­efn­is­stjórnar þriðja áfanga um virkj­ana­kost­inn. Yrði Þver­ár­dalur nýttur til orku­fram­leiðslu væri lík­legt að verð­mæti Inn­sta­dals myndu aukast, sér­stak­lega í ljósi nálægðar svæð­is­ins við höf­uð­borg­ar­svæðið og þar með auk­ins fágætis sam­fara fækkun aðgengi­legra og lítt raskaðra úti­vist­ar­svæða. „Vegna sam­legð­ar­á­hrifa ber því að skoða ráð­stöfun Inn­sta­dals í sam­hengi við afdrif Þver­ár­dals. Af þessum sökum telur verk­efn­is­stjórn 3. áfanga ekki rétt­læt­an­legt að ráð­stafa báðum þessum virkj­un­ar­kostum án þess að leggja nýtt mat á þau áhrif sem ráð­stöfun ann­ars svæð­is­ins hefur á verð­mæti hins.“ Verk­efn­is­stjórn taldi sér­stöðu Inn­sta­dals einnig meiri, m.a. vegna þess að um hann liggur fjöl­farin göngu­leið á Hengil­inn.

Kjarn­inn hefur und­an­farið fjallað um til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar í ljósi þess að í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur er að finna lof­orð um að lokið verði við afgreiðslu hans. Því er hins vegar bætt við, í sömu setn­ingu, að kostum í bið­flokki verði fjölg­að. Frek­ari útskýr­ingar hafa stjórn­völd ekki gefið á hvað standi til og spurn­ingum Kjarn­ans til umhverf­is­ráð­herra hefur enn ekki verið svar­að.

Vegna óvissunnar hafa vaknað spurn­ingar um hvernig afgreiðsla til­lög­unnar verði. Að fjölga kostum í bið­flokki getur aðeins þýtt tvennt: Að kostir verði færðir úr annað hvort vernd­ar­flokki eða nýt­ing­ar­flokki í þann flokk. Nema að hvort tveggja sé. Hægt er að hreyfa við flokk­un­inni svo lengi sem Orku­stofnun hefur ekki gefið út virkj­ana­leyfi fyrir kosti í nýt­ing­ar­flokki eða svæði í vernd­ar­flokki hafi verið frið­lýst.

Í stjórn­ar­sátt­mála var hins vegar einnig að finna lof­orð um a lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un, þ.e. ramma­á­ætl­un, verði end­ur­skoðuð „frá grunni til að tryggja ábyrga og skyn­sam­lega nýt­ingu og vernd orku­kosta á Ísland­i“. Sér­stök lög á svo að setja um nýt­ingu vind­orku með það að mark­miði að ein­falda upp­bygg­ingu vind­orku­vera.

Meitillinn er virkjanakostur Orkuveitunnar sem er þegar í nýtingarflokki rammaáætlunar.

Mark­mið ramma­á­ætl­un­ar, þar sem fram­lagðir virkj­ana­kostir eru metnir í fag­hópum út frá ýmsum áhersl­um, er að leysa sem mest má úr ágrein­ingi í sam­fé­lag­inu um virkj­ana- og nátt­úru­vernd­ar­mál. Að for­gangs­raða öllum þeim virkj­ana­hug­myndum sem eru uppi hverju sinni og flokka í ýmist orku­nýt­ing­ar-, bið­flokk eða vernd­ar­flokk.

Núgild­andi ramma­á­ætl­un, 2. áfangi, var sam­þykktur á Alþingi í jan­úar árið 2013 fyrir nákvæm­lega níu árum síð­an. Verk­efn­is­stjórnir næstu tveggja áfanga hafa þegar lokið störfum og stjórn þess fimmta þegar hafið störf.

Auglýsing

Þessa flóknu stöðu, sem hefur orðið til þess að nú velta margir fyrir sér hvort til standi að „rífa upp“ til­lögu að þriðja áfanga í þing­legri með­ferð henn­ar, færa kosti milli flokka, eða hvort hún verði ein­fald­lega end­an­lega lögð til hliðar og ný lög sett til að takast á við fram­hald­ið, á rætur að rekja til stjórn­mál­anna.

Verk­efn­is­stjórnir hafa staðið við sitt, skilað sínu, þótt sú fjórða undir for­ystu Guð­rúnar Pét­urs­dóttur hafi vegna óvissu um fyrri til­lögu og ólíkrar sýnar þáver­andi orku­mála­stjóra unn­ist tími til að ljúka loka­skýrslu sinni. Sú verk­efn­is­stjórn lagði aðeins fram drög að til­lögu að flokkun og ein­göngu nokk­urra þeirra sem Orku­stofnun skil­aði loks til stjórn­ar­innar eftir ítrek­aðar beiðn­ir.

Komi að fjórða ráð­herr­anum

Stjórn­ar­slit hafa tvisvar sinnum orðið til þess að ekki tókst að afgreiða til­lögu að þriðja áfanga á þing­inu. Þriðja rík­is­stjórn­in, fyrsta rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, sat heilt kjör­tíma­bil og á því var til­lagan tvisvar sinnum lögð fram en ekki afgreidd.

Nú er því komið að fjórða umhverf­is­ráð­herr­an­um, Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, sem einnig er ráð­herra orku­mála, að leggja hina fimm ára gömlu til­lögu fram og hefur dag­ur­inn 31. mars verið val­inn til þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar