Veiruafbrigðið „deltakron“ var aldrei til

Fyrir hálfum mánuðum breiddust fréttir af nýju ofurafbrigði kórónuveirunnar, deltakron, eins og eldur í sinu um heiminn. En vísindamenn segja nú að afbrigðið hafi aldrei verið til.

Raðgreiningar eru mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun kórónuveirunnar.
Raðgreiningar eru mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun kórónuveirunnar.
Auglýsing

Þær fréttir bár­ust frá Kýp­ur-há­skóla þann 7. jan­úar að vís­inda­menn við skól­ann hefðu rað­greint nokkrar kór­ónu­veirur og að í ljós hafi komið að í gena­mengi þeirra hefðu fund­ist eig­in­leikar bæði delta og omikron-af­brigð­is­ins.

Veiru­fræð­ing­ur­inn sem fór fyrir hópn­um, Leondios Kostrikis, flutti þessi tíð­indi í sjón­varpi á Kýp­ur. Afbrigðið sem vís­inda­menn­irnir töldu sig hafa greint var þegar í stað kallað deltakron og höfðu upp­lýs­ingar um upp­götv­un­ina á þessum tíma­punkti verið færðar inn í hinn opna gagna­grunn GISAID. Frétta­stofa Bloomberg fékk veður af þessu og birti fyrstu frétt um málið innan við sól­ar­hring eftir að Kýp­verjar höfðu fengið að heyra af hinu nýja – og meinta – kór­ónu­veiru­af­brigði.

Auglýsing

Það er ekk­ert skrítið að fréttin hafi farið á flug í fjöl­miðlum um allan heim. Ómíkron-af­brigð­ið, sem vís­inda­menn í Botsvana og Suð­ur­-Afr­íku höfðu fyrstir allra greint í nóv­em­ber, hafði valdið ótta enda mun meira smit­andi en delta-af­brigðið sem á undan hafði kom­ið. Delta er hins vegar ekki eins smit­andi, þótt smit­andi sé, en veldur þeim mun alvar­legri veik­ind­um. Að heyra svo af ofur-af­brigði með eig­in­leika beggja þess­ara veira, kall­aði fram hroll hjá mörg­um.

Kýp­versku vís­inda­menn­irnir höfðu aðeins rað­greint 52 veiru­sýni sem höfðu eig­in­leika beggja afbrigð­anna. Vís­inda­menn ann­ars staðar í heim­inum bentu þegar í stað á að svo fá sýni gætu ekki verið grund­völlur til að slá nokkru föstu. Nokkrir komu fram með þá kenn­ingu að mun lík­legra væri að sýnin á rann­sókn­ar­stofu Kýp­ur-há­skóla hefðu spillst.

„Það er ekk­ert til sem heitir deltakron,“ skrif­aði Krutika Kupp­alli, sem er í tækni­teymi Alþjóða heil­brigð­is­stofn­un­ar­inn­ar, á Twitt­er. „Ómíkron og delta hafa EKKI myndað ofur-af­brigð­i.“ Yfir­menn WHO hafa einnig sagt hið sama en bent á að fólk geti verið smitað af delta- og ómíkron-af­brigð­unum sam­tím­is.

Þá bendir Arnar Páls­son erfða­fræð­ingur á það í nýju svari á Vís­inda­vefnum að það sé fjar­lægur mögu­leiki, en raun­veru­legur þó, að tvö eða fleiri afbrigði myndi nýtt blend­ingsaf­brigði, með end­ur­röðun erfða­efn­is.

Vís­inda­menn um allan heim hafa verið hvattir til að skrá upp­lýs­ingar um rað­grein­ingar sínar í GISAID-­gagna­grunn­inn. Þannig hefur tek­ist að fylgj­ast vel með þróun veirunnar og stökk­breyt­ingum henn­ar. En dæmið frá Kýp­ur-há­skóla þykir að margra mati sýna að fara verði var­lega í allar yfir­lýs­ingar og að grand­skoða verði mál ofan í kjöl­inn, að minnsta kosti áður en greint er frá þeim opin­ber­lega. Af nógu mörgum slæmum fréttum hefur verið að taka í far­aldr­inum þó að rangar upp­lýs­ingar séu ekki einnig settar í dreif­ingu.

Kostrikis hefur svarað þeirri gagn­rýni með því að fjöl­miðlar hafi mistúlkað orð hans. Hann hafi aldrei haldið því fram að nýtt blend­ingsaf­brigði ómíkron og delta væri orðið til. Um kenn­ingu hefði verið að ræða. Þremur sól­ar­hringum eftir að hafa sett nið­ur­stöður rað­grein­inga sinna inn í gagna­grunn­inn fjar­lægði hann þær og sagði að frek­ari rann­sókna á þeim væri þörf.

Mis­tök fyr­ir­sjá­an­leg

Tals­maður GISAID segir að frá upp­hafi far­ald­urs­ins hafi yfir 7 milljón gena­mengi kór­ónu­veira verið sett inn í gagna­grunn­inn og að ein­staka mis­tök við rað­grein­ingar ættu því ekki að koma mjög á óvart.

Rað­grein­ingar á „deltakron“ voru gerðar á sýnum sem tekin voru á Kýpur í des­em­ber. Kostrikis segir í sam­tali við vís­inda­tíma­ritið Nat­ure að kenn­ing teym­is­ins hefði verið sú að delta-af­brigðið hefði tekið stökk­breyt­ingar í brodd­prótein­inu sem svip­aði til eig­in­leika ómíkron – eig­in­leika sem gera það afbrigði mun meira smit­andi. Sér­fræð­ingar ann­ars staðar í heim­inum rýndu í gögnin frá Kýpur og töldu mun lík­legra að um mann­leg mis­tök hefði verið að ræða. Sýnin hefðu spillst á rann­sókn­ar­stof­unni. Bland­ast sam­an.

Slíkt er ekki óal­gengt segja við­mæl­endur Nat­ure og því er svo mik­il­vægt að fara var­lega í allar álykt­anir til að byrja með.

Auglýsing

Kostrikis efast hins vegar sjálfur um að kross­mengun hafi átt sér stað á rann­sókn­ar­stof­unni en telur engu að síður þörf á að rann­saka alla mögu­leika. Kollegar hans hafa svo ein­hverjir bætt við að ef engin mis­tök hafi verið gerð á rann­sókn­ar­stof­unni og rað­grein­ingar veiru­sýn­anna þar með rétt­ar, breyti það ekki því að stökk­breyt­ing­arnar sem Kýp­verjarnir fundu eru alls ekki aðeins bundnar við ómíkron heldur finn­ast í ýmsum öðrum afbrigðum veirunn­ar. Deltakron sé því rang­nefni.

Þótt Kostrikis hafi verið gagn­rýndur fyrir að oftúlka nið­ur­stöð­urnar hefur honum verið hrósað fyrir að skrá rað­grein­ing­arnar inn í gagna­bank­ann. Vís­inda­menn mega ekki hika við slíkt, segja við­mæl­endur Nat­ure, en þeir verða hins vegar að tala mjög var­lega. „Allt sem við segjum getur valdið því að landa­mærum er lok­að.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent