Tryggja þurfi að „framvegis rati umframorka og ný orkuöflun til orkuskipta“

Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að ríkja þurfi sátt um nýjar virkjanir og að áður en til þeirra komi þurfi að leita „allra leiða til þess að spara og fara betur með þá orku sem þegar er framleidd“.

Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Auglýsing

„Sagan segir okkur að við höfum oft farið óðs­lega fram í orku­öflun gagn­vart við­kvæmri og ein­stakri nátt­úru lands­ins. Við ætlum sann­ar­lega að byggja upp grænt og kolefn­is­hlut­laust sam­fé­lag og ná fullum orku­skiptum fyrir árið 2040. En það þarf að ríkja sátt um nýjar virkj­anir og áður en kemur til þeirra þurfum við að leita allra leiða til þess að spara og fara betur með þá orku sem þegar er fram­leidd, bæta nýt­ingu í virkj­unum sem þegar hafa verið reistar og tak­marka orku­tap í orku­kerf­inu en ekki ein­ungis horfa til hagn­aðar eig­enda orku­fyr­ir­tækj­anna í krónum talið.“

Þetta skrifar Orri Páll Jóhanns­son, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna í grein á Vísi í morg­un. Kjarn­inn hefur und­an­farið fjallað um hina rúm­lega fimm ára gömlu til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar sem verður í fjórða sinn lögð fram á Alþingi í lok mars. Til­efni umfjöll­un­ar­innar er sú að dag­setn­ing á fram­lagn­ingu þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar hefur verið ákveðin og einnig sú að í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar frá því nóv­em­ber er að finna lof­orð um að lokið verði við þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Því er hins vegar bætt við, í sömu setn­ingu, að kostum í bið­flokki verði fjölg­að. Frek­ari útskýr­ingar hafa stjórn­völd ekki gefið á hvað standi til og spurn­ingum Kjarn­ans til umhverf­is­ráð­herra hefur enn ekki verið svar­að.

Í kjöl­far birt­ingar stjórn­ar­sátt­mál­ans hafa því vaknað ýmsar spurn­ingar um hvernig rík­is­stjórnin hyggst fjölga kostum í bið­flokki en verði það gert í þing­legri með­ferð til­lög­unnar þýðir það vænt­an­lega að kostir verði færðir úr annað hvort vernd­ar­flokki eða nýt­ing­ar­flokki í þann flokk. Nema að hvort tveggja sé. Hægt er að hreyfa við flokk­un­inni svo lengi sem Orku­stofnun hafi ekki gefið út virkj­ana­leyfi fyrir kosti í nýt­ing­ar­flokki eða svæði í vernd­ar­flokki hafi verið frið­lýst.

Auglýsing

Í stjórn­ar­sátt­mála er einnig kveðið á um algjöra end­ur­skoðun lag­anna sem ramma­á­ætlun byggir á. Hvort þriðji áfang­inn verði hins vegar afgreiddur með ein­hverjum hætti áður en að því kem­ur, mun skýr­ast á næst­unni.

Hugsa þurfi ára­tugi fram í tím­ann

Orri Páll skrifar í grein sinni að okkur beri að fara vel með nátt­úru lands­ins og ork­una sem eru verð­mæt en tak­mörkuð gæði. Því þurfi að „hugsa lausnir marga ára­tugi fram í tím­ann en ekki til skamms tíma“.

Hann skrifar að þegar fram í sæki muni skorta raf­orku til þess að mæta stærstu áskorun sam­tím­ans; lofts­lags­breyt­ing­um. Til þess að stemma stigu við þeim þurfum við m.a. að hraða orku­skipt­um. „En höfum í huga að þó svo það muni þurfa að afla frek­ari orku vegna orku­skipta þegar fram í sækir, eins og for­stjóri Lands­virkj­unar sagði í nýlegu við­tali, þá erum við að horfa til næstu ára­tuga í því sam­hengi. Við ætlum okkur að hafa náð fullum orku­skiptum eigi síðar en árið 2040 og því þurfum við að taka öll skref af vel yfir­lögðu ráði, leggja hug­mynda­fræði sjálf­bærrar þró­unar til grund­vallar og treysta nátt­úru­vernd.“

Tekur undir með orku­mála­stjóra

Hann segir brýnt að við komum okkur saman um for­gangs­röðun í hvað þurfi orku og þá hversu mik­illar orku þurfi að afla til við­bót­ar. Orku­mála­stjóri fjall­aði um einmitt þetta í grein á Vísi nýverið þar sem hún benti á að það væri ekki gefið að aukin orku­fram­leiðsla eða fjár­fest­ingar í flutn­ings­kerf­inu myndu skila sér beint í auknum árangri í orku­skipt­um. Krafan á orku­fyr­ir­tæki að hámarka hagnað í þágu eig­enda sinna færi ekki endi­lega saman með því að íbúum og smærri fyr­ir­tækjum á köldum svæðum séu tryggð raf­orka. „Ég tek því heils­hugar undir með orku­mála­stjóra sem segir þörf á að kort­leggja orku­mark­að­inn og skapa lagaum­gjörð sem tryggi að fram­vegis rati umframorka og ný orku­öflun til orku­skipta,“ skrifar Orri Páll. „Þannig má tryggja að við náum mark­miðum okkar um að verða óháð jarð­efna­elds­neyti og kolefn­is­hlut­laus árið 2040.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent