Sveitarfélög á Austurlandi vilja svör um virkjanakosti

Byggðaráð Múlaþings og bæjarstjórn Fjarðabyggðar vilja fá úr því skorið hvaða virkjanakosti í landshlutanum eigi að nýta. Lýst er yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem rammaáætlun er komin í.

Hamarsvirkjun Arctic Hydro yrði í Hamarsdal í Djúpavogshreppi.
Hamarsvirkjun Arctic Hydro yrði í Hamarsdal í Djúpavogshreppi.
Auglýsing

Eftir rúm­lega fimm ára tafir á afgreiðslu næsta áfanga ramma­á­ætl­un­ar, þess þriðja, er nokk­urrar óþreyju farið að gæta hjá sveit­ar­fé­lögum á Aust­ur­landi ef marka má bók­anir sem byggða­ráð Múla­þings ann­ars vegar og bæj­ar­stjórn Fjarða­byggðar hins vegar gerðu á fund­inum sínum í síð­ustu viku. Tveir virkj­ana­kostir á Aust­ur­landi eru í bið­flokki til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar sem báðir voru lagðir fram af Orku­stofnun sjálfri: Hrauna­virkjun til Beru­fjarðar (126 MW) og Hrauna­virkjun til Suð­ur­dals í Fljóts­dal (115 MW).

Það er hins vegar breytt útfærsla ann­arrar þeirra, Ham­ar­s­virkj­un, sem er nú, öllum þeim árum eftir að hinar til­lög­urnar voru fyrst lagðar fram, uppi á teikni­borð­inu hjá fyr­ir­tæk­inu Arctic Hydro. Virkj­unin yrði í Ham­ars­firði í Djúpa­vogs­hreppi og upp­sett afl hennar 60 MW. Að auki er áhugi á að reisa tölu­vert margar smærri virkj­anir að afli á svæð­inu.

Auglýsing

Í bókun sem sam­þykkt var á fundi bæj­ar­stjórnar Fjarða­byggðar í síð­ustu viku er lögð á það þung áhersla að unnið verði hratt að skil­grein­ingu og þróun nýrra kosta í raf­orku­fram­leiðslu. Þá verði ferli ramma­á­ætl­unar skýrt og hvaða orku­kostir séu til nýt­ing­ar. „Mik­il­vægt er að hafa hraðar hendur til að tryggja næga orku­öflun og tefja ekki þau orku­skipti sem völ er á, þannig að hægt verði að mæta þörfum inn­lends iðn­að­ar, svo sem fiski­mjöls­verk­smiðja, sem og íbúa lands­ins.“ Þá er það ekki síður mik­il­vægt gagn­vart fram­leiðslu á raf­elds­neyti, segir í bókunn­inni, sem sé mik­il­vægur þáttur í orku­skiptum og liður í auk­inni verð­mæta- og atvinnu­sköp­un. „Bæj­ar­stjórn Fjarða­byggðar skorar því á stjórn­völd og stofn­anir rík­is­ins að leggj­ast á eitt til að skapa áður­nefndar aðstæð­ur, gera þannig Íslandi kleift sem fyrst að ljúka orku­skiptum og um leið efla hag lands og þjóð­ar.“

Á fundi byggð­ar­ráðs hins nýja sveit­ar­fé­lags Múla­þings lá þann 18. jan­úar fyrir erindi frá Þresti Jóns­syni, sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa Mið­flokks­ins, sem vill að sveit­ar­fé­lagið beiti sér fyrir því að af fram­kvæmdum við Ham­ar­s­virkjun verði sem fyrst enda að hans mati hags­munir Múla­þings af því umtals­verð­ir. Á fund­inum lagði Þröstur fram til­lögu að bókun um málið þar sem sagði:

Byggða­ráð Múla­þings sam­þykkir að beina því til sveit­ar­stjórnar að hún sendi ályktun til Umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins þar sem því verði komið á fram­færi að sveit­ar­stjórn vilji að úr því verði skorið sem fyrst hvort fáist fram­kvæmda­leyfi til að reisa allt að 60MW virkjun í Ham­ars­dal, svo nefnda Ham­ar­s­virkj­un. Því verði beint til ráðu­neyt­is­ins að hraða því ferli, sem mest má vera, að skorið verði úr um hvort Ham­ar­s­virkjun kom­ist í orku­nýt­ing­ar­flokk.“

Ekki var þessi bókun sam­þykkt en breyt­inga­til­laga um málið var það hins veg­ar. Í henni seg­ir:

Byggða­ráð Múla­þings lýsir yfir áhyggjum sínum af þeirri flóknu stöðu sem uppi er varð­andi ferli ramma­á­ætl­un­ar. Ferl­inu var m.a. ætlað að greiða úr ágrein­ingi í sam­fé­lag­inu um virkj­ana­mál en stöðugar og óásætt­an­legar tafir hafa orðið til þess að mikil óvissa er uppi varð­andi mála­flokk­inn. Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í orku­málum er afar mik­il­vægt að ferlið allt verði tekið til gagn­gerrar end­ur­skoð­unar með það að mark­miði að sem fyrst liggi fyrir hvaða virkj­ana­kostir eru færir og hverjir ekki. Tæki­færi í atvinnu­lífi í Múla­þingi og á Aust­ur­landi öllu byggir á því að afhend­ing orku sé trygg og fram­boð full­nægj­andi. Byggða­ráð leggur því áherslu á að sem fyrst verði úr því skorið hvaða virkj­ana­kostir í sveit­ar­fé­lag­inu verða í nýt­ing­ar­flokki og beinir því til sveit­ar­stjórnar að sveit­ar­stjóra verði falið að koma þeim áherslum á fram­færi við umhverf­is­ráðu­neytið.“

Upptakasvæði ánna austan Vatnajökuls eru Hraunin sem til forna nefndust Sviðinhornahraun. Þær renna um langa og litríka dali og einkennist umhverfið meðal annars af smájöklum, vötnum og stöflum hraunlaga.

Ham­ar­s­virkjun er hins vegar ekki sem slík í til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar sem bráð­lega á að leggja fyrir Alþingi í fjórða sinn á rúm­lega fimm árum, af fjórða umhverf­is­ráð­herr­an­um. Hún er hins vegar meðal þeirra virkj­ana­kosta sem verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga áætl­un­ar­innar fékk til umfjöll­unar og meðal þeirra fáu kosta sem lagt var mat á. Nið­ur­staðan var sú að setja Ham­ar­s­virkjun í bið­flokk. Þess ber þó að geta að verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga vannst ekki tími vegna marg­vís­legra tafa, m.a. við afgreiðslu 3. áfanga og afhend­ingu gagna frá Orku­stofn­un, til að leggja fram loka­til­lögu heldur aðeins drög að til­lögu. Enn er mikið kynn­ing­ar­ferli fyrir höndum sam­kvæmt núgild­andi lögum um ramma­á­ætl­un. Rík­is­stjórnin stefnir hins vegar að gagn­gerri end­ur­skoðun lag­anna.

Ham­ar­s­virkjun er í hópi að minnsta kosti átta virkj­ana sem fyr­ir­hug­aðar eru á vatna­sviði Hrauna­svæð­is­ins á Aust­ur­landi. Flestar hug­mynd­irnar gera ráð fyrir innan við 10 MW virkj­unum og því þurfa þær ekki að fara í mats­ferli ramma­á­ætl­un­ar. Þrjár þeirra eru á vegum Arctic Hydro, félags sem er í 40 pró­sent eigu Bene­dikts Ein­ars­son­ar.

Ham­arsá á upp­tök sín í smá­vötnum og tjörnum á Hraunum og er Ham­ars­vatn, norður af Þránd­ar­jökli, stærst. Yrði Ham­ar­s­virkjun að veru­leika yrði vatni miðlað á tveimur stöð­um, ann­ars vegar í Ham­ars­vatni og svo í inn­takslóni í Vest­ur­bót. Við Ham­ars­vatn yrði gerð þriggja kíló­metra löng stífla, mest 15 metra há. Vatn­inu yrði miðlað í inn­takslónið neðar í far­vegi árinn­ar. Þar yrði reist önnur stífla, tæp­lega kíló­metri á lengd. Hún yrði mest fimm­tíu metrar á hæð.

Skert og stýrt rennsli í fossum

Frá inn­takslóni yrði vatni veitt um aðrennsl­is­göng að Ytri­-­Þránd­ará. Gert er ráð fyrir að veita ánni Morsa og Ytri­-­Þránd­ará inn í aðrennsl­is­göngin og einnig er gert ráð fyrir því að veita efsta hluta af Leir­dalsá í Ytri­-­Þránd­ará með veitu­skurði. Stöðv­ar­hús er sam­kvæmt áformunum fyr­ir­hugað inni í Afrétt­ar­fjalli, um 2,3 kíló­metra frá Ham­arsá.

Sam­kvæmt skýrslu Arctic Hydro um hug­mynd­ina er talið að helstu umhverf­is­á­hrif fyr­ir­hug­aðrar fram­kvæmdar yrðu á fossa sem njóta sér­stakrar verndar í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. „Í Ham­arsá eru margir fossar og verður stýrt rennsli á fossum frá Ham­ars­vatni að inn­takslóni og skert rennsli í fossum frá inn­takslóni að frá­rennsl­is­göng­um. Einnig verður skert rennsli í fossum í Morsa, Ytri­-­Þránd­ará og Leir­dalsá.“

Fyr­ir­heit í kjöl­far Kára­hnjúka­virkj­unar

Virkj­ana­hug­myndir á Hrauna­svæð­inu eru langt í frá nýjar af nál­inni. Þær voru fyr­ir­hug­aðar sem hluti af risa­vax­inni Hrauna- og Jök­ulsár­veitu við upp­haf ald­ar­inn­ar. Sú veita tók m.a. til Kára­hnjúka, Eyja­bakka og vatns­falla á Hrauna­svæð­inu.

„Í aðdrag­anda Kára­hnjúka­virkj­unar og aðliggj­andi Hrauna­veitna voru gefin fyr­ir­heit um að það þyrfti ekki framar að virkja meir fyrir aust­an. Nú, aðeins 15 árum síð­ar, er hins vegar hafið nýtt virkj­ana­á­hlaup á rest­ina af ósnortnum víð­ernum á hálendi Aust­ur­lands og nú undir fölsuðum for­merkjum „smá­virkj­ana“ 9,9 MW,“ sagði í bréfi frá Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum Aust­ur­lands og Land­vernd sem sent til for­sæt­is-, fjár­mála- og umhverf­is­ráð­herra fyrir tæpum tveimur árum.

Auglýsing

Kjarn­inn hefur und­an­farið fjallað um til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar í ljósi þess að í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur er að finna lof­orð um að lokið verði við afgreiðslu hans. Því er hins vegar bætt við, í sömu setn­ingu, að kostum í bið­flokki verði fjölg­að. Frek­ari útskýr­ingar hafa stjórn­völd ekki gefið á hvað standi til og spurn­ingum Kjarn­ans til umhverf­is­ráð­herra hefur enn ekki verið svar­að.

Vegna óvissunnar hafa vaknað spurn­ingar um hvernig afgreiðsla til­lög­unnar verði. Að fjölga kostum í bið­flokki getur aðeins þýtt tvennt: Að kostir verði færðir úr annað hvort vernd­ar­flokki eða nýt­ing­ar­flokki í þann flokk. Nema að hvort tveggja sé. Hægt er að hreyfa við flokk­un­inni svo lengi sem Orku­stofnun hefur ekki gefið út virkj­ana­leyfi fyrir kosti í nýt­ing­ar­flokki eða svæði í vernd­ar­flokki hafi verið frið­lýst.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar